Sandra skrifaði:
After each increase in the collar, how are the increased stitches incorporated into the rib?
28.09.2019 - 22:09DROPS Design svaraði:
Dear Sandra, the increases in collar are worked in the p-sections (seen from RS), the new stitches will be then worked K from WS and P from RS. When you increase in the K-sections (from RS), you will work the new stitches K from RS and P from WS. Happy knitting!
30.09.2019 - 10:31
Hilde Van Durpe skrifaði:
HALLO hoe kan ik het beste het patroon opsplitsen in 3 delen
24.09.2019 - 09:26DROPS Design svaraði:
Dag Hilde,
Bedoel je dat je het patroon met zijnaden wilt maken, i.p.v. in de rondte breien van midden voor naar midden voor? We hebben een instructie gemaakt hoe je patronen aan kunt passen om met rechte naalden te breien, maar houd er in dit geval rekening mee dat je het patroon waarschijnlijk door wilt laten lopen in de zijnaad. De instructie vind je hier.
29.09.2019 - 18:27
Jacqueline skrifaði:
Hallo, ich verzweifele gerade an dem Muster. Das geht nicht auf mit den Maschen. Ich habe 171 Maschen, davon stricke ich eine Randmasche und danach fange ich von links nach rechts mit dem Muster an und Ende mit einer Randmasche. Das Muster geht nicht auf und in der Rückreihe ist bereits alles verschobe. Ich weiß nicht was ich falsch mache.
07.09.2019 - 19:36DROPS Design svaraði:
Liebe Jacqueline, die 171 M stricken Sie wie folgt: 1 Randmasche, A.1 (= 12 Maschen) wiederholen Sie insgesamt 14 Mal, ie über die nächsten 168 Maschen, dann stricken Sie die 1. Masche in A.1, und 1 Randmasche = 1+168+1+1=171 M. Bei der Rückreihe stricken Sie die 1. Masche in A.1, dann lesen Sie A.1 von links nach rechts. Viel Spaß beim stricken!
09.09.2019 - 08:28
Capucine skrifaði:
Bonjour, je tricote ce modèle en taille S : je ne comprends pas la correspondance entre les 50cm du corps et le schéma final avec les dimensions : qui indique 70cm, après les côtes. Dois-je tricoter 50cm de hauteur totale avant de séparer dos/devants (comme je l’ai compris dans les explications) ? Merci beaucoup d’avance
31.07.2019 - 16:28DROPS Design svaraði:
Bonjour! Dans la taille S, la hauteur totale de votre ouvrage est 70 cm. Apres avoir tricote 50 cm, vous devez séparer dos/devants pour les emmanchures (il vous reste encore 20 cm jusqu'a la fin). Bon tricot!
31.07.2019 - 17:40
Ca6 skrifaði:
Hej! Jag undrar hur jag skall läsa storleken på modellen?
23.04.2019 - 12:44DROPS Design svaraði:
Hej. Alla mått visas i samtliga storlekar (S - M - L - XL - XXL - XXXL) och uppges i cm.
23.04.2019 - 14:06
Chantal skrifaði:
Bonjour je n'ai jamais tricoté en Jacquard. J'ai trouvé 3 vidéos sur votre site - jacquard, jersey réversible - jacquard tissé, Fair isle (2 couleurs) - méthode continentale - jacquard tissé, Fair isle (2 couleurs) - méthode anglaise/américaine Quelle est la technique la mieux adaptée à ce modèle ? Par ailleurs, je n'ai pas vu de différence entre méthode continentale et méthode anglaise/américaine... Quelle est-elle ?
30.03.2019 - 16:56DROPS Design svaraði:
Bonjour Chantal, c'est la technique du jacquard tissé qui est utilisé ici (cf vidéos en bas de page), la technique est la même toutefois le fil de pelote est tenu soit dans la main droite, soit dans la main gauche en fonction de la méthode. Bon tricot!
01.04.2019 - 12:27
Michele Camba skrifaði:
Bonjour, Je ne vois pas les indications pour la réalisation de l'échantillon. Pouvez me donner le nombre de mailles et de rangs ainsi que le point utilisé pour avoir un carré de 10x10cm. Merci
28.03.2019 - 07:48DROPS Design svaraði:
Bonjour Michele! AIGUILLES DOUBLES POINTES ET CIRCULAIRES (40 et 80 cm) DROPS n°5.5 - ou la taille adéquate pour obtenir un échantillon de 16 mailles et 20 rangs jersey = 10 cm de large et 10 cm de hauteur. AIGUILLES DOUBLES POINTES ET CIRCULAIRE (80 cm) DROPS n° 5 pour les côtes – ou la taille adéquate pour obtenir un échantillon de 17 mailles et 22 rangs jersey = 10 cm de large et 10 cm de hauteur. Bon travail!
28.03.2019 - 08:00
Lene skrifaði:
Ved mønster start A1 er de første 6 pinde markeret så det ender med glatstrik. Når man læser symbolforklaring er det ret fra retsiden og vrang fra vrangsiden i begge pinde men for mig ser det på billedet ud til at være retpinde begge to så man ender op med riller. Er jeg galt på den ?
