Monika Mai skrifaði:
Hallo, ich habe mit dem Stricken dieses schönen Teils begonnen, habe aber Probleme beim Verstehen der Anleitung : Man soll - noch vor dem Halsausschnitt - 12 Mal alle 7 cm Maschen abnehmen. Wenn ich das mache, lande ich aber bei 12x7=84cm + die vorher bereits gestricketn 8 cm = 92 cm. Nun sollen aber bei einer Länge von 56 cm bereits die neuen Maschen für den Ärmel angeschlagen werden. Ich denke, da ist ein Fehler in der Anleitung, oder? Besten DAnk für baldige Antwort.
08.12.2018 - 12:39DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Mai, Ich kann leider nicht die gleichen Angaben finden mit den 56 cm gesamte Länge (1. Größe) und die Abnahmen beginnen (Seite) nach 6 cm in der 1. Größe und nach 8 cm (3 letzte Größen). Welche Größe stricken Sie?
10.12.2018 - 09:01
Catch a Wink#catchawinkbuntingbag |
|
![]() |
![]() |
Prjónaður poki fyrir börn úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað í garðaprjóni og framhliðarnar skarast yfir hvor aðra, hekluðum kanti og snúru. Stærð fyrirburar – 4 ára.
DROPS Baby 33-6 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um hliðar á framstykki og meðfram hálsmáli): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni. Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan kantlykkju og prjónið 2 lykkjur slétt saman. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um hliðar á bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR: Fitjaðar eru upp 10 auka lykkjur neðst niðri á hvorri ermi fyrir uppábrot. Ef þú vilt ekki hafa uppábrot eru einungis fitjaðar upp (9) 9-12-12-10 (13) lykkjur neðst niðri á hvorri ermi, í stað (19) 19-22-22-20 (23) lykkjur. Munið eftir að það verða þá 10 lykkjum færri í hvorri hlið á fjölda lykkja. HNAPPAGAT (á við um uppábrot neðst niðri á poka): 1 hnappagat = fellið af 2 lykkjur, í næstu umferð eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af. Ysta hnappagatið er staðsett ca 2 cm inn frá hvorri hlið. Fellið síðan af fyrir næstu hnappagötum með ca (7) 6-5½-6-7 (8) cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- POKI – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Byrjið á öðru framstykkinu, fitjið upp lykkjur fyrir ermi og prjónið síðan upp að öxl. Prjónið hitt framstykkið alveg eins, nema spegilmynd. Setjið síðan bæði framstykkin saman og prjónið niður yfir bakstykki að loka máli. Bakstykkið er prjónað lengra en framstykkin og er brotið að framstykki. Ef þú vilt ekki hafa uppábrotið er hægt að draga þessar lykkjur frá lykkjufjölda sem er fitjaður upp fyrir ermum – sjá LEIÐBEININGAR! HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp (44) 49-52-60-67 (71) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hlið) á hringprjón 3 með ljós grár. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (fyrsta umferð = rétta og prjónið frá miðju að framan). Þegar stykkið mælist (6) 6-6-8-8 (8) cm fækkið um 1 lykkju í hlið (þ.e.a.s. í lok umferðar frá réttu) – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með (5) 5½-7-7-5½ (5½) cm millibili alls (5) 6-6-7-10 (12) sinnum = (39) 43-46-53-57-59 lykkjur. HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist (29) 36-43-52-61 (70) cm fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli í byrjun á umferð frá réttu – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls (20) 20-22-26-28 (29) sinnum og síðan í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 2 sinnum í öllum stærðum. ERMI: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist (32) 39-47-56-65 (74) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok umferðar frá réttu þannig: Fitjið upp (4) 6-7-8-7 (8) lykkjur alls (4) 4-4-4-6 (6) sinnum og síðan (19) 19-22-22-20 (23) lykkjur 1 sinni. Eftir alla úrtöku og útaukningu