Brunet Cathy skrifaði:
Je ne vois pas le diagramme A4 ETA5
28.06.2021 - 14:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Brunet, vous les trouverez juste à droite du schéma des mesures (ils se tricotent tous les 2 sur 2 mailles). Bon tricot!
28.06.2021 - 16:08
Brita Carlsson skrifaði:
Om man tittar på fotot kan jag inte se att mönstret upprepas efter delning till fram-bak och ärm utan det ser ut som om slätstickningen börjar! Ärmen verkar sluta med 1 omgång A2b. Tacksam om jag får en förklaring!
29.04.2019 - 21:39DROPS Design svaraði:
Hei Brita. Diagrammene strikkes kun 1 gang i høyden, det stemmer. Etter at du er ferdig med A.1a-A.3a strikker du A.1b-A.3b. Når du deler inn til for/bakstykket og ermer, er du ikke ferdig med diagrammene, så du strikker noen omganger på bolen etter diagram. Når A.1b-A.3b er strikket 1 gang i høyden fortsettes det med glattstrikk. God fornøyelse
30.04.2019 - 14:36
Maybritt Jørgensen skrifaði:
Jeg kan ikke printe denne opskrift, eller andre. Kan I oplyse mig hvorfor ???? mvh Maybritt
24.09.2018 - 19:49DROPS Design svaraði:
Hei Maybritt. Vi har nå testet det og får helt fint til å printe ut oppskriften. Kanskje det har noe å si hvordan du velger å printe den ut? Det skal fungere om du trykker du på det lille printerikonet rett under boksen med garn og priser, helt på toppen der det står instruksjoner til oppskriften. God fornøyelse.
25.09.2018 - 08:09
Daphne Klug skrifaði:
Werden bei den Zunahmen am Rumpfteil immer 4 Machen zwischen den Umschlägen gestrickt? Oder immer 2 Maschen mehr, so dass ein Keil entsteht?
29.06.2018 - 10:22DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Klug, es sind immer 4 Maschen zwischen den Zunahmen auf beiden Seiten am Rumpfteil. Viel Spaß beim stricken!
29.06.2018 - 11:45
Kate Andersen skrifaði:
Kan det virkelig passe der står under “udtagningstips” at omslagene strikkes IKKE drejet på næste pind, de skal lave hul!!?? men det er jo i siden mellem forstykker og ryg og ikke en del af et hulmønster!! Så jeg forstår slet ikke hvorfor der skulle være et hul på hver 4. Pind ned langs siden?? Måske det er en fejl??? Håber jeg får hurtig svar, da jeg gerne vil videre. På forhånd TAK. Mvh Kate Andersen
08.03.2018 - 00:51DROPS Design svaraði:
Hei Kate. Det er riktig slik det står i oppskriften. Det skal lages hull i sidene (2 hull i hver side), slik at det blir et flott hullmønster samtidig som det økes fra ermhullen og ned. Hullmønstret vises dessverre ikke på bildet, men om du ser på oppskrift nr 186 / 37 Taormina Top, vil du se litt av mønstret. God Fornøyelse!
08.03.2018 - 09:40
Johanna Koivusipilä skrifaði:
Lisäyskierroksen jälkeen, tuleeko uusi mallikerta mihin kohtaan neuletta?
23.02.2018 - 20:00DROPS Design svaraði:
Hei, lisäykset tehdään aina nurjilla kerroksilla (oikealta puolelta katsottuna). Tämän jälkeen työhön tulee aina enemmän piirroksen A.2 mallikertoja ja nämä mallikerrat neulotaan piirrosten A.1 ja A.3 mallikertojen sisäpuolelle kuten aiemmin. Eli toistat vain piirroksen A.2 mallikertaa yhden, kahden tai kolmen ylimääräisen kerran.
22.03.2018 - 14:32
Fadenhexe skrifaði:
Wunderbar, dass es neben diesen ganzen abgemagerten Plastikpüppchen auch einmal eine echte Frau gibt, die die Modelle präsentiert. Da bekommt man endlich eine Vorstellung davon, wie sie in Wirklichkeit aussehen könnten. Bitte, behalten Sie diese Dame unbedingt unter Ihren Models!!!
