Stella Lecis skrifaði:
Buongiorno, non ho capito come si svolge questo passaggio: Quando il lavoro misura 22-24-26-26-27-28 cm, trasferire le m su un fermamaglie per la diagonale della spalla all’inizio di ogni f a ogni lato come segue: * lavorare 8-9-9-10-11-12 m, trasferirle su un fermamaglie e lavorare il resto del f *, lavorare *-* 3 volte in toale a ogni lato e poi trasferire 10-10-12-12-13-15 m 1 volta a ogni lato su un fermamaglie. Se potete chiarirmelo sareste gentilissimi. Grazie per l'attenzione.
24.01.2025 - 13:48DROPS Design svaraði:
Buongiorno Stella, in questo punto se devono trasferire delle maglie su un ferro ausiliario o fermamaglie come indicato, su più ferri. Buon lavoro!
25.01.2025 - 10:11
Jules Fairfax skrifaði:
Hi, and thanks; I want to use Drops Karisma for this--however-- I see no gauge given. Of course for the vest to fit, I would like to know the gauge. Please, can you help?
03.12.2024 - 03:54DROPS Design svaraði:
Hi Jules, Puna and Karisma are 2 yarns which belong to yarn group B, are of the same thicknes and can be used for the same pattern. The gauge is 21 stitches in width and 28 rows = 10 x 10 cm. Happy knitting!
03.12.2024 - 06:44
Liz Herring skrifaði:
On back piece after binding off middle stitches for neck and finish shoulder separately. Binding off 2 stitches on next row from neck. When all sts have been binding.... does this mean binding off 2 sts every alternate row until stitches are gone? Not clear instruction here.
05.08.2024 - 11:33DROPS Design svaraði:
Dear Liz, after casting off teh middle stitches, you cast off another two stitches on each side of the neck to "round off" the neckline a little bit. Afterwards, knit the shoulder stitches until the given measurements. Happy Knitting!
05.08.2024 - 12:51
Tilde skrifaði:
Hvordan kan det passe, at den nederste del kun skal være 20 cm, inden man strikker de 12 retpinde og slutter af, når man på både billedet og tegningen kan se, at den nederste del er længere end den øverste del? Og den øverste del er ca 26 cm iflg. opskriften og tegningen?
09.04.2023 - 16:07DROPS Design svaraði:
Hej Tilde, design har bedømt at målene i måleskitsen er mere proportionerlig mht både snoninger i taljen og bærestykke. Du kan jo altid selv justere længden i og med den strikkes oppefra og ned :)
13.04.2023 - 15:18
Sue skrifaði:
CABLE BORDER: When piece measures approx. 78-86-94-104-116-128 cm from marker (adjust after one whole repetition vertically so that pattern beg and end the same way in each side towards mid front – try the border on and work to desired length – approx. 3 cm remains until full lenght), After one repetition adjust! Adjust how? Is there a translation problem or a punctuation error or am I missing something here?
04.01.2023 - 01:19DROPS Design svaraði:
Dear Sue, you have to adjust the whole length for your size so that the pattern is the same at the beginning and at the end (to let it be symmetrical inside front band stitches) ie work more/less rows but you should finish a whole repeat of the diagram. Happy knitting!
04.01.2023 - 09:22
Annette Deurell skrifaði:
Jeg forstår ikke placeringen af de tre knaphuller. På billedet er de placeret midt på forkanten. Men det harmonerer ikke med opskriften, hvor der skal strikkes knaphuller lige før forkanten, altså mellem snoningsborten og forkanten.
17.03.2022 - 16:42DROPS Design svaraði:
Hej Annette, design har taget en beslutning om at det bliver bedre at strikke knaphullerne lige før de sidste retstrikkede masker. Men du laver dem naturligvis hvor det passer dig bedst. God fornøjelse!
22.03.2022 - 13:31
Annette Deurell skrifaði:
I starten af sjalskraven strikkes vendestrik over de 7 masker på forkanten. Er det eneste vendestrik, eller fortsætter jeg med vendestrik, når der tages ud, altså først 5 gange på hv 2 p og derefter på hv 4 p? Tak fra Annette
17.03.2022 - 13:12DROPS Design svaraði:
Hej Annette, nej du strikker først vendestrik igen når du kommer ned til KRAVEN. God fornøjelse!