17.03.2019 - 09:45DROPS Design svaraði:
Hei Lene. Her hadde det skjedd en glipp med den danske symbolforklaringen. Det stemmer at du skal strikke riller over disse maskene. Sort prikk = vrang fra retten, rett fra vrangen. Dette er nå rettet. Takk for beskjed, og god fornøyelse
26.03.2019 - 12:54
Lene Bang skrifaði:
Jeg har stillet spørgsmålet et andet sted på jeres site men jeg har brug for hjælp til at forstå den sidste forklaring i diagram-forklaring. Den linie der starter med "på denne pind strikkes de 2første masker i A1/A2 i stedet for 1. maske.... " Jeg har styr på kantmaske men jeg forstår simpelthen ikke resten. Kan nogen forklare på simpelt dansk hvad jeg skal gøre 🙂
16.03.2019 - 06:29DROPS Design svaraði:
Hei Lene. På slutten av omgangen markert med pil, når det gjenstår 2 masker (den første masken i A.1 + 1 kantmaske i rille) strikker du de 2 maskene slik: 1 kast, ta 1 maske løst av, 1 rett, trekk den løse masken over. Altså, istedenfor den første masken i A.1 og 1 kantmaske strikkes de som de 2 første maskene av A.1. God fornøyelse
26.03.2019 - 12:52
Sylvia FOUILLARD skrifaði:
Bonsoir, j'avais également du mal à comprendre la légende de la flêche. Par contre, dans votre réponse, vous dites qu'il faut terminer par 2 mailles ensembles. Ce n'est pas par un jeté puis glisser une maille endroit, tricoter une maille endroit et passer la maille glissée par-dessus la maille tricotée ? Merci d'avance pour votre confirmation et merci pour votre aide.
25.01.2019 - 21:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Fouillard, si tout à fait, c'est bien une diminution dont il s'agit, toutefois pas 2 m ens mais bien 1 jeté, glisser 1 m à l'end, 1 m end, passez la m glissée par-dessus la maille tricotée. Bon tricot!
28.01.2019 - 09:31
Svalbard#svalbardjacket |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með marglitu norrænu mynstri, garðaprjóni og kraga að framan í stroffprjóni úr DROPS Air. Stærð S - XXXL.
DROPS 181-17 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. * Prjónið A.1 einu sinni á hæðina, síðan A.2 einu sinni á hæðina *, endurtakið frá *-* til loka. A.1 + A.2 mælist saman ca 43 cm á hæðina. ÚRTAKA (á við um miðju að framan): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan kantlykkju og prjónið 2 lykkjur slétt saman. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 185 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 38) = 4,9. Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna til skiptis 4. og 5. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er það gert á eftir ca 5. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING (á við um kraga að framan): Aukið út um 1 lykkju í lok hverrar brugðnu mynstureiningar (séð frá réttu) með því að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja í skiptingunni á milli slétt og brugðið. Prjónið þráðinn snúinn brugðið svo að ekki myndist gat. Næsta skipti sem aukið er út, gerið það í lok hverrar sléttrar einingar og þráðurinn í bili er prjónaður snúinn slétt. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti í kraga að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu í brugðinni einingu. 1 HNAPPAGAT = prjónið 2 lykkjur brugðnar saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (= ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. Efsta hnappagatið á að vera ca 18-19-20-21-22-23 cm frá öxl og niður, 3 næstu í annarri hverri brugðinni einingu (teljið út frá efsta hnappagati hvar fella á fyrir neðsta hnappagati). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA- STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan. Að lokum er kragi prjónaður að framan með því að prjóna upp lykkjur við miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 185-197-215-245-257-287 lykkjur á hringprjón 5 með litnum perlugrár. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til lykkjur eru eftir á prjóni, endið með 3 lykkjum slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff en eftir 5. hverja umferð er prjónuð 1 umferð brugðið frá röngu með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (þetta er gert til að stroffið dragist ekki saman). Þegar stroffið mælist 15 cm er prjónuð 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 38-38-44-50-50-56 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 147-159-171-195-207-231 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið MYNSTUR eftir mynsturteikningu A.1 – sjá útskýringu að ofan, þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.1 og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 50-51-52-53-54-55 cm (eftir A.1 er haldið áfram með A.2 alveg eins). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 32-35-37-42-44-50 lykkjur (= framstykki), fellið af 4-4-6-6-8-8 lykkjur fyrir handveg, prjónið 75-81-85-99-103-115 lykkjur (= bakstykki), fellið af 4-4-6-6-8-8 lykkjur fyrir handveg og prjónið síðustu 32-35-37-42-44-50 lykkjurnar (= framstykki). Framstykki og bakstykki eru prjónað til loka hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 75-81-85-99-103-115 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður og fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fellið af 2 lykkjur 0-0-0-2-2-4 sinnum og 1 lykkja 1-2-2-4-4-5 sinnum = 73-77-81-83-87-89 lykkjur. Haldið áfram með mynstur með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm fellið af miðju 13-13-13-15-15-15 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með mynstur og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 29-31-33-33-35-36 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm. Fellið af. Endurtakið á hinni öxlinni. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 32-35-37-42-44-50 lykkjur. Haldið áfram með mynstur og fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð frá hlið eins og á bakstykki. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 52-53-54-55-56-57 cm fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli við miðju að framan – lesið ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í stærð S + M + L þegar stykkið mælist 62-63-64 cm (lykkjum fækkar ekki einu sinni til viðbótar í öðrum stærðum). Eftir allar úrtökur/útaukningar fyrir handveg og hálsmáli eru 29-31-33-33-35-36 lykkjur eftir á prjóni fyrir öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið eins og hægra framstykki, nema spegilmynd. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Skiptið yfir á stutta hringprjóna eftir þörf. Fitjið upp 36-36-36-48-48-48 lykkjur á sokkaprjón 5 með litnum perlugrár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 5 cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun stykkis (= mitt undir ermi) og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5,5 og prjónið MYNSTUR hringinn eftir mynsturteikningu A.1 – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 6-6-6-8-8-9 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi (aukið út með því að prjóna 2 lykkjur í fyrstu og síðustu lykkju í umferð – ATH: Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur). Aukið svona út með 3½-3-2½-3-2½-2 cm millibili alls 12-13-15-11-13-14 sinnum = 60-62-66-70-74-76 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-45-45-42-41-39 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla) fellið af miðju 4-4-6-6-8-8 lykkjur undir ermi (þ.e.a.s. fellið af 2-2-3-3-4-4 lykkjur hvoru megin við prjónamerkin). Prjónið síðan ermakúpu fram og til baka á hringprjóna. Haldið áfram með mynstur og fellið af fyrir ermakúpu í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 1-1-2-2-2-2 sinnum, 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1-1-1-3-3-6 sinnum. Fellið síðan af 2 lykkjur í byrjun hverrar umferðar á hvorri hlið þar til stykkið mælist 50 cm í öllum stærðum. Fellið af 3 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum og fellið LAUST af þær lykkjur sem eftir eru. Prjónið aðra ermi á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumi axlasauma. HÆGRI KRAGI AÐ FRAMAN Byrjið frá réttu neðst niðri á hægra framstykki og prjónið upp ca 122 til 140 lykkjur meðfram framstykki að miðju aftan í hnakka á hringprjón 5 með litnum perlugrár (prjónið upp innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni). Prjónið 1 umferð slétt frá röngu þar sem auknar eru út lykkjur jafnt yfir til 149-155-161-167-173-179 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig (með byrjun frá miðju aftan í hnakka): 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni (frá réttu verða 3 lykkjur garðaprjón og 3 lykkjur sléttar lykkjur neðst niðri á framstykki og 3 lykkjur brugðið og 2 kantlykkjur í garðaprjóni við miðju aftan í hnakka). Þegar kraginn að framan mælist 2 cm er sett 1 prjónamerki 38-38-38-44-44-50 lykkjur taldar frá miðju aftan í hnakka og niður. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju í hverri brugðinni mynstureiningu yfir þessar 38-38-38-44-44-50 lykkjur (= 6-6-6-7-7-8 lykkjur fleiri) – lesið ÚTAUKNING (þetta er gert til að kraginn leggist fallega þegar hann er brotinn niður). Þegar kraginn að framan mælist 4 cm er aukið út alveg eins í hverri sléttri einingu (= 6-6-6-7-7-8 lykkjur fleiri). Endurtakið útaukningu í hverri brugðinni einingu þegar kantkraginn að framan mælist 6-6-6-7-7-7 cm og í hverri sléttri einingu þegar kraginn að framan mælist 8-8-8-9-9-9 cm. JAFNFRAMT þegar kraginn að framan mælist 7-7-7-9-9-9 cm fellið af fyrir 4 HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Eftir alla útaukningu eru 173-179-185-195-201-211 lykkjur í umferð. Þegar kantkragi að framan mælist 9-9-9-11-11-11 cm fellið af með garðaprjón yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. VINSTRI KRAGI AÐ FRAMAN: Byrjið frá réttu við miðju aftan í hnakka og prjónið upp lykkjur alveg eins og í hægra kraga að framan. Prjónið eins hægri kragi að framan, nema spegilmynd, þ.e.a.s. fyrsta umferðin með stroffi er prjónuð frá röngu þannig (= frá neðst á framstykki): 3 kantlykkjur í garðaprjóni, * 3 lykkjur brugðið, 3 lykkjur sléttar *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni og endið með 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Ekki er fellt af fyrir hnappagötum í vinstri kraga að framan. FRÁGANGUR: Saumið ermar í. Saumið kragann saman við miðju að aftan – saumið í ystu lykkjubogana. Þegar kraginn er brotinn niður verða 4 lykkjur garðaprjón við miðju að aftan með 3 lykkjum slétt hvoru megin við þær. Leggið hægri kant að framan yfir vinstri kant að framan og staðsetjið tölurnar. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #svalbardjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 181-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.