Roberta skrifaði:
Queste istruzioni sono veramente scritte male, incomprensibili a tratti e con dei refusi ( ad esempio nelle diminuzioni per il collo quelle per il lato sinistro hanno la dicitura la to destro) . Anche la parte relativa alla confezione finale è lacunosa e superficiale…va bene che sono gratuite queste istruzioni, ma credo sia veramente poco serio da parte vostra.
14.03.2025 - 09:30DROPS Design svaraði:
Buonasera Roberta, grazie per la segnalazione, abbiamo corretto il testo. Buon lavoro!
14.03.2025 - 22:48
Lone Jensen skrifaði:
Hvorfor kan jeg ikke udskrive opskriften? Der kommer bare blanke sider.. der er ingen fejl på min printer..
09.01.2025 - 19:38DROPS Design svaraði:
Hei Lone. Klikk på Skriv ut ikonet (ikke ctrl+P) eller sjekk skriver innstillingene dine. Vi har testet og her har vi ingen problemer. mvh DROPS Design
13.01.2025 - 13:45
Gerry Stewart skrifaði:
This is the most poorly written, confusing pattern I have ever used - and I have been knitting and crocheting for 60+ years. It’s like reading a novel, where you have to keep going back to the previous chapter to see what you missed. The whole process would have been so simple if the pattern was written step by step. It’s frustrating, disappointing and unnecessarily time-consuming.
22.11.2024 - 08:06
Sandra skrifaði:
Witam, mam wątpliwość jak wszyć rękawy do reszty swetra gdzy mam na końcu tylko 24 oczka (rozmiar L) podszycie rękawa jest znacznie większe. Poproszę o szczegółowe wyjaśnienie tego momentu
13.11.2024 - 11:58DROPS Design svaraði:
Witaj Sandro, do podkroju rękawa przyszywasz nie tylko te ostatnie 24 oczka, ale całą główkę rękawa, czyli linię skośną, która zaczyna się gdy rękaw ma wys. 45 cm (tam gdzie zaczęło się zamykanie oczek z każdej strony rękawa). Pozdrawiamy!
14.11.2024 - 15:41
Riska skrifaði:
RIGHT FRONT PIECE: Cast on 46-49-49-55-58-61 stitches (including 5 band stitches), but then "on the first row of stockinette stitch adjust the number of stitches to 45-47-50-54-58-62 stitches.". Did I miss some lines or something? I'm a bit confuse. I have read repeatedlybut still can't find any other explanation. help!
25.09.2024 - 05:08DROPS Design svaraði:
Dear Riska, you first work rib with 5 sts in garter stitch for the front band for 6 rows, then continue in stocking stitch with the front band sts as before and on the first row stocking stitch, decrease or increase (see your size) evenly to get the correct number of stitches at the end of this row. Happy knitting!
25.09.2024 - 08:33
Elisabeth Turesson skrifaði:
Jag stickar nu ärmen stl m 59masker. Sedan helpantent med omslag då blir det över 80 m hur avmaskar jag dessa vid 37 cm då det igen ska vara 59m sedan av maska 9 fördelat =50m\r\nTacksam för hjälp
09.07.2024 - 19:20DROPS Design svaraði:
Hei Elisabeth. Kastene ved patentstrikk er ingen egen maske, men tilhører rett/vrangmasken, så du har alltid 59 masker. Når arbeidet måler 37 cm strikkes det nå glattstrikk og felles 9 masker jevnt fordelt (2 masker rett sammen, sammen med et kast. mvh DROPS Design
10.07.2024 - 11:54
Moniek skrifaði:
Bij het achterpand moet je na 58 cm aan beide kanten 3 steken afkanten. Moet je vervolgens weer doorbreien in patroon met steeds een rechte steek als kantsteek? Of vervalt deze rechte steek na het afkanten?
27.12.2023 - 19:28DROPS Design svaraði:
Dag Moniek,
Je breit, na het minderen voor de armsgaten, nog steeds kantsteken aan beide kanten.
31.12.2023 - 13:59
Ellen-Kathrin Buøy skrifaði:
Det må være feil i antall masker på forstykkene ved ermhullsfelling. Dersom man skal felle likt som på bakstykket (5 masker i hver side), altså kun 5 masker i én side på forstykkene har man 48 masker igjen på pinnen. I oppskriften står det 43. Da får man for mange masker igjen etter alle fellingene til hals og skrå skulder. Hvordan best løse dette?