30.03.2022 - 14:02
Anne-Maj skrifaði:
Hoi hoi, ik ben bij de kraag aangekomen (na rechterbovenlijf) en moet nu doorgaan met ribbelsteek tot het 7 cm op het korte stuk is en 14 cm op de lange kant. Ik begrijp alleen niet wat jullie met korte en lange kant bedoelen. Vanaf waar moet ik het meten? Ik hoor graag antwoord zodat ik verder kan :-) Kan namelijk niet wachten dit vest te dragen deze herfst!!
29.09.2018 - 08:25DROPS Design svaraði:
Dag Anne-Maj, Omdat je afwisselend ribbels over de hele kraag breit, en over alleen de buitenste steken, zal er a.h.w. een kromming in de kraag komen en is de buitenkant van de kraag (dus aan de kant van het voorpand) langer dan de binnenkant (dus aan de kant van de schouder). Op de korte kant moet hij 7 cm zijn en in de 'buitenbocht' 14 cm.
30.09.2018 - 21:19
Evaluna skrifaði:
Hallo, Ik zie een probleem bij de beschrijving van de afschuining van de schouder in de voorpanden. Ik brei maat XL en moet dus 3 keer 10 st op een hulpdraad zetten en daarna nog 12 keer 5 st. Moet dat niet nog 1 keer 12 st zijn? Die schouder is toch niet zo hoog?
19.03.2018 - 13:17DROPS Design svaraði:
Hallo Evaluna, Dat was inderdaad een foutje. Het is nu aangepast en bedankt voor het doorgeven!
04.04.2018 - 18:19
Margareta Wiklund skrifaði:
Är på axeln, skall sticka rätt v fr avigan. Här fastnar jag, vid # lägg tråden mellan 2 m o sticka ihop vriden med nästa m på v sticka# vilken tråd? Det blir hål ändå, Tack på förhand
05.12.2017 - 07:45DROPS Design svaraði:
Du ska ta upp den vågräta tråden mellan två maskor och sticka denna tråd vriden ihop med följande maska. Då ska det inte bli hål i arb.
05.12.2017 - 14:11
Millicent#millicentvest |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
Prjónað vesti úr DROPS Puna með kaðlabekk og sjalkraga. Stærð S - XXXL.
DROPS 173-39 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. 2 umf garðaprjón = 1 rönd í garðarpjóni. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3 (veljið mynstur fyrir rétta stærð). Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir 3 hnappagötum þannig: Prjónið 3 l sl, 2 l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 13-15 l sl, 2 l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 13-15 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l slétt saman og 3 l sl. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hversu oft eigi að auka út í umf, teljið fjölda lykkja í umf (t.d. 122 l), mínus kanta að framan (t.d. 12 l) og deilið þessum l með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 54 l) = 2,04. Þ.e.a.s. í þessu dæmi þá er aukið út til eftir ca aðra hverja l og ekki er aukið út yfir kant að framan. ATH: Aukið út um 1 l með því að slá uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-3 (á við um hliðar á neðri parti á fram- og bakstykki): Byrjið 3 l á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 6 l) og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat (útauknu l eru prjónaðar í sléttprjóni). ÚRTAKA (á við um hálsmál): Fækkið l innan við 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni + útauknar lykkjur fyrir sjalkraga. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið l á eftir kanti að framan + kraga þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið l á undan kant að framan + kraga þannig: Byrjið 2 l á undan kanti að framan + kraga og prjónið 2 l slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Byrjið með kaðlabekk eins og útskýrt er frá að neðan. Prjónið síðan upp l meðfram annarri langhliðinni á kaðlabekknum fyrir berustykki og meðfram hinni langhliðinni á kaðlabekknum fyrir neðri hluta á fram- og bakstykki. KAÐLABEKKUR: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. Fitjið upp 38-38-38-42-42-42 l á hringprjóna nr 3 með Puna. Prjónið 12 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= kantur að framan). Setjið 1 prjónamerki, skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið mynstur fram og til baka eftir mynsturteikningu A.1 (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 46-46-46-50-50-50 l í umf. Prjónið síðan mynstur fram og til baka eftir mynsturteikningu A.2 (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 78-86-94-104-116-128 cm frá prjónamerki (stillið af eftir einni heilli mynstureiningu á hæðina þannig að mynstrið byrji og endi eins í hvorri hlið fyrir miðju að framan – mátið e.t.v. bekkinn og prjónið að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 3 cm til loka) prjónið mynstur fram og til baka eftir mynsturteikningu A.3. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka eru 38-38-38-42-42-42 l í umf. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og prjónið 1 umf slétt frá réttu þar sem fellt er af fyrir 3 HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umf slétt frá röngu, prjónið 10 umf garðaprjón og fellið af með sl frá réttu. BERUSTYKKI: Prjónið upp frá réttu meðfram annarri langhliðinni á kaðlabekknum (byrjið frá hlið með hnappagötum) á hringprjóna nr 4 þannig: Prjónið upp 1 l í hverja og eina af 6 röndum í garðaprjóni í kanti að framan, prjónið upp 1 l í hverja rönd í garðaprjóni meðfram kanti og að lokum í 1 l í hverja rönd í garðaprjóni meðfram kanti að framan í hinni hliðinni = ca 122-132-144-158-174-192 l. Í næstu umf (= ranga) er prjónað sl JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir til 176-192-208-232-256-280 l – LESIÐ ÚTAUKNING-1. Setjð 2 prjónamerki í stykkið 47-51-55-61-67-73 l inn frá hvorri hlið (= 82-90-98-110-122-134 l á milli prjónamerkja á bakstykki), látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Stykkið er nú mælt frá þar sem l voru prjónaðar upp. Prjónið sléttprjón með 6 kantlykkjum við miðju að framan í garðaprjóni í hvorri hlið – JAFNFRAMT er prjónað garðaprjón yfir 12-14-16-18-20-22 l í hvorri hlið á fram- og bakstykki (þ.e.a.s. yfir 6-7-8-9-10-11 l hvoru megin við bæði prjónamerkin). Þegar prjónaðar hafa verið 4 umf garðaprjón fyrir þessar l er næsta umf prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 45-48-51-56-61-66 l sl (= hægra framstykki), fellið af næstu 4-6-8-10-12-14 l fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 2-3-4-5-6-7 l hvoru megin við prjónamerkin), prjónið sl yfir næstu 78-84-90-100-110-120 l (= bakstykki), fellið af næstu 4-6-8-10-12-14 l fyrir handveg og prjónið sl yfir þær 45-48-51-56-61-66 l sem eftir eru (= vinstra framstykki). Fram- og bakstykki eru prjónuð hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 78-84-90-100-110-120 l. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 4 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 5-5-5-8-8-8 cm frá kaðlabekk er aukið út um 1 l innan við 4 kantlykkjum í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING-2 (= 2 l fleiri – ATH: Útauknu l eru prjónaðar í sléttprjóni). Aukið svona út með 5-5-5-8-8-8 cm millibili alls 4-4-4-3-3-3 sinnum = 86-92-98-106-116-126 l. Þegar stykkið mælist 22-24-26-26-27-28 cm setjið l á þráð fyrir öxl í byrjun á hverri umf í hvorri hlið þannig: * Prjónið 8-9-9-10-11-12 l, setjið þær á þráð og prjónið út umf *, prjónið alls 3 sinnum í hvorri hlið og setjið síðan 10-10-12-12-13-15 l 1 sinni í hvorri hlið á þráðinn alveg eins. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 23-25-27-27-28-29 cm fellið af miðju 14-14-16-18-20-20 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 2 l í næstu umf frá hálsi. Þegar allar l hafa verið felldar af/settar á þráð mælist stykkið ca 43-45-47-49-50-51 cm (mælt frá hæsta punkti á öxl með kaðlabekk). HÆGRA FRAMSTYKKI: = 45-48-51-56-61-66 l. Haldið áfram fram og til baka með 6 kantlykkjum í garðaprjóni við miðju að framan og 4 kantlykkjum í garðaprjóni við handveg. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! SJALKRAGI: Þegar stykkið mælist 2 cm frá kaðlabekk er aukið út um 1 l í næstu umf frá röngu innan við síðustu l í umf – LESIÐ ÚTAUKNING-2 (útauknu l eru prjónaðar í garðaprjóni). Prjónið 2 umf garðaprjón fram og til baka einungis yfir síðustu 7 l við miðju að framan (þ.e.a.s. byrjið frá réttu, prjónið 7 l sl, snúið við, herðið á þræði og prjónið 7 l sl til baka). Prjónið síðan fram og til baka aftur yfir allar l JAFNFRAMT er aukið út fyrir sjalkraga alveg eins innan við síðustu kantlykkjur að framan þannig: Aukið út um 1 l í annarri hveri umf alls 5-5-4-4-5-5 sinnum og síðan í 4. hverri umf alls 10-10-13-13-14-14 sinnum = 16-16-18-18-20-20 l útauknar fyrir sjalkraga (útauknar l eru prjónaðar