Chaput Marie Christine skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends pas le diagramme A3 et en particulier les 8 mailles du milieu. Merci de votre aide
16.12.2020 - 21:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Chaput, le diagramme A.3 permet de réduire le point ajouré en forme de pointe, vous allez tricoter le 1er rang ainsi: 1 jeté (à tricoter torse au tour suivant), 2 m env, 1 m end, 2 m ens à l'end, 1 jeté, 1 m end, 2 m env, 4 m end, 2 m ens à l'end, glisser 1 maille à l'end, 1 m end, passer la m glissée par-dessus la m tricotée, 4 m end, 2 m env, 1 m end, 2 m ens à l'end, 1 m end, 2 m env, 1 jeté (à tricoter torse au tour suivant). = vous avez ainsi toujours 28 m dans A.3 mais le point fantaisie va se terminer en pointe. Bon tricot!
17.12.2020 - 08:52
Roselyne Fougere skrifaði:
Bonjour, il est dommage que ce patron ne puisse pas s'imprimer aussi bien que d'habitude. J'ai dû l'imprimer 2 fois mais la marge à droite et en haut est insuffisante. Il n'y a que moi qui rencontre ce problème ?
23.04.2020 - 11:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Fougere, pensez à bien vérifier les paramètres de votre imprimante - vérifiez également votre navigateur (mises à jour, cache, etc...). Si rien ne fonctionne, dites-nous le système d'exploitation et le navigateur (et sa version) que vous utilisez - un test a pu être fait avec succès à partir de Chrome et Firefox. Bon tricot!
23.04.2020 - 15:02
PATRICIA RODRIGUES skrifaði:
Olá. Quando você diz "Tricotar 32-37-42-46-52-59 malhas meia, as 6 malhas seguintes como antes, 2 malhas liga, 2 malhas meia (= metade das costas), " esta frase "6 malhas seguintes como antes" seria como? Em meia? Obrigada.
10.04.2020 - 22:25DROPS Design svaraði:
Deve tricotar essas 6 malhas seguintes como elas se apresentam (tudo indica que será em meia). Bom tricô!
14.04.2020 - 11:47
Inger-Lise skrifaði:
Har kommet til A3 og får ikke mønsteret til å gå opp selv om det legges ut en maske før vrangmaskene samtidig som mønsteret skal gå innover få jeg ikke fire masker over de fire midterste maskene. Skal ikke mønsteret forskyves slik det ser ut på mønsteret?
11.03.2020 - 13:45DROPS Design svaraði:
Hej Inger-Lise, vi skal forklare de første 12 masker: 1 omslag, 2vr, 1r, 2r sammen, 1 omslag, 1r, 2vr, 4r, nu er du ved de 4 midterste masker. God fornøjelse!
18.03.2020 - 14:44
Pilar Serrano skrifaði:
No consigo entender el diagrama A3 del patrón DROPS-188-19 y en las fotos no se ve bien como debe quedar. Si en la parte central en una vuelta cogemos 2 puntos juntos y no echamos ninguna hebra, como es que en la siguiente vuelta volvemos a tener 2 puntos?. Esto ocurre con los 4 puntos centrales
22.10.2019 - 21:29DROPS Design svaraði:
Hola Pilar. En cada fila impar (1, 3, 5...) hay 4 disminuciones y 4 aumentos (lazadas) . Dos de las lazadas ( los círculos negros en el diagrama) las trabajamos en la siguiente vuelta de derecho retorcido para que no se formen agujeros. Las otras dos lazadas (los círculos blancos) las trabajamos de derecho para que queden agujeros.
27.10.2019 - 18:46
Danielle skrifaði:
Ich stricke mir jetzt zum 2. Mal diesen Pullover (andere Farbe und anderes Material) und das wird vermutlich nicht das letzte Mal sein. Ein toller Pullover, ein wunderschönes Muster, abwechslungsreich, aber nicht zu sehr, entspannt, aber nicht langweilig - perfekt!
