Martijne skrifaði:
Wat wordt weergegeven in de telpatronen? Zijn het alleen de naalden van de goede zijde(dus 1,3,5 enz) of alle naalden?
29.12.2024 - 10:52DROPS Design svaraði:
Dag Martijne,
In de telpatronen worden alle naalden weergegeven, dus zowel de naalden van de goede kant als van de verkeerde kant.
01.01.2025 - 16:09
Henny Nielsen skrifaði:
Drops 195-32 ønsker vejledning til at starte diagram str. xl er det øverst i venstre hjørne eller venstre nederste hjørne? Er ny i diagrammer strik. På forhånd tak
07.11.2023 - 16:44DROPS Design svaraði:
Hej Henny, du starter altid diagrammerne i nederst højre hjørne og følger hver maske efterhånden som du strikker den. Næste pind er 2.pind i diagrammet :)
10.11.2023 - 15:08
Paola Pastore skrifaði:
Buongiorno sto imparando a lavorare a maglia e siete il sito con le migliori proposte di modelli . Il mio problema è che non lavoro con i ferri circolari ma solo con quelli dritti . C'è un modo per trasformare gli schemi da ferri circolari a ferri dritti ? grazie
11.04.2019 - 17:26DROPS Design svaraði:
Buongiorno Paola. Al seguente link, trova indicazioni su come lavorare con ferri dritti lavori spiegati per ferri circolari. Può inoltre chiedere aiuto qui o per aiuti più personalizzati rivolgersi al suo rivanditore Drops di fiducia. Buon lavoro!
11.04.2019 - 17:44
Janna skrifaði:
In het patroon staat dat de pas wordt gemaakt in een halve patentsteek. Alleen de instructievideo van een halve patentsteek laat een heel ander manier van breien zien dan het telpatroon staat beschreven. Wat is nu de juiste manier?
25.08.2018 - 13:31DROPS Design svaraði:
Dag Janna, Je kunt gewoon het (tel)patroon volgen. Ik vermoed dat er een foutje gemaakt is in de omschrijving en dat er bedoeld wordt dat het vest voor de helft uit patentsteek bestaat (in plaats van halve patentsteek), dus ik heb het doorgegeven aan designafdeling voor eventuele aanpassing.
29.08.2018 - 12:22
Monique skrifaði:
Die Jacke sieht so kuschelig und bequem aus, die würde ich sehr gerne stricken. Muster und Schnitt sind toll!
13.07.2018 - 09:29
Fritid Cardigan#fritidcardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með fölsku klukkuprjóni, A-formi og stuttum japönskum umferðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 195-32 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. 2 umferðir séð frá röngu = 1 umferð séð frá réttu. Uppslátturinn í mynstri er ekki talinn með sem lykkja. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (á við um jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 92 lykkjur), mínus kanta að framan (= 82 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 7) = 11,7. Í þessu dæmi þá er aukið út um 1 lykkju á eftir ca 12. hverja lykkju. Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (ekki er aukið út yfir kanta að framan). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, það eiga ekki að myndast göt. ÚTAUKNING-2 (á við um fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri). Prjónið og aukið svona út við bæði prjónamerkin (= 4 lykkjur fleiri alls). ÚRTAKA (á við um ermar): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stykkið mælist ca 1½-2 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið síðan af fyrir 4-4-5-5-6-6 næstu með ca 9-9-8½-8½-8-8 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður með klukkuprjóni. Berustykki skiptist upp fyrir ermar og fram- og bakstykki. Fram- og bakstykki er síðan prjónað fram og til baka í sléttprjóni með kanti í klukkuprjóni. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, í sléttprjóni með kanti í klukkuprjóni. BERUSTYKKI: Fitjið upp 77-83-89-92-95-101 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 5,5 með Air. Prjónið 2-2-2-4-4-4 umferðir sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið (1. umferð = frá röngu) JAFNFRAMT í 2. umferð er aukið út um 0-0-0-7-12-14 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING-1 = 77-83-89-99-107-115 lykkjur. Prjónið mynstur svona frá röngu (þ.e.a.s. mynsturteikning er lesin frá vinstri til hægri): Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.2a ( 6-6-6-8-8-8 lykkjur) alls 11-12-13-11-12-13 sinnum, A.1a (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni til loka. Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan – lesið útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Athugið vel að þegar aukið er út í mynsturteikningu, að draga ekki í lykkjuna sem aukið er út í meira en nauðsynlegt er, það myndast lítið gat í þessari lykkju. Þegar A.1a og A.2a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 165-179-193-187-203-219 lykkjur í umferð. Prjónið nú A.1b yfir A.1a og A.2b yfir A.2a (1. umferð = frá röngu). Þegar A.1b og A.2b hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 209-227-245-275-299-323 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 20-20-20-24-24-24 cm frá uppfitjunarkanti. Endurtakið 2 síðustu umferðir í A.1b og A.2b þar til stykkið mælist 21-23-24-26-28-30 cm frá uppfitjunarkanti, passið uppá að endað sé með 1 umferð frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið sléttar lykkjur yfir allar lykkjur og aukið út um 13-19-29-15-11-15 lykkjur jafnt yfir og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 222-246-274-290-310-338 lykkjur. Í næstu umferð frá röngu skiptist stykkið upp fyrir ermar og fram- og bakstykki þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 31-34-38-41-45-50 lykkjur brugðið (= framstykki), setjið næstu 44-50-56-58-60-64 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-8-10-10-10 nýjar lykkjur undir ermi, 62-68-76-82-90-100 brugðnar lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 44-50-56-58-60-64 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-8-10-10-10 nýjar lykkjur undir ermi, 31-34-38-41-45-50 lykkjur brugðið og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni (= framstykki) = 150-162-178-194-210-230 lykkjur. Berustykki mælist ca 22-24-25-27-29-31 cm. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-8-10-10-10 nýrra lykkja í hvorri hlið á stykki (= 40-43-47-51-55-60 lykkjur á hvoru framstykki og 70-76-84-92-100-110 lykkjur á bakstykki). Haldið áfram í sléttprjóni með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 3 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin – lesið ÚTAUKNING-2! Aukið svona út með 3-3-4-4-3-3 cm millibili alls 7-7-6-6-7-7 sinnum = 178-190-202-218-238-258 lykkjur. Þegar stykkið mælist 25-25-26-26-26-26 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist upp frá ermum, er hægt að prjóna stuttar japanskar umferðir, þ.e.a.s. prjónaður er ávala kantur þannig að bakstykkið verði ca 9 cm lengri en framstykkið, einnig er hægt að sleppa þessum stuttu umferðum, þá verður framstykkið og bakstykkið jafn langt. Farið þá beint í að prjóna kantinn ef ekki er óskað eftir því að hafa bakstykkið lengra. STUTTAR JAPANSKAR UMFERÐIR: Byrjið frá réttu þannig: Prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 12-18-17-25-21-31 lykkjur, snúið stykkinu, setjið eitt prjónamerki (notið prjónamerki eða nælu) í þráðinn á dokkunni alveg við stykkið (prjónamerkið hangir frá röngu), takið næstu lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 12-18-17-25-21-31 lykkjur, snúið stykkinu, setjið eitt prjónamerki í þráðinn á dokkunni alveg við stykkið (prjónamerkið hangir frá röngu), takið næstu lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 19-25-24-32-28-38 lykkjur, snúið stykkinu, setjið eitt prjónamerki við þráðinn á dokkunni alveg við stykkið (prjónamerkið hangir frá röngu), takið næstu lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 19-25-24-32-28-38 lykkjur, snúið stykkinu, setjið eitt prjónamerki við þráðinn á dokkunni alveg við stykkið (prjónamerki hangir frá röngu), takið næstu lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið. Haldið svona áfram, þ.e.a.s. prjónað er yfir 7 lykkjur færri í hvorri hlið (= alls 14 lykkjur) í hvert skipti sem snúið er við hefur verið prjónað ca 9 frá fyrsta prjónamerki. Klippið frá. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið brugðnar lykkjur að meðtöldum lykkjum með prjónamerkjum, takið lykkju með prjónamerki og setjið á vinstri prjón, takið prjónamerkið frá, prjónið þessa lykkju og næstu lykkju brugðið saman, endurtakið við öll prjónamerkin og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. KANTUR: Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 11 lykkjur jafnt yfir = 189-201-213-229-249-269 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig (þ.e.a.s. mynsturteikning er lesin frá vinstri til hægri): Prjónið 5 kantlykkjur að framan i garðaprjóni, A.3 (= 2 lykkjur) yfir allar lykkjur (þ.e.a.s. mynstrið byrjar og endar eins) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Þegar A.3 hefur verið prjónað í ca 6 cm er fellt af með sléttum lykkjum, passið uppá að affellingarkanturinn herði ekki á stykkinu, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum, eða sláið nokkrum sinnum uppá prjóninn á milli lykkja, uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja. ERMI: Setjið 44-50-56-58-60-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5,5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 8-8-8-10-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 52-58-64-68-70-74 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-8-10-10-10 nýrra lykkja. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-3-2½-2-2-1½ cm millibili alls 7-9-11-13-13-14 sinnum = 38-40-42-42-44-46 lykkjur. Þegar ermin mælist 35-34-34-33-32-32 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki, prjónið A.3 yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum. Stykkið mælist ca 59-60-61-62-63-65 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fritidcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 195-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.