Heidrun Ruff skrifaði:
Zu drops 193-4, Socken happy Die Anleitung lässt sich nicht komplett ausdrucken (nur die erste Seite) auch beim Speichern als Datei ist im pdf nur die erste Seite. Dann tritt eine Fehlermeldung auf. Andere Anleitungen gehen ohne Probleme. Kann es sein, dass in der Datei ein technischer Fehler ist? Danke und liebe Grüße
16.01.2020 - 11:55DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Ruff, Bei Google Chrome ist ein Problem bekannt. Wenn Sie versuchen, über Google Chrome zu drucken, deakativieren Sie die Option zum Drucken von Kopf- und Fußzeilen im Druckdialog. Viel Spaß beim stricken!
16.01.2020 - 12:21
Elis skrifaði:
Dobrý deň, neukazuje mi k tomuto návodu schémy. Nie sú k dispozícii, alebo mám nejaký problém u seba? Pri iných návodoch mi ale schémy ukazuje. Ďakujem. Pekný deň.
19.10.2019 - 10:27DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Elis, díky za upozornění - schéma už je opraveno a mělo by se zobrazovat bez problémů. Hodně zdaru! Hana
21.10.2019 - 09:55
Bijo skrifaði:
Kann es sein, dass der Text im Diagramm einen Fehler enthält? Meiner Ansicht müsste es beim 9. Symbol heißen: 3Maschen auf einer Hilfsnadel hinter die Arbeit legen, 1 Masche rechts, 3Maschen rechts von der Hilfnadel.
02.06.2019 - 02:25DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Bijo, Sie sind ja recht, eine Korrektur erfolgt gleich. Viel Spaß beim stricken!
03.06.2019 - 11:44
Elvi skrifaði:
= tõsta 1 silmus palmikuvardale töö ette, 1 parempidi, koo 1 parempidi palmikuvardalt = tõsta 1 silmus palmikuvardale töö ette, 1 parempidi, koo 1 parempidi palmikuvardalt. Kas teine ei peaks olema taha tõstmisega?
02.01.2019 - 20:04DROPS Design svaraði:
Aitah, parandatud!
10.02.2019 - 01:48
Willy skrifaði:
Lees ik het patroon van rechts naar links?
16.09.2018 - 21:35DROPS Design svaraði:
Dag Willy, Ja, dat klopt, je begint rechts onder en leest dan van rechts naar links, dit is aan de goede kant van het werk. De teruggaande naald lees je weer van links naar rechts en zo verder. Zowel de heengaande als de teruggaande naalden zijn aangegeven in de telpatronen.
17.09.2018 - 12:21
Happy Day#happydaysocks |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónaðir sokkar með köðlum úr DROPS Lima. Stærð 35 - 43.
DROPS 193-4 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. LEIÐBEININGAR (á við um hæl): Til að styrkja hælinn er hægt að prjóna allan hælinn og hælúrtökuna með 2 þráðum þannig: Notið þráð bæði innan í og utan með dokkunni og prjónið 1 lykkju til skiptis með sitt hvorum þræðinum. Með þessu þá færðu aðeins þykkari hæl án þess að prjóna með tvöföldum þræði. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-7-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-7-8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-6-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-6-7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 12-14-14 lykkjur eru eftir á prjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, merki, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 60-64-66 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með DROPS Lima. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið A.1A (= 3-5-6 lykkjur), A.2A (= 8 lykkjur), A.3A (= 15 lykkjur), A.2A (= 8 lykkjur), A.4A (= 15 lykkjur), A.2A (= 8 lykkjur) og endið með A.5A (= 3-5-6 lykkjur). Endurtakið A.1A til A.5A á hæðina þar til stykkið mælist 4 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5 og prjónið A.1B yfir A.1A, A.2B yfir A.2A, A.3B yfir A.3A, A.4B yfir A.4A og A.5B yfir A.5A. Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1B til A.5B hefur verið prjónað til loka eru 53-57-59 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þannig: Prjónið A.1C yfir A.1B, A.2C yfir A.2B, A.3C yfir A.3B, A.4C yfir A.4B og A.5C yfir A.5B. Prjónið A.1C til A.5C alls 2-2-3 sinnum á hæðina. Stykkið mælist ca 20-20-23 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 0-2-2 lykkjur slétt, 1-1-2 lykkjur brugðið, 9 lykkjur slétt, prjónið A.3C (= 12 lykkjur), A.2C (= 9 lykkjur) og A.4C (= 12 lykkjur) eins og áður, 9 lykkjur slétt, 1-1-2 lykkjur brugðið og 0-2-2 lykkjur slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 5-7-8 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), 6-5-5 lykkjur slétt, prjónið A.6A (= 27-29-29 lykkjur) – haldið áfram í réttri umferð í mynsturteikningu, prjónið 6-5-5 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og 5-7-8 lykkjur slétt = 51-55-57 lykkjur. Endurtakið síðan A.6A (= 27-29-29 lykkjur), aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Haldið nú eftir fyrstu 12-13-14 lykkjunum á prjóni fyrir hæl, setjið næstu 27-29-29 lykkjur á þráð (= miðja ofan á fæti) og haldið eftir síðustu 12-13-14 lykkjum á prjóni fyrir hæl. Lesið LEIÐBEININGAR og prjónið sléttprjón fram og til baka yfir 24-26-28 hællykkjur í 5-5½-6 cm. Setjið 1 merki fyrir miðju í umferð – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan. Þegar hælúrtöku er lokið eru prjónaðar upp 11-12-13 lykkjur hvoru megin við hæl og 27-29-29 lykkjur af þræði eru settar til baka á prjóninn = 61-67-69 lykkjur. Setjið 1 merki hvoru megin við 27-29-29 lykkjur ofan á fæti. Prjónið sléttprjón og A.6A eins og áður og fækkið lykkjum hvoru megin við 27-29-29 lykkjur ofan á fæti þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur Á UNDAN fyrra merki ofan á fæti slétt saman og prjónið 2 fyrstu lykkjur Á EFTIR seinna merki snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 7-8-7 sinnum = 47-51-55 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 17-19-21 cm frá merki á hæl – stillið af að ekki sé endað í 3. til 5. umferð í A.6A. Prjónið nú A.6B yfir A.6A, aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar A.6B hefur verið lokið á hæðina eru 44-48-52 lykkjur í umferð. Prjónið síðan sléttprjón yfir allar lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 18-20-22 cm frá merki á hæl (nú eru eftir ca 4-4-5 cm að loka máli, mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd). Setjið 1 merki í hvora hlið á sokknum þannig að það verða 22-24-26 lykkjur bæði ofan á fæti og undir fæti. Haldið áfram í sléttprjóni og fækkið lykkjum fyrir tá hvoru megin við bæði merkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 4-4-5 sinnum og síðan í hverri umferð alls 5-6-6 sinnum = 8 lykkjur eftir á prjóni í öllum stærðum. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #happydaysocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 193-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.