Megan skrifaði:
Hi there, I am completing the sleeves and when I start decreasing every 2cm after the division whilst completing the A.2A pattern there are no longer increments of 6 stitches to complete the chart. Will the patten not be impacted by this? Please could you explain, many thanks Megan
19.08.2022 - 16:19DROPS Design svaraði:
Dear Megan, in the center under the sleeve, whether working top down or bottom up, there will be an interruption in the pattern, due to increases or decreases. However, this doesn't create a bad visual effect, since it's worked in a barely visible part of the garment. Happy knitting!
21.08.2022 - 21:11
Megan skrifaði:
Hi there, when I decrease every 2cm on the sleeves after the division, there will no longer repeats of 6 stitches for completing the A.2A pattern. How does the pattern then not get interrupted? Many thanks Megan
19.08.2022 - 16:16DROPS Design svaraði:
Dear Megan, please see answer above.
21.08.2022 - 21:12
Malva Hilda Mejia Arregui skrifaði:
1. A que se refiere la descripción de elevación en la parte posterior del cuello. 2.Envian lanas a México y cual sería el procedimiento
19.01.2022 - 05:29DROPS Design svaraði:
Hola Malva, 1. Esta elevación es opcional, para que se asiente mejor la prenda. En este caso, el canesú es más alto en la espalda. Si prefieres que quede de la misma altura por ambos lados puedes pasar directamente al canesú. 2. A continuación, en el siguiente enlace, puedes encontrar las tiendas con envío internacional, incluyendo México: https://www.garnstudio.com/findastore.php?id=19&w=1&cid=19
23.01.2022 - 20:04
Lajoie skrifaði:
J e ne comprend pas pourquoi il est indiqué pour ce cardigan d'utiliser des aiguilles circulaires
12.12.2020 - 12:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lajoie, on utilise une aiguille circulaire pour avoir suffisamment de placer pour y loger les 285-315-337-367-401-429 mailles de l'empiècement quand toutes les augmentations sont faites. Bon tricot!
14.12.2020 - 07:44
Marianne Helland skrifaði:
Kan man istedet for og strikke jakka frem og tilbake legge opp noen oppklipp masker foran som kan klippes opp til slutt og strikke stolper og sy på?Marianne Helland
03.02.2019 - 12:18DROPS Design svaraði:
Hei Marianne. Ja, om du heller vil strikke rundt kan du legge til oppklippsmasker midt foran. Følg ellers oppskriften som anvist. God fornøyelse
07.02.2019 - 08:28
Susanne Løvheim skrifaði:
Mange tak for hurtigt svar, men det var ikke det jeg mente. Jeg tænkte på de lange LODRETTE kanter, der er i spesielt mønsterA2A. Jeg er nervøs for at strikketøjet ikke hænger sammen, når man skifter farve, det samme sted på hver pind Med venlig hilsen Susanne Løvheim
03.02.2019 - 11:34DROPS Design svaraði:
Hei Susanne. Du gjentar A.2a rundt hele omgangen slik at du hele tiden strikker med mørk grå og natur samtidig. For eksempel, rad 19 i A.2a for S-M-L (der den første loddrette raden med grå begynner), strikkes slik: 1 maske grå, 5 masker natur, 1 maske grå, 5 masker natur osv. Det har ikke noe å si at de samme fargene er på samme sted oppover, begge trådene vil jo følge med hele veien rundt. Jeg vil anbefale deg å tvinne den grå tråden på baksiden slik at du ikke får lange løse tråder. Dette vil også gjøre at strikketøyet ditt holder seg jevnt og fast. God fornøyelse
08.02.2019 - 07:44
Susanne Løvheim skrifaði:
Jeg kan se i mønstret, at der skal strikkes lange lige kanter, bl.a. mønster A.2A. Har I en instruksvideo eller et trick til at strikke disse lodrette kanter i mønster, så det også bliver pænt på bagsiden? Eller vil det ikke have nogen bestydning? Skal jeg bare strikke løs og se, hvad som sker?
27.01.2019 - 12:45DROPS Design svaraði:
Hei Susanne. Om du tenker på triks til å strikke med flerfarget mønster uten å få lange tråder på baksiden kan du se på denne videoen her. Ca 5 minutter uti videoen demonstres det hvordan å tvinne tråden det ikke strikkes med på baksiden av arbeidet. God fornøyelse.
29.01.2019 - 13:40
Inga Berit Hovde skrifaði:
Hyggelig at Qompis ble valgt.