í garðaprjóni). HÁLSMÁL: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 3 cm frá kaðlabekk er fækkað um 1 l fyrir hálsmáli – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið l svona í 4. hverri umf alls 3 sinnum í öllum stærðum og síðan í 6. hverri umf alls 6-6-7-8-9-9 sinnum. ÚTAUKNING VIÐ HANDVEG: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 5-5-5-8-8-8 cm er aukið út um 1 l innan við 4 kantlykkjur í hlið – LESIÐ ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með 5-5-5-8-8-8 cm millibili alls 4-4-4-3-3-3 sinnum (útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni). ÖXL: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 22-24-26-26-27-28 cm setjið l á þráð fyrir öxl í byrjun á hverri umf frá handveg þannig: * Prjónið 8-9-9-10-11-12 l, setjið þær á þráð, prjónið út umf, snúið við og prjónið til baka *, prjónið *-* alls 3 sinnum og setjið síðan 10-10-12-12-13-15 l 1 sinni á þráð. Eftir allar útaukningar, úrtökur og lykkjur sem settar eru á þráð eru 22-22-24-24-26-26 l eftir á prjóni fyrir kraga og stykkið mælist ca 43-45-47-49-50-51 cm (mælt frá hæsta punkti frá öxl með kaðlabekk). KRAGI: = 22-22-24-24-26-26 l. Byrjið frá réttu og prjónið garðaprjón fram og til baka þannig: * Prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l, prjónið 2 umf garðaprjón einungis yfir síðustu 14-14-16-16-18-18 l við miðju að framan *, prjónið *-* þar til kraginn mælist ca 7-7-7-7-8-8 cm innst þar sem hann er minnstur (hann á að vera ca 14-14-14-14-16-16 cm lengst út þar sem hann er breiðastur), fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 45-48-51-56-61-66 l. Prjónið eins og hægra framstykki, nema spegilmynd. Þ.e.a.s. þegar fyrsta l er aukin út fyrir kraga er það gert frá réttu og þegar prjónaðar eru 2 umf garðaprjón einungis yfir síðustu 7 l við miðju að framan er fyrsta umf prjónuð frá röngu. Þegar vinstra framstykki hefur verið prjónað til loka er prjónaður kragi eins og á hægra framstykki, en með byrjun frá röngu. KANTUR Í GARÐAPRJÓNI Á ÖXL: Setjið 34-37-39-42-46-51 l af þræði af annarri öxlinni á hringprjóna nr 3. Prjónið 1 umf slét frá röngu, en til að koma í veg fyrir göt í hverri skiptingu þegar l eru settar á þráð er þráðurinn settur á milli 2 l á prjóni og prjónað áfram slétt saman við fyrstu l á vinstra prjóni. Fellið síðan LAUST af með sl frá réttu (mikilvægt er að affellingarkanturinn verði ekki of stífur). Prjónið kant í garðaprjóni á hinum 3 öxlunum alveg eins. NEÐRI HLUTI Á FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið upp l frá réttu meðfram annarri langhliðinni á kaðlabekknum (byrjið frá hlið án hnappagata) á hringprjóna nr 4 þannig: Prjónið upp 1 l í hverja og eina af 6 röndum í garðaprjóni í kanti að framan, prjónið upp 1 l í hverja rönd í garðaprjóni meðfram kanti og að lokum 1 l í hverja rönd í garðaprjóni meðfram kanti í hinni hliðinni = ca 122-132-144-158-174-192 l. Í næstu umf (= frá röngu) prjónið sl JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir til 176-192-208-232-256-280 l – LESIÐ ÚTAUKNING-1. Setjið 2 prjónamerki í stykkið 47-51-55-61-67-73 l frá hvorri hlið (= 82-90-98-110-122-134 l á milli prjónamerkja á bakstykki), látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Stykkið er nú mælt frá þar sem l voru prjónaðar upp á kaðlabekk. Prjónið sléttprjón með 6 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 3-3-3-3-2-2 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING-3 (= 4 l fleiri). Aukið svona út með 1½ cm millibili (þ.e.a.s. í 4. hverri umf) alls 12-12-12-12-13-13 sinnum á hvorri hlið = 224-240-256-280-308-332 l. Þegar stykkið mælist 20-20-20-20-21-22 cm er skipt yfir á hringprjóna nr 3. Byrjið frá réttu og prjónið 12 umf garðaprjón fram og til baka yfir allar l. Skiptið til baka yfir á hringprjóna nr 4 og fellið LAUST af með sl frá réttu. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn með lykkjuspori. Saumið kragann saman við miðju að aftan (saumurinn á að snúa inn þegar kraginn er brotinn niður). Saumið kragann við hálsmál aftan við hnakka. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #millicentvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 173-39
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.