Anett skrifaði:
Har tittat på videon hur man monterar fickor men eftetso. Fickan är stickad i helpatent får jag inte det och stämma. Finns någon annan video som visar just patent ficka. Jag blir galen och är på väg att ge upp. Många provlappar och inget blir bra. Har ni något tips tack
06.09.2021 - 22:43DROPS Design svaraði:
Hei Anett. Vi har ingen video på akkurat dette, men vi skal prøve å få lage en. Men det skal bli OK med bare noen små sting som sys i rillene i siden og i oppleggskanten. mvh DROPS design
15.09.2021 - 13:34
Loretta skrifaði:
Nelle tasche cosa significa lavorare due coste a legaccio?
17.06.2021 - 15:47DROPS Design svaraði:
Buonasera Loretta, la costa a legaccio è formata da 2 ferri lavorati a diritto. Buon lavoro!
17.06.2021 - 22:28
Loretta skrifaði:
Nel dietro del lavoro dove devo calare le due maglie nelle maglie a maglia rasata o nelle maglie a legaccio ai lati? Le maglie a legaccio devono rimanere sempre? Grazie
30.04.2021 - 16:33DROPS Design svaraði:
Buonasera Loretta, se fa riferimento a quanto spiegato nel SUGGERIMENTO PER LE DIMINUZIONI, deve diminuire prima/dopo le 2 maglie laterali. Buon lavoro!
30.04.2021 - 19:31
Maja Stenholm skrifaði:
Hvordan skal den vaskes?
23.04.2021 - 22:30DROPS Design svaraði:
Hei Maja. Du finner vaskeanvisningen på etiketten til DROPS Air eller du kan lese mer om vaskeanbefalingene til garnet under fargekartet til DROPS Air. mvh DROP design
26.04.2021 - 15:31
Loretta skrifaði:
Cosa significa nel dietro aggiustare il numero di maglie?poi successivamente cosa significa avviare una maglia di vivagno ai lati.Io lo maglie di vivagno le avevo aggiunte quando ho iniziato il lavoro.
23.04.2021 - 19:09DROPS Design svaraði:
Buonasera Loretta, in quel punto deve aumentare/diminuire le maglie fino a raggiungere il n° di maglie indicato. Le maglie di vivagno devono essere avviate quando lo indicano le spiegazioni, non prima. Buon lavoro!
24.04.2021 - 22:12
Line Larose skrifaði:
Je viens de rabattre les mailles pour l'encolure, pour tricoter les épaules, est-ce que je dois mettre les mailles d'une des épaules sur une aiguille en attente ?
18.04.2021 - 16:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Larose, vous pouvez effectivement si vous vous sentez plus à l'aise ainsi, vous les reprendrez alors lorsque la première épaule sera terminée. Bonne continuation!
19.04.2021 - 08:32
Heleen skrifaði:
Geachte heer/ mevrouw, Ik wil dit patroon plus garen graag bestellen, maar ik zie geen winkelwagentje, Kunt u mij helpen. Met vr groet,
31.03.2021 - 23:55DROPS Design svaraði:
Dag Heleen,
Het patroon kun je op onze site gratis downloaden via de knop 'Afdrukken' onderaan de materialenlijst. Voor het garen kun je terecht bij een van onze verkooppunten
01.04.2021 - 20:06
Lise Emond Pellerin skrifaði:
À chaue fois que je tricot une bordure elle condolle toujours pourquoi..
04.03.2021 - 23:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Pellerin, je ne suis pas sûre de voir de quelle bordure vous parlez, toutefois, bien souvent un simple "blocage" peut permettre de retirer toute irrégularité, humidifiez votre ouvrage terminé (ou bien lavez-le en suivant les indications de l'étiquette) et faites le sécher bien à plat, en épinglant les parties "rebelles" si besoin. Bon tricot!
05.03.2021 - 07:44
Mette Tode skrifaði:
Jeg er i tvivl om, hvad der er ærmets længde og hvad der hører til ærmegabet - altså hvor langt skal ærmet syes sammen inden det monteres i ærmegabet?
