Susan skrifaði:
I have 5 more questions. I realize this step is for ALL sizes. However, I am having trouble with the following step: "Start on the 3rd round in the diagrams and work pattern as follows: Work * A.3, A.4 *, work from *-* a total of 13 times on the round. When A.4 has been completed in height, repeat the last 4 rounds in the diagram to finished length. When the round marked with a star in diagram A.3 has been completed, sizes S/M and L are finished. More to follow:
14.02.2018 - 19:42
Charlotte Bækdahl skrifaði:
Efter diagram A1 skal man hækle en runde, hvor man laver ærmegab og tager ud. Men så skal man derefter følge A2, hvilket jeg ikke kan få til at passe. A2 starter, hvor A1 stopper, og der ser ikke ud til at være taget hensyn til den ekstra række med udtagelser og ærmegab. Række 1 i A2 svarer således ikke til det, der er hæklet, og jeg kan ikke komme videre.
03.02.2018 - 23:06DROPS Design svaraði:
Hej Charlotte, de nye luftmasker erstatter de luftmasker du hoppede over, det vil sige du häkler nöjagtig som för men over de nye luftmasker istedet for dem du hoppede over. God fornöjelse!
12.02.2018 - 15:35
Susan skrifaði:
I am making this for a preteen, she is not very big. I am wondering if I NEED to do the right and left sides? Can't I just do the main circle and of course finish the edge and the sleeves and call it perfect? I see in another circle pattern that there is not a right and left side on the pattern. I wish you'd post pictures the models holding out the sides so we could see them better. The photos are very helpful, this is my first circle. Thank you, Susan
28.01.2018 - 21:03DROPS Design svaraði:
Dear Susan, the pattern pictured has been worked as written in the explanation, ie with extra rows for each front piece as shown in measurement chart. Feel free to adjust the pattern the way you'd like. Happy crocheting!
29.01.2018 - 10:03
Katrina Yeager skrifaði:
Is this patttern written out long hand somewhere? I do not know how to read crocheting diagrams......it would be really helpful.
24.01.2018 - 06:06DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Yeager, there is only diagrams to this pattern. Start reading diagrams from the bottom corner on the right side and read from the right towards the left every round - you'll find symbol matching each stitch or group of stitches under diagram text. Happy crocheting!
24.01.2018 - 09:36
Ornella#ornellajacket |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð hringpeysa með stuðlum og loftlykkjubogum úr DROPS Lima. Stærð S - XXXL.
DROPS 184-9 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Hver umferð með stuðlum byrjar með 3 loftlykkjum og endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar (hekluð sem viðbót við mynsturteikningu A.1- A.5). ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 28 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 2) = 14. Í þessu dæmi þá er aukið með því að hekla 2 stuðla í 14. hverja lykkju. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 64 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 16. Í þessu dæmi þá eru heklaðar ca 15. og 16. hver lykkja saman. Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið síðan næsta stuðul, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 stuðull færri). MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.8. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HRINGPEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring og handvegur er hekaður í hringinn. Ermar eru heklaðar í hring og framstykkin eru hekluð fram og til baka. Að lokum er heklaður kantur í kringum allan hringinn og framstykkin. Byrjun á umferð = miðja að aftan/í hnakka. HRINGUR: Heklið 6 loftlykkjur með heklunál 5 með Lima og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið A.1 alls 13 mynstureiningar í umferð – lesið LEIÐBEININGAR! ATHUGIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Þegar næst síðasta umferð í mynstri A.1 hefur verið hekluð til loka, haldið síðan áfram eftir stærðum þannig: STÆRÐ S/M og L: Nú eru 182 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 36 cm að þvermáli. Heklið nú handveg og aukið út lykkjum jafnt yfir þannig: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul/um hverja loftlykkju yfir fyrstu 28-28 lykkjur og aukið út um 2-2 stuðla jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING (jafnt yfir). Heklið 32-36 loftlykkjur, hoppið yfir næstu 32-36 lykkjur. Heklið 1 stuðul/um hverja loftlykkju í næstu 62-54 lykkjur og aukið út um 9-9 stuðla jafnt yfir. Heklið 32-36 lausar loftlykkjur og hoppið yfir 32-36 lykkjur. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul/um hverja loftlykkju yfir 28-28 lykkjur sem eftir eru og aukið út um 2-2 stuðla jafnt yfir = 195-195 stuðlar. Heklið nú A.2 (= 13 mynstureiningar í umferð), EN yfir 32-36 nýjar loftlykkjur er stuðull í 2. umferð í mynsturteikningu A.2 skipt út fyrir 1 fastalykkju um loftlykkjuumferð. Í umferð eftir að handvegur hefur verið heklaður alls 52-52 loftlykkjubogar í umferð og 9-10 loftlykkjubogar og 8-9 fastalykkjur um 32-36 loftlykkjur fyrir handveg. Þegar allt A.2 hefur verið heklað til loka á hæðina eru 78 loftlykkjubogar í umferð. Stykkið mælist ca 63 cm að þvermáli. STÆRÐ XXL/XXXL Heklið síðustu umferð í mynsturteikningu A.1. Heklið síðan A.2 (= 13 mynstureiningar í umferð). Þegar 3 fyrstu umferðirnar hafa verið heklaðar til loka eru 234 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 45 cm. Heklið nú handveg og aukið út lykkjum jafnt yfir þannig: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul/um hverja loftlykkju yfir fyrstu 36 lykkjur og aukið út um 2 stuðla jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING (jafnt yfir). Heklið 40 loftlykkjur, hoppið yfir næstu 40 lykkjur. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul/um hverja loftlykkju í næstu 82 lykkjur og aukið út um 9 stuðla jafnt yfir. Heklið 40 loftlykkjur og hoppið yfir 40 lykkjur. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul/um hverja loftlykkju yfir þær 36 lykkjur sem eftir eru og aukið út um 2 stuðla jafnt yfir = 247 stuðlar. Haldið síðan áfram með A.2, EN yfir 40 nýjar loftlykkjur er stuðull í 5. umferð í mynsturteikningu A.2 skipt út fyrir 1 fastalykkju um loftlykkjuumferð. Í umferð eftir að heklaður heftur verið handvegur eru alls 65 loftlykkjubogar í umferð og 11 loftlykkjubogar og 10 fastalykkjur um 40 loftlykkjuboga fyrir handveg. Þegar allt A.2 hefur verið heklað til loka á hæðina eru 78 loftlykkjubogar í umferð. Stykkið mælist ca 63 cm að þvermáli. ALLAR STÆRÐIR: Byrjið á 3. Umferð í mynsturteikningu og heklið mynstur þannig: Heklið * A.3, A.4 *, heklið frá *-* alls 13 sinnum í umferð. Þegar A.4 hefur verið heklað til loka á hæðina, endurtakið 4 síðustu umferðir í mynsturteikningu til loka. Þegar umferð merkt með stjörnu í mynsturteikningu A.3 hefur verið hekluð til loka er stærð S/M og L lokið. Í stærð XXL/XXXL er haldið áfram þar til öll mynsturteikning A.3 hefur verið hekluð til loka á hæðina. Nú eru 117-117-130 loftlykkjubogar í umferð. Stykkið mælist ca 91-91-101 cm að þvermáli. ERMI: Ermin er hekluð í hring. Byrjið mitt undir ermi og heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), heklið 64-72-80 stuðla jafnt yfir í stuðul/um loftlykkjuboga í kringum allan handveg (= 32-36-40 stuðlar meðfram hvorri hlið á handveg). Heklið nú frá 2. umferð í mynsturteikningu A.5 (alls 16-18-20 mynstureiningu í umferð), JAFNFRAMT í umferð með svörtum punkt í mynsturteikningu er fækkað um 4 stuðla jafnt yfir í umferð. Endurtakið 4 síðustu umferðir í mynsturteikningu og fækkið lykkjum í umferð með svörtum punkt alls 7-8-10 sinnum á hæðina = 36-40-40 stuðlar í umferð. Heklið síðan 3-3-1 mynstureiningar til og með A.5 á hæðina án þess að fækka stuðlum. Ermin mælist ca 51-56-56 cm. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. HÆGRA HLIÐARSTYKKI: Heklið stuttar umferðir fram og til baka á hægra framstykki. Byrjið á fyrsta stuðli á eftir 16.-16.-18. loftlykkjuboga frá byrjun á umferð og heklið frá réttu. ATH: Í mynsturteikningu A.6, A.7 og A.8 er heklað frá umferð með ör og í mynsturteikningu A.3 er heklað frá umferð með svörtum ferning! Heklið A.6 yfir fyrstu 10 loftlykkjuboga, heklið A.3 yfir 3 loftlykkjuboga, heklið A.7 yfir næstu 2-2-4 loftlykkjuboga (= 2-2-4 mynstureiningar), heklið A.3 yfir næstu 3 loftlykkjuboga, heklið A.8 yfir næstu 10 loftlykkjuboga. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar A.7 hefur verið heklað til loka á hæðina, eru 4 síðustu umferðir í mynsturteikningu á hæðina. Þegar A.6 og A.8 hefur verið heklað til loka á hæðina og umferð með stjörnu í mynsturteikningu A.3 hefur verið hekluð til loka, klippið frá og festið enda. VINSTRA HLIÐARSTYKKI: Hoppið yfir 29-29-34 lykkjuboga meðfram neðri kanti á peysu og festið enda með 1 fastalykkju í næsta stuðul. Heklið síðan vinstra framstykki alveg eins og hægra framstykki. Það eiga að vera 29-29-34 loftlykkjubogar á milli framstykkja meðfram neðri kanti og 32-32-36 loftlykkjubogar á milli framstykkja í hnakka (= 16-16-18 loftlykkjubogar í hvorri hlið í byrjun umferðar). KANTUR: Heklið nú kant í kringum allan hringinn þannig: UMFERÐ 1: Byrjið við byrjun á umferð (= aftan í hnakka), heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull), * 3 loftlykkjur, hoppið yfir 3 loftlykkjur, 1 stuðull í næsta stuðul *, endurtakið frá *-* hringinn alla umferðina en meðfram kanti í mynsturteikningu A.6 og A.8 er hoppað yfir ca 2 cm. Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur (= 1 stuðull) * heklið 4 stuðla um næsta loftlykkjuboga, 1 loftlykkja *, endurtakið frá *-* hringinn alla umferðina. Endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. Klippið frá og festið enda. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #ornellajacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 184-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.