Anna skrifaði:
Hej Jag får det inte att stämma. När jag har 208m är jag ej klar med A1. Kan någon förklara!
29.09.2017 - 11:17
Connie skrifaði:
Ik ben aan de slag met deze mooie trui. Maar al vooruitlezend snap ik iets niet. Bij het lijf, vanaf de mouwen, moet je elke keer 4 steken minderen en 4 steken meerderen, het aantal blijft gelijk. Dat snap ik. Maar hoe kan het dan dat er aan het einde van dit deel uitkomt op 188 steken (medium) terwijl je begint met 212 steken? Ergens raak ik hier het spoor kwijt.
11.09.2017 - 22:59DROPS Design svaraði:
Hallo Connie, Dat komt omdat je op een later moment 3 steken verdeeld over iedere kabel mindert. Omdat je 8 kabels in totaal hebt is dat 24 steken. 212 - 24 = 188 steken over.
13.09.2017 - 13:08
Nathalie skrifaði:
Bonjour, Vu que le pull se fait de haut en bas, est-ce que le diagramme se débute par le dessus ou par le bas? Merci
08.09.2017 - 20:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Nathalie, les diagrammes se lisent toujours de la même façon, sauf indication contraire explicite dans les explications, c'est-à-dire qu'on le lit ici de bas en haut. Bon tricot!
11.09.2017 - 09:22
Karolien skrifaði:
Hallo! Kan ik dit patroon ook met drops Belle breien? Of wordt het dan te 'zwaar'? Alvast bedankt voor het antwoord. Groetjes van Karolien.
07.09.2017 - 11:45DROPS Design svaraði:
Hallo Karolien, Je kan hem inderdaad ook van Belle breien. Hij zal misschien iets zwaarder worden, maar ik denk dat dat erg meevalt. Maak wel altijd even een proeflapje, en evt. met een stukje kabel erin, zodat je kunt zien wat voor effect dit garen heeft. (Zelf brei ik hem momenteel van Cotton Merino :)
08.09.2017 - 11:30
Lena skrifaði:
Hej! När jag titta på masktätheten så står det först hur många maskor det ska vara för slätstickning. Men under det står det "Nr 4 till resår....." och på nästa rad står det "21 maskor och 28 varv slätstickning...." Har det blivit ngt fel i beskrivningen? Mvh Lena
14.08.2017 - 20:32DROPS Design svaraði:
Hei Lena. Nei, ingen feil i oppskriften. Det står beskrevet hvilken pinne str du skal bruke til vrangbord, men strikkefastheten må først sjekkes i glattstrikk. God Fornøyelse!
15.08.2017 - 08:03
A. Bieber skrifaði:
Danke fuer die Anleitung. Ich freue mich aufs Stricken!
04.08.2017 - 18:47
Maisie skrifaði:
Love this pattern - exactly what I have been looking for! The neck band is close to the neck instead of begin too low like a scoop neck. The width of the neck pattern is substantial without being too much, and the pattern along the armholes where the body and sleeve meet is exquisite! The sweater is very stylish and highlights the face with the close patterns. The plain knit stitch body just adds to the beauty of the sweater. It is a simple yet elegant pattern. I can't wait to buy it!!!
03.08.2017 - 02:03
Hermatm skrifaði:
Wat een prachtige trui!!
12.07.2017 - 22:23
Anna skrifaði:
Bellissimo colore e modello
08.06.2017 - 16:02
Arendal#arendalsweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Peysa með köðlum og laskalínu, prjónuð ofan frá og niður úr DROPS Puna. Stærð S - XXXL.
