Siv skrifaði:
Er det feil i oppskriften str S? Jeg får ikke maskeantallet til å gå opp. Strikker S med 214 opplagte masker. Strikker 1A (= 2 masker), * A.2A (= 10 masker), A.3A (= 17 masker) *, strikk fra *-* totalt 3 ganger, strikk A.2A (= 10 masker), A.1A (= 2 masker) og 6 masker rille (start med vrang) **, strikk fra **-** totalt 2 ganger. Jeg sitter igjen med 12 masker for mye, tolker jeg kanskje ikke oppskriften riktig?
20.09.2019 - 22:21DROPS Design svaraði:
Hej Siv, fint at du selv fandt ud af det :)
25.09.2019 - 08:22
Ked skrifaði:
You list \"knit 3 twisted together\" but don\'t explain HOW to do that and it\'s NOT listed in your Glossary! Please explain! And then list it on the pattern AND in your Glossary for the next person. Thanks!
09.05.2018 - 12:01DROPS Design svaraði:
Dear Ked, you will find under the related videos one video showing how to K3 tog (and how to K3 twisted tog). Happy knitting!
09.05.2018 - 13:11
Tasmand skrifaði:
Pls email me the pattern my phone doesnt want to screen shot so pls send as a pdf
15.04.2018 - 10:38
Lizeth skrifaði:
Wat een schattig truitje, kan niet wachten op het patroon
25.01.2018 - 13:10
Louise skrifaði:
Joli jeu de mailles et joli coloris.
24.12.2017 - 20:05
Bersigotti Christiane skrifaði:
Je suis séduite par ce model comment avoir les explications?
18.12.2017 - 17:57
DIVIN Corinne skrifaði:
J'aime beaucoup ce modèle ! Frais et charmant. A faire !
18.12.2017 - 17:39
Heart by Heart#heartbyheartsweater |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með köðlum og gatamynstri úr DROPS Cotton Merino Stærð S - XXXL.
DROPS 186-17 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.8. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. A.4/A.5 á einungis við stærð M-XL-XXL-XXXL. A.6/A.7 á einungis við stærð L og A.8 á einungis við stærð XL-XXL-XXXL. ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir slétt svo ekki myndist gat. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp fyrir handveg. Prjónið síðan framstykki og bakstykki fram og til baka á hringprjón hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. PEYSA: Fitjið upp 214-234-246-282-310-338 lykkjur á hringprjón 4 með Cotton Merino. Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt. Prjónið síðan mynstur þannig: STÆRÐ S: ** Prjónið 6 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (byrjið með brugðið), A.1 A (= 2 lykkjur),* A.2A (= 10 lykkjur), A.3A (= 17 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, prjónið A.2A (= 10 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur) og 6 lykkjur garðaprjón (byrjið með brugðið) **, prjónið frá **-** alls 2 sinnum. STÆRÐ M: ** Prjónið 6 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (byrjið með brugðið), A.4 A (= 4 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), * A.2A (= 10 lykkjur), A.3A (= 17 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, prjónið A.2A (= 10 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), A.5A (= 4 lykkjur) og 7 lykkjur garðaprjón (byrjið með brugðið) **, prjónið frá **-** alls 2 sinnum. STÆRÐ L: ** Prjónið 6 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (byrjið með brugðið), A.1 A (= 2 lykkjur), A.6A (= 6 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), * A.2A (= 10 lykkjur), A.3A (= 17 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, prjónið A.2A (= 10 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), A.7A (= 6 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur) og 6 lykkjur garðaprjón (byrjið með brugðið) **, prjónið frá **-** alls 2 sinnum. STÆRÐ XL: ** Prjónið 4 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (byrjið með brugðið), A.4A (= 4 lykkjur), A.1 A (= 2 lykkjur), A.8A (= 13 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), * A.2A (= 10 lykkjur), A.3A (= 17 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, prjónið A.2A (= 10 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), A.8A (= 13 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), A.5A (= 4 lykkjur) og 4 lykkjur garðaprjón (byrjið með brugðið) **, prjónið frá **-** alls 2 sinnum. STÆRÐ XXL: ** Prjónið 7 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (byrjið með brugðið), A.4A (= 4 lykkjur) 2 sinnum, A.1 A (= 2 lykkjur), A.8A (= 13 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), * A.2A (= 10 lykkjur), A.3A (= 17 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, prjónið A.2A (= 10 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), A.8A (= 13 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), A.5A (= 4 lykkjur) 2 sinnum og 7 lykkjur garðaprjón (byrjið með brugðið) **, prjónið frá **-** alls 2 sinnum. STÆRÐ XXXL: ** Prjónið 6 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (byrjið með brugðið), A.4A (= 4 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), A.2A (= 10 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), * A.8A (= 13 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), * A.2A (= 10 lykkjur), A.3A (= 17 lykkjur) * prjónið frá *-* alls 3 sinnum, prjónið A.2A (= 10 