16.02.2018 - 13:51
Betty skrifaði:
If using different models for the photoshoots, then models of all ages should be used not only very young or granny models. Some clothing simply does no suit everyone due to bodytype and /or age
20.01.2018 - 11:42
Betty skrifaði:
If using different models for the photoshoots, then models of all ages should be used not only very young or granny models. Some clothing simply does no suit everyone due to bodytype and /or age
20.01.2018 - 11:41
Katheryn Roberts skrifaði:
I love it, please include it.
19.01.2018 - 11:16
Taormina Cardi#taorminacardi |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Peysa með gatamynstri, hringlaga berustykki og stuttum ermum, prjónuð ofan frá og niður úr DROPS BabyMerino. Stærð S - XXXL.
DROPS 186-28 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring – á við um ermar): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Veljið mynstur fyrir þína stærð (á við um A.1 til A.3). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (á við um útaukningu á berustykki): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 143 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur = 133 lykkjur) og deilið með fjölda lykkja sem eftir er með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 24) = 5,54. Í þessu dæmi þá er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca til skiptis 5. og 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um útaukningu á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri), aukið svona út við bæði prjónamerkin (= alls 4 lykkjur fleiri í umferð). Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð, það á ekki að myndast gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Prjónið frá réttu þar til 3 lykkjur eru eftir í lok umferðar, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. Fellt er af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stykkið mælist ca 1½-2 cm. Síðan er fellt af fyrir 5-5-5-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 8½ cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki og fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Kantur á ermum er prjónaður í hring á sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 126-130-136-142-149-154 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 2,5 með BabyMerino. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: Prjónið 5 lykkjur garðaprjón (= kantur að framan), 22-23-25-26-27-29 lykkjur slétt og aukið út um 1-3-1-2-3-2 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – lesið ÚTAUKNING-1, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2-2-1-1-1-1 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* yfir næstu 14 lykkjur (= 7-7-14-14-14-14 lykkjur fleiri), 44-46-48-52-57-58 lykkjur slétt og aukið út um 1-5-1-5-8-5 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2-2-1-1-1-1 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* yfir næstu 14 lykkjur (= 7-7-14-14-14-14 lykkjur fleiri), 22-23-25-26-27-29 lykkjur slétt og aukið út um 1-3-1-2-3-2 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur og endið með 5 lykkjur garðaprjón (= kantur að framan) = 143-155-167-179-191-191 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: prjónið 5 lykkjur garðaprjón (= kantur að framan), A.1a (= 12 lykkjur), prjónið A.2a (= 12 lykkjur) yfir næstu 108-120-132-144-156-156 lykkjur (= 9-10-11-12-13-13 sinnum á breidd), A.3a (= 13 lykkjur) og endið með 5 lykkjur garðaprjón (= kantur að framan). Haldið svona áfram með mynstur JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir í hverri umferð merktri með útauknings ör þannig: Í hvert skipti sem aukið er út um 12 lykkjur er prjónað A.2 alls 1 sinni oftar á breiddina. Í hvert skipti sem aukið er út um 24 lykkjur er prjónað A.2 alls 2 sinnum oftar á breiddina. Í hvert skipti sem aukið er út um 36 lykkjur er prjónað A.2 alls 3 sinnum oftar á breiddina. ÚTAUKNING 1: Aukið út um 24-24-24-24-24-36 lykkjur = 167-179-191-203-215-227 lykkjur. ÚTAUKNING 2: Aukið út um 24-24-24-24-24-36 lykkjur = 191-203-215-227-239-263 lykkjur. ÚTAUKNING 3: Aukið út um 24 lykkjur = 215-227-239-251-263-287 lykkjur. ÚTAUKNING 4: Aukið út