Laurence Guilbert skrifaði:
Bonjour Je dois être bête mais j'ai beaucoup de mal à lire vos diagrammes de crochet Désolée
12.05.2024 - 10:31DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Guilbert, cette leçon pourra alors peut-être vous aider? Nous y expliquons comment lire les diagrammes crochet. Bon crochet!
13.05.2024 - 08:39
Ninette Larsen skrifaði:
Hej Er denne Hæklet i dobbelt tråd?
12.06.2023 - 16:27DROPS Design svaraði:
Hej Ninette, den er hæklet i 1 tråd DROPS Paris på hæklenål 5,5, du skal få 13 stangmasker på 10 cm i din hækleprøve :)
13.06.2023 - 13:51
Estelle Rademeyer skrifaði:
Do you perhaps have a written version of this patten as I am having difficulty in following the charts
29.12.2022 - 12:55DROPS Design svaraði:
Hello Estelle Rademeyer! Charts are much easier to follow than written patterns and have fewer mistakes. Please look at the videos and step-by-step tutorials at the end of the pattern. Happy crocheting!
30.12.2022 - 12:17
Anneke skrifaði:
Hoeveel stokjes worden er in de eerste toer van de lossen ring gehaakt? Ik kom er niet uit.
16.03.2021 - 21:23DROPS Design svaraði:
Dag Anneke,
Je haakt eerst 4 lossen en deze sluit je tot een ring. In deze ring haak je A.1b in totaal 10 keer, dus je haakt 10 stokje in de ring. In plaats van het eerste stokje haak je 3 lossen (dus deze 3 lossen vervangen het eerste stokje).
21.03.2021 - 11:38
Anna Pacifico skrifaði:
Buongiorno Quante maglie alte nel primo giro,
20.02.2021 - 15:28DROPS Design svaraði:
Buonasera Anna, deve iniziare a lavorare dal diagramma A.1b. Buon lavoro!
20.02.2021 - 19:11
GHISLAINE skrifaði:
Bonjour, je suis sur le diagramme A.3a, A.3b et A.3C. Il est écrit "*répéter A.3c jusqu'au coin suivant (= 10 fois). On commence sur l'arceau près du coin "2 brides/3ml/2 brides" - 2ml - puis le coin (A.2b) - 2ml et à nouveau "2 brides/3ml/2 brides". Si vous comptez 10 fois à partir du coin, cela fait 11 fois. Pouvez-vous m'expliquer, je suis un peu perdue.Dans l'attente de votre réponse. Merci à vous.
02.07.2019 - 20:48DROPS Design svaraði:
Bonjour Ghislaine, dans le dernier arceau avant le coin, on crochète comme A.3c, puis le coin, et on répète A.3c 10 fois jusqu'à ce qu'il reste 1 arceau avant le coin suivant, on crochète A.3b : dans le dernier arceau avant le coin + dans le coin. Bon crochet!
03.07.2019 - 07:22
Larruy Chantal skrifaði:
JE NE COMPRENDS PAS BIEN L\'ENCHAINEMENT DES DIAGRAMMES\r\nhelp!\r\nmerci
03.05.2019 - 21:42DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Larruy, vous trouverez ici quelques informations complémentaires sur les diagrammes. Bon crochet!
06.05.2019 - 15:29
Tanja Rocks skrifaði:
Ich verstehe leider nicht, wie man die Schulterpartie arbeiten soll. Könnt Ihr das bitte detaillierter erläutern? Danke
28.04.2019 - 23:13DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Rocks, rechte Schulter (Rückenteil) beginnen Sie in der Ecke mit dem schwarzen Vierecke in der Maßskizze) und häkeln Sie von hier: Größe S+M(= von Schulter) die Reihe mit dem Pfeil im Diagram: A.4a, A.4b x 2, A.5.b (Hals) - Größe L bis XXXL: A.5a, A.4b x 2, A.5b. Wenden Sie und dann häkeln Sie die nächste Reihe genauso links nach rechts. Wenden Sie, und dann noch mal die 1. Reihe wierderholen. Viel Spaß beim häkeln!
29.04.2019 - 10:56
Kathy McCabe skrifaði:
Good morning, I would like to know if your patterns come in written versions? Following graphs doesn't work for me.
26.04.2019 - 14:34DROPS Design svaraði:
Dear Mrs McCabe, most of the time when there are diagrams, there aren't any written pattern but you will find here how to read diagrams. Happy crocheting!
