Franca Letizia Moro skrifaði:
Vorrei sapere se è possibile e come eseguire il modello nella maniera tradizionale, con ferri normali e non circolari.
23.10.2017 - 11:34DROPS Design svaraði:
Buongiorno Franca Letizia. Il modello è lavorato avanti e indietro sui ferri. Si può lavorare con ferri dritti senza modificare le istruzioni. Vengono consigliati i ferri circolari per il numero elevato di maglie che la costruzione del modello porta richiede. Per le maniche, avvierà il numero di maglie indicate aggiungendo 1 maglia da ciascun lato per la cucitura. Buon lavoro!
23.10.2017 - 12:03
Margie skrifaði:
Why do I see blue in the photo but only see sand and gray on the material list?
23.03.2017 - 16:58DROPS Design svaraði:
Dear Margie, this may come from some shades included in DROPS Fabel Sand. Happy knitting!
23.03.2017 - 17:21
Margie skrifaði:
I would love to read everyones comments. Is there any way to translate them all to English?
20.03.2017 - 18:43DROPS Design svaraði:
Dear Margie, the best way would be to use an online translator. You are also welcome to ask your question here or to contact your DROPS store, even per mail or telephone for any further assistance. Happy knitting!
21.03.2017 - 09:00
Angelika Fugmann skrifaði:
Hallo, ich möchte dieses Modell gern in den Farben, wie auf dem Foto stricken. In der Anleitung stehen allerdings nur zwei Farben. Welche Farben muss ich bestellen und in welcher Abfolge werden sie dann im Quadrat und im Rand verstrickt? Danke
14.01.2017 - 14:02DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Fugmann, die Farben finden Sie unter Tab "Material", und in der Anleitung wird es beschrieben mit welchem Farben Sie stricken sollen. Viel Spaß beim stricken!
16.01.2017 - 09:15
Magda Jensen skrifaði:
Når jeg strikker nederste kant på H forstykke, og videre ned på H side af ryg-domino, så bliver disse 2 sider ikke ens! Der er er lige mange striber på hvert stykke, men der tages hurtigere ind på rygstykke. Det samme gælder når jeg strikker V rygside, så er den også større end H rygside. Maskeantallet er 81 m på alle dominostykker (L). Der står ingen steder, at der skal være 12 m forneden på rygstykke, men det skal der vel være? Hvad gør jeg forkert?
12.12.2016 - 16:01DROPS Design svaraði:
Hej Magda. Ja, du skal ende paa samme antal masker naar du naar ned i spidsen - men jeg kan desvaerre ikke se hvad du gör forkert. Du kan eventuelt tage en maske mindre/mere ind (1 eller 3 m, = tilpasse lidt) saa du faar det rette antal m paa hver side af rygstykket?
13.12.2016 - 12:04
Magda Jensen skrifaði:
Undskyld spørgsmålet. Jeg havde misforstået tegningen. Har fundet ud af det!
02.12.2016 - 16:42
Magda Jensen skrifaði:
Lige startet på Tauriel Cardigan i str. L? Strikkefasthed passer! Har nu 102m ialt på p, og min længde fra spids til talje er allerede 27 cm!! Iflg. tegning skal der ialt fra spids til talje KUN være 23 cm!! Og jeg skal have ca. 153 m iflg. opskrift HJÆLP! Hvad er der galt?
02.12.2016 - 11:57DROPS Design svaraði:
Hej Magda. Du maaler lige ned i höjden og ikke diagonalt? De 23 cm er nemlig lige ned fra spids til start onderkant. Eventuelt har du taget for lidt ud i firkanten eller halve firkant, saa den bliver höjere. Det er desvaerre lidt svaert at vurdere paa denne maade.
08.12.2016 - 13:35
Angelika Maier-Banghard skrifaði:
Bin gerade an der Jacke stricken und muss nun feststellen, dass mir die Farbe Sand, nicht mehr für das zweite Ärmel Bündchen recht. Größe S 100g bestellt.
23.11.2016 - 21:44DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Maier-Banghard, vielen Dank für Ihren Nachricht, haben Sie die richtige Maschenprobe beachtet?