DROPS 181-7 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Aukið er út fyrir laskalínu hvoru megin við A.1. Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.1 þannig (= 8 nýjar lykkjur í hvert skipti sem aukið er út). Prjónið fram að A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, það á ekki að myndast gat. ÚTAUKNING (á við um hliðar): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki í hlið. Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa) og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, það eiga ekki að myndast göt. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerk er staðsett mitt á milli þessa lykkja), prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, frá miðju að aftan, ofan frá og niður. PEYSA: Fitjið upp 112-120-124-128-136-136 lykkjur á hringprjón 4 með Puna. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í fyrstu umferð er fækkað um 4 lykkjur jafnt yfir = 108-116-120-124-132-132 lykkjur. Prjónið síðan þannig: 11-12-13-15-16-18 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum (= þessar 7 lykkjur verða 13 lykkjur), 18-20-20-18-20-16 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 22-24-26-30-32-36 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 18-20-20-18-20-16 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og 11-12-13-15-16-18 lykkjur slétt = 132-140-144-148-156-156 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt, svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan þannig: Prjónið 4-5-6-8-9-11 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), A.1 (= 27 lykkjur), 4-6-6-4-6-2 lykkjur (= ermi), A.1, 8-10-12-16-18-22 lykkjur slétt (= framstykki), A.1, prjónið 4-6-6-4-6-2 lykkjur slétt (= ermi), A.1, 4-5-6-8-9-11 lykkjur slétt (= hálft bakstykki). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ PRJÓNA! Haldið áfram með þetta mynstur, jafnframt er aukið út hvoru megin við A.1 fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út í annarri hverri umferð 21-24-27-30-32-35 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir allar útaukningar eru 300-332-360-388-412-436 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur eins og áður (án útaukninga) þar til stykkið mælist 22-24-26-29-30-33 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 45-49-53-58-63-68 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 60-68-74-78-80-82 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóni (= undir ermi), prjónið 90-98-106-116-126-136 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 60-68-74-78-80-82 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóni (= undir ermi) og prjónið þær 45-49-53-58-63-68 lykkjur sem eftir eru (= hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 196-212-232-252-276-300 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp. Haldið áfram með A.1 yfir 20-20-20-20-22-22 lykkjur í mynstri sem eru eftir á framstykki/bakstykki, en í annarri hverri umferð er slegið 1 sinni uppá prjóninn á ytri hlið á hverju A.1 (= að miðju að framan og miðju að aftan) og prjónaðar eru 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við prjónamerkin í hlið. Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð. Lykkjufjöldinn er sá sami, en lykkjurnar í A.1 koma smá saman að fækka að hlið á peysu og það verða fleiri og fleiri lykkjur í sléttprjóni. Þegar ekki nægilega margar lykkjur eru í A.1 til að mynda 6-lykkju kaðla eru þessar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni, JAFNFRAMT er fækkað um 3 lykkjur jafnt yfir hvern kaðal, ekki er lykkjum fækkað yfir köðlum með 2 lykkjum (munið eftir að auka út á ytri hlið á A.1 og fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerkin). Þegar lykkjum hefur fækkað í A.1 eru 172-188-208-228-252-276 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 15-15-15-15-15-15 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri) – LESIÐ ÚTAUKNING! Aukið svona út með 5 cm millibili alls 4 sinnum = 188-204-224-244-268-292 lykkjur. Þegar stykkið mælist 34-34-34-34-34-34 cm er aukið út um 40-44-48-52-56-60 lykkjur jafnt yfir = 228-248-272-296-324-352 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið. Prjónið stroff í 2 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna/sokkaprjóna. Setjið 60-68-74-78-80-82 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stutta hringprjóna 4,5 og fitjið að auki upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur mitt undir ermi = 68-76-84-88-92-96 lykkjur í umferð. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur – stykkið er nú mælt héðan! Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 2-2-2-2-2-4 cm fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið lykkjum með 3-2-1½-1½-1½-1 cm millibili alls 12-15-18-19-20-21 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur. Þegar ermin mælist 38-36-35-33-32-30 cm er aukið út um 4-6-8-6-8-10 lykkjur jafnt yfir = 48-52-56-56-60-64 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið stroff 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þegar ermin mælist 43-41-40-38-37-35 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #arendalsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 181-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.