Karoline skrifaði:
Heisann! Jeg strikker Bardu genseren i størrelse M og er nesten ferdig med bolen, men målene på genseren min stemmer ikke overens med størrelsesdiagrammet. Målet over bolen skal ifølge diagrammet være på 47 cm, men hos meg er den 36. Jeg mener at jeg har fulgt oppskriften til punkt og prikke, kan dette være en feil i oppskriften, eller har jeg gjort noe galt på veien? Dette er første gang jeg strikker en genser.
18.04.2022 - 21:32DROPS Design svaraði:
Hei Karoline. Hvordan er strikkefastheten din? Når du strikker skal du få at 16 masker i bredden = 10 cm. Når man strikker mønster er det fort å strikke for stramt og noen ganger kan det hjelpe å strikke med en pinne større. Husk at den oppgitte pinne str. er kun veilledene. Får du for mange masker på 10 cm, bytt til tykkere pinner. Får du for få masker på 10 cm, bytt til tynnere pinner. mvh DROPS Design
19.04.2022 - 13:58
Judy skrifaði:
I am choosing my next project from your wonderful selection. I would like to make a traditional yolk sweater in yarn group C and I have found three possibles. The yarn requirements for Lillehammer and Gemstone are about 17/18 balls whereas for Bardu I am getting 6 balls. Such a discrepancy does not seen likely . Thank you.
15.03.2022 - 11:33DROPS Design svaraði:
Dear Judy, Lillehammer is worked with DROPS Nepal / 50 g = approx. 75 m; while this jumper is worked with DROPS Air which is approx. 150 m (= double in length), reason why the total number of balls required is different for these 2 jumpers. Happy knitting!
15.03.2022 - 13:45
Lis skrifaði:
50 g skovgrøn er ikke helt nok i str S, så måtte desværre købe 1 ekstra nøgle.
11.03.2022 - 18:53
Cecile Lovigny skrifaði:
Hvordan forandrer jeg oppskrift fra S til XS
10.02.2022 - 14:00DROPS Design svaraði:
Hej Cecile, brystmålet på den mindste er 86 cm. Vi kan ikke hjælpe med at skrive opskriften om, men hvis du strikker den med en tyndere pind og får 17 masker på 10 cm (i stedet for de 16 m på 10 cm vi skriver i opskriften), så vil den blive lidt mindre...
11.02.2022 - 08:04
Lieu skrifaði:
Hi Garnstudio, Is the amount of materials correct? I was looking at 2 different designs with the same yarn group-group C. This one needs 300g for size M for a jumper. While the blue pine shore needs 350g for size M and it’s a sleeveless top. I’m a beginner so I just wanted to make sure that I’ll get enough yarns. Thank you
30.12.2021 - 11:36DROPS Design svaraði:
Hi Lieu, it is correct, DROPS Air is much more lighter and longer than DROPS Paris. Air -weight/length: 50 g = approx 150 m, Paris - weight/length: 50 g = approx 75 m. Happy knitting!
30.12.2021 - 13:48
Yvette skrifaði:
Liebes Drops Team, ich stricke das Model Bardu in M und habe eine Frage zum Rumpfteil. Ich habe 34 M gestrickt (passend A2 über A1 = 6M). 34 ist nicht durch 6 teilbar, wenn ich nach den 6 aufgenommenen Ärmelmaschen im Vorderteil weiterstricke verschiebt sich das Muster. Jetzt frage ich mich, wie ich weiterstricke, zumal ich das gesamte A2 Diagramm noch vor mir habe.
11.12.2021 - 13:48DROPS Design svaraði:
Liebe Yvette, stricken Sie weiter mit A.2 wie zuvor, aber sollte das Muster nicht in Runden passen, dann stricken Sie das Muster soviel möglich ist bis unter den Ärmel, damit A.2 in der Höhe wie zuvor gestrickt wird (wird nur nicht auf jeder Seite dann anpassen). Viel Spaß beim stricken!
13.12.2021 - 09:08
Elvira skrifaði:
Ho comprato da voi la kana x realizzare questo modello ma vorrei utilizzare ferri 3.5 come posso ricalcolare la quantità di maglie da mettere?
