Magdalena skrifaði:
Bei der Aufteilung für VT, RtlT, ärmel. Wo beginnt da die Runde? Mein Rundenanfang ist nicht ganz in der Mitte vom linken Ärmel, wenn ich da anfange 60M slzu stricken und dann 38M für den Ärmel stilllege stimmt das sicher nicht ...
03.01.2026 - 10:36
Marie skrifaði:
Bonjour, Quelle quantité de laine faut - il svp pour un pull en S et en M (une seule couleur et deux couleurs)? Merci beaucoup
29.12.2025 - 16:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie, dans la mesure où ce modèle a été tricoté avec plusieurs couleurs, il est difficile de vous donner la quantité exacte pour une seule couleur (nous n'avons plus ce pull pour le peser), et pour 2 couleurs, tout dépendra de la hauteur des rayures choisies. Vous pouvez additionner les différentes couleurs, il vous en faudra probablement un peu moins. Votre magasin saura vous conseiller, même par mail ou téléphone. Bon tricot!
02.01.2026 - 13:14
Kirsten skrifaði:
Hej. Mit barnebarn str S ønsker den kun i 4 farver. Så skal jeg vel ikke købe 600 g garn, Hvad tænker du jeg skal bruge af bundfarve + 3 andre
27.12.2025 - 16:20DROPS Design svaraði:
Hei Kirsten. Det har vi kkke oversikt over, siden genseren er strikket med 9 farger. mvh DROPS Design
05.01.2026 - 14:01
Marie skrifaði:
Bonjour combien de laine necessaire pour tricoter en uni svp? Merci et belles fêtes
26.12.2025 - 16:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie, quelle taille faites-vous?
28.12.2025 - 23:06
Saskia skrifaði:
Ik wil deze trui graag voor iemand breien in maat M. Met wee draden DropsAir in heel simpel één kleur. Hoeveel bolletjes zou ik dan nodig hebben? Vast wel iets minder dan de 13 bollen (optelsom maat M) zoals het nu staat voor de originele strepen trui. Alvast bedankt voor jullie reactie.
25.12.2025 - 19:51DROPS Design svaraði:
Dag Saskia,
Je zou even kunnen kijken naar een vergelijkbare trui in één kleur. Verder kun je overgebleven bollen vaak retourneren naar je de winkel waar je het gekocht hebt. Vraag je verkooppunt naar de voorwaarden.
27.12.2025 - 11:14
Maria skrifaði:
Hej. Hvordan kan bagstykket være eks 52 masker og ærmet være 34 når man har markeret hhv 20 og 10 masker til bagstykke og ærmer ?
05.11.2025 - 20:27DROPS Design svaraði:
Hei Maria. For å få en bedre passform, "overfører"man noen erm masker til bolen etter delingen. mvh DROPS Design
17.11.2025 - 17:38
Randi skrifaði:
Hva er målene på genseren «happy stripes»?
02.11.2025 - 19:57DROPS Design svaraði:
Hei Randi, Du finner en målskisse på bunnen av oppskriften, med alle målene til de forskjellige størrelsene. Hilsen Drops Team.
03.11.2025 - 06:25
Kate Insley skrifaði:
Loving this pattern, but have a question. I have gotten to where I separate for body and sleeves, the pattern gives a st count of 54 sts for the back, 36 for each arm, and another 54 for front. Then there is an instruction to knit 27 more sts for 1/2 of the back. that doesn't add up if the st count is 180. Is the BOR in the middle of the back, meaning instead of the first 54 sts, work just 27, and end with the 27? Or is BOR under armpit, so complete back is worked first?
07.10.2025 - 22:25DROPS Design svaraði:
Hi Kate, You are right, the last 27 stitches for 1/2 the back piece can be ignored. These should not be in the text and the back piece stitches are the first 54 stitches on the round (BOR under one sleeve). Regards, Drops Team.
08.10.2025 - 06:47
Sabrina skrifaði:
Per lavorare in circolare strisce di tanti colori diversi è consigliato tagliare i fili dopo ogni striscia oppure portarli tutti senza tagliarli sul retro del lavoro? E in questo caso come si fa a portarli su in modo pulito e ordinato. Grazie
01.08.2025 - 08:10DROPS Design svaraði:
Buongiorno Sabrina, se i colori sono vicini può provare a non tagliare il lavoro e a riprendere il filo quando serve, altrimenti deve tagliarlo ad ogni striscia. Buon lavoro!
