DROPS / 186 / 40

Blue Sparkle by DROPS Design

Toppur með hringlaga berustykki og blaðamynstri, prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Muskat

DROPS Design: Mynstur r-727
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS MUSKAT frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
400-450-450-500-550-600 g litur 60, ljós ísblár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 + 60 eða 80 cm) NR 4 fyrir mynstur - eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 lykkjur og 26 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (16) FAQ

100% Bómull
frá 506.00 kr /50g
DROPS Muskat uni colour DROPS Muskat uni colour 506.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 4048kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

ÚTAUKNING:
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 234 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 14) = 16,7.
Í þessu dæmi þá er aukið út til skiptis á eftir ca 16. og 17. hverja lykkju.
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn og prjónið uppsláttinn snúinn í næstu umferð.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynstur fyrir þína stærð í A.1 og A.2.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Umferðin byrjar við miðju að aftan.

BERUSTYKKI:
Fitjið upp 90-90-100-100-110-110 lykkjur á hringprjón 4 með Muskat. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan þannig – umferðin byrjar við miðju að aftan: * A.1 (= 5 lykkjur), a.2 (= 5 lykkjur) *, endurtakið frá *-* út umferðina (= 9-9-10-10-11-11 mynstureiningar af A.1 og 9-9-10-10-11-11 mynstureiningar af A.2). Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 234-270-300-300-330-330 lykkjur í umferð. Prjónið 0-2-4-4-6-6 umferðir með garðaprjóni. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Haldið áfram með sléttprjón, í fyrstu umferð með sléttprjóni er aukið út um 14-10-4-32-22-42 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING = 248-280-304-332-352-372 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón þar til stykkið mælist 18-20-21-23-25-27 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið síðan þannig (frá réttu): Prjónið fyrstu 36-40-43-48-53-58 lykkjurnar (= hálft bakstykki), setjið næstu 52-60-66-70-70-70 lykkjurnar á band (= kantur í ermum), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið næstu 72-80-86-96-106-116 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 52-60-66-70-70-70 lykkjur á band (= kantur á ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið þær 36-40-43-48-53-58 lykkjur sem eftir eru (= hálft bakstykki).

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Nú eru 160-176-192-212-236-260 lykkjur fyrir fram- og bakstykki. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki þar sem fitjaðar voru upp lykkjur undir kant á ermi (= 4-4-5-5-6-7 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki).
HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Haldið síðan áfram með sléttprjón. Þegar stykkið mælist 4 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 2½ cm millibili alls 10 sinnum = 200-216-232-252-276-300 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón þar til stykkið mælist 30-30-31-31-31-31 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður til 204-216-228-252-276-300 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið A.3 yfir allar lykkjur (= 17-18-19-21-23-25 mynstureiningar á breidd). Prjónið A.3 1 sinni á hæðina = 272-288-304-336-368-400 lykkjur. Prjónið síðan 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af.
Stykkið mælist alls ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl.

KANTUR Á ERMI:
Setjið til baka lykkjur af bandi á sokkaprjón 4 = 52-60-66-70-70-70 lykkjur. Prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-8-10-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 60-68-76-80-82-84 lykkjur. Prjónið 4 umferðir garðaprjón, fellið síðan af.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 04.04.2018
Ný mynsturteikning A.1 í öllum stærðum.

Mynstur

= slétt
= brugðið
= 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman
= sláið 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkjaRagnhild 05.06.2019 - 11:21:

Har strikket ferdig frem til man tar av for ermer og begynner med selve bolen. Hvor fremgår det ikke av oppskriften at mønsteret bør senteres på for - og bakstykke. Ser merkelig ut senter er midt mellom mønsterborder A1 og A2

DROPS Design 06.06.2019 kl. 07:59:

Hei Ragnhild. Omgangen starter midt bak. Du begynner med A.1 og avslutter med A.2. Siden det strikkes like mange rapporter av A.1 og A.2 vil det si at både midt foran og midt bak blir midt mellom 2 rappoerter. Du kan jo eventuelt forskyve delingen til bol og ermer slik at mønsteret midtstilles om du ønsker det. God fornøyelse

Daisie 19.08.2018 - 14:57:

Please also include photos of average or smaller sized models. It's hard to "imagine" what the garment would look like with the current reference photo. Thank you kindly.

Kate Andersen 01.04.2018 - 23:15:

Jeg ville også spørge til diagrammet på 8 række hvor der pludselig mangler 2 masker i A1? Der bliver taget 2 masker ind på række 7 uden omslag og alligevel fortsættes der med 9 masker, men der er altså KUN 7 i følge diagrammet på 7. række Nu vælger jeg så at slå om 2 gange så der bli'r 9 masker og håber det vil passe videre opad Håber på hurtigt svar så jeg kan komme videre.

DROPS Design 04.04.2018 kl. 14:12:

Hei Kate. Du har helt rett i at det skal være kast på rad 8 i A1. Takk for at du gjorde oss oppmerksomme på det, oppskriften har nå blitt rettet

Nicole Obrock 25.03.2018 - 05:00:

Der Fehler betrifft A1 generell, egal welche Grösse. Bitte mal überprüfen. Habe den Pullover inzwischen fertig gestrickt und er ist so schön geworden, dass ich ihn noch mal in anderer Farbe stricke.

DROPS Design 05.04.2018 kl. 09:34:

Liebe Frau Obrock, danke für Ihren Rückmeldung, A.1 wurde korrigiert. Viel Spaß beim stricken!

Susanne 21.03.2018 - 05:30:

På række 8 i A1 og A2, går mønstret ikke længere op, så der må være en fejl, før denne række?? Jeg strikker str. L

DROPS Design 04.04.2018 kl. 12:16:

Hej Susanne, tak for info, vi kommer snart tilbage med et nyt diagam :)

Nicole Obrock 23.02.2018 - 22:34:

A1 Reihe 7 ist ein Fehler. Die 1. und letzte Masche müssen ein Umschlag sein. Andernfalls fehlen einem 2 Maschen pro Mustersatz. Dass es so sein muss erkennt man auch in Reihe 23. Da ist es richtig eingezeichnet.

DROPS Design 26.02.2018 kl. 10:33:

Liebe Frau Obrock, gerne prüfen wir Diagram, welche Größe meinen Sie hier?

Kate Andersen 22.02.2018 - 22:50:

Super flot model, ville SÅ gerne lave den nu, så jeg vil høre hvornår opskriften kommer? Håber snart. Har lige lavet den fersken farvede cardigan med hul mønster på ærmerne.

Grete Rasmussen 15.02.2018 - 21:39:

Den er fantastisk sød , kan næsten ikke vente med at komme igang . Det kunne måske blive den , hvis det drops garn jeg lige nu venter på , slår til . Til denne model . PS .den sidste bluse jeg strikkede var Drops 152-9

Betty 20.01.2018 - 11:43:

If using different models for the photoshoots, then models of all ages should be used not only very young or granny models. Some clothing simply does no suit everyone due to bodytype and /or age

Desirée Forsman Strömner 14.01.2018 - 18:12:

Fin och användbar, gillar A-modeller.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 186-40

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.