um = 239-251-263-275-287-311 lykkjur. ÚTAUKNING 5: Aukið út um 24 lykkjur = 263-275-287-299-311-335 lykkjur. ÚTAUKNING 6: Aukið út um 24 lykkjur = 287-299-311-323-335-359 lykkjur. Þegar A.1a til A.3a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 14 cm frá kanti í hálsi. Nú er prjónað A.1b yfir A.1a, A.2b yfir A.2a og A.3b yfir A.3a og útaukning heldur áfram þannig: ÚTAUKNING 7: Aukið út um 12-24-24-24-24-24 lykkjur = 299-323-335-347-359-383 lykkjur. ÚTAUKNING 8: Aukið út um 12-12-24-24-24-24 lykkjur = 311-335-359-371-383-407 lykkjur. ÚTAUKNING 9: Aukið út um 12-12-24-24-24-24 lykkjur = 323-347-383-395-407-431 lykkjur. ÚTAUKNING 10: Aukið út um 12-12-12-12-24-24 lykkjur = 335-359-395-407-431-455 lykkjur. Útaukningu á nú að vera lokið í stærð S, M og L, en heldur áfram í stærð XL, XXL og XXXL svo þannig: ÚTAUKNING 11: Aukið út um 12-24-24 lykkjur = 419-455-479 lykkjur. ÚTAUKNING 12: Aukið út um 12-12-24 lykkjur = 431-467-503 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: = 335-359-395-431-467-503 lykkjur (A.2b er nú endurtekið 25-27-30-33-36-39 sinnum á breidd). Prjónið mynstur þar til stykkið mælist 20-22-23-25-27-29 cm frá uppfitjunarkanti. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar í næstu umferð frá réttu þannig: (Lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri eru prjónaðar eins og fyrsta lykkja í A.1b). Prjónið 5 lykkjur garðaprjón (= kantur að framan), mynstur eins og áður yfir næstu 44-49-53-60-66-73 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 74-76-86-90-96-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið mynstur eins og áður yfir næstu 89-99-107-121-133-147 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 74-76-86-90-96-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjóni mynstur eins og áður yfir næstu 44-49-53-60-66-73 lykkjurnar og endið með 5 lykkjur garðaprjón (= kantur að framan = framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 207-227-243-271-295-323 lykkjur. Prjónið síðan mynstur með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki, lykkjur sem ekki ganga upp í mynstri undir ermum eru prjónaðar eins og fyrsta lykkja í A.1b. Þegar A.1b til A.3b hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 27-27-27-30-30-30 cm. Prjónið síðan sléttprjón með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Setjið 1 prjónamerki 54-59-63-70-76-83 lykkjur inn frá hvorri hlið (= framstykki = 99-109-117-131-143-157 lykkjur á bakstykki). Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki – lesið ÚTAUKNING-2! Aukið svona út í 4. hverri umferð þar til stykkið mælist 32-32-33-33-33-33 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum = ca 287-311-335-359-391-423 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 5 lykkjur garðaprjón, prjónið A.4 þar til 6 lykkjur eru eftir, prjónið A.5 yfir næstu lykkju og 5 lykkjur garðaprjón. Þegar A.4 og A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 35-35-36-36-36-36 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum og ca 55-57-59-61-63-65 cm frá kanti í hálsi. Fellið af (passið uppá að fella af nægilega laust, fellið jafnvel af með 1 númeri grófari prjónum). KANTUR Á ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Setjið 74-76-86-90-96-100 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 3 og takið upp 1 lykkju í hverja af 10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 84-86-96-100-106-110 lykkjur. Prjónið A.2b yfir lykkjur sem ekki ganga upp í mynstri, lykkjur sem ekki ganga upp í mynstri mitt undir ermi eru prjónaðar brugðið þegar lykkjur eru prjónaðar brugðið og sléttar þegar lykkjur eru prjónaðar sléttar. Þegar kantur á ermi mælist 3 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki, stillið af að endað sé fallega miðað við mynstur, skiptið yfir á sokkaprjón 2,5 og prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Fellið síðan af, passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum. Prjónið hinn kantinn á ermi á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #taorminacardi eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 186-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.