eru (52) 64-72-79-89 (99) lykkjur á prjóni fyrir öxl/ermi. Haldið áfram fram og til baka í garðaprjóni þar til stykkið mælist (40) 48-56-66-76 (86) cm. Setið 1 prjónamerki í byrjun á umferð frá réttu (þ.e.a.s. inn að hálsi). Prjónamerki merkir mitt á öxl og brjóta á stykkið síðar upp við þetta prjónamerki. Prjónamerkið á einnig að nota síðar við mælingu á lengd. Haldið áfram í garðaprjóni og fitjið upp 2 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða frá röngu (þ.e.a.s. að hálsi) = (56) 68-76-83-93 (103) lykkjur á prjóni og síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Setjið allar lykkjur á þráð eða látið þær hvíla á prjóni. Prjónið vinstra framstykki eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp (44) 49-52-60-67 (71) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hlið) á hringprjón 3 með litnum ljós grár. Prjónið garðaprjón (fyrsta umferð = rétta og prjónuð frá hlið). Þegar stykkið mælist (6) 6-6-8-8 (8) cm fækkið um 1 lykkju í hlið (þ.e.a.s. í byrjun á umferð frá réttu) – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með (5) 5½-7-7-5½ (5½) cm millibili alls (5) 6-6-7-10 (12) sinnum = (39) 43-46-53-57-59 lykkjur. HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist (29) 36-43-52-61 (70) cm fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli í lok umferðar frá réttu – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls (20) 20-22-26-28 (29) sinnum og síðan í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 2 sinnum í öllum stærðum. ERMI: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist (32) 39-47-56-65 (74) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok umferðar frá röngu þannig: Fitjið upp (4) 6-7-8-7 (8) lykkjur alls (4) 4-4-4-6 (6) sinnum og síðan (19) 19-22-22-20 (23) lykkjur 1 sinni. Eftir alla úrtöku og útaukningu eru (52) 64-72-79-89 (99) lykkjur á prjóni fyrir öxl/ermi. Haldið áfram fram og til baka í garðaprjóni þar til stykkið mælist (40) 48-56-66-76 (86) cm. Setjið 1 prjónamerki í lok umferðar frá röngu (þ.e.a.s. inn að hálsmáli). Prjónamerkið merkir mitt á öxl og stykkið er síðar brotið upp við þetta merki. Prjónamerkið á síðar að nota til að mæla lengd. Haldið áfram í garðaprjóni og fitjið upp 2 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða frá réttu (þ.e.a.s. að hálsmáli) = (56) 68-76-83-93 (103) lykkjur á prjóni. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið nú bakstykki eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Prjónið sléttar lykkjur frá réttu yfir allar þær (56) 68-76-83-93 (103) lykkjur á vinstra framstykki, fitjið upp (8) 8-12-12-12 (14) nýjar lykkjur á prjóni fyrir hálsmáli aftan í hnakka og prjónið síðan sléttar lykkjur frá réttu yfir allar (56) 68-76-83-93 (103) lykkjur frá hægra framstykki = (120) 144-164-178-198 (220) lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT FRÁ PRJÓNAMERKI Á ÖXLUM! Haldið áfram fram og til baka í garðaprjóni yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist (6) 7-7-8-8 (9) cm frá prjónamerki eru ermalykkjur felldar af. Fellið af í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af (19) 19-22-22-20 (23) lykkjur 1 sinni og síðan (4) 6-7-8-7 (8) lykkjur alls (4) 4-4-4-6 (6) sinnum í hvorri hlið = (50) 58-64-70-74 (78) lykkjur eftir í umferð. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist (14) 14-15-16-18 (17) cm frá prjónamerki. Aukið nú út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út með (5) 5½-7-7-5½ (5½) cm millibili alls (5) 6-6-7-10 (12) sinnum í hvorri hlið = (60) 70-76-84-94 (102) lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist (40) 48-56-66-76 (86) cm frá prjónamerki. Setjið 1 nýtt prjónamerki í hvora hlið á bakstykki. Þessi prjónamerki merkja uppábrot neðst niðri á poka og stykkið er nú mælt frá nýju prjónamerkjunum. Haldið áfram í garðaprjóni þar til stykkið mælist (4) 4-4-6-6 (6) cm frá nýju prjónamerkjunum. Í næstu umferð frá réttu er fellt af fyrir (4) 5-6-6-6 (6) HNAPPAGAT jafnt yfir – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan þar til stykkið mælist (6) 6-6-8-8 (8) cm frá nýju prjónamerkjum (allur pokinn mælist ca (46) 54-62-74-84 (94) cm frá prjónamerkjum á öxlum). Fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. FRÁGANGUR: Brjótið stykkið saman tvöfalt við prjónamerkjum á öxlum. Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. HEKLAÐUR KANTUR MEÐFRAM OPI Á POKA: Byrjið frá röngu í horni neðst niðri á vinstra framstykki og heklið með heklunál 2,5 með litnum natur meðfram opi á poka þannig: UMFERÐ 1 (= ranga): 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 1 loftlykkja, hoppið yfir ca 1-2 lykkjur (prufaðu þig aðeins áfram, kanturinn á að liggja alveg flatur), heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju *, heklið frá *-* upp meðfram vinstra framstykki, en við hornið þar sem affellingin fyrir hálmáli byrjaði er hekluð snúra þannig: Heklið 1 fastalykkju í hornið, heklið síðan loftlykkjur í ca 20-25 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju til baka, heklið síðan 1 fastalykkju aftur í hornið á framstykki. Haldið áfram með heklaða kantinn í kringum hálsmál fram að horni eftir affellingu í hálsi á hinu framstykkinu, heklið snúru alveg eins og á vinstra framstykki og heklið síðan stykkið áfram meðfram hægra framstykki, endið með 1 keðjulykkju í hornið, snúið stykki. UMFERÐ 2 (= rétta): Heklið 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um fyrstu loftlykkju, * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í 4. loftlykkju frá heklunálinni, hoppið yfir 1 fastalykkju + 1 loftlykkja + 1 fastalykkja, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* út umferðina (passið uppá að heklað sé yfir snúru þannig að snúran liggi neðst), endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á fyrri umferð. Klippið frá og festið enda. Heklið alveg eins kant neðst niðri á framstykki þannig: Leggið hægra framstykki yfir vinstra framstykki. Byrjið frá röngu og heklið meðfram kanti neðst niðri á framstykki, þar sem framstykkin koma yfir hvort annað er heklað í gegnum bæði lögin. Klippið frá og festið enda. HEKLAÐUR KANTUR MEÐFRAM UPPÁBROTI NEÐST Á POKA: Byrjið frá röngu og heklið alveg eins kant meðfram kanti á uppábroti alveg eins og útskýrt er að ofan. Brjótið upp kantinn með prjónamerkjum. Saumið tölur í framstykki. HEKLAÐUR KANTUR Í KRINGUM ERMAR: Byrjið frá röngu og heklið þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju, * 1 loftlykkja, hoppið yfir ca 2 umferðir garðaprjón, heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju *, heklið frá *-* í kringum alla ermina og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 2: Heklið 2 loftlykkjur, 1 fastalykkja um fyrstu loftlykkju, * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í 4. loftlykkju frá heklunálinni, hoppið yfir 1 fastalykkju + 1 loftlykkju + 1 fastalykkja, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð. Klippið frá og festið enda. Heklið kant á sama hátt neðst niðri í kringum hina ermina. Brjótið upp ermar. SNÚRA: Heklið 1 snúru í hvora hlið á poka eins og í hvoru horni á framstykki. Snúran í hægri hlið er hekluð innan við saum (þ.e.a.s. frá röngu á stykki) og snúran í vinstri hlið er hekluð utan við saum (þ.e.a.s. frá réttu á stykki) – passið uppá að þessar snúrur verði í sömu hæð og hinar tvær. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #catchawinkbuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 33-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.