02.08.2025 - 14:19
Tekla skrifaði:
Som så mange andre herinde, har jeg nu en pilskæv raglan. Er det fordi jeg har bevaret omgangsstart og derudover sat 4 mm? Når jeg sætter mine raglanmarkører og tæller to masker fra omgangsstart, flytter jeg så den markør som markerede omgangsstart?
21.06.2025 - 00:35DROPS Design svaraði:
Hej Tekla, hvis du altid laver udtagningen/omslaget lige før og lige efter de 4 raglanmasker, så bliver raglanen helt lige :)
23.06.2025 - 13:17
Happy Stripes#happystripessweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu, blöðuermum og röndum. Stykkið er prjónað úr 2 þráðum DROPS Air, ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 202-1 |
||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 54 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 9. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 9. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. RENDUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Rendurnar eru prjónaðar í sléttprjóni með 2 þráðum Air. Prjónið A.1 einu sinni, síðan er prjónað A.2 eins langt og hægt er til loka (á við um bæði fram- og bakstykki og ermar). LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 merkin þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan merki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkið situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri og alls 8 lykkjur fleiri í útaukningsumferð. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (á við um fyrir miðju undir ermum): Aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr fyrir miðju í þessum 4 lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónaður í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður til loka. Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. Allt stykkið er prjónað úr 2 þráðum Air. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 54-56-58-62-64-66 lykkjur á stuttan hringprjón 7 með 2 þráðum í litnum blár. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-4-2-6-4-2 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 = 60-60-60-68-68-68 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 9 og prjónið berustykkið eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Setjið 4 merki í stykkið þannig (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar): Teljið 2 lykkjur, setjið 1 merki á undan næstu lykkju (= ermi), teljið 20-20-20-24-24-24 lykkjur, setjið 1 merki á undan næstu lykkju (= bakstykki), teljið 10 lykkjur í öllum stærðum, setjið 1 merki á undan næstu lykkju (= ermi), teljið 20-20-20-24-24-24 lykkjur, setjið 1 merki á undan næstu lykkju (= framstykki), teljið síðustu 8 lykkjur í öllum stærðum (= ermi). Prjónið síðan þannig: Prjónið RENDUR – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 12-14-15-16-17-19 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu eru 156-172-180-196-204-220 lykkjur í umferð. Haldið áfram með rendur þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 48-52-54-60-64-70 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 30-34-36-38-38-40 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-4-6-6-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 48-52-54-60-64-70 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 30-34-36-38-38-40 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-4-6-6-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi). Fram- og bakstykki og ermar er prjónað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 104-112-120-132-144-156 lykkjur. Byrjið umferð í annarri hliðinni á fram- og bakstykki, mitt í 4-4-6-6-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn og haldið áfram með rendur í A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.2 eins langt og hægt er til loka. Þegar stykkið mælist 25 cm frá skiptingu, skiptið yfir á hringprjón 7 og 2 þræði í litnum blár. Prjónið garðaprjón hringinn í 3 cm og endið með 1 umferð brugðið. Fellið laust af með sléttum lykkjum, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með grófari prjóni. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 30-34-36-38-38-40 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 9 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 4-4-6-6-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 34-38-42-44-46-48 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju í 4-4-6-6-8-8 lykkjur undir ermi og látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Merkiþráðurinn er notaður síðar þegar aukið er út fyrir miðju undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn og haldið áfram með rendur á sama hátt og á fram- og bakstykki (mikilvægt er að halda áfram í sömu umferð og á fram- og bakstykki eftir berustykki). Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu í öllum stærðum, aukið út um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með 4-5-5-5-4½-4½ cm millibili alls 8-7-6-6-6-6 sinnum = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist ca 45-44-42-40-39-37 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna víðara hálsmáls og lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 46-48-50-52-54-56 lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 23-24-25-26-27-28 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 7. Prjónið garðaprjón hringinn í 3 cm og endið eftir 1 umferð brugðið. Fellið af með sléttum lykkjum, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Ermin mælist ca 49-48-46-44-43-41 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #happystripessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 202-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.