Brigitte skrifaði:
Supermooi
20.10.2025 - 05:45
Margreet skrifaði:
Het is logisch dat je voordat je begint aan een voord steken mindert, maar in het patroon moet je juist meerderen. Dat begrijp ik dus niet...
08.10.2025 - 20:40
Margreet skrifaði:
Het is logisch dat je voordat je begint aan een voord steken mindert, maar in het patroon moet je juist meerderen. Dat begrijp ik dus niet...
08.10.2025 - 20:40
Margreet skrifaði:
Goedemiddag, voor je aan de boord begint van het lijf moet je steken meerderen en dan met een kleinere naald de boord breien. Ik brei de boord met dezelfde naald als de hele trui. Moet ik dan evengoed zoveel steken meerderen of moet het minder?
03.10.2025 - 14:26DROPS Design svaraði:
Dag Margreet,
Ook als je de boord met dezelfde naalden breit moet je minderen, omdat de boorsteek het werk samentrekt. Maar je kunt dan ietsje minder steken minderen.
08.10.2025 - 20:19
Mireille skrifaði:
Bonjour , Modèle perles du nord Pour ce modèle en taille L qd j’attaque la ligne 11 du graphique A3 taille L , les augmentations de la ligne 10 ne me permettent pas d’aligner toutes les pointes des motifs suivants avec les croix du rangs 6,7et 8 . Au bout de qq motifs il y a un décalage qui s’accentue très vite …..EST CE NORMAL ??? Merci pour votre collaboration Cordialement
15.09.2025 - 08:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Mireille, placez un marqueur entre chaque A.3 à tricoter et tricotez les mailles entre ces marqueurs exactement comme dans le diagramme, vous aurez ainsi le même résultat: au 3ème rang, vous commencez le diagramme par 1 jeté, puis vous alternez 1 m de chaque couleur 8 fois; vous avez ainsi 1 jeté + 16 mailles pour chaque A.3. Bon crochet!
17.09.2025 - 07:30
Carole skrifaði:
Ou trouvé les correction concernant le graphique A3 -S-M-L
05.09.2025 - 23:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Carole, si vous avez imprimé les explications après la date de la correction, les diagrammes sont justes ainsi, cette correction ne s'applique que si vous aviez imprimé les explications avant cette date. Bon tricot!
08.10.2025 - 09:23
Katja skrifaði:
In A.3 XL Reihe 5: Ist es richtig dass ich die 1. Masche in Natur zunehme und so nach 16 Maschen immer 2 Maschen in Natur habe, statt 1 grün 1 natur ?
20.08.2025 - 20:33
Hedda skrifaði:
Jeg strikker str medium.Det står at det skal være 75+ 10 m rundt ermet. På måltegningen står at det blir 23( x 2= 46 ) cm omkrets øverstpå ermet. Med oppgitt strikkefasthet blir 85 m rundt ermet 35 cm i omkrets…. Får det ikke til å stemme… mvh
18.07.2025 - 14:44DROPS Design svaraði:
Hei Hedda. Tallet 23 er ikke omkrestsen på ermet, men høyden fra ermhullet til skulderen (+ 3 cm i forhøyningbak). Under BÆRESTYKKE og når siste omgang i A.3 er ferdig strikket skal arbeidet måle ca 26 cm (23 + 3) som målskissen viser. mvh DROPS design
04.08.2025 - 10:41
Charlotte skrifaði:
Ich glaube, die Frage ist schon auf niederländisch gestellt worden, aber ich habe Probleme mit den Zunahmen in A3, da die Spitzen der Romben doch mit Faden Kreuzen auf einer Maschenlinie bleiben sollen.
31.03.2025 - 21:17DROPS Design svaraði:
Liebe Charlotte, setzen Sie vielleicht Markierer zwischen jedem Diagram, so werden die Zunahmen an der richtigen Stelle bearbeitet, und so wird Ihre Arbeit genauso wie bei dem Diagram aussehen. Viel Spaß beim Stricken!
01.04.2025 - 09:17
Valerie skrifaði:
Dans les Dans les instructions pour le pull, sous le titre 'empiècement' il est indiqué "L'ouvrage mesure maintenant environ 24-26-28-30-32-34 cm depuis le rang de montage, mesuré au milieu devant. NOTE: si l’ouvrage est plus court, continuer en jersey vert jusqu’à la longueur requise." Qu'est-ce que le "rang de montage"? Merci
13.03.2025 - 22:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Valérie, le rang de montage correspond aux mailles que vous avez monté au tout début du col, autrement dit de l'ouvrage. Vous mesurez donc cette hauteur non pas à partir du début de l'empiècement mais à partir du tout début, soit col + empiècement - mesurez bien au milieu du devant (au milieu dos, l'ouvrage sera plus long à cause des rangs raccourcis). Bon tricot!
14.03.2025 - 07:51
Perles du Nord#perlesdunordsweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa og húfa úr DROPS Flora. Peysa með hringlaga berustykki, marglitu norrænu mynstri og A-formi, prjónuð ofan frá og niður. Húfa með marglitu norrænu mynstri.
