Taputu skrifaði:
Bonjour ! Avez-vous trouver à quoi correspond le A.2c, j'ai commencé le pull jusqu'au A.1b.et là je ne sais quoi faire, je ne sais pas ce qu'est A.2c Merci.
05.03.2018 - 16:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Taputu, les explications ont été corrigées, il faut en fait tricoter A.1c et non A.2c. Bon tricot!
16.03.2018 - 14:58
Nancy Verheyden skrifaði:
Beste, Het is me niet meteen duidelijk welke wol ik nu nodig heb voor de pull. is het OF drops Brushed OF drops AIR ? gRAAG UW REACTIE DROPS BRUSHED ALPACA SILK van garnstudio (behoort tot garengroep C) 125-125-125-150-150-175 g kleur 01, naturel en gebruik: DROPS AIR van garnstudio (behoort tot garengroep C) 200-250-250-300-300-350 g kleur 15, paarse mist
27.02.2018 - 19:35DROPS Design svaraði:
Hallo Nancy, Voor dit ontwerp heb je beide soorten garens nodig, en je breit met 2 draden: van elke kwaliteit 1.
04.03.2018 - 19:26
Taputu skrifaði:
Je ne trouve pas le A.2c sur les diagrammes, y'a t'il une erreur?
19.02.2018 - 20:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Taputu, merci pour votre retour, nos stylistes vont vérifier les explications.
20.02.2018 - 08:22
Taputu skrifaði:
Magnifique pull!
05.01.2018 - 15:10
Marta skrifaði:
So cute!
02.01.2018 - 14:27
Caterina skrifaði:
Davvero molto bello! Non vedo l'ora di realizzarlo e indossarlo!
27.12.2017 - 08:37
Fair Lily#fairlilysweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Peysa með gatamynstri og hringlaga berustykki, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Brushed Alpaca Silk og DROPS Air.
DROPS 191-4 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veljið mynsturteikningu fyrir þína stærð. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Þegar berustykki er lokið skiptist stykkið, fram- og bakstykki heldur áfram hringinn og ermar eru síðan prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. BERUSTYKKI: Fitjið upp 51-54-57-63-66-69 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir). Byrjun á umferð er í hlið að aftan (í skiptingu á milli hægri ermi og bakstykkis þegar peysan er mátuð). Prjónið A.1 yfir allar lykkjur – sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð. Þegar A.1a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er skipt yfir á hringprjón 8 og prjónað A.1b yfir A.1a. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1b hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 153-162-171-189-198-207 lykkjur í umferð. Prjónið nú A.1c yfir A.1b. haldið svona áfram þar til stykkið mælist 22-24-25-27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti. Nú skiptist stykkið þannig: Prjónið A.1c eins og áður yfir fyrstu 46-48-49-56-61-64 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 30-33-36-38-38-39 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-8-8-10-12 lykkjur undir ermi, prjónið A.1c eins og áður yfir næstu 47-48-50-57-61-65 lykkjur, setjið næstu 30-33-36-38-38-39 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-8-8-10-12 lykkjur undir ermi. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 105-108-115-129-142-153 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið 1 umferð sléttprjón. Haldið áfram með A.1d yfir lykkjur í A.1c – prjónið sléttprjón yfir lykkjur í hlið þar sem mynstrið gengur ekki jafnt upp, passið uppá að mynstureining í A.1d komi beint yfir mynstureiningu A.1c. Þegar A.1d hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónað sléttprjón yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 24-24-25-25-25-25 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist upp frá ermum er prjónuð 1 umferð þar sem aukið er út um 1-4-3-1-0-1 lykkjur jafnt yfir = 106-112-118-130-142-154 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið stroff fram og til baka (= klauf) yfir framstykki og bakstykki hvort fyrir sig þannig: BAKSTYKKI: = fyrstu 53-56-59-65-71-77 lykkjur, setjið síðustu 53-56-59-65-71-77 lykkjur á þráð. Prjónið frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 3 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 2 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 6 cm. Stykkið mælist alls ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. Fellið af með sléttum lykkjum, passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki of stífur, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum. FRAMSTYKKI: Prjónið framstykki til loka á sama hátt og bakstykki yfir þær lykkjur sem eftir eru á þræði. ERMI: Setjið til baka 30-33-36-38-38-39 lykkjur af þræði á sokkaprjón 8 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 36-39-44-46-48-51 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið 1 umferð sléttprjón. Haldið áfram með A.1d yfir lykkjur í A.1c – prjónið sléttprjón yfir lykkjur undir ermi þar sem mynstrið gengur ekki jafnt upp, passið uppá að mynstureining í A.1d komi beint yfir mynstureiningu í A.1c. Þegar A.1d hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónað sléttprjón yfir allar lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 10 cm. Setjið 7 prjónamerki í stykkið með ca 5-5-6-7-7-7 lykkjur millibili. Í næstu umferð er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir hvert prjónamerki (= 7 lykkjur fleiri). Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt = 43-46-51-53-55-58 lykkjur. Aukið út alveg eins með 5 cm millibili 2 sinnum til viðbótar = 57-60-65-67-69-72 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til ermin mælist 35-34-33-31-30-28 cm. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 = 29-30-33-34-35-36 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 7 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir allar lykkjur JAFNFRAMT er fækkað um 5-3-3-4-2-3 lykkjur jafnt yfir = 24-27-30-30-33-33 lykkjur. Fellið af þegar stroffið mælist 7 cm, passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki of stífur, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum. Ermin mælist ca 43-41-40-38-37-35 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fairlilysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 191-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.