10.07.2018 - 12:48
Elisabeth skrifaði:
Super dejlige farver
06.06.2018 - 08:16
Steingard Cardigan#steingardcardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Puna. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 195-7 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. UPPHÆKKUN (aftan í hnakka): Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun. Setjið 1 merkiþráð mitt í umferð. Byrjið frá réttu með litnum ljós grár og prjónið að 16-17-18-19-20-21 lykkjur slétt fram hjá merkiþræði, snúið, herðið á þræði og prjónið 32-34-36-38-40-42 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 48-51-54-57-60-63 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 64-68-72-76-80-84 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 80-85-90-95-100-105 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið brugðið út umferð (kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni). Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. LEIÐBEININGAR-1 (á við um kanta að framan): Í umferð þar sem mynsturborði er með 2 litum er einnig prjónað með grunnlit í mynsturborða yfir 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið. LEIÐBEININGAR-2: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykkinu. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 110 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 29) = 3,4. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 3. og 4. hverja. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ekki er aukið út yfir kanta að framan. ATH: Við ör-2 og ör-5 er aukið út í flestum stærðum í umferð með mynstri, hér er mikilvægt að stilla útaukningarnar af þannig að aukið er út í grunnlit í mynsturborða. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT (ofan frá og niður): Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan þegar flíkin er mátuð: 1 HNAPPAGAT = byrjið frá réttu og prjónið eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkjuna slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar kantur í hálsi mælist ca 2 cm. Fellið síðan af fyrir 4-4-4-5-5-5 næstu hnappagötum með ca 8-8-9-7-7-8 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli, berustykki og fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 110-116-119-122-128-134 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 3,5 með litnum grár. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Skiptið yfir í litinn ljós grár og haldið áfram með stroff í 4 cm – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 29-31-36-41-43-45 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 139-147-155-163-171-179 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni). Nú er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka þannig að berustykkið verði aðeins hærra á bakstykki. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmál alveg eins að framan og að aftan – prjónið UPPHÆKKUN – sjá útskýringu að ofan, eða farið beint áfram í BERUSTYKKI: BERUSTYKKI: Sjá LEIÐBEININGAR-1 og LEIÐBEININGAR-2! Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.1A þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= 16-17-18-19-20-21 mynstureiningar A.1A með 8 lykkjum), prjónið A.1B (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1A er aukið út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – sjá ÚTAUKNING og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í umferð merktri með ör-1 er aukið út um 24-24-32-32-32-32 lykkjur jafnt yfir = 163-171-187-195-203-211 lykkjur (nú er pláss fyrir 19-20-22-23-24-25 mynstureiningar A.1A með 8 lykkjum). Í umferð með ör-2 aukið út um 40-48-56-56-64-72 lykkjur jafnt yfir = 203-219-243-251-267-283 lykkjur (nú er pláss fyrir 24-26-29-30-32-34 mynstureiningar með A.1A með 8 lykkjum). Í umferð með ör-3 er aukið út um 32-40-40-48-48-56 lykkjur jafnt yfir = 235-259-283-299-315-339 lykkjur (nú er pláss fyrir 28-31-34-36-38-41 mynstureiningar með A.1A með 8 lykkjum). Í umferð með ör-4 er aukið út um 28-34-34-42-50-50 lykkjur jafnt yfir = 263-293-317-341-365-389 lykkjur (nú er pláss fyrir 42-47-51-55-59-63 mynstureiningar með A.1A með 6 lykkjum). Í umferð með ör-5 er aukið út um 22-22-20-26-36-40 lykkjur jafnt yfir = 285-315-337-367-401-429 lykkjur. Þegar síðasta umferð í A.1 er eftir mælist stykkið ca 23-23-25-27-29-30 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Ef stykkið mælist minna en þetta er hægt að prjóna áfram með grár (í S, M, L, XL og XXL) eða dökk gráum (í XXXL) að réttu máli. Síðasta umferð í A.1 er prjónuð frá röngu: Prjónið 45-49-53-57-64-69 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 58-64-68-74-78-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 79-89-95-105-117-127 lykkjur brugðið (= bakstykki), setjið næstu 58-64-68-74-78-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 45-49-53-57-64-69 lykkjur sem eftir eru (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er prjónað til loka hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 185-203-221-239-269-293 lykkjur. Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.2A þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= 29-32-35-38-43-47 mynstureiningar með 6 lykkjum), prjónið A.2B (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör-6 í A.2A er aukið út um 24 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 209-227-245-263-293-317 lykkjur (nú er pláss fyrir 33-36-39-42-47-51 mynstureiningar A.2A með 6 lykkjum). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónað sléttprjón með litnum dökk grár og 5 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 30-32-32-32-32-33 cm frá skiptingu er prjónuð 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 48-54-60-66-72-78 lykkjur jafnt yfir = 257-281-305-329-365-395 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið stroff frá röngu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið síðan laust af með garðaprjón yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 9. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 58-64-68-74-78-82 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 66-72-78-84-90-96 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur undir ermi og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið á að nota síðar þegar úrtaka byrjar undir ermum. Prjónið síðustu umferð í A.1a þannig að A.1 endar alveg eins á ermi og á fram- og bakstykki. Prjónið A.2A hringinn (= 11-12-13-14-15-16 mynstureiningar með 6 lykkjum). Þegar A.2A hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónað sléttprjón með litnum dökk grár. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 1 cm millibili alls 0-0-0-5-8-8 sinnum, fækkið lykkjum síðan með 2 cm millibili alls 3-5-7-0-0-0 sinnum og fækkið að lokum með 3½-3-2½-2-2-1½ cm millibili alls 8-8-8-12-11-13 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 36-36-35-33-31-31 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 7-8-9-7-8-9 lykkjur jafnt yfir = 51-54-57-57-60-63 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 9. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Ermin mælist ca 42-42-41-39-37-37 cm frá skiptingu og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #steingardcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 195-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.