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), A.8A (= 13 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), A.2A (= 10 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), A.5A (= 4 lykkjur) og 6 lykkjur garðaprjón (byrjið með brugðið) **, prjónið frá **-** alls 2 sinnum. ALLAR STÆRÐIR: Þegar A.1A til A.8A er lokið á hæðina eru 230-250-270-298-326-362 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 115-125-135-149-163-181 lykkjur (= hliðar). Prjónið síðan sléttprjón yfir lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið, prjónið A.1B (= 2 lykkjur) yfir A.1A, A.2B (= 12 lykkjur) yfir A.2A, A.3B (= 17 lykkjur) yfir A.3A, A.4B (= 4 lykkjur) yfir A.4A, A.5B (= 4 lykkjur) yfir A.5A, A.6B (= 8 lykkjur) yfir A.6A, A.7B (= 8 lykkjur) yfir A.7A og A.8B (= 13 lykkjur) yfir A.8A. Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm (mælt meðfram A.2) prjónið þannig (stillið af að þetta sé umferð með köðlum í mynsturteikningu): Fellið af fyrstu 3 lykkjurnar, prjónið næstu 109-119-129-143-157-175 lykkjur eins og áður, fellið af næstu 6 lykkjur (= 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki í hlið), prjónið næstu 109-119-129-143-157-175 lykkjur eins og áður og fellið af síðustu 3 lykkjur. Prjónið síðan framstykki og bakstykki til loka hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 109-119-129-143-157-175 lykkjur. Byrjið frá röngu og haldið áfram með mynstur fram og til baka, kantlykkjur eru nú prjónaðar í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg í annarri hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 2 lykkjur 1-1-1-0-1-1 sinni og 1 lykkja 0-1-0-0-1-0 sinnum = 105-113-125-143-151-171 lykkjur. Þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm fellið af miðju 31-31-35-35-41-41 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af með 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 36-40-44-53-54-64 lykkjur á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 49-51-53-55-57-59 cm (stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu) og fellið af 2 lykkjur yfir hvert A.2/A.6/A.7 = 32-36-38-47-57-58 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: = 109-119-129-143-157-175 lykkjur. Byrjið frá röngu og haldið áfram með mynstur fram og til baka, kantlykkjur eru nú prjónaðar í garðaprjóni – JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg í annarri hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 2 lykkjur 1-1-1-0-1-1 sinni og 1 lykkja 0-1-0-0-1-0 sinnum = 105-113-125-143-151-171 lykkjur. Þegar stykkið mælist 40-42-43-45-46-48 cm setjið miðju 17-17-21-21-27-27 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 1 sinni = 36-40-44-53-54-64 lykkjur á öxl (þegar ekki eru nægilega margar lykkjur fyrir kaðal í A.2B/A.4B/A.5B/A.6B/A.7B er prjónað sléttprjón yfir þessar lykkjur án þess að mynda kaðal). Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 49-51-53-55-57-59 cm (stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu) og fellið af 2 lykkjur yfir hvert A.2/A.6/A.7 = 32-36-38-47-57-58 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna, skiptið yfir á stuttan hringprjón þegar nægilega margar lykkjur hafa verið auknar út. Fitjið upp 47-49-51-55-57-59 lykkjur á sokkaprjón 7 með Cotton Merino. Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt. Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið 3-4-5-3-4-5 lykkjur garðaprjón (byrjið með brugðið), A.4A (= 4 lykkjur) 0-0-0-1-1-1 sinnum, A.1A (= 2 lykkjur), A.2A (= 10 lykkjur) A.3A (= 17 lykkjur), A.2A (= 10 lykkjur), A.1A (= 2 lykkjur), A.5A (= 4 lykkjur) 0-0-0-1-1-1 sinnum og 3-4-5-3-4-5 lykkjur garðaprjón (byrjið með brugðið). Þegar A.1A til A.5A er lokið á hæðina eru 51-53-55-59-61-63 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Prjónið síðan sléttprjón yfir lykkjur í garðaprjóni í byrjun og í lok umferðar, prjónið A.1B (= 2 lykkjur) yfir A.1A, A.2B (= 12 lykkjur) yfir A.2A, A.3B (= 17 lykkjur) yfir A.3A, A.4B (= 4 lykkjur) yfir A.4A, A.5B (= 4 lykkjur) yfir A.5A. Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 5-9-7-10-8-7 cm aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út með 2½-2-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 19-20-21-23-24-25 sinnum = 89-93-97-105-109-113 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til eftir er 1 umferð þar til stykkið mælist 52-52-50-48-47-45 cm. Fellið af 2 lykkjur yfir hvert A.2B = 85-89-93-101-105-109 lykkjur. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Hálsmál er prjónað í hring á stuttan hringprjón. Prjónið upp ca 95-115 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði og deilanlegt með 5) á stuttan hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt, síðan er prjónað stroff (= 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) þar til kantur í hálsmáli mælist 3 cm. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur (til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum). |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #heartbyheartsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 186-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.