24.11.2016 - 09:48
Gitte Agerlund skrifaði:
Det går strygende med at strikke. Nu er jeg dog i gang med det nederste stykke, er nået til spidsen nederst, midt på ryggen. Så undrer jeg mig, der står ved sidste gentagelse af 8. eller 2. pind sættes de første 3 m fra dominoen tilbage på pinden. Ved ikke hvad det er for nogen masker. Planen er at jeg bare fortsætter tværs over for at ende ved venstre forkant...
22.11.2016 - 07:13DROPS Design svaraði:
Hej Gitte. Jeg vil mene at du skal strikke 4 m ret sammen = 3 m taget ind for dominoen i stedet for 3 r sammen = 2 m taget ind for dominoen som du ellers har gjort i 2. eller 8. p
23.11.2016 - 16:28
Gitte Agerlund skrifaði:
Spændende projekt :-) Det undrer mig bare, at når man strikker den nederste del, fra højre sidesøm og ned midt på trøjen, strikker "slå om, 2 dr ret sammen, 2dr ret sammen". Hvorfor ikke bare 1 x dr ret sammen....
19.11.2016 - 20:01
Tauriel Cardigan#taurielcardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Fabel með dominoferningum, garðaprjóni, röndum og sjalkraga. Stærð S - XXXL.
DROPS 173-15 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. RENDUR: * Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, með litnum sandfok. Prjónið 2 umf garðaprjón með litnum grár *, endurtakið frá *-* til loka. Fyrsta umf með nýja litnum er alltaf frá réttu. DOMINOFERNINGUR: Setjið 1 prjónamerki í miðjulykkja. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sl að l með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl (l með prjónamerki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sl út umf (= 2 l fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umf 1 og 2, þ.e.a.s. aukið út um 2 l í miðju á ferningi í hverri umf frá réttu. HÁLFUR VINSTRI DOMINOFERNINGUR: Setjið 1 prjónamerki í fyrstu l. UMFERÐ (= rétta): Prjónið 1 l sl (l með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, sl út umf. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umf 1 og 2, þ.e.a.s. aukið út um 1 l innan við 1 l á ferningi í byrjun hverrar umf frá réttu. HÁLFUR HÆGRI DOMINOFERNINGUR: Setjið 1 prjónamerki í síðustu l. UMFERÐ 1(= rétta): Prjónið sl að l með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl (l með prjónamerki). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umf 1 og 2, þ.e.a.s. aukið út um 1 l innan við 1 l á ferningi í lok hverrar umf frá réttu. ÚTAUKNING (á við um ermi): Prjónið þar til 2 l eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 l fleiri), 4 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa l), sláið uppá prjóninn (= 1 l fleiri). Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umf. MYNSTUR (á við um ermi): Prjónið * 6 umf garðaprjón með litnum sandfok, prjónið 2 umf garðaprjón með litnum grár *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, síðan eru prjónaðar rendur þannig: Prjónið * 2 umf garðaprjón með litnum sandfok, 2 umf garðaprjón með litnum grár *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum. Stykkið er nú prjónað með litnum grár til loka. Snúið stykkinu þannig að rangan snúi út og prjónið síðan áfram í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2 l slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst eru prjónaðir 3 dominoferningar – sjá ferning í mynsturteikningu, síðan er prjónaður 1 kantur að l á dominoferningi (þ.e.a.s. neðri kantur á peysu) með stuttum umf – sjá stjörnu í mynsturteikningu. Kanturinn er prjónaður frá miðju að framan, að miðju að aftan og aftur að miðju að framan. Að lokum er berustykki prjónað á peysuna yfir dominoferninginn – sjá kross í mynsturteikningu. BAKSTYKKI: DOMINOFERNINGUR: Fitjið upp 5 l á hringprjóna nr 3,5 með litnum grár. Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Skiptið um lit yfir í litinn sandfok og prjónið DOMINOFERNINGUR – sjá útskýringu að ofan, fram og til baka og RENDUR – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið Dominoferning og rendur þar til stykkið mælist 38-42-46-50-56-62 cm þar sem það er breiðast = ca 124-136-148-164-180-200 umf garðaprjón, passið að síðasta garðaprjónið sé með litnum sandfok og ca 64-70-76-84-92-102 l hvoru megin við l með prjónamerki í (= alls ca 129-141-153-169-185-205 l í umf). Prjónið 2 umf garðaprjón með litnum grár og aukið út eins og áður (þ.e.a.s. 1 l hvoru megin við l með prjónamerki) og aukið út um 4 l jafnt yfir hvoru megin við miðjulykkju í umf frá réttu (= alls 10 l fleiri í umf frá réttu) = ca 69-75-81-89-97-107 l hvoru megin við l með prjónamerki í (= alls ca 139-151-163-179-195-215 l í umf). Setjið l á þráð og prjónið framstykki dominoferningur. VINSTRA FRAMSTYKKI: DOMINOFERNINGUR: Fitjið upp 3 l á hringprjóna nr 3,5 með litnum grár. Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Skiptið yfir í litinn sandfok og prjónið HÁLFUR VINSTRI DOMINOFERNINGUR – sjá útskýringu að ofan, fram og til baka og rendur, þar til stykkið mælist 19-21-23-25-28-31 cm þar sem stykkið er breiðast = ca 124-136-148-164-180-200 umf garðaprjón, stillið af með bakstykki (= ca 65-71-77-85-93-103 m). Prjónið 2 umf garðaprjón með litnum grár og aukið út eins og áður (þ.e.a.s. 1 l á eftir l með prjónamerki) og aukið út um 4 l jafnt yfir í umf frá réttu (= alls 5 l fleiri í umf frá réttu) = ca 70-76-82-90-98-108 l. Setjið l á þráð og prjónið framstykki dominoferningur. HÆGRA FRAMSTYKKI: DOMINOFERNINGUR: Fitjið upp 3 l á hringprjóna nr 3,5 með litnum grár. Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Skiptið um lit yfir í litinn sandfok og prjónið HÁLFUR HÆGRI DOMINOFERNINGUR – sjá útskýringu að ofan, fram og til baka og rendur, þar til stykkið mælist 19-21-23-25-28-31 cm þar sem stykkið er breiðast = ca 124-136-148-164-180-200 umf garðaprjón, stillið af með bakstykki (= ca 65-71-77-85-93-103 m). Prjónið 2 umf garðaprjón með litnum grár og aukið út eins og áður (þ.e.a.s. 1 l á eftir l með prjónamerki) og aukið út um 4 l jafnt yfir í umf frá réttu (= alls 5 l fleiri í umf frá réttu) = ca 70-76-82-90-98-108 l. Setjið til baka allar l frá domonoferningi á prjóninn í réttri röð án þess að prjóna þá þannig: Lykkjur frá hægra framstykki dominoferningur eru á prjóni, setjið 1 prjónamerki, setjið til baka lykkjur frá bakstykki dominoferningur á prjóninn, setjið 1 prjónamerki, setjið til baka lykkjur frá vinstra framstykki dominoferningur á prjóninn = ca 279-303-327-359-391-431 l alls. Prjónið síðan neðri kant frá hægra framstykki, yfir bakstykki, að vinstra framstykki þannig: NEÐRIKANTUR: Stykkið er prjónað saman með l frá miðju að framan (þ.e.a.s. hornið á dominoferningi á hægra framstykki) og út að hlið, niður að horni fyrir miðju að aftan, upp að hlið og niður að miðju að framan (þ.e.a.s. hornið á dominoferningi á vinstra framstykki). Fitjið upp 16-16-12-12-12-12 l á hringprjóna nr 3,5 með litnum grár. Prjónið stuttar umf og rendur þannig: HÆGRA FRAMSTYKKI NEÐRIKANTUR: Prjónið saman við l frá horni við miðju að framan og út að prjónamerki á hlið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sl út umf (= 1 l fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sl þar til 1 l er eftir á prjóni, prjónið næstu l saman við fyrstu 2 l frá dominoferningi (= 3 l slétt saman = 2 l færri frá dominoferningi). Skiptið yfir í litinn sandfok. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið eins og umf 1. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sl þar til 5 l eru eftir á prjóni, snúið við. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sl þar til 3 l eru eftir á prjóni, snúið við. UMFERÐ 7 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 8 (= ranga): Prjónið sl þar til 1 l er eftir á prjóni, prjónið næstu l saman við fyrstu 2 l frá dominoferningi (= 3 l slétt saman = 2 l færri frá dominoferningi). Skiptið yfir í litinn grár. Endurtakið umf 1 til 8 þar til allar l frá horni á dominoferningi út að hlið að prjónamerki (þ.e.a.s. hægra framstykki dominoferningur = ca 70-76-82-90-98-108 l) hafa verið prjónaðar saman við kant. HÆGRA BAKSTYKKI NEÐRIKANTUR: Prjónið saman við l frá hlið og niðru að horni á dominoferningii á bakstykki þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l snúnar slétt saman, 2 l snúnar slétt saman, prjónið sl út umf (= 1 l færri): UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sl þar til 1 l er eftir á prjóni, prjónið næstu l saman með fyrstu 2 l frá dominoferningi (= 3 l slétt saman = 2 l færri frá dominoferningi). Skiptið yfir í litinn sandfok. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið eins og umf 1. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sl þar til 5 l eru eftir á prjóni, snúið við. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sl þar til 3 l eru eftir á prjóni, snúið við. UMFERÐ 7 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 8 (= ranga): Prjónið sl þar til 1 l er eftir á prjóni, prjónið næstu l saman við fyrstu 2 l frá dominoferningi (= 3 l slétt saman = 2 l færri frá dominoferningi). Skiptið yfir í litinn grár. Endurtakið umf 1 til 8 niður að horni við miðju að aftan = ca 69-75-81-89-107 l). ATH: Í síðustu endurtekningu af umf 8 eða 2 eru fyrstu 3 l frá dominoferningi settar til baka á prjóninn (= 4 l slétt saman = 3 l færri frá dominoferningi). VINSTRA BAKSTYKKI NEÐRIKANTUR: Prjónið saman við l frá horni á dominoferningi á bakstykki og út að prjónamerki í hlið eins og hægra framstykki neðrikantur. VINSTRA FRAMSTYKKI NEÐRIKANTUR: Prjónið saman við l frá hlið og niður að horni á dominoferningi á framstykki eins og á hægra bakstykki neðrikantur. BAKSTYKKI: Prjónið nú berustykki á bakstykki með litnum grár þannig: HÆGRA BAKSTYKKI: Takið upp 64-70-76-84-92-102 l með litnum grár frá réttu á prjóna nr 3,5 á annarri hliðinni á dominoferningnum, takið upp 2 l í hornið á dominoferningnum, takið upp 64-70-76-84-92-102 l niður meðfram hinni hliðinni á dominoferningnum = 130-142-154-170-186-206 l. Prjónið 1 umf slétt frá röngu og aukið út um 15-13-13-11-13-9 l jafnt yfir hvoru megin við hornið (= alls 30-26-26-22-26-18 l fleiri) = 80-84-90-96-106-112 l á hvorri hlið (= alls 160-168-180-192-212-224 l). Prjónið síðan yfir fyrstu 80-84-90-96-106-112 l (þ.e.a.s. í hægri hlið á stykki séð frá réttu þannig: LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! PRJÓNAÐAR ERU STUTTAR UMFERÐIR, STUTT RÖND Í GARÐAPRJÓNI OG JAFNFRAMT AUKIÐ ÚT Í HLIÐ ÞANNIG: UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið fyrstu 2 l slétt saman, snúið við (= 1 l). UMFERÐ 2 (= frá röngu): Prjónið sl til baka. UMFERÐ 3 (= frá réttu): Prjónið 1 l sl, setjið 1 prjónamerki, prjónið næstu 2 l frá dominoferningnum slétt saman, snúið stykkinu (= 2 l). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu! UMFERÐ 4 (= frá röngu): Prjónið sl til baka. UMFERÐ 5 (= frá réttu): Prjónið 2 l sl, prjónið næstu 2 l slétt saman, snúið við (= 3 l). UMFERÐ 6 (= frá röngu): Prjónið sl til baka. UMFERÐ 7 (= frá réttu): Prjónið 3 l sl, prjónið næstu 2 l slétt saman, snúið við (= 4 l). UMFERÐ 8 (= frá röngu): Prjónið sl til baka. Haldið svona áfram með stuttar umferðir, þ.e.a.s. að prjónað er yfir 2 l fleiri í hverri umf frá réttu, en prjónið 2 l slétt saman, þ.e.a.s. að 2 l fækka í 1 l. Haldið svona áfram þar til prjónað hefur verið yfir allar l upp að horni á dominoferningi. STUTT RÖND Í GARÐAPRJÓNI: Þetta á einungis yfir stærðir L-XL-XXL-XXXL: Þegar stykkið mælist 0-0-2-2-2-2 cm prjónið 0-0-1-1-1-1 stutt rönd í garðaprjóni og prjónið til baka = 2 umf = 1 stutt rönd í garðaprjóni) yfir l sem nú þegar hefur verið prjónað yfir, prjónið stutta rönd í garðaprjóni með 0-0-5-4-3-2 cm millibili alls 0-0-4-6-8-11 sinnum. ÚTAUKNING Í HLIÐ: Þegar berustykkið mælist 1 cm er aukið út um 1 l innan við 1 kantlykkju í byrjun næstu umf frá réttu. Aukið svona út með 1½-1-1- ½-½-½ cm millibili alls 9-12-14-17-19-22 sinnum = 10-13-15-18-20-23 l á undan prjónamerki. Þegar berustykkið mælist 15-14-15-14-15-17 cm (mælt meðfram hlið) fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umf frá réttu þannig: Fellið af 3 l alls 1-1-2-2-2-3 sinnum, 2 l alls 1-2-2-3-4-4 sinnum, 1 l alls 4-5-4-5-5-5 sinnum (þ.e.a.s. það er eftir 1 l á undan prjónamerki). Stykkið mælist ca 19-21-23-25-28-31 cm mælt frá hlið á dominoferningi og upp. Þegar stuttu umferðirnar hafa verið prjónaðar til loka eru alls 40-42-45-48-53-56 l á prjóni. Setjið l á þráð og prjónið vinstra bakstykki. VINSTRA BAKSTYKKI: = 80-84-90-96-106-112 l. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! PRJÓNAÐAR ERU STUTTAR UMFERÐIR, STUTT RÖND Í GARÐAPRJÓNI OG JAFNFRAMT AUKIÐ ÚT Í HLIÐ ÞANNIG: STUTTAR UMFERÐIR: UMFERÐ 1 (= frá röngu): Prjónið fyrstu 2 l frá dominoferningi, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= frá réttu): Prjónið 2 l slétt saman (= 1 l). UMFERÐ 3 (= frá röngu): Prjónið 1 l sl, setjið 1 prjónamerki, prjónið næstu 2 l frá dominoferningnum, snúið stykkinu (= 3 l). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu! UMFERÐ 4 (= frá réttu): Prjónið 2 l slétt saman, 1 l sl (= 2 l). UMFERÐ 5 (= frá röngu): Prjónið 2 l sl, prjónið næstu 2 l frá dominoferningi, snúið stykkinu (= 4 l). UMFERÐ 6 (= frá réttu): Prjónið 2 l slétt saman, prjónið sl út umf. UMFERÐ 7 (= frá röngu): Prjónið sl, prjónið næstu 2 l frá dominoferningi, snúið stykkinu (= 4 l). UMFERÐ 8 (= frá réttu): Prjónið 2 l slétt saman, prjónið sl út umf. Haldið svona áfram með stuttar umferðir, þ.e.a.s. prjónið yfir 2 l fleiri frá dominoferningi í hverri umf frá röngu og fækkið um 1 l í byrjun hverrar umf frá réttu, þ.e.a.s. 2 l fækka í 1 l. Haldið svona áfram þar til prjónað hefur verið yfir allar l upp að horni á dominoferningi. STUTT RÖND Í GARÐAPRJÓNI: Þetta á einungis við stærð L-XL-XXL-XXXL: Þegar stykkið