Ilse skrifaði:
For the 2x squares for sides, do you work the increase rows for L/XL the same as the front and back? If not, how do you attach the front/back to sides with the 5DC groups not the same count?
21.01.2023 - 10:39DROPS Design svaraði:
Dear Ilse, there are no further increase on side -squares, when you worked the sides A on first 2 squares, you didn't increase neither, just just make these 2 sides longer than the 2 other ones, so that the sides A all squares should be the same width. Happy crocheting!
23.01.2023 - 08:53
Margaret skrifaði:
I made the first 2 (front and back) squares but I am having trouble understanding the 2 side squares. Mine comes out shorter than the first 2 squares. Does not look correct. I am new at reading diagrams but I really want to make this poncho for my daughter.
24.03.2020 - 20:14DROPS Design svaraði:
Dear Margaret, the squares on the sides should be smaller than the first 2 but you should have same number of stitches on sides B than on sides A from these 2 first squares. Happy crocheting!
25.03.2020 - 09:46
Lorry skrifaði:
Found it! Thank you for your patience with my questions and for your timely replies. I'm looking forward to more purchases with your company. This has been a very positive experience.
13.08.2018 - 13:17
Lorry skrifaði:
I am trying to find A.1a which I believe does not appear on your patter. I’m writing again because I have looked again right below the symbols as you answered and all I see is A.1b and to the right of that is A.2c but not A.1a. I would be most appreciative if you would reply again after double checking this. Thank you.
11.08.2018 - 16:35DROPS Design svaraði:
Dear Lorry, diagram A.1a is next to the circle in which A.1b is written, and it shows only how to start and finish the rounds. Look in the top right next to A.1b and you'll find A.1a. Happy crafting!
12.08.2018 - 17:11
Lorry Ciporkin skrifaði:
Pattern refers to diagram A.1.a but I’m unable to identify which that is on pattern. The other references are all there but not this one. \r\n\r\nThank you.
10.08.2018 - 21:12DROPS Design svaraði:
Dear Lorry, diagram A.1 is at the bottom of the pattern, just below the diagram symbols. Happy crafting!
11.08.2018 - 15:43
Leah skrifaði:
Are you able to provide measurements to consider which size to make?
03.08.2018 - 13:35DROPS Design svaraði:
Dear Leah, you will find all finished measurements in the chart at the bottom of the pattern. Compare these to a similar garment you have and like the shape to find out the matching size - measurements are taken flat from side to side - and in cm. Happy crocheting!
03.08.2018 - 15:21
Jannie Hansen skrifaði:
Synes det er træls at opskriften kun er i forvirret diagram. Så jeg må droppe den.....
09.01.2018 - 20:55
LINDA HANSEN skrifaði:
GREAT PONCHO! PLEASE INCLUDE!
17.01.2017 - 19:12
Elisabeth skrifaði:
Smuk Poncho
14.12.2016 - 14:58
Lauren McRoberts skrifaði:
What a beautiful poncho, and very much in style! I would love to have this one included!
14.12.2016 - 13:33
Tide#tideponcho |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Poncho með hekluðum ferningum og röndum úr DROPS Paris. Stærð S - XXXL.
