Wendy skrifaði:
I’m knitting the small size & am completely lost at the right back piece. I have got to the part where I have 160 stitches all good & well. Feeling lost! Is there a row by row guide for the small size available please?
16.07.2020 - 07:50DROPS Design svaraði:
Dear Wendy, work the next 8 rows as described, and continue then the same way working 2 more sts on every RS row decreasing them at the same time, ie on row 9 you will work K4, K2 tog (= 5 sts), then row 11 = K5, K2 tog (= 6 sts) etc... at the same time after 1 cm increase towards the side every 1,5 cm a total of 9 times. Happy knitting!
16.07.2020 - 10:47
Pamela Cortes Diaz skrifaði:
Gracias por los modelos y las explicaciones de ejecucion.
03.02.2020 - 11:46
Marie-Luce skrifaði:
Bonjour, je commence l'empiècement gris du dos, mais je ne sais pas quelle est la différence entre les rangs raccourcis et les côtes mousse raccourcies. Merci pour votre aide.
08.01.2020 - 10:59DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie-Luce, les côtes raccourcis sont des rangs point mousse (= 2 rangs pour 1 côte mousse raccourcie) que l'on tricote en plus à partir de 2 cm: tricotez simplement sur l'endroit le nombre de mailles correspondant à celui tricoté au rang raccourci précédent, tournez, et tricotez le rang retour. Bon tricot!
08.01.2020 - 13:53
Christel Peters skrifaði:
Ich stricke Ärmel am liebsten von oben, das müsste bei diesem Modell doch auch möglich sein ?
08.11.2018 - 18:53DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Peters, wahrscheinlich können Sie die Ärmel von oben stricken, anstatt abketten/zunehmen müssten Sie dann die Maschen anschlagen/abnehmen. Viel Spaß beim stricken!
09.11.2018 - 08:00
Judith skrifaði:
I have got to where you put all your stitches on the needle from the dominos ( my size 279 stitches). Do I now do the bottom section of the domino by reducing stitches? Or does the pattern do the bottom edge of the garment?
11.08.2018 - 19:12DROPS Design svaraði:
Dear Judith, you slip now these 279 sts on the circular needle. Now work 16 new sts with grey and work the bottom edge as explained, ie you will work the bottom edge and at the end of some rows WS you will knit the last st from the bottom edge with the first 2/3 sts from the domino together. So that you will knit together the bottom edge to the bottom of dominos (starting from the right piece and ending with the left front piece. Happy knitting!
13.08.2018 - 09:57
Lori skrifaði:
Do you have a gauge for the area that’s considered stockinette stitch on the sleeve? I’d like to do that part time machine but I’m a little uncertain as to gauge.
22.07.2018 - 03:19DROPS Design svaraði:
Dear Lori, looking for patterns worked with Delight and 23 cm in width for 10 cm, it looks like you should have 23 sts x 30 rows stocking st = 10 x 10 cm. Happy knitting!
23.07.2018 - 08:51
Chantal skrifaði:
Bonjour, j'ai commencé le domino du dos en suivant les explications des rayures soit 1 aller-retour gris puis 1 aller-retour désert poudré mais l\\\\\\\\\\\\\\\'effet n\\\\\\\\\\\\\\\'est pas le même que sur vos photos. Il semblerait que sur vos photos, les rayures soient plus larges (plusieurs allers-retours de chaque couleur)? et sur mon domino cela est moins joli.
12.06.2018 - 07:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Chantal, pensez à bien vérifier votre tension: vous devez avoir 23 m x 45 rangs point mousse = 10 x 10 cm, ajustez la taille des aiguilles si nécessaire. Vous devriez ainsi obtenir le même effet rayé que sur le modèle avec 1 côte mousse (= 2 rangs endroit) de chaque couleur. Bon tricot!
12.06.2018 - 08:21
Lori skrifaði:
Your instructions for the back are completely confusing. Then it says something about short Ridges and side increases. This is where you lose me. Are they extra ridges that are inserted every inch and a half? At what point does this begin, before or after we’ve reached the tip of the domino? How are you measuring from the bottom up?
