Jan C skrifaði:
I was wondering why all the stitch increases right before you start the ribbing hem? Doesn't this make the lower edge of the sweater flare out? Thanks!
27.01.2024 - 01:03DROPS Design svaraði:
Dear Jan C, this increases we done because the ribb pattern would "shrink" and there will be a marked difference between the plain knitted part of the jacket and the elastic ribbing hem. Happy knitting!
27.01.2024 - 06:53
Monica skrifaði:
Den randiga koftan är väl stickad ändå stickad i slätsticknng och nye rätstickning?? Så ser det i alla fall ut på bilden!
01.08.2022 - 13:40DROPS Design svaraði:
Hej Monica, du börjar vid halsen med resår, sedan stickas koftan i slätstickning med framkanter i rätstickning... men allt står i beskrivningen :)
05.08.2022 - 08:50
Jacqueline skrifaði:
En augmentant pour le raglan 15 fois, vous dites obtenir 214 mailles. En séparant les parties devant, manches 6 illes, dos, 6 mailles et devant vous me dites avoir 138 mailles. Qu'en est-il exactement? Merci pour votre réponse
15.01.2022 - 18:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Jacqueline, tout à fait, vous avez bien 214 mailles en 2 ans quand toutes les augmentations sont faites; puis, lorsque vous allez diviser l'ouvrage pour terminer le dos/le devant et les manches séparément, vous aurez alors 138 mailles pour le dos/le devant. Bon tricot!
17.01.2022 - 08:25
Mabel Rodriguez skrifaði:
Thank you so much for sharing this pattern. I'm having some difficulties between the yoke and the body. When I finished the yoke, I have 214 st. Then I have to knit: 5+29+44+6+58+44+6+29+5=226. I'm 12 st short. And then, the pattern said I suppose to have 138 st on the needle, but 226-100 (sleeves)=126 not 138, again 12 st short. I don't know what I'm doing wrong or if I misunderstood the instructions.
17.08.2021 - 06:12DROPS Design svaraði:
Hi Mabel, I think you have forgotten to include the 6 stitches cast on under each sleeve, which add 12 stitches to the body and 6 stitches to each sleeve. Hope this helps and happy knitting!
17.08.2021 - 09:40
Karin Brandt skrifaði:
Ich habe die Jacke jetzt beendet und es hat alles sehr gut geklappt. Danke für die Hilfe. Liebe Grüße
18.05.2021 - 09:58
Karin Brandt skrifaði:
Hallo, es kann ja sein, dass ich einen Denkfehler bei der Arbeit habe, aber ich verstehe die Rechnung an der Passe nicht. Wenn ich mit 94 M. beginne die Markierer zu setzen und 15x in jeder 2. Reihe 4x2 Maschen zunehme (jeweils vor und hinter dem Markierer), wie komme ich dann nur auf 214 Maschen?
14.05.2021 - 19:28DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Brandt, es wird für den Raglan jeweils 8 Maschen zugenommen und insgesamt 15 Mal in jeder 2. Reihe (= bei jeder Hinreihe) = 8x15= 120 M + die 94 M = 214 Maschen. Viel Spaß beim stricken!
17.05.2021 - 08:38
Sylviane skrifaði:
Je n'ai pas bien lu les instructions et je viens de remarquer que les diminutions se faisaient selon la taille tous les tant de cm.Désolée de vous avoir déranger inutilement.
23.01.2019 - 15:04
Sylviane skrifaði:
Bonjour pour les diminutions de la manche pouvez-vous m'indiquer si il faut le faire tous les 2 rangs.Merci.Cordialement.Sylviane
23.01.2019 - 14:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Sylviane, on diminue pour les manches 2 mailles pour toutes les tailles, mais en fonction de la taille, vous diminuerez 5-6-5-6-5-6 fois au total tous les 4-4-5-5-7-6 cm. - mesurez dans une partie jersey le nombre de cm correspondant à la hauteur indiquée pour votre taille pour savoir le nombre de rangs correspondant. Bon tricot!
23.01.2019 - 16:07
Fillette skrifaði:
Je ne sais pas comment reprendre les 6 mailles sous la manche. pouvez vous m’aider ? serait il possible de les monter lorsque l’on reprend la manche après séparation des différentes parties merci
29.11.2018 - 17:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Fillette, cette vidéo montre comment tricoter un pull de haut en bas, vous monterez les mailles sous les manches de la même façon (à partir du time code 6:50 environ: on met les mailles des manches en attente), et, plus tard, vous relèverez les mailles pour les manches comme dans la vidéo. Bon tricot!
30.11.2018 - 08:05Ilana skrifaði:
Hello I like this pattern and knitt already 11/5 cm.from the beginning(middle back mesure) I began with 92 st.( for a 3 y old child) and worked as written. 10cm=21 st. as written..... Why the back is already 31 cm??? the sleeve 22 cm.??? Must be a mistake somewhere... Can you help me? Thanks
30.09.2018 - 11:20DROPS Design svaraði:
Dear Hana, with 21 sts = 10 cm, the 32 sts for back piece will be 15 cm and the 13 sts on sleeve will be 6 cm. Please make sure you get the correct tension, adjust needle size if necessary. Happy knitting!