09.08.2019 - 10:20
Thytia skrifaði:
Bonjour, J'ai terminé les augmentations de raglan et je bloque sur le "tricoter 32 mailles endroit, les 6 mailles suivantes comme avant" comme avant c'est à dire ?
02.06.2019 - 18:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Thytia, les 32 premières mailles endroit correspondent au demi-dos, soit les 8 m du début + les 24 augmentations, vous tricotez ensuite les 6 mailles suivantes comme avant = comme les 6 premières m de A.1, glissez les 69 m suivantes en attente, montez 8 m tricotez 2 m end, 2 m env et les 6 m suivantes comme avant (continuez A.2) et ainsi de suite. Bon tricot!
03.06.2019 - 10:25
Claire skrifaði:
Je ne comprends pas le A3. Sur les 4 mailles du centre, rang 1, il y a une diminution et un surjet simple, au deuxième rang, on retrouve encore 4 mailles, pouvez-vous m’expliquer. Je vous remercie à l’avance.
06.05.2019 - 03:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Claire, dans A3 (au debut), vous avez 4 mailles diminuees au premier rang et 4 mailles augmentes (4 jetes). Le nombre total de mailles reste le meme. Bon tricot!
06.05.2019 - 08:15
Kari Holth skrifaði:
Hei, jeg anser meg for å være en meget erfaren strikker. Men her har det dukket opp et mysterium i A3. De to midterste maskene under ermet skal jo tas sammen hver sin vei. Hvordan kan de på rad 2 bli til 4 masker igjen? Mvh Kari Holth
17.04.2019 - 14:36DROPS Design svaraði:
Hei Kari. Det økes på yttersiden av vrangmaskene - de sorte ovalene. Derfor forblir maskeantallet det samme. Disse kastene tilsvarer altså de fellingene du gjør midt i diagrammet. God fornøyelse
25.04.2019 - 11:47
M. Santina skrifaði:
Lavorato tutto lo sprone ok. Sospeso le maniche, avviato 8 m. Sottomanica sto x lavorare il corpo col diagramma n 3....al secondo giro non mi trovo più. Sono andata in tilt o c è un qualcosa che non va.... Mi potete aiutare grazie... È così bello lo sprone... Mi dispiace non proseguire. Grazie
25.02.2019 - 19:33DROPS Design svaraði:
Buongiorno M. Santina. Il diagramma si lavora su 28 m. Il numero delle maglie non cambia; ogni diminuzione è compensata da una maglia gettata. I pallini neri sono gettate che al giro successivo lavora ritorte per evitare il buco; i pallini vuoti sono gettate che lavora a diritto per formare un buco. Può esserle utile inserire un segnapunti per individuarle meglio le 28 maglie del motivo. Segua poi le indicazioni riportate nella legenda per creare correttamente il motivo. Ci riscriva se ancora in difficoltà. Buon lavoro!
26.02.2019 - 09:17
Madrid#madridsweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu, köðlum, gatamynstri og klauf í hliðum, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Cotton Light.