11.06.2018 - 01:19DROPS Design svaraði:
Dear Lori, in size XL you will have to work extra short ridges towards the side (piece is measured from the beg of this section): after the first 3/4" work 1 short ridge (= K 2 rows) over the sts already worked and repeat these short ridges every 1½ a total of 6 times. At the same time, continue working the short rows as before and increase at the side as explained. Happy knitting!
11.06.2018 - 09:53
Salyi Maria skrifaði:
Hibat talaltam a magyar forditasban. A jobb háta darab alsó szélének első sorában kétszer (!!!) 2 szemet kötünk ossze csavart simán.
01.02.2018 - 02:24DROPS Design svaraði:
Kedves Mária! Köszönjük, hogy felhívta a figyelmet a hibára, a magyar fordítás javításra került! Sikeres kézimunkázást!
11.02.2018 - 10:29Tricia B skrifaði:
I don’t understand how to knit the back piece to yolk. I’ve done the bottom piece. Is there a video or a picture demonstration. It really is not clear.
20.12.2017 - 17:36DROPS Design svaraði:
Dear Tricia, for top part of back piece you first worked a triangle from each side of the domino to the tip of domino (right half back piece first then left half back piece) working always more sts from domino with short rows in the 4 larger sizes and increases on the side, then when these both pieces have been worked, you knit all sts from back to shoulders. Happy knitting!
21.12.2017 - 07:43
Tauriel Cardigan#taurielcardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Fabel með dominoferningum, garðaprjóni, röndum og sjalkraga. Stærð S - XXXL.
DROPS 173-15 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. RENDUR: * Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, með litnum sandfok. Prjónið 2 umf garðaprjón með litnum grár *, endurtakið frá *-* til loka. Fyrsta umf með nýja litnum er alltaf frá réttu. DOMINOFERNINGUR: Setjið 1 prjónamerki í miðjulykkja. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sl að l með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl (l með prjónamerki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sl út umf (= 2 l fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umf 1 og 2, þ.e.a.s. aukið út um 2 l í miðju á ferningi í hverri umf frá réttu. HÁLFUR VINSTRI DOMINOFERNINGUR: Setjið 1 prjónamerki í fyrstu l. UMFERÐ (= rétta): Prjónið 1 l sl (l með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, sl út umf. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umf 1 og 2, þ.e.a.s. aukið út um 1 l innan við 1 l á ferningi í byrjun hverrar umf frá réttu. HÁLFUR HÆGRI DOMINOFERNINGUR: Setjið 1 prjónamerki í síðustu l. UMFERÐ 1(= rétta): Prjónið sl að l með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl (l með prjónamerki). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umf 1 og 2, þ.e.a.s. aukið út um 1 l innan við 1 l á ferningi í lok hverrar umf frá réttu. ÚTAUKNING (á við um ermi): Prjónið þar til 2 l eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 l fleiri), 4 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa l), sláið uppá prjóninn (= 1 l fleiri). Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umf. MYNSTUR (á við um ermi): Prjónið * 6 umf garðaprjón með litnum sandfok, prjónið 2 umf garðaprjón með litnum grár *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, síðan eru prjónaðar rendur þannig: Prjónið * 2 umf garðaprjón með litnum sandfok, 2 umf garðaprjón með litnum grár *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum. Stykkið er nú prjónað með litnum grár til loka. Snúið stykkinu þannig að rangan snúi út og prjónið síðan áfram í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2 l slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst eru prjónaðir 3 dominoferningar – sjá ferning í mynsturteikningu, síðan er prjónaður 1 kantur að l á dominoferningi (þ.e.a.s. neðri kantur á peysu) með stuttum umf – sjá stjörnu í mynsturteikningu. Kanturinn er prjónaður frá miðju að framan, að miðju að aftan og aftur að miðju að framan. Að lokum er berustykki prjónað á peysuna yfir dominoferninginn