03.02.2021 - 19:30DROPS Design svaraði:
Hej Mette, ærmet måler 45 cm når du tager ind til ærmekuppel :)
17.05.2021 - 16:01
Małgorzata skrifaði:
Szkoda, że zapytania i komentarze nie są tłumaczone na język polski, na pewno zawarte są w nich cenne uwagi :) taka moja sugestia i prośba , pozdrawiam ciepło Małgorzata
26.01.2021 - 14:29DROPS Design svaraði:
Witaj Małgorzato, obawiam się, że to byłoby bardzo trudne do wykonania. Zachęcam do zadawania pytań jak tylko pojawi się wątpliwość dotycząca wzoru, zawsze odpowiadamy:) Pozdrawiamy!
26.01.2021 - 16:05
Wayfarer#wayfarerjacket |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa í klukkuprjóni, sléttprjóni og vösum. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Air.
DROPS 191-18 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KLUKKUPRJÓN (prjónað fram og til baka, meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið): UMFERÐ 1: 1 lykkja garðaprjón, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt, 1 lykkja garðaprjón. UMFERÐ 2: 1 lykkja garðaprjón, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, 1 lykkja garðaprjón. UMFERÐ 3: 1 lykkja garðaprjón, * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja garðaprjón. Endurtakið umferð 2 og 3. ÚRTAKA-1 (= á við um hliðar): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Í byrjun á umferð: Fækkið um 1 lykkju á eftir 2 lykkjum þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri). Í lok umferðar: Fækkið um 1 lykkju á undan 2 lykkjum þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ÚRTAKA-2 (á við um úrtöku í hálsi): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju á eftir 5 kantlykkjum að framan þannig (á við um hægra framstykki): Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri). Fækkið um 1 lykkju á undan 5 kantlykkjum að framan þannig (á við um vinstra framstykki): Prjónið þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt = gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 14, 22, 31, 40, 49 og 58 cm M: 14, 23, 32, 41, 50 og 60 cm L: 14, 23, 32, 42, 52 og 62 cm XL: 14, 24, 34, 44, 54 og 64 cm XXL: 14, 24, 34, 44, 54 og 65 cm XXXL: 14, 24, 34, 45, 56 og 67 cm ÚTAUKNING (á við um ermar): Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkja, í næstu umferð frá röngu er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. -------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón, neðan frá og upp. Bakstykki og framstykkin eru prjónuð hvert fyrir sig og saumuð saman í lokin. Síðan eru ermarnar prjónaðar og saumaðar við fram- og bakstykki. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Fitjið upp 81-84-90-99-105-114 lykkjur á hringprjón 7 með Air. Prjónið 4 lykkjur garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 4 lykkjur garðaprjón. Prjónið 6 umferðir svona. Prjónið síðan stykkið í sléttprjóni með 4 lykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið, JAFNFRAMT í fyrstu umferð í sléttprjóni er lykkjufjöldinn jafnaður út til 80-84-90-98-106-114 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14 cm er fitjuð upp 1 kantlykkja í lok 2 næstu umferða (= 1 ný lykkja hvoru megin á stykki) = 82-86-92-100-108-116 lykkjur. Prjónið síðan áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 15 cm er fækkað um 1 lykkju innan við 2 lykkjur í hvorri hlið á stykki – lesið ÚRTAKA-1 = 2 lykkjur færri. Fækkið lykkjum svona með 8-8-8½-9-9½-10 cm millibili alls 6 sinnum = 70-74-80-88-96-104 lykkjur. Þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm fellið af 3-4-4-5-5-6 lykkjur fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umferðum = 64-66-72-78-86-92 lykkjur. Fækkið síðan um 1 lykkju í hvorri hlið í annarri hverri umferð, fækkið alls 0-0-1-3-5-7 sinnum = 64-66-70-72-76-78 lykkjur. Þegar stykkið mælist 75-78-81-84-87-90 cm fellið af miðju 16-18-20-20-22-22 lykkjur fyrir hálsmáli = 24-24-25-26-27-28 lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið síðan af lykkjur fyrir aflíðandi öxl í byrjun á hverri umferð við háls – þ.e.a.s. í byrjun á hverri umferð frá réttu á hægri öxl (séð þegar stykkið er mátað) og í byrjun á hverri umferð frá röngu á vinstri öxl (séð þegar stykkið er mátað). Fellið af fyrir skáhallandi öxl