DROPS / 186 / 37

Taormina Top by DROPS Design

Toppur með gatamynstri, hringlaga berustykki og stuttum ermum, prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS BabyMerino.

DROPS Design: Mynstur bm-049
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------

Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS BABYMERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
300-350-350-400-450-500 g litur 25, fjólublár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur A)" – sjá tengil að neðan.

DROS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 60 eða 80 cm) NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 60 eða 80 cm) NR 2,5 fyrir kanta með garðaprjóni – eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur og 51 umferð með garðaprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (9)

100% Ull
frá 748.00 kr /50g
DROPS Baby Merino uni colour DROPS Baby Merino uni colour 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Baby Merino mix DROPS Baby Merino mix 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 4488kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veljið mynstur fyrir þína stærð (á við um A.1).

ÚTAUKNING-1 (á við um útaukningu á berustykki):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 116 lykkjur) og deilið með fjölda lykkja sem eftir er með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 16) = 7,25.
Í þessu dæmi þá er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca til skiptis 7. hverri lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt inn í mynstur svo að ekki myndist gat.

ÚTAUKNING-2 (á við um útaukningu á fram- og bakstykki):
Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri), aukið svona út við bæði prjónamerkin (= alls 4 lykkjur fleiri í umferð). Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga að myndast göt.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Kantur á ermum er prjónaður í hring á sokkaprjóna.

BERUSTYKKI:
Fitjið upp 116-120-126-132-139-144 lykkjur á hringprjón 2,5 með BabyMerino. Umferðin byrjar við miðju að aftan. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan.
Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 16-24-30-36-41-36 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING-1= 132-144-156-168-180-180 lykkjur.
Prjónið 1 umferð brugðna (uppslátturinn er prjónaður snúinn svo að það myndist ekki gat).
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Skiptið yfir á hringprjón 3.
Prjónið A.1a (= 12 lykkjur hringinn yfir allar lykkjur (= 11-12-13-14-15-15 sinnum á breidd)
Haldið áfram með mynstur svona JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir í hverri umferð merktri með útauknings ör í mynsturteikningu A.1 þannig:
Í hvert skipti sem aukið er út um 12 lykkjur er A.1 prjónað alls 1 sinni oftar á breiddina.
Í hvert skipti sem aukið er út um 24 lykkjur er A.1 prjónað alls 2 sinnum oftar á breiddina.
Í hvert skipti sem aukið er út um 36 lykkjur er A.1 prjónað alls 3 sinnum oftar á breiddina.
ÚTAUKNING 1: Aukið út um 24-24-24-24-24-36 lykkjur = 156-168-180-192-204-216 lykkjur.
ÚTAUKNING 2: Aukið út um 24-24-24-24-24-36 lykkjur = 180-192-204-216-228-252 lykkjur.
ÚTAUKNING 3: Aukið út um 24 lykkjur = 204-216-228-240-252-276 lykkjur.
ÚTAUKNING 4: Aukið út um = 228-240-252-264-276-300 lykkjur.
ÚTAUKNING 5: Aukið út um 24 lykkjur = 252-264-276-288-300-324 lykkjur.
ÚTAUKNING 6: Aukið út um 24 lykkjur = 276-288-300-312-324-348 lykkjur.

Þegar A.1a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 14 cm frá kanti í hálsi. Nú er prjónað A.1b yfir A.1a og útaukningarnar halda áfram þannig:
ÚTAUKNING 7: Aukið út um 12-24-24-24-24-24 lykkjur = 288-312-324-336-348-372 lykkjur.
ÚTAUKNING 8: Aukið út um 12-12-24-24-24-24 lykkjur = 300-324-348-360-372-396 lykkjur.
ÚTAUKNING 9: Aukið út um 12-12-24-24-24-24 lykkjur = 312-336-372-384-396-420 lykkjur.
ÚTAUKNING 10: Aukið út um 12-12-12-12-24-24 lykkjur = 324-348-384-396-420-444 lykkjur.
Útaukning á nú að vera lokið í stærð S, M og L, en heldur áfram í stærð XL, XXL og XXXL svo þannig:
ÚTAUKNING 11: Aukið út um 12-24-24 lykkjur = 408-444-468 lykkjur.
ÚTAUKNING 12: Aukið út um 12-12-24 lykkjur = 420-456-492 lykkjur.

ALLAR STÆRÐIR:
= 324-348-384-420-456-492 lykkjur (A.1b er nú endurtekið 27-29-32-35-38-41 sinnum á breidd).
Prjónið mynstur þar til stykkið mælist 20-22-23-25-27-29 cm frá uppfitjunarkanti. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: (Lykkjurnar sem ekki ganga jafnt upp í mynstri eru prjónaðar slétt þegar lykkjur eru prjónaðar slétt og brugðnar þegar lykkjur eru prjónaðar brugðnar).
Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 44-49-53-60-66-73 lykkjurnar (= hálft bakstykki), setjið næstu 74-76-86-90-96-100 lykkjur á band fyrir ermi, fitjið upp 10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja, prjónið mynstur eins og áður yfir næstu 88-98-106-120-132-146 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 74-76-86-90-96-100 lykkjur á band fyrir ermi, fitjið upp 10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja og prjónið mynstur eins og áður yfir síðustu 44-49-53-60-66-73 lykkjur (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað til loka hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 196-216-232-260-284-312 lykkjur. Prjónið mynstur, lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri undir ermum eru prjónaðar slétt þegar lykkjur eru prjónaðar slétt og brugðnar þegar lykkjur eru prjónaðar brugðnar. Þegar A.1b hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 27-27-27-30-30-30 cm. Prjónið síðan sléttprjón. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – lesið ÚTAUKNING-2! Aukið svona út í 4. hverri umferð þar til stykkið mælist 32-32-33-33-33-33 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum = ca 276-300-324-348-380-412 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið A.2 hringinn yfir allar lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 35-35-36-36-36-36 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum og ca 55-57-59-61-63-65 cm frá kanti í hálsi. Fellið af (passið uppá að fella nægilega laust af, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum).