DROPS 188-19 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Aukið er út um 1 lykkju hvoru megin við hverja mynstureiningu A.1/A.2 (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 110 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 27,5. Í þessu dæmi þá er aukið út til skiptis á eftir 27. og 28. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki. Prjónið 2 lykkjur slétt saman, (prjónamerki er staðsett hér), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón ofan frá og niður alveg niður að klauf neðst á fram- og bakstykki, síðan er framstykki og bakstykki prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 110-115-120-125-135-145 lykkjur á hringprjón 3,5 með Cotton Light. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, þar sem í fyrstu umferð í garðaprjóni er aukið út um 4-7-10-9-11-17 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir) = 114-122-130-134-146-162 lykkjur. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið eitt prjónamerki hér. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið mynstur þannig: 8-10-12-13-16-20 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), sláið 1 sinn uppá prjóninn, A.1 (= 20 lykkjur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.2 (= 20 lykkjur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 16-20-24-26-32-40 lykkjur slétt (= framstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.2, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 8-10-12-13-16-20 lykkjur slétt (= hálft bakstykki). Fyrsta útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, er nú lokið. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út í annarri hverri umferð alls 24-27-30-33-36-39 sinnum = 306-338-370-398-434-474 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar öll útaukning fyrir laskalínu hefur verið gerð til loka mælist stykkið 17-19-21-24-26-28 cm. Haldið síðan áfram með mynstur án útaukninga þar til stykkið mælist 19-21-23-24-26-29 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 32-37-42-46-52-59 lykkjur slétt, prjónið næstu 6 lykkjur í mynstri eins og áður, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), setjið næstu 69-75-81-87-93-99 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, prjónið næstu 6 lykkjur í mynstri eins og áður, prjónið 64-74-84-92-104-118 lykkjur slétt, prjónið næstu 6 lykkjur í mynstri eins og áður, prjónið 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 69-75-81-87-93-99 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, prjónið næstu 6 lykkjur eins og áður, prjónið 32-37-42-46-52-59 lykkjur slétt (= hálft bakstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 184-204-224-240-264-292 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp. Haldið áfram hringinn með sléttum lykkjum og prjónið A.3 (= 28 lykkjur) yfir 8 nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermum og 10 lykkjur hvoru megin við þær (þ.e.a.s. 14 lykkjur hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina mælist stykkið 9 cm. Haldið síðan áfram hringinn með sléttum lykkjum og í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar)! Aukið svona út með 3 cm millibili alls 3 sinnum = 196-216-236-252-276-304 lykkjur. Haldið síðan áfram með sléttum lykkjum þar til stykkið mælist 16-16-16-17-17-16 cm. Skiptið nú stykkinu í fram- og bakstykki og stykkin eru prjónuð til loka fram og til baka hvort fyrir sig. Setjið 98-108-118-126-138-152 lykkjur á milli prjónamerkja í hliðum á þráð fyrir framstykki og prjónið bakstykki þannig: BAKSTYKKI: = 98-108-118-126-138-152 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 5 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 23-23-23-24-24-23 cm er aukið út um 30-30-30-37-40-41 lykkjur jafnt yfir (en ekki yfir lykkjur í garðaprjóni) = 128-138-148-163-178-193 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Prjónið stroff frá réttu þannig: 5 lykkjur í garðaprjóni, (3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 8 lykkjur eru eftir á prjóni, 3 lykkjur slétt, 5 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju. Uppslátturinn er felldur af eins og eigin lykkja. Stykkið mælist alls 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. FRAMSTYKKI: = 98-108-118-126-138-152 lykkjur. Setjið til baka lykkjur á hringprjón 4 og prjónið á sama hátt og á bakstykki. ERMI: Setjið 69-75-81-87-93-99 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna/stuttan hringprjón 4 og prjónið að auki 1 nýja lykkju í hverja af 8 nýju lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 77-83-89-95-101-107 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur (= 4 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið A.4 (= 28 lykkjur) mitt undir ermi þannig að það verða 14 lykkjur af A.4 hvoru megin við prjónamerki mitt undir ermi. Aðrar lykkjur í umferð eru prjónaðar slétt. Þegar allt A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina hefur fækkað um 18 lykkjur = 59-65-71-77-83-89 lykkjur. Fækkið síðan um 2 lykkjur undir ermi – lesið ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona í 10.-7.-6.-5.-4.-3. hverri umferð alls 7-9-11-13-15-17 sinnum = 45-47-49-51-53-55 lykkjur. Haldið síðan áfram með sléttar lykkjur þar til ermin mælist 37-35-34-33-32-29 cm. Nú er aukið út um 5-8-6-9-7-10 lykkjur jafnt yfir = 50-55-55-60-60-65 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Prjónið síðan stroff (= 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til ermin mælist 42-40-39-38-37-34 cm frá skiptingu. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju. Uppslátturinn er felldur af eins og eigin lykkja. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #madridsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 188-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.