Katerina Andritsopoulou skrifaði:
Good afternoon! How do I follow pattern A.3 (9th row extended to the right) if I am using straight needles and not circular ones. I have added a stich on each side to join together. Thank you.
18.11.2019 - 18:24DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Andritsopoulou, since this pattern is worked in the round, you have to start the 11th round when 2 sts from 10th round remain on left needle, then work the last 2 sts on round 10 together with the first stricht in first repeat, then work the last 2 sts together with first st next repeat, and so on. Happy knitting!
19.11.2019 - 08:47
Karen A Hartvig Nielsen skrifaði:
Regarding charts like A!...I\\\\\\\'m still having problems with the \\\"how\\\" factor of how to read uneven (sticking out to left and right) charts. I was unable to find any information, especially as I don\\\'t even know what these types of charts are called. Would you consider a \\\"uneven charts for dummies\\\" addition to your tutorials? Tak
01.07.2018 - 07:38DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Hartvig Nielsen, in diagrams such as A.1, A.2 (= 7th row for ex.) and A.3 (= row 9) start the 7th/9th row 2 sts before beg of row, ie work the last 2 sts on previous row together with the first st in first repeat, then work the last 2 sts in each repeat tog with the first st next repeat. In next to last row in A.2 work the last st from previous row/repeat tog with the first 2 sts first/next repeat. Happy knitting!
02.07.2018 - 10:19
Cindy skrifaði:
Oh darn, It's a double pointed needle pattern! I, like many people, HATE DOUBLE POINTED NEEDLES.
18.04.2018 - 15:34DROPS Design svaraði:
Dear Cindy, you can then work with a circular needle and use the technique of magic loop. Happy knitting!
18.04.2018 - 15:45
Guinet Janine skrifaði:
Même question que Kelsey, mais je n'ai pas compris la réponse en anglais. Je ne vois pas comment commencer le Rang 6 dans le diagramme A1 Merci pour votre réponse
30.03.2018 - 10:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Guidet, au 7ème tour de A.1, tricotez les 2 dernières mailles du tour avec la 1ère m du 1er A.1 du tour, puis 3 m end, tricotez ensuite les 2 m suivantes avec le A.1 suivant et ainsi de suite. Vous décalez ainsi le début du tour de 2 m à droite. Bon tricot!
30.03.2018 - 12:28
Ros-Marie Westerberg skrifaði:
Ska det verkligen vara 2 ST omslag mellan 2 maskor i A4, rad 7
05.03.2018 - 21:52DROPS Design svaraði:
A.4 stickas endast en gång per varv, så det blir bara 1 omslag mellan maskorna.
06.03.2018 - 14:37
Kelsey K skrifaði:
How did you achieve the last 2 rows in A.1? I'm not sure how you go back 2 stitches after completing the previous row.
29.12.2017 - 09:24DROPS Design svaraði:
Dear Kelsey, you do not have to go back, but since there is a decrease there without accompaniying yarnovers, you will have two stitches less there. I hope this haelps. Happy Knitting!
29.12.2017 - 09:45
Delicia#deliciaset |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Settið samanstendur af: Prjónaðri húfu, hálsskjóli og vettlingum með gatamynstri úr DROPS Andes.
DROPS 182-9 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Hálsskjól: Sjá mynsturteikningu A.3. Vettlingar: Sjá mynsturteikningu A.4. ÚTAUKNING (á við um op fyrir þumal á vettlingi): Byrjið á undan lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Í næstu umferð sem aukið er út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við lykkju með prjónamerki í + 1 lykkja hvoru megin við þessa lykkju þannig að það myndist op fyrir þumal. ÚRTAKA: Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp. HÚFA: Fitjið upp 54 lykkjur á sokkaprjón 7 með Andes. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á sokkaprjón 8 og prjónið 2 umferðir slétt. Prjónið síðan A.1 hringin (= 9 mynstureiningar með 6 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað alls 3 sinnum á hæðina mælist stykkið ca 18 cm. Prjónið A.2 hringinn og fækkið lykkjum eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 18 lykkjur í umferð. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar snúnar slétt saman tvær og tvær = 9 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 25 cm ofan frá og niður. ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón. HÁLSSKJÓL: Fitjið upp 64-72 lykkjur á hringprjón 7 með Andes. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 8 og prjónið 2 umferðir slétt. Prjónið síðan A.3 hringinn (= 8-9 mynstureiningar með 8 lykkjum). Þegar A.3 hefur verið prjónað 2-3 sinnum á hæðina er skipt yfir á hringprjón 7. Prjónið 4 umferðir garðaprjón og fellið laust af með sléttum lykkjum. Hálsskjólið mælist ca 20-28 cm á hæð. ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stærð S/M er prjónuð í hring á sokkaprjón 6 og 7. Stærð M/L er prjónuð í hring á sokkaprjón 7 og 8. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 26 lykkjur á sokkaprjón 6-7 með Andes. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 6 cm er skipt yfir á sokkaprjón 7-8. Prjónið 2 umferðir slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: 15 lykkjur sléttprjón, A.4 (= 9 lykkjur), 2 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 14 cm er sett 1 prjónamerki í 12. lykkju í umferð. Í næstu umferð er aukið út fyrir op á þumli með því að auka út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki í – lesið ÚTAUKNING (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út hvoru megin við útauknar lykkjur einnig í næstu umferð = 5 lykkjur fyrir op fyrir þumal. Prjónið 2-3 umferðir án útaukningar. Í næstu umferð eru 5 lykkjur fyrir op fyrir þumal settar á þráð, að auki er fitjuð upp 1 ný lykkja á prjóninn yfir lykkjur á þræði = 26 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni og A.4 (= A.4 er endurtekið eins langt og hægt er, síðan er prjónað sléttprjón yfir allar lykkjur). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 24-26 cm frá uppfitjunarkanti er sett 1 prjónamerki í byrjun umferðar og 1 prjónamerki eftir 13 lykkjur (= í hvorri hlið á vettling). Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 5 sinnum í hvorri hlið = 6 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Allur vettlingurinn mælist ca 27-29 cm frá uppfitjunarkanti. ÞUMALL: Setjið til baka 5 þumallykkjur af þræði yfir á sokkaprjón 7-8. Prjónið að auki upp 5 lykkjur aftan við þumal (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í lykkju sem fitjuð var upp + 2 lykkjur hvoru megin við þessa lykkju) = 10 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til þumallinn mælist 5-6 cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar og 1 prjónamerki eftir 5 lykkjur. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin alveg eins og efst á vettling (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona einnig í næstu umferð = 2 lykkjur eftir á prjóni. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp eins og vinstri vettlingur og prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist 6 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 7-8. Prjónið 2 umferðir slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: 2 lykkjur sléttprjón, A.4 (= 9 lykkjur), 15 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 14 cm er sett 1 prjónamerki í 15. lykkju í umferð. Í næstu umferð er aukið út fyrir opi fyrir þumal með því að auka út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki í – lesið ÚTAUKNING! Aukið svona út hvoru megin við útauknar lykkjur einnig í næstu umferð = 5 lykkjur fyrir op fyrir þumal. Afgangurinn af vettlingnum er prjónaður alveg eins og vinstri vettlingur. Prjónið þumal alveg eins og á vinstri vettlingi. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #deliciaset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 182-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.