KANTUR Á ERMI:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
Setjið 74-76-86-90-96-100 lykkjur af bandi á annarri hlið á stykki á sokkaprjón 3 og takið upp 1 lykkju í hverja og eina af 10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 84-86-96-100-106-110 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli nýrra lykkja. Prjónið síðan A.1b yfir lykkjur sem ekki ganga upp í mynstri, lykkjur sem ekki ganga upp í mynstri mitt undir ermi eru prjónaðar brugðnar þegar lykkjurnar eru prjónaðar brugðnar og sléttar þegar lykkjurnar eru prjónaðar sléttar.
Þegar ermin mælist 3 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki, stillið af að endað sé fallega ef miðað er við mynstur, skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5 og prjónið 4 umferðir garðaprjón, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum. Prjónið hinn kant á ermi alveg eins.

Mynstur

= slétt
= brugðið
= prjónið 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, uppslátturinn er EKKI prjónaður snúinn, það eiga að myndast göt
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman
= útauknings örHelga 24.04.2019 - 13:29:

I would like to thank Garn studio to include this older lady as model. As the population is getting older they are often forgotten. So a biggggg thank you for doing so. This is my next project it looks fantastic.

Lynda 11.09.2018 - 19:20:

I’m a little surprised by a comment made that this lovely lady pictured in this photo is not of an average size. Not everyone is a size 2. We as knitters should be able to use our imagination to create beautiful pieces to share with our loved ones.

Daisie 19.08.2018 - 14:53:

This model is beautiful but please also include photos of regular sized models. It is very difficult to "imagine" what the garment would look like on an average/small body. Thank you kindly.

Eva Sjømoen 17.05.2018 - 20:35:

Jeg får bare opp to diagrammer på min oppskrift. Hvordan skal jeg få oppskrift med alle fem diagrammene. Har fått svar at alle fem skal være i oppskriften. Jeg får kun opp de to diagrammene med A1B i to varianter (til forskjellige størrelser).

DROPS Design 22.05.2018 kl. 08:49:

Hei Eva. Vi har sjekket denne oppskriften igjen og kunne ikke se noen feil eller mangler med diagrammene. Men vi har nå lastet dem opp på nytt og håper dette løser problemet. God fornøyelse

Eva Sjømoen 16.05.2018 - 10:52:

Hvor er mønster A1a? Står øverst i oppskriften at det er to mønstre, A1 og A2, men i oppskriften er de referert til som a og b. Det er kun A1b som ligger ved i oppskriften. Det mangler også tre tegn i tegnforklaringen.

DROPS Design 17.05.2018 kl. 14:54:

Hej Eva, Du finder alle 5 diagrammer nederst i opskriften (lige ovenfor måleskitsen) God fornøjelse!

Loly Aguilar 29.04.2018 - 12:33:

Hola! La vuelta 35 como la tengo que empezar para que me quede bien ,pues no la entiendo del diagrama A.1a en la vuelta de antes al terminar hay que empezar la vuelta 35 o que pues no lo consigo entender poner vídeos de esto para que lo veamos y así entenderlo . Muchas gracias

Vicky 14.04.2018 - 23:40:

Sí, así lo hice. Muchísimas gracias! :D

Vicky 08.04.2018 - 20:20:

Sí, eso lo tengo claro. Pero la duda es el primer punto de la primera repetición. Hago 3Dr para compensar dicho desplazamiento? No sé si me explico. Muchas gracias

DROPS Design 14.04.2018 kl. 12:40:

Hola Vicky, no,si haces un punto de más, no vas a llegar al último punto. El dibujo se desplaza y, por tanto, tu también tienes que desplazarte y trabajar según el diagrama.

Vicky 06.04.2018 - 15:39:

Duda sobre diagramas. En A-1.a vueltas 35 y 39. Y en A-1.b vuelta 23. Entiendo que el desplazamiento a la izq es para que cuadre el dibujo, y que el último punto (12) de cada repetición se teje con el primero (1) de la siguiente. Pero al empezar la vuelta, ¿qué hago con el primer punto? P.ej. en la v35 el diagrama se desplaza a la izquierda, dejando un Hueco en el 1º Punto y luego 2 dr, etc. ¿Qué tengo que hacer con ese 1º hueco del inicio? ¿Tejo 3 dr al inicio? Muchas gracias

DROPS Design 08.04.2018 kl. 19:04:

Hola Vicky, no falta ningún punto. El hueco que hay al principio de la repetición del diagrama en esta fila se compensa con el último punto de la repetición del diagrama, que sobresale hacia fuera por el otro lado. El número de puntos en la repetición se mantiene constante.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 186-37

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.