06.04.2023 - 11:45
Isabelle skrifaði:
Bonjour ! Quand l'ouvrage mesure 15 cm, diminuer 1 maille à 2 mailles du bord de chaque côté.... Question : c'est bien dans les mailes de la bordure en point mousse la diminution ou dans le Jersey ? Merci !
11.02.2023 - 05:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Isabelle, on diminue pour le dos de chaque côté mais pour les devants, on ne diminue que d'un seul côté (le côté couture au dos, pas le côté bordure devant) - ces diminutions se font à 2 mailles du bord, soit 1 m lisière au point mousse + 1 m jersey. Bon tricot!
13.02.2023 - 11:06
Laura Benaglio skrifaði:
Buongiorno, quindi la parte di chiusura del retro collo una volta cucita al davanti, resta chiusa semplicemente senza bordo? sarebbe stato molto pratico vedere una foto vista dal dietro. Grazie per l'aiuto
14.01.2023 - 12:15DROPS Design svaraði:
Buonasera Laura, il collo viene prima cucito insieme e poi attaccato alla scollatura. Buon lavoro!
16.01.2023 - 22:24
Wayfarer#wayfarerjacket |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa í klukkuprjóni, sléttprjóni og vösum. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Air.
DROPS 191-18 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KLUKKUPRJÓN (prjónað fram og til baka, meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið): UMFERÐ 1: 1 lykkja garðaprjón, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt, 1 lykkja garðaprjón. UMFERÐ 2: 1 lykkja garðaprjón, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, 1 lykkja garðaprjón. UMFERÐ 3: 1 lykkja garðaprjón, * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja garðaprjón. Endurtakið umferð 2 og 3. ÚRTAKA-1 (= á við um hliðar): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Í byrjun á umferð: Fækkið um 1 lykkju á eftir 2 lykkjum þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri). Í lok umferðar: Fækkið um 1 lykkju á undan 2 lykkjum þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ÚRTAKA-2 (á við um úrtöku í hálsi): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju á eftir 5 kantlykkjum að framan þannig (á við um hægra framstykki): Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri). Fækkið um 1 lykkju á undan 5 kantlykkjum að framan þannig (á við um vinstra framstykki): Prjónið þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt = gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 14, 22, 31, 40, 49 og 58 cm M: 14, 23, 32, 41, 50 og 60 cm L: 14, 23, 32, 42, 52 og 62 cm XL: 14, 24, 34, 44, 54 og 64 cm XXL: 14, 24, 34, 44, 54 og 65 cm XXXL: 14, 24, 34, 45, 56 og 67 cm ÚTAUKNING (á við um ermar): Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkja, í næstu umferð frá röngu er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. -------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón, neðan frá og upp. Bakstykki og framstykkin eru prjónuð hvert fyrir sig og saumuð saman í lokin. Síðan eru ermarnar prjónaðar og saumaðar við fram- og bakstykki. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Fitjið upp 81-84-90-99-105-114 lykkjur á hringprjón 7 með Air. Prjónið 4 lykkjur garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 4 lykkjur garðaprjón. Prjónið 6 umferðir svona. Prjónið síðan stykkið í sléttprjóni með 4 lykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið, JAFNFRAMT í fyrstu umferð í sléttprjóni er lykkjufjöldinn jafnaður út til 80-84-90-98-106-114 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14 cm er fitjuð upp 1 kantlykkja í lok 2 næstu umferða (= 1 ný lykkja hvoru megin á stykki) = 82-86-92-100-108-116 lykkjur. Prjónið síðan áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 15 cm er fækkað um 1 lykkju innan við 2 lykkjur í hvorri hlið á stykki – lesið ÚRTAKA-1 = 2 lykkjur færri. Fækkið lykkjum svona með 8-8-8½-9-9½-10 cm millibili alls 6 sinnum = 70-74-80-88-96-104 lykkjur. Þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm fellið af 3-4-4-5-5-6 lykkjur fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umferðum = 64-66-72-78-86-92 lykkjur. Fækkið síðan um 1 lykkju í hvorri hlið í annarri hverri umferð, fækkið alls 0-0-1-3-5-7 sinnum = 64-66-70-72-76-78 lykkjur. Þegar stykkið mælist 75-78-81-84-87-90 cm fellið af miðju 16-18-20-20-22-22 lykkjur fyrir hálsmáli = 24-24-25-26-27-28 lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið síðan af lykkjur fyrir aflíðandi öxl í byrjun á hverri umferð