DROPS 177-19 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. ATH: A.4 og A.5 er útskýring og sýnir í hvaða hlið á hekluðu ferningunum er heklað áfram. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PONCHO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst eru heklaðir 4 ferningar, síðan eru ferningarnir heklaðir saman áður en kantur er heklaður í hálsmáli og neðst niðri á poncho. HEKLAÐUR FERNINGUR (= miðja að framan og miðja að aftan): Byrjið með heklunál 3,5 með litnum ljós þveginn og heklið mynstur eftir mynsturteikningu A.1b alls 4 sinnum í umferð – mynsturteikning A.1a sýnir hvernig umferðin byrjar og endar og er hekluð sem viðbót við A.1b. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Í 9. umferð er heklað með litnum ljós blár. Frá 10. umferð er heklað með litnum ljós þveginn. Þegar öll mynsturteikningin A.1a og A.1b hefur verið hekluð til loka á hæðina mælist ferningurinn ca 24 x 24 cm. Klippið frá. Haldið nú áfram þannig: Byrjið með litnum ljós þveginn í 4. fastalykkju á undan einu horni á ferningnum og heklið frá 3. umferð í mynsturteikningu þannig (1. og 2. umferðin hefur nú þegar verið hekluð): Heklið A.2a í fastalykkju (A.2a sýnir hvernig umferðin byrjar og endar, heklið A.2b yfir fyrstu 3 loftlykkjubogana , * heklið A.2c (= horn), heklið A.2b yfir næstu 9 loftlykkjubogana (= 3 mynstureiningar), * endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, heklið A.2c í hornið og endið með A.2b yfir þá 6 loftlykkjubogana sem eftir eru (= 2 mynstureiningar) í umferð. Þegar 6. umferðin í mynsturteikningu A.2a til A.2c hefur verið hekluð til loka er klippt frá og festið enda. Heklaði ferningurinn mælist ca 37 x 37 cm. Skiptið yfir í litinn ljós blár og heklið síðan yfir 2 af hliðum á ferningnum - sjá útskýringu A.4 og hliðar merktar með A: Festið þráðinn með 1 fastalykkju og loftlykkjuboga í eitt hornið, heklið 3 loftlykkjur og 5 stuðla um loftlykkjubogann í horni, heklið síðan síðustu umferðina í A.2b þar til 2 loftlykkjubogar eru eftir á undan horni, heklið síðustu umferðina í A.2c, haldið síðan áfram með síðustu umferðina í A.2b fram að næsta horni, heklið 5 stuðla um loftlykkjubogann. Nú er stærð S/M lokið. Í stærð L/XL og XXL/XXXL er haldið áfram þannig: Stærð L/XL: Snúið stykkinu og heklið 2. umferð í mynsturteikningu þannig: Heklið A.3a, heklið síðan A.3b fram að næsta horni, heklið A.3c um loftlykkjubogann í horni, snúið og heklið síðustu umferðina í mynsturteikningu A.3a til A.3c til baka. Klippið frá. Heklið alveg eins og í hinni hliðinni merktri með A – sjá útskýringu A.4. Nú er stærð L/XL lokið. (L/XL hefur 2 umferðir fleiri en S/M). Stærð XXL/XXXL: Snúið stykkinu og heklið frá 2. umferð í mynsturteikningu þannig: Heklið A.3a, síðan er heklað A.3b fram að næsta horni, heklið A.3c um loftlykkjubogann í horni. Snúið og heklið síðustu umferð í mynsturteikningu A.3a til A.3c til baka.Heklið 2. og 3. umferð í mynsturteikningu A.3a til A.3c 1 sinni til viðbótar á hæðina. Klippið frá. Heklið alveg eins í hinni hliðinni merktri með A – sjá útskýringu A.4. Nú er stærð XXL/XXXL lokið. (XXL/XXXL hefur 4 umferðir fleiri en S/M). ALLAR STÆRÐIR: Heklið 1 ferning alveg eins = 2 alveg eins heklaðir ferningar, en við miðju að framan og við miðju aftan á poncho. HEKLAÐIR FERNINGAR 2 (= hliðar): Byrjið með heklunál 3,5 með litnum ljós þveginn og heklið ferninga alveg eins og heklaður ferningur 1, en þegar 6. umferð (= næst síðasta umferð) í mynsturteikningu A.2a til A.2c hefur verið hekluð til loka er klippt frá og endi festur. Skiptið yfir í litinn ljós blár og heklið síðan yfir 3 af hliðum á ferningi – sjá útskýringu A.5 og hliðar merktar með B og C þannig: Festið enda með 1 fastalykkju um loftlykkjubogann í einu horni, heklið 3 loftlykkjur og 5 stuðla um loftlykkjubogann í horni, heklið síðan síðustu umferð í A.2b þar til 2 loftlykkjubogar eru eftir á undan næsta horni, * heklið síðustu umferð í A.2c, heklið síðan síðustu umferð í A.2b fram að