26.04.2019 - 15:47
Yvonne Lagarde skrifaði:
Wat betekent in patroon A.2b het tekentje dat lijkt op een vlindertje met een lang lijfje ?
26.12.2018 - 13:24DROPS Design svaraði:
Dag Yvonne,
Vermoedelijk bedoel je het 8e symbool van boven in de lijst? Dit is een half stokje in de steek, dus je maakt het halve stokje in de steek van de vorige toer en niet om de steek.
27.12.2018 - 10:36
Roulette#roulettesweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa með gatamynstri, hekluð frá miðju og út úr DROPS Paris. Stærð S - XXXL.
DROPS 186-25 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð (á við um A.5a og A.5c). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring frá miðju á fram-/bakstykki og út. Fyrst er heklaður hringur, síðan er heklað þannig að það myndist ferningur fyrir fram-/bakstykki, síðan eru axlir heklaðar og neðsti hluti á fram-/bakstykki fram og til baka. Ermar eru heklaðar í hring ofan frá og niður. BAKSTYKKI: Byrjið með heklunál 5,5 með Paris og heklið mynstur eftir mynsturteikningu A.1b alls 10 sinnum í umferð (A.1a sýnir hvernig umferðin byrjar og endar). ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1a og A.1b er lokið mælist hringurinn ca 40 cm að þvermáli. Heklið síðan ferning þannig: Byrjið í umferð merktri með ör og heklið A.2b alls 4 sinnum hringinn í umferð (A.2a sýnir hvernig umferðin byrjar og endar). Þegar. A.2a og A.2b er lokið mælist stykkið ca 47 x 47 cm. Klippið frá. Festið endann með 1 fastalykkju um loftlykkjuboga merktri með svartri stjörnu – sjá síðustu umferð í A.2b og heklið frá umferð merktri með ör þannig: Heklið A.3a (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), heklið A.3b í sama loftlykkjuboga og næsta loftlykkjuboga (= horn), * heklið A.3c fram að næsta horni (= 10 mynstureiningar), heklið A.3b um 2 næstu loftlykkjuboga (= horn) *, heklið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, heklið A.3c fram að byrjun á umferð. Heklið síðustu umferð í mynsturteikningu. Stærð S + M + L + XL er nú lokið. Í stærð XXL + XXXL haldið síðan áfram að endurtaka 2 síðustu umferðirnar 1 sinni til viðbótar á hæðina. Allar stærðir: Nú eru 2-2-2-2-4-4 umferðir með A.3a - A.3c í kringum ferninginn og 13-13-13-13-15-15 sólfjaðrir (= 2 stuðlar + 3 loftlykkjur + 2 stuðlar) meðfram hverri hlið á ferning. Stykkið mælist ca 55-55-55-55-63-63 x 55-55-55-55-63-63 cm. Klippið frá. Stærð S + M er lokið. Í stærð L + XL + XXL + XXXL er síðan heklað úr í hvorri hlið á bakstykki. Festið enda með 1 fastalykkju um miðju loftlykkjuboga í eitt af hornunum og heklið frá umferð með ör frá réttu þannig: Heklið A.4a, A.4b þar til eftir er 1 stuðlahópur (= 2 stuðlar + 3 loftlykkjur + 2 stuðlar) á undan næsta horni, A.4c. Endurtakið 2 síðustu umferðirnar í A.4a - A.4c þar til heklaðar hafa verið alls 1-2-2-3 umferðir á hæðina. Allar stærðir: Nú hafa verið heklaðar 0-0-1-2-2-3 umferðir með A.4a - A.4c út á annarri hlið. Heklið alveg eins í gagnstæðri hlið á ferning. HÆGRI ÖXL: Heklið í mismunandi eftir stærðum þannig: Stærð S + M: Festið þráðinn með 1 fastalykkju um loftlykkjuboga í horni – sjá svartan ferning á teikningu. Heklið mynstur frá umferð með ör í mynsturteikningu fram og til baka frá réttu þannig: UMFERÐ 1: Heklið A.4a, A.4b 2-2 sinnum, A.5b (= að hálsi). UMFERÐ 2: Snúið og heklið síðustu umferð í mynsturteikningu til baka alveg eins. UMFERÐ 3: Snúið og heklið eins og umferð 1. Klippið frá. Stærð L + XL, XXL + XXXL: Festið þráðinn með 1 fastalykkju yst í horni – sjá svartan ferning í teikningu. Heklið mynstur frá umferð með ör í mynsturteikningu fram og til baka frá réttu þannig: UMFERÐ 1: Heklið A.5a (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð), A.4b 2-2-2-2 sinnum, A.5b (= að hálsi). UMFERÐ 