við háls – þ.e.a.s. í byrjun á hverri umferð frá réttu á hægri öxl (séð þegar stykkið er mátað) og í byrjun á hverri umferð frá röngu á vinstri öxl (séð þegar stykkið er mátað). Fellið af fyrir skáhallandi öxl þannig: 6 lykkjur 3 sinnum, síðan eru felldar af 6-6-7-8-9-10 lykkjur sem eftir eru. Endurtakið í hinni hliðinni. Stykkið mælist alls 79-82-85-88-91-94 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 46-49-49-55-58-61 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan) á hringprjón 7 með Air. Prjónið frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 4 lykkjur garðaprjón. Prjónið 6 umferðir svona. Prjónið síðan stykkið áfram frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, sléttprjón þar til 4 lykkjur eru eftir, endið með 4 lykkjur garðaprjón, JAFNFRAMT í fyrstu umferð í sléttprjóni er lykkjufjöldinn jafnaður til 45-47-50-54-58-62 lykkjur. Þegar stykkið mælist 14 cm, stillið af við bakstykki, fitjið upp 1 kantlykkju í lok næstu umferðar frá réttu = 46-48-51-55-59-63 lykkjur. Prjónið síðan stykkið áfram í sléttprjóni með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni við miðju að framan eins og áður og 1 kantlykkju í garðaprjóni að hlið. Fellið af fyrir HNAPPAGAT í kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 15 cm er fækkað um 1 lykkju innan við 2 lykkju í hlið í lok næstu umferðar frá réttu. Fellið svona af með 8-8-8½-9-9½-10 cm millibili alls 6 sinnum = 40-42-45-49-53-57 lykkjur. Þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm fellið nú af fyrir handveg í hlið eins og á bakstykki = 37-38-40-41-43-44 lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 59-61-63-65-66-68 cm fækkið lykkjum fyrir hálsmáli innan við 5 kantlykkjur að framan – lesið ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 8-9-10-10-11-11 sinnum = 29-29-30-31-32-33 lykkjur eftir þegar úrtaka fyrir hálsmáli er lokið. Þegar stykkið mælist 75-78-81-84-87-90 cm fellið af fyrir skáhallandi öxl í byrjun á hverri umferð frá röngu þannig: 6 lykkjur 3 sinnum, 6-6-7-8-9-10 lykkjur 1 sinni = 5 kantlykkjur að framan eftir á prjóni. Prjónið garðaprjón yfir kantlykkjur að framan þar til kantur að framan mælist ca 10-11-11-12-13-13 cm frá þar sem síðasta lykkjan var felld af fyrir skáhallandi öxl (það á að sauma hana við kant í hálsmáli á bakstykki). VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og framstykki, nema gagnstætt. Ekki fella af fyrir hnappagötum. ERMI: Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón. Fitjið upp 44-47-47-50-50-53 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 4 með Air. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stroffið mælist 7-7-7-7-7-7 cm, stillið af að næsta umferð sé frá réttu, prjónið 1 umferð stroff eins og áður, JAFNFRAMT er aukið út um 11-12-12-13-13-14 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING! = 55-59-59-63-63-67 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið til baka. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið KLUKKUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 37-37-37-37-37-37 cm og prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 8-9-6-7-4-6 lykkjur jafnt yfir = 47-50-53-56-59-61 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 45-45-45-45-45-45 cm. Fellið nú af 4 lykkjur í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 4 sinnum = 15-18-21-24-27-29 lykkjur. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru, ermin mælist 50-50-50-50-50-50 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. VASI: Fitjið upp 25 lykkjur á hringprjón 7 með Air. Prjónið 4 umferðir garðaprjón, síðan er prjónað KLUKKUPRJÓN með 1 lykkju garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 16 cm eru prjónaðar 2 umferðir í garðaprjóni, fellið síðan af. Prjónið annan vasa til viðbótar á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni, saumið niður að klauf (= 14 cm klauf). Saumið axlasauma og saumið kant í hálsmáli saman frá framstykki og saumið við hálsmál að aftan. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið, saumið síðan ermar við fram- og bakstykki. Saumið tölur í vinstri kant að framan. Saumið einn vasa á hvort framstykki – ca 14 cm frá neðri kanti og 8 cm frá miðju að framan – sjá mynd. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wayfarerjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 191-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.