næsta horni *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, heklið 5 stuðla um loftlykkjubogann í horni. Klippið frá og festið enda. Heklið 1 ferning til viðbótar alveg eins = 2 alveg eins heklaðir ferningar fyrir hliðar í poncho. FRÁGANGUR: Leggið ferningana saman þannig að hliða A mæta hliðum B og hliðar C snúi upp að hálsi á poncho – sjá mynsturteikningu! Saumið saman ferninga kant í kant, þ.e.a.s. saumað er yst í lykkjubogana svo að saumurinn verði ekki þykkur. Klippið frá og festið enda. KANTUR NEÐST: Heklið kant neðst á poncho með litnum ljós blár þannig: Byrjið í horni á ferningi við miðju að aftan, þ.e.a.s. í horni sem vísar niður á poncho og festið þráðinn með 1 fastalykkju um loftlykkjubogann, heklið 3 loftlykkjur og 5 stuðla um sama loftlykkjubogann ,* heklið 5 stuðla um hvern af næstu 13 loftlykkjubogum, heklið 4 stuðla um næsta loftlykkjuboga (= horn á ferningi), heklið 2-9-17 stuðla um ystu lykkjuna meðfram kanti á einingu á milli ferninga sem heklaðir eru með litnum ljós blár, heklið 4 stuðla um næsta loftlykkjuboga (= horn á næsta ferningi), haldið síðan áfram með 5 stuðla um hvern af næstu 13 loftlykkjubogum, heklið 4 stuðla um næsta loftlykkjuboga (= horn á næsta ferning), haldið síðan áfram með 5 stuðla um hvern af næstu 13 loftlykkjubogum, heklið 4 stuðla um næsta loftlykkjuboga (= horn á ferning), heklið 2-10-17 stuðla um ystu lykkju meðfram kanti á einingu á milli ferninga sem heklaðir eru með litnum ljós blár, heklið 4 stuðla um næsta loftlykkjuboga (= horn á ferningi), haldið síðan áfram með 5 stuðla um hvern af næstu 13 loftlykkjubogum, heklið (5 stuðla, 3 loftlykkjur, 5 stuðla) um hornið (= horn við miðju að framan) *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar en endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð, eftir (5 stuðla og 3 loftlykkjur) í horni við miðju að aftan = 225-240-255 stuðlar hvoru megin við loftlykkjuboga í horni við miðju að framan og við miðju að aftan. Heklið nú mynstur frá 2. umferð í mynsturteikningu þannig: Heklið 1 loftlykkju (= kemur í stað fyrstu fastalykkju í A.2a), * heklið A.2b 15-16-17 mynstureiningar á breidd, heklið A.2c um loftlykkjuboga í horni við miðju að framan *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Haldið svona áfram hringinn þar til mynstur A.2a til A.2c hefur verið heklað til loka á hæðina. Klippið frá og festið enda. HÁLSMÁL: Kantur er heklaður með litnum ljós blár. UMFERÐ 1: Byrjið einhversstaðar meðfram hlið C, festið enda með einni fastalykkju í bilið á milli 2 hópa með stuðlum (1 hópur = 5 stuðlar sem heklaðir eru um sama loftlykkjuboga). Heklið * 5 loftlykkjur, hoppið yfir ca 2 cm, 1 fastalykkja um bilið á milli næstu 2 stuðla *, endurtakið frá *-* hringinn allt hálsmálið. ATH: Stillið af að hekluð er 1 fastalykkja í hornið við miðju að framan og við miðju að aftan. Endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í byrjun umferðar. Endið með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju í byrjun umferðar. UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur, * heklið 5 stuðla um fyrsta/næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn, en í loftlykkjuboga hvoru megin við hornið við miðju að framan og við miðju að aftan eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjubogana. Endið umferðina með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkjuna í byrjun umferðar. Klippið frá og festið enda. TVINNUÐ SNÚRA: Klippið 4 þræði ca 2,5 metra með litnum ljós þveginn. Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna tvöfalda saman og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið einn hnút í hvorn enda. Þræðið snúruna upp og niður í loftlykkjubogana, þ.e.a.s. í 1. umferð í kanti á hálsi og hnýtið einn hnút við miðju framan á poncho. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #tideponcho eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 177-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.