þannig: 6 lykkjur 3 sinnum, síðan eru felldar af 6-6-7-8-9-10 lykkjur sem eftir eru. Endurtakið í hinni hliðinni. Stykkið mælist alls 79-82-85-88-91-94 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 46-49-49-55-58-61 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan) á hringprjón 7 með Air. Prjónið frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 4 lykkjur garðaprjón. Prjónið 6 umferðir svona. Prjónið síðan stykkið áfram frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, sléttprjón þar til 4 lykkjur eru eftir, endið með 4 lykkjur garðaprjón, JAFNFRAMT í fyrstu umferð í sléttprjóni er lykkjufjöldinn jafnaður til 45-47-50-54-58-62 lykkjur. Þegar stykkið mælist 14 cm, stillið af við bakstykki, fitjið upp 1 kantlykkju í lok næstu umferðar frá réttu = 46-48-51-55-59-63 lykkjur. Prjónið síðan stykkið áfram í sléttprjóni með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni við miðju að framan eins og áður og 1 kantlykkju í garðaprjóni að hlið. Fellið af fyrir HNAPPAGAT í kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 15 cm er fækkað um 1 lykkju innan við 2 lykkju í hlið í lok næstu umferðar frá réttu. Fellið svona af með 8-8-8½-9-9½-10 cm millibili alls 6 sinnum = 40-42-45-49-53-57 lykkjur. Þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm fellið nú af fyrir handveg í hlið eins og á bakstykki = 37-38-40-41-43-44 lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 59-61-63-65-66-68 cm fækkið lykkjum fyrir hálsmáli innan við 5 kantlykkjur að framan – lesið ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 8-9-10-10-11-11 sinnum = 29-29-30-31-32-33 lykkjur eftir þegar úrtaka fyrir hálsmáli er lokið. Þegar stykkið mælist 75-78-81-84-87-90 cm fellið af fyrir skáhallandi öxl í byrjun á hverri umferð frá röngu þannig: 6 lykkjur 3 sinnum, 6-6-7-8-9-10 lykkjur 1 sinni = 5 kantlykkjur að framan eftir á prjóni. Prjónið garðaprjón yfir kantlykkjur að framan þar til kantur að framan mælist ca 10-11-11-12-13-13 cm frá þar sem síðasta lykkjan var felld af fyrir skáhallandi öxl (það á að sauma hana við kant í hálsmáli á bakstykki). VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og framstykki, nema gagnstætt. Ekki fella af fyrir hnappagötum. ERMI: Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón. Fitjið upp 44-47-47-50-50-53 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 4 með Air. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stroffið mælist 7-7-7-7-7-7 cm, stillið af að næsta umferð sé frá réttu, prjónið 1 umferð stroff eins og áður, JAFNFRAMT er aukið út um 11-12-12-13-13-14 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING! = 55-59-59-63-63-67 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið til baka. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið KLUKKUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 37-37-37-37-37-37 cm og prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 8-9-6-7-4-6 lykkjur jafnt yfir = 47-50-53-56-59-61 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 45-45-45-45-45-45 cm. Fellið nú af 4 lykkjur í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 4 sinnum = 15-18-21-24-27-29 lykkjur. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru, ermin mælist 50-50-50-50-50-50 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. VASI: Fitjið upp 25 lykkjur á hringprjón 7 með Air. Prjónið 4 umferðir garðaprjón, síðan er prjónað KLUKKUPRJÓN með 1 lykkju garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 16 cm eru prjónaðar 2 umferðir í garðaprjóni, fellið síðan af. Prjónið annan vasa til viðbótar á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni, saumið niður að klauf (= 14 cm klauf). Saumið axlasauma og saumið kant í hálsmáli saman frá framstykki og saumið við hálsmál að aftan. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið, saumið síðan ermar við fram- og bakstykki. Saumið tölur í vinstri kant að framan. Saumið einn vasa á hvort framstykki – ca 14 cm frá neðri kanti og 8 cm frá miðju að framan – sjá mynd. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wayfarerjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 191-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.