DROPS 180-2 |
||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚRTAKA/ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 120 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 18) = 6,6. Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna til skiptis 5. og 6. hverja lykkju og 6. og 7. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er það gert til skiptis á eftir 6. og 7. hverja lykkju (aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt inn í mynstur svo að ekki myndist gat). UPPHÆKKUN: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á stykki = miðja að aftan. Byrjið frá réttu með litnum natur og prjónið sléttar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 8-8-9-10-10-11 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 16-16-18-20-20-22 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 24-24-27-30-30-33 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 32-32-36-40-40-44 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 40-40-45-50-50-55 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 48-48-54-60-60-66 lykkjur brugðið. Herðið á þræði og prjónið 56-56-63-70-70-77 lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði og prjónið 64-64-72-80-80-88 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur að miðju að aftan. MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.2 til A.3. Veljið mynstur fyrir rétta stærð. Húfa: Sjá mynsturteikningu A.4 og A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR (á við um marglitt mynstur): Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðunum á bakhlið á stykkinu. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef að það herpist saman. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. ÚRTAKA-1 (á við um miðju undir ermi): Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (á við um húfu): Fækkið lykkjum á eftir hverju prjónamerki þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stutta hringprjóna ofan frá og niður, skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÁLSMÁL: Fitjið upp 120-124-128-132-140-148 lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum natur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 3 cm er prjónuð 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 18-16-14-12-14-16 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 102-108-114-120-126-132 lykkjur. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt. Til að flíkin passi betur er prjónuð smá UPPHÆKKUN aftan við hnakka – sjá útskýringu að ofan. Eftir að prjónuð hefur verið upphækkun er A.1 prjónað hringinn (= 17-18-19-20-21-22 mynstureiningar 6 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Lesið LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í umferð merktri með stjörnu í A.1 (þ.e.a.s. í næst síðustu umferð í A.1) eru 221-234-247-260-315-330 lykkjur í umferð, aukið jafnframt út 11-22-33-36-21-22 lykkjur jafnt yfir í þessari umferð – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 232-256-280-296-336-352 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er A.2 prjónað hringinn (= 29-32-35-37-42-44 mynstureiningar 8 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur, en í umferð merktri með stjörnu í A.2 (þ.e.a.s. næst síðasta umferð í A.2) er aukið út um 8-16-24-24-16-16 lykkjur jafnt yfir = 240-272-304-320-352-368 lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er A.3 prjónað hringinn (= 15-17-19-20-22-23 mynstureiningar 16 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Þegar síðasta umferð í A.3 er eftir (merkt með ör í hverri stærð) eru 315-357-399-420-462-483 lykkjur í umferð, aukið jafnframt út 11-11-1-12-0-5 lykkjur jafnt yfir í þessari umferð = 326-368-400-432-462-488 lykkjur. Stykkið mælist nú ca 24-26-28-30-32-34 cm frá uppfitjunarkanti mælt við miðju að framan. ATH: Ef stykkið er minna en þetta er prjónað sléttprjón með litnum grænn til loka. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 50-55-59-65-71-76 lykkjur slétt (= ½ bakstykki), setjið næstu 64-75-83-86-90-93 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 99-109-117-130-141-151 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 64-75-83-86-90-93 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 49-54-58-65-70-75 lykkjur sem eftir eru slétt (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 218-238-258-284-310-334 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 10-10-12-12-14-16 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi í hvorri hlið. Byrjið umferðina við eitt af prjónamerkjunum og prjónið sléttprjón í hring með grænn. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 10. hverri umferð (ca í 3. hverjum cm) til loka (ef prjónfestan passar á hæðina þá jafngilda þær 9 útauknings umferðir í hvorri hlið). Þegar stykkið mælist 30 cm frá skiptingu í öllum stærðum eru ca 254-274-294-320-346-370 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt þar sem auknar eru út 82-90-98-104-114-122 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 336-364-392-424-460-492 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju JAFNFRAMT því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 64-75-83-86-90-93 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stutta hringprjóna 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 10-10-12-12-14-16 lykkjunum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 74-85-95-98-104-109 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki mitt í 10-10-12-12-14-16 lykkjur undir ermi. Byrjið umferðina hér og prjónið sléttprjón hringinn með grænn. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona alls 11-15-19-19-21-22 sinnum í S: Í 9. hverri umferð, í M: Í 6. hverri umferð, í L og XL: Í 4. hverri umferð, í XXL: Til skiptis í 3. og 4. hverri umferð og í XXXL: Í 3. hverri umferð = 52-55-57-60-62-65 lykkjur. Þegar ermin mælist 31-29-28-26-25-23 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis), prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-17-19-20-18-19 lykkjur jafnt yfir = 68-72-76-80-80-84 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 10 cm (eða að óskaðri lengd) felli af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju JAFNFRAMT því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Ermin mælist ca 41-39-38-36-35-33 cm frá skiptigu. Prjónið hina ermina á sama hátt. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stutta hringprjóna, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 128-136 lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum natur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Skiptið yfir á stutta hringprjóna 3 og prjónið 2 umferðir slétt – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 4-8 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 132-144 lykkjur. Prjónið A.4 hringinn (= 11-12 mynstureiningar 12 lykkjur). Í síðustu umferð í A.5 (merkt með stjörnu í mynsturteikningu), er fækkað um 4-8 lykkjur jafnt yfir = 128-136 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú A.5 hringinn (= 16-17 mynstureiningar 8 lykkjur). Í næst síðustu umferð í A.5 (merkt með stjörnu í mynsturteikningu), er fækkað um 8-4 lykkjur jafnt yfir = 120-132 lykkjur. Stykkið mælist nú ca 16 cm á hæð. Prjónið síðan sléttprjón með grænn þar til stykkið mælist 20-23 cm. Setjið 10-11 prjónamerki í stykkið með 12 lykkjur á milli hverra prjónamerkja. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki – lesið ÚRTAKA (= 10-11 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 8 sinnum og síðan í hverri umferð alls 2 sinnum = 20-22 lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman tvær og tvær = 10-11 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 25-28 cm ofan frá og niður. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #perlesdunordsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 180-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.