Virginie skrifaði:
J'ai recommencé le modèle avec une taille en dessous de la mienne et le gilet est bien trop grand. êtes vous sûre du nombre de maille? j'ai acheté la laine préconisée par ce modèle. merci d'avance pour votre aide. cordialement
25.01.2026 - 09:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Virginie, si votre tension est exacte et si vous tricotez avec la même tension que celle de votre échantillon, vous obtiendrez les mêmes mesures finales que dans le schéma; notez qu'au tout début, on tricote en côtes avec des aiguilles 5, on va diminuer ensuite à intervalles réguliers avant de continuer en point fantaisie avec les aiguilles 5,5. Bon tricot!
26.01.2026 - 08:37
Chris skrifaði:
Noch eine Frage: es gibt keine Angabe für eine Maschenprobe mit dem Bündchenmuster, oder? Die Maschenprobe, die die angeben, ist für glatt rechts, wenn ich es richtig verstanden habe.
20.01.2026 - 12:47DROPS Design svaraði:
Liebe Chris, ja genau, es sind nur 2 Maschenprobe gegeben, mit Nadeln Nr 5,5 und Nadeln Nr 5, sollten die stimmen, dann sollte das Bündchen dann auch in der Breite stimmen. Viel Spaß beim Stricken!
23.01.2026 - 07:45
Chris skrifaði:
Sorry. Ihre Antwort habe ich nicht verstanden. Ich frage noch einmal: Muss ich weniger Maschen nehmen, wenn ich die Bündchen 1 rechts 1 links stricke?
19.01.2026 - 17:11DROPS Design svaraði:
Liebe Chris, Sie sollten eine Maschenprobe zuerst stricken und so umrechnen, wieviele Maschen Sie brauchen, wenn Sie das Bündchen anders stricken. Viel Spaß beim Stricken!
20.01.2026 - 09:30
Chris skrifaði:
Die Maschenprobe, die im Strickmuster angegeben wird, unterscheidet sich von der auf dem Wollknäuel . Ich habe mich nach der Angabe im Muster gerichtet und die Nadeln 0,5 mm größer gewählt. Ich stricke die Bündchen 1 rechts, 1 links. Das Bündchen des Rumpfteils kommt mir viel zu weit vor. Muss ich mit dieser Art von Bündchen weniger Maschen nehmen? Zieht es sich weniger zusammen?
18.01.2026 - 18:19DROPS Design svaraði:
Liebe Chris, man braucht für Bündchen mit kleineren Nadeln mehr Maschen als für Muster/Glattrechts mit grösseren Nadeln, so sollte Ihre Maschenprobe richtig sein, dann bekommen Sie die richtigen Maßnahmen wie bei der Skizze. Viel Spaß beim Stricken!
19.01.2026 - 10:48
Mary skrifaði:
Qu'entendez vous par une maille en droit sur l'endroit et 1 une maille envers sur l'envers en brouillard
20.08.2025 - 14:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Mary, cette maille sera tricotée en jersey endroit = à l'endroit sur l'endroit et à l'envers sur l'envers avec le coloris brouillard - cf fournitures. Bon tricot!
20.08.2025 - 15:52
Monika Waiblinger skrifaði:
Die Angaben zu Maschenprobe und Angaben in der Anleitung stimmen nicht überein. Maschenprobe sagt, 20 R =10 cm. Die Anleitung sagt A1 + A2=43 cm. A1 + A 2 = 102 R = 51 cm wenn 20 R = 10 cm. Damit hätte ich nach Musterende bereits 8 cm mehr als in der Anleitung angegeben. D.h. Dass alles länger wird als angegeben wenn die Maschenprobe stimmt. Ich bitte um Erklärung. Danke.
10.01.2025 - 14:18DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Waiblinger, beachten Sie, daß die Maschenprobe glattrechts gestrickt wird (= 20 Reihen glattrechts), aber beim A.1 und A.2 sind es Rückreihen rechts gestrickt (also Krausrippen), das wird dann die Reihenanzahl ändern. Mit solchen Muster ist die Maschenprobe in der Höhe nicht so wichtig, auch wenn Sie die 20 Reihen Glattrechts in der Höhe nicht haben, wiederholen Sie einfach A.1 und A.2 wie erklärt. Viel Spaß beim Stricken!
10.01.2025 - 15:56
Monique skrifaði:
In the right band collar, how do we knit the increased stitches in each purl section , knit or purl? The added stitch breaks the k3 p3 rib pattern.
29.11.2024 - 03:38DROPS Design svaraði:
Dear Monique, you will change to a purl 4, knit 3 pattern (you increase with a purl stitch in between the 3 purl stitches). Happy knitting!