02.05.2021 - 12:05DROPS Design svaraði:
Buonasera Elvira, per questo modello deve utilizzare il numero di ferri che le consente di ottenere il campione indicato. Buon lavoro!
02.05.2021 - 20:04
Marita skrifaði:
Ser at flere reagerer på det samme som meg: Strikker str L. Når bærestykket er ferdig er arbeidet 27 cm, vilket stemmer. Men så skal det strikkes 26cm bol, før vrangbord i 6 cm. Det blir hel lengde på 59 cm. Men det i oppskriften står at hel lenge skal være på 62cm. Hvor kommer de 3 cm som mangler? Bør kanskje rettes? PS. Genseren på bildet er helt sikkert lengre enn 62 cm. ( Vet at jeg kan gjøre den lengre etter ønske, men forvirrende når det ikke stemmer.)
25.02.2021 - 23:59DROPS Design svaraði:
Hej Marita, du vil automatisk få de 3 cm ekstra ved det runde bærestykke, det vil du mærke når du prøver blusen undervejs :)
26.02.2021 - 08:11
Andrea Denby skrifaði:
Are you aware that this pattern picture (and a load of your other designs) is being used by a clothing website whicestyle.com. They are offering clothing in these styles, illegally I assume!
23.11.2020 - 19:34
Mette Gade skrifaði:
Jeg er en meget stor dame og ville rigtig gerne strikke denne trøje til mig selv. Er der en måde at øge mønsteret på, så jeg kan lave en trøje jeg kan passe?
18.09.2020 - 01:44DROPS Design svaraði:
Hei Mette. Om du tar utgangspunkt i den største størrelsen og strikker ovenfra og ned kan du prøve bærestykket underveis. Om du ønsker å øke med noen masker, pass på at du øker med et antall masker slik at mønstret går opp. Øker du maskenatallet på bærestykket, vil ermene også bli kortere. Det fine med å strikke et plagg ovenfra og ned, er at du hele tiden kan prøve og se om den passer og evnt gjøre endringer underveis. God Fornøyelse!
21.09.2020 - 10:44
Bardu#bardusweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 196-9 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR-1: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. LEIÐBEININGAR-2: Mikilvægt er að prjónfestan haldist einnig á hæðina, annars kemur berustykkið til með að verða of stutt og handvegur of þröngur! Athugið prjónfestuna jafnóðum, ef prjónfestan passar á breiddina en ekki á hæðina er hægt að prjóna auka umferð með skógargrænn á eftir 2. og/eða 3. umferð með útaukningu (umferð með ör) til að fá rétt mál fyrir þína stærð. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 84 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 20) = 4,2. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 54 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 2) = 27. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna 26. og 27. hverja lykkju slétt saman. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 84-88-92-100-104-108 lykkjur á stuttan hringprjón 4,5 með litnum skógargrænn. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið nú stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til stroffið mælist 4 cm. BERUSTYKKI: Skiptið yfirá stuttan hringprjón 5,5. Prjónið nú 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-20-24-24-28-28 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1= 104-108-116-124-132-136 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið nú mynstur A.1 (sjá þína stærð í mynsturteikningu) hringinn í umferð og aukið út um lykkjur jafnt yfir í umferð með ör í mynsturteikningu: ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Sjá LEIÐBEININGAR-1 og LEIÐBEININGAR-2! ÖR-1: Aukið út um 24-28-32-32-32-32 lykkjur jafnt yfir = 128-136-148-156-164-168 lykkjur. ÖR-2: Aukið út um 32-32-36-36-36-40 lykkjur jafnt yfir = 160-168-184-192-200-208 lykkjur. ÖR-3: Aukið út um 32-36-38-36-40-44 lykkjur jafnt yfir = 192-204-222-228-240-252 lykkjur. ÖR-4: Aukið út um 24-30-30-30-30-36 lykkjur jafnt yfir = 216-234-252-258-270-288 lykkjur. ÖR-5: Aukið út um 6-12-24-30-30-36 lykkjur jafnt yfir = 222-246-276-288-300-324 lykkjur. Þegar útauking í umferð með ör-5 er lokið, prjónið áfram eftir mismunandi stærðum þannig: Stærð S, M, L og XL: Prjónið áfram þar til 1 umferð er eftir í mynsturteikningu. Stykkið á nú að mælast 25-27-27-30 