2: Snúið og heklið síðustu umferð í mynsturteikningu til baka alveg eins. UMFERÐ 3: Snúið og heklið eins og umferð 1. Klippið frá. VINSTRI ÖXL: Heklið alveg eins og hægri öxl, en byrjið frá röngu og í horni merktri með svörtum punkti – sjá mynsturteikningu. ATH: Ekki er heklað yfir miðju 5 mynstureiningarnar með stuðlahópum (= 2 stuðlar + 3 loftlykkjur + 2 stuðlar) mitt í þessari hlið = háls. NEÐST Á BAKSTYKKI: Setjið eitt prjónamerki neðst á bakstykki og heklið mismunandi eftir stærðum þannig: Stærð S + M:‘ Festið þráðinn með 1 fastalykkju um loftlykkjuboga í horni neðst á bakstykki. Heklið mynstur frá umferð með ör í mynsturteikningu fram og til baka frá réttu þannig: UMFERÐ 1: Heklið A.4a, A.4b 11 sinnum, A.4c. UMFERÐ 2: Snúið og heklið síðustu umferð í mynsturteikningu til baka alveg eins. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stykkið mælist ca 4-6 cm frá prjónamerki neðst á bakstykki. Stykkið mælist ca 65-67 cm frá öxl og niður. Klippið frá og festið enda. Stærð L + XL, XXL + XXXL: Festið þráðinn með 1 fastalykkju yst í horni neðst á bakstykki. Heklið mynstur frá umferð með ör í mynsturteikningu fram og til baka frá réttu þannig: UMFERÐ 1: Heklið A.5a (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð), A.4b 11 sinnum, A.5c (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð). UMFERÐ 2: Snúið og heklið síðustu umferð í mynsturteikningu til baka alveg eins. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stykkið mælist ca 8-10-4-6 cm frá prjónamerki neðst á bakstykki. Stykkið mælist ca 69-71-73-75 cm frá öxl og niður. Klippið frá og festið enda. FRAMSTYKKI: Heklið alveg eins og bakstykki. FRÁGANGUR: Saumið saman axlasauma lykkjur eina og eina. Setjið eitt prjónamerki 16-16-18-20-20-22 cm frá öxl og niður meðfram hlið (merkir handveg). Saumið hliðarsauma neðan frá og upp að prjónamerki fyrir handveg. Endurtakið á hinni hliðinni. ERMI: Ermin er hekluð í hring frá handveg. Festið þráðinn með 1 fastalykkju við annað prjónamerkið mitt undir handveg og heklið þannig: UMFERÐ 1: Heklið * 3 loftlykkjur, hoppið yfir ca 2 cm, 1 fastalykkja *, heklið frá *-* alls 15-15-17-19-19-21 sinnum, heklið 3 loftlykkjur og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð = 16-16-18-20-20-22 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2: Heklið frá umferð með ör: A.3a (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), A.3c alls 8-8-9-10-10-11 sinnum í umferð. Endurtakið síðustu umferð í mynsturteikningu þar til ermin mælist ca 33-34-33-32-29-28 cm. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Festið þráðinn með 1 fastalykkju á annarri öxlinni og heklið þannig: UMFERÐ 1: Heklið * 3 loftlykkjur, hoppið yfir 1-1½ cm, 1 fastalykkja *, heklið frá *-* í kringum allt hálsmálið, en í hverju horni í skiptingunum á milli axla og hálsmáls er heklaður 1 stuðull í stað 1 fastalykkju. UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju (kemur ekki í stað fyrstu lykkju), * 2 fastalykkjur um fyrsta/næsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, heklið frá *-* í kringum allt hálsmálið, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í byrjun á umferð, heklið síðan keðjulykkjur fram að fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 3: 1 loftlykkja (kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju), * 1 fastalykkja um fyrstu/næstu loftlykkju, 3 loftlykkjur *, heklið frá *-* umferðina hringinn, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Klippið frá og festið enda. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #roulettesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 14 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 186-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.