07.12.2024 - 19:36
Nicole skrifaði:
Ik brei maat L. Begin met A1 1 kantsteek en dan A1 in patroon. Ik begin met 1 kantsteek, 2 st naturel, 1 fog maar eindig met 1 steek fog, 1 steek naturel (ipv 2) 1 kantsteek. Er lijkt dus een steek te weinig te zijn? Ik kom nu niet symmetrisch uit.
01.11.2024 - 06:02
Monique skrifaði:
What button size should be used for this pattern?
28.10.2024 - 04:17DROPS Design svaraði:
Dear Monique, these buttons were approx. 23 mm diameter. Happy knitting!
28.10.2024 - 10:04
Maria skrifaði:
Ich habe eine Frage zu einer Anleitung von Drops design(Svalbard) Ich verstehe die Erklärung zur Reihe mit dem Pfeil der nach links zeigt nicht. Was genau bedeutet das? „In dieser Reihe die ersten 2 Maschen von A1/A2 statt die 1. Masche von A1/A2 stricken und am Ende der Reihe 1 Randmasche kraus rechts Stricken“. Fehlt da nicht ein Verb?
18.12.2023 - 16:10DROPS Design svaraði:
Liebe Maria, am Ende von diesen Reihen (mit dem Pfeil) wiederholen Sie das Diagram bis 3 Maschen übrig sind, dann stricken Sie die 2 ersten Maschen vom A.1 bzw A.2 und 1 Randmasche Krausrechts. Viel Spaß beim stricken!
19.12.2023 - 08:14
Svalbard#svalbardjacket |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með marglitu norrænu mynstri, garðaprjóni og kraga að framan í stroffprjóni úr DROPS Air. Stærð S - XXXL.
DROPS 181-17 |
|||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. * Prjónið A.1 einu sinni á hæðina, síðan A.2 einu sinni á hæðina *, endurtakið frá *-* til loka. A.1 + A.2 mælist saman ca 43 cm á hæðina. ÚRTAKA (á við um miðju að framan): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan kantlykkju og prjónið 2 lykkjur slétt saman. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 185 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 38) = 4,9. Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna til skiptis 4. og 5. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er það gert á eftir ca 5. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING (á við um kraga að framan): Aukið út um 1 lykkju í lok hverrar brugðnu mynstureiningar (séð frá réttu) með því að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja í skiptingunni á milli slétt og brugðið. Prjónið þráðinn snúinn brugðið svo að ekki myndist gat. Næsta skipti sem aukið er út, gerið það í lok hverrar sléttrar einingar og þráðurinn í bili er prjónaður snúinn slétt. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti í kraga að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu í brugðinni einingu. 1 HNAPPAGAT = prjónið 2 lykkjur brugðnar saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (= ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. Efsta hnappagatið á að vera ca 18-19-20-21-22-23 cm frá öxl og niður, 3 næstu í annarri hverri brugðinni einingu (teljið út frá efsta hnappagati hvar fella á fyrir neðsta hnappagati). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA- STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan. Að lokum er kragi prjónaður að framan með því að prjóna upp lykkjur við miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 185-197-215-245-257-287 lykkjur á hringprjón 5 með litnum perlugrár. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til lykkjur eru eftir á prjóni, endið með 3 lykkjum slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff en eftir 5. hverja umferð er prjónuð 1 umferð brugðið frá röngu með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (þetta er gert til að stroffið dragist ekki saman). Þegar stroffið mælist 15 cm er prjónuð 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 38-38-44-50-50-56 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir) = 147-159-171-195-207-231 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið MYNSTUR eftir mynsturteikningu A.1 – sjá útskýringu að ofan, þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.1 og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 50-51-52-53-54-55 cm (eftir A.1 er haldið áfram með A.2 alveg eins). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 32-35-37-42-44-50 lykkjur (= framstykki), fellið af 4-4-6-6-8-8 lykkjur fyrir handveg, prjónið 75-81-85-99-103-115 lykkjur (= bakstykki), fellið af 4-4-6-6-8-8 lykkjur fyrir handveg og prjónið síðustu 32-35-37-42-44-50 lykkjurnar (= framstykki). Framstykki og bakstykki eru prjónað til loka hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 75-81-85-99-103-115 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður og fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fellið af 2 lykkjur 0-0-0-2-2-4 sinnum og 1 lykkja 1-2-2-4-4-5 sinnum = 73-77-81-83-87-89 lykkjur. Haldið áfram með mynstur með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm fellið af miðju 13-13-13-15-15-15 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með mynstur og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 29-31-33-33-35-36 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm. Fellið af. Endurtakið á hinni öxlinni. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 32-35-37-42-44-50 lykkjur. Haldið áfram með mynstur og fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð frá hlið eins og á bakstykki. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 52-53-54-55-56-57 cm fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli við miðju að framan – lesið ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í stærð S + M + L þegar stykkið mælist 62-63-64 cm (lykkjum fækkar ekki einu sinni til viðbótar í öðrum stærðum). Eftir allar úrtökur/útaukningar fyrir handveg og hálsmáli eru 29-31-33-33-35-36 lykkjur eftir á prjóni fyrir öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið eins og hægra framstykki, nema spegilmynd. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Skiptið yfir á stutta hringprjóna eftir þörf. Fitjið upp 36-36-36-48-48-48 lykkjur á sokkaprjón 5 með litnum perlugrár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 5 cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun stykkis (= mitt undir ermi) og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5,5 og prjónið MYNSTUR hringinn eftir mynsturteikningu A.1 – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 6-6-6-8-8-9 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi (aukið út með því að prjóna 2 lykkjur í fyrstu og síðustu lykkju í umferð – ATH: Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur). Aukið svona út með 3½-3-2½-3-2½-2 cm millibili alls 12-13-15-11-13-14 sinnum = 60-62-66-70-74-76 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-45-45-42-41-39 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla) fellið af miðju 4-4-6-6-8-8 lykkjur undir ermi (þ.e.a.s. fellið af 2-2-3-3-4-4 lykkjur hvoru megin við prjónamerkin). Prjónið síðan ermakúpu fram og til baka á hringprjóna. Haldið áfram með mynstur og fellið af fyrir ermakúpu í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 1-1-2-2-2-2 sinnum, 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1-1-1-3-3-6 sinnum. Fellið síðan af 2 lykkjur í byrjun hverrar umferðar á hvorri hlið þar til stykkið mælist 50 cm í öllum stærðum. Fellið af 3 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum og fellið LAUST af þær lykkjur sem eftir eru. Prjónið aðra ermi á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumi axlasauma. HÆGRI KRAGI AÐ FRAMAN Byrjið frá réttu neðst niðri á hægra framstykki og prjónið upp ca 122 til 140 lykkjur meðfram framstykki að miðju aftan í hnakka á hringprjón 5 með litnum perlugrár (prjónið upp innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni). Prjónið 1 umferð slétt frá röngu þar sem auknar eru út lykkjur jafnt yfir til 149-155-161-167-173-179 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig (með byrjun frá miðju aftan í hnakka): 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni (frá réttu verða 3 lykkjur garðaprjón og 3 lykkjur sléttar lykkjur neðst niðri á framstykki og 3 lykkjur brugðið og 2 kantlykkjur í garðaprjóni við miðju aftan í hnakka). Þegar kraginn að framan mælist 2 cm er sett 1 prjónamerki 38-38-38-44-44-50 lykkjur taldar frá miðju aftan í hnakka og niður. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju í hverri brugðinni mynstureiningu yfir þessar 38-38-38-44-44-50 lykkjur (= 6-6-6-7-7-8 lykkjur fleiri) – lesið ÚTAUKNING (þetta er gert til að kraginn leggist fallega þegar hann er brotinn niður). Þegar kraginn að framan mælist 4 cm er aukið út alveg eins í hverri sléttri einingu (= 6-6-6-7-7-8 lykkjur fleiri). Endurtakið útaukningu í hverri brugðinni einingu þegar kantkraginn að framan mælist 6-6-6-7-7-7 cm og í hverri sléttri einingu þegar kraginn að framan mælist 8-8-8-9-9-9 cm. JAFNFRAMT þegar kraginn að framan mælist 7-7-7-9-9-9 cm fellið af fyrir 4 HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Eftir alla útaukningu eru 173-179-185-195-201-211 lykkjur í umferð. Þegar kantkragi að framan mælist 9-9-9-11-11-11 cm fellið af með garðaprjón yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. VINSTRI KRAGI AÐ FRAMAN: Byrjið frá réttu við miðju aftan í hnakka og prjónið upp lykkjur alveg eins og í hægra kraga að framan. Prjónið eins hægri kragi að framan, nema spegilmynd, þ.e.a.s. fyrsta umferðin með stroffi er prjónuð frá röngu þannig (= frá neðst á framstykki): 3 kantlykkjur í garðaprjóni, * 3 lykkjur brugðið, 3 lykkjur sléttar *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni og endið með 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Ekki er fellt af fyrir hnappagötum í vinstri kraga að framan. FRÁGANGUR: Saumið ermar í. Saumið kragann saman við miðju að aftan – saumið í ystu lykkjubogana. Þegar kraginn er brotinn niður verða 4 lykkjur garðaprjón við miðju að aftan með 3 lykkjum slétt hvoru megin við þær. Leggið hægri kant að framan yfir vinstri kant að framan og staðsetjið tölurnar. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #svalbardjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 181-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.