mælist 0-0-2-2-2-2 cm prjónið 0-0-1-1-1-1 stutt rönd í garðaprjóni (þ.e.a.s. prjónið frá röngu fram þar sem snúið var síðast við, snúið við og prjónið til baka = 2 umf = 1 stutt rönd í garðaprjóni) yfir l sem þegar hefur verið prjónað yfir, prjónið stutta rönd í garðaprjóni með 0-0-5-4-3-2 cm millibili alls 0-0-4-6-8-11 sinnum. ÚTAUKNING Í HLIÐ: Þegar berustykkið mælist 1 cm er aukið út um 1 l innan við 1 kantlykkju í lok næstu umf frá réttu. Aukið svona út með 1½-1-1- ½-½-½ cm millibili alls 9-12-14-17-19-22 sinnum = 10-13-15-18-20-23 l á undan prjónamerki. Þegar berustykki mælist 15-14-15-14-15-17 cm (mælt meðfram hlið) fellið af fyrir handvegi í byrjun hverrar umf frá röngu þannig: Fellið af 3 l alls 1-1-2-2-2-3 sinnum, 2 l alls 1-2-2-3-4-4 sinnum, 1 l alls 4-5-4-5-5-5 sinnum (þ.e.a.s. það er eftir 1 l á eftir prjónamerki). Stykkið mælist ca 19-21-23-25-28-31 cm mælt frá hlið á dominoferningi og upp. Þegar stuttar umferðir hafa verið prjónaðar til loka eru alls 40-42-45-48-53-56 l á prjóni. BAKSTYKKI: Setjið til baka l af hægra og vinstra bakstykki á sama prjón = 80-84-90-96-106-112 l. Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist 13-11-11-9-8-8 cm frá horni á dominoferningnum (nú eru eftir ca 2 cm til loka) fellið af miðju 24-24-26-26-28-28 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig = 28-30-32-35-39-42 l eftir á öxl. Í næstu umf frá hálsi er fækkað um 1 l = 27-29-31-34-38-41 l. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist 15-13-13-11-10-10 cm frá horni á dominoferningi. Fellið af. Stykkið mælist alls ca 60-62-64-66-71-74 cm. Prjónið hina öxlina alveg eins. HÆGRA FRAMSTYKKI: Takið upp 66-72-78-86-94-104 l með litnum grár frá réttu á hringprjóna nr 3,5 á hlið á dominoferningi. Prjónið 1 umf slétt frá röngu og auki út um 14-12-12-10-12-8 l jafnt yfir = 80-84-90-96-106-112 l. Klippið frá. Prjónið síðan stuttar umf og aukið út eins og vinstra bakstykki (með byrjun frá röngu). Þegar allar l frá dominoferningi hafa verið prjónaðar eru fitjaðar upp 8 l í lok næstu umf frá röngu að kanti að framan = 48-50-53-56-61-64 l (meðtaldar 8 kantlykkjur að framan). Haldið áfram í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist alls 60-62-64-66-71-74 cm (stillið af við bakstykki) fellið af fyrstu 27-29-31-34-38-41 l fyrir öxl í næstu umf frá röngu = 21-21-22-22-23-23 l á prjóni, prjónið út umf. Prjónið síðan sjalkraga í garðaprjóni með byrjun frá réttu þannig: * Prjónið 2 umf fram og til baka yfir fyrstu 15-15-16-16-17-17 l, prjónið 2 umf fram og til baka yfir allar l *, endurtakið frá *-* þar til sjalkraginn mælist 8-8-9-9-10-10 cm þar sem hann er stystur. Fellið af. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Takið upp ca 104-113-117-127-140-154 l með litnum grár í ystu l frá réttu frá neðri kanti á peysu upp meðfram dominoferningi fyrir miðju og upp þar sem 8 kantlykkjur að framan voru fitjaðar upp (stillið lykkjufjöldann af þannig að kanturinn að framan beygist ekki eða verði of stífur). Kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni, saman við 8 kantlykkjur að framan þannig: Takið upp 1 l í hverja og eina af 8 kantlykkjum að framan frá réttu á sokkaprjóna nr 3,5, láið l vera á sokkaprjóni og prjónið þær saman í garðaprjóni þannig: Í hverri umf frá réttu er prjónuð síðasta l frá kanti að framan saman við 1 l frá 8 kantlykkjum að framan. Þegar prjónaðar hafa verið 10 umf í garðaprjóni er