cm frá uppfitjunarkanti og niður. Stærð XXL og XXXL: Haldið áfram með mynstur eins og áður og útaukningu þannig: ÖR-6: Aukið út um 28-28 lykkjur jafnt yfir = 328-352 lykkjur. Þegar útaukning í umferð með ör-6 er lokið er prjónað áfram þar til eftir er 1 umferð í mynsturteikningu. Stykkið á nú að mælast 33-34 cm frá uppfitjunarkanti og niður. ALLAR STÆRÐIR: Prjónið síðustu umferð í mynsturteikningu þannig: Prjónið fyrstu 31-34-39-42-48-52 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 48-54-60-60-68-72 lykkjur á þráð (= ermi) og fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 63-69-78-84-96-104 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 48-54-60-60-68-72 lykkjur á þráð (= ermi) og fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið þær 32-35-39-42-48-52 lykkjur sem eftir eru (= hálft bakstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 138-150-168-184-208-224 lykkjur. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið A.2 (sjá þína stærð í mynsturteikningu) hringinn í umferð. Mynstur á fram- og bakstykki á að passa yfir mynstur á berustykki þannig að prjónuð sé ein mynstureining A.2 yfir hverja mynstureiningu A.1! Í stærð S og M er aukið út um 6-2 lykkjur, jafnt yfir í umferð með svörtum punkti í A.2 (ekki er aukið út yfir lykkjur í stærð L, XL, XXL og XXXL) = 144-152-168-184-208-224 lykkjur. Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina er haldið áfram með mosagrænn og sléttprjón. Setjið nú 1 prjónamerki í hvora hlið þannig: setjið fyrsta prjónamerkið eftir fyrstu 36-38-42-46-52-56 lykkjur, setjið nú eitt nýtt prjónamerki eftir nýjar 72-76-84-92-104-112 lykkjur. Nú eru 36-38-42-46-52-56 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Í næstu umferð er aukið út um 2 lykkjur í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með ca 4-2-3-4-5-6 cm millibili alls 2-4-4-4-3-3 sinnum = 152-168-184-200-220-236 lykkjur. Þegar stykkið mælist 24-24-26-25-24-25 cm aukið út um 24-28-28-32-36-36 lykkjur jafnt yfir = 176-196-212-232-256-272 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 6 cm fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturin verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 48-54-60-60-68-72 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna/stuttan hringprjón 5,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-60-66-68-76-80 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-6-8-8-8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Prjónamerkið fylgir með í stykkinu og á að nota það í úrtöku undir ermi. Haldið áfram hringinn með mynstri A.3 (sjá þína stærð í mynsturteikningu). ATH: (á við um stærð S, M og L): Þar sem berustykki er lokið mitt í mynstureiningu er mikilvægt að mynstrið á ermi passi yfir mynstur á berustykki þannig að prjónuð sé ein mynstureining A.3 yfir hverja mynstureiningu A.2! Passið þess vegna uppá að byrjað sé í réttri lykkju í mynstureiningu þannig að mynstrið gangi jafnt upp ermina allan hringinn. Prjónið nú eftir mismunandi stærðum þannig: Stærð S, M og L: Í fyrstu umferð með stjörnu í A.3 er fækkað um 2-4-2 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1 og í annarri umferð með stjörnu er fækkað um 4-8-8 lykkjur jafnt yfir = 48-48-56 lykkjur. Stærð XL, XXL og XXXL: Í umferð með stjörnu í A.3 er fækkað um 4-4-0 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1 = 64-72-80 lykkjur. Þegar allt A.3 hefur verið prjónað til oka er prjónað áfram í sléttprjóni með litnum mosagrænn. Í næstu umferð byrjar úrtaka undir ermi – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona með ca 2-2-1-1-1-1 cm millibili alls 7-7-10-13-16-19 sinnum = 34-34-36-38-40-42 lykkjur. Þegar ermin mælist 34-32-33-30-27-27 cm frá skiptingu er prjónuð 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-6-8-6-8-10 lykkjur jafnt yfir = 40-40-44-44-48-52 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 40-38-39-36-33-33 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bardusweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 196-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.