01.10.2018 - 09:10
Sunny Day Stripes Jacket#sunnydaystripesjacket |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa fyrir börn með laskaínu úr DROPS Merino eða DROPS Muskat. Stykkið er prjónað ofan frá og niður röndum. Stærð 2 – 12 ára.
DROPS Children 32-14 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. RENDUR: Stykkið er prjónað í röndum (ekki kantar að framan), prjónaðar eru mismunandi rendur á berustykki og fram- og bakstykki/ermum. Ekki klippa þráðinn frá eftir hverja rönd, hann fylgir áfram með í stykkinu. Rendur á berustykki: Prjónið * 4 umferðir með litnum sinnep, prjónið 2 umferðir með litnum ljós beige *, prjónið frá *-* þar til berustykki hefur verið prjónað til loka. Stillið af að endað sé með 4 umferðir með litnum sinnep (þ.e.a.s. stykkið skiptist og prjónað er áfram í röndum eins og á berustykki þar til prjónaðar hafa verið 4 umferðir með litnum sinnep). Prjónið síðan áfram með rendur á fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið * 4 umferðir með litnum ljós beige, prjónið 2 umferðir með litnum sinnep *, prjónið frá *-* þar til fram- og bakstykki/ermar hefur verið prjónað til loka. LEIÐBEININGAR (á við um kanta að framan): Allur kantur að framan er prjónaður með litnum sinnep. Þ.e.a.s. notið 1 dokku af litnum sinnep í hvorn kant að framan þegar þess er þörf (þ.e.a.s. þar sem sinnep er ekki hluti af mynstri). Skipt er um enda á milli kants að framan og berustykkis (þetta er gert svona til að koma í veg fyrir að endar séu festið meðfram kanti að framan). Þegar skipt er um þráð eru þeir tvinnaðir saman með hvorum öðrum til að lykkjurnar hangi saman. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (á við um laskalína): Öll útaukning er gerð frá réttu. Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri). Aukið svona út við öll prjónamerki (= alls 8 lykkjur fleiri). Uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið í næstu umferð (= frá röngu), það eiga ekki að myndast göt. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 138 lykkjur), mínus kanta að framan (= 128 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 30) = 4,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunum yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stykkið mælist ca 1-1½ cm. Fellið síðan af fyrir 4-4-5-5-6-6 næstu með ca 6-7-6½-7-7-7 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki og fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 88-92-96-100-104-108 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á stykki) á sokkaprjóna/hringprjón 3 með litnum sinnep/vanillugulur. Stykkið er prjónað í RENDUR – sjá útskýring að ofan og lesið LEIÐBEININGAR. Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til eftir eru 7 lykkjur, endið með 2 lykkjur slétt og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir, skiptið yfir á sokkaprjóna/hringprjóna 4. Fellið af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Peysan er nú prjónuð áfram í sléttprjóni með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni og sett eru 4 prjónamerki fyrir laskalínu í næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 15-15-17-17-19-19 lykkjur, setjið 1 prjónamerki, 10 lykkjur JAFNFRAMT er aukið út um 3 lykkjur jafnt yfir, setjið 1 prjónamerki, 28-32-32-36-36-40 lykkjur, setjið 1 prjónamerki, 10 lykkjur JAFNFRAMT er aukið út um 3 lykkjur jafnt yfir, setjið 1 prjónamerki, 15-15-17-17-19-19 lykkjur og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 94-98-102-106-110-114 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Í næstu umferð frá réttu byrjar útaukning fyrir laskalínu. Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-1, í annarri hverri umferð alls 15-16-17-18-19-20 sinnum = 214-226-238-250-262-274 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni, garðaprjóni yfir kanta að framan og rendur eins og áður þar til stykkið mælist 13-14-15-16-17-18 cm frá uppfitjunarkanti. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 29-31-33-35-37-39 lykkjur í sléttprjóni (= framstykki), setjið næstu 44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 lykkjur undir ermi, 58-62-66-70-74-78 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 44-46-48-50-52-54 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6 lykkjur undir ermi, 29-31-33-35-37-39 lykkjur sléttprjón og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni (= framstykki = 138-146-154-162-170-178 lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið síðan áfram í sléttprjóni með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið og röndum. Þegar stykkið mælist 15-17-20-23-26-29 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum, aukið út um 30-34-34-38-42-42 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 = 168-180-188-200-212-220 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Næsta umferð frá röngu er prjónuð þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 7 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjur brugðið og 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þegar stykkið mælist 17-19-22-25-28-31 cm frá skiptingu, passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum. Peysan mælist alls 33-36-40-44-48-52 cm, mælt frá öxl og niður. ERMI: Setjið 44-46-48-50-52-54 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 4 og takið upp 1 lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Prjónið síðan rendur eins og á fram- og bakstykki í sléttprjóni hringinn. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki (= 1 lykkjur færri) – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-4-5-5-7-6 cm millibili alls 5-6-5-6-5-6 sinnum = 40-40-44-44-48-48 lykkjur. Þegar stykkið mælist 19-23-27-31-35-38 cm frá skiptingu, skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið stroff yfir allar lykkjur (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum. Ermin mælist alls 23-27-31-35-39-42 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sunnydaystripesjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 32-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.