fellt af fyrir 5-5-5-6-6-6 KNAPPAGÖTUM – sjá útskýringu að ofan, jafnt yfir í næstu umf frá réttu (efsta hnappagatið er staðsett nákvæmlega í skiptingunni á milli kant að framan og framstykki). Fellið af þegar 8 kantlykkjur að framan hafa verið prjónaðar saman við kant að framan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Takið upp 66-72-78-86-94-104 l með litnum grár frá réttu á hringprjóna nr 3,5 á hlið á dominoferningi. Prjónið 1 umf slétt frá röngu og auki út um 14-12-12-10-12-8 l jafnt yfir = 80-84-90-96-106-112 l. Klippið frá. Prjónið síðan stuttar umf og aukið út eins og hægra bakstykki. Þegar allar l frá dominoferningi hafa verið prjónaðar eru fitjaðar upp 8 l í lok næstu umf frá réttu fyrir kant að framan = 48-50-53-56-61-64 l (meðtaldar 8 kantlykkjur að framan). Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist alls 60-62-64-66-71-74 cm (stillið af við bakstykki) fellið af fyrstu 27-29-31-34-38-41 l fyrir öxl í næstu umf frá réttu = 21-21-22-22-23-23 l á prjóni, prjónið út umf. Prjónið síðan sjalkraga í garðaprjóni með byrjun frá röngu þannig: * Prjónið 2 umf fram og til baka yfir fyrstu 15-15-16-16-17-17 l, prjónið 2 umf fram og til baka yfir allar l *, endurtakið frá *-* þar til sjalkraginn mælist 8-8-9-9-10-10 cm þar sem hann er stystur. Fellið af. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Takið upp ca 104-113-117-127-140-154 l með litnum grár í ystu l frá réttu þar sem 8 kantlykkjur að framan voru fitjaðar upp, yfir dominoferning og niður meðfram allri peysunni (stillið lykkjufjöldann af þannig að kanturinn að framan beygist ekki eða verði of stífur). Kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni, saman við 8 kantlykkjur að framan þannig: Takið upp 1 l í hverja og eina af 8 kantlykkjum að framan frá réttu á sokkaprjóna nr 3,5, láið l vera á sokkaprjóni og prjónið þær saman í garðaprjóni þannig: Í hverri umf frá röngu er prjónuð síðasta l frá kanti að framan saman við 1 l frá 8 kantlykkjum að framan. Fellið af þegar 8 kantlykkjur að framan hafa verið prjónaðar saman við kant að framan. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 46-48-50-54-56-58 l á sokkaprjóna nr 3,5 með litnum sandfok. Prjónið MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 14-12-10-8-3 cm, setjið 1 prjónamerki í byrjun umf, aukið út með 1 l hvoru megin við prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING! Aukið svona út með 1½ cm millibili alls 21-22-23-24-25-26 sinnum = 88-92-96-102-106-110 l. Þegar stykkið mælist 48-47-46-45-43-42 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla). Prjónið síðan fram og til baka og fellið af fyrir ermakúpu í byrjun umf í hvorri hlið á stykki þannig: Fellið af 4 l 2 sinnum, 2 l 3 sinnum og 1 l 2 sinnum, síðan eru felldar af 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 56-56-56-56-55-54 cm, fellið síðan af 3 l 1 sinni á hvorri hlið á stykki. Fellið af þær l sem eftir eru. Prjónið aðra ermi á sama hátt. FRÁGANGUR: Allur frágangur er gerður með litnum grár. Saumið axlasauma. Saumið kragann saman við miðju að aftan og saumið við hálsmál. Saumið ermar í með röngu út, þ.e.a.s. sléttprjón snýr inn. Saumið hliðarsauma niður að neðri kanti í ystu lykkjubogana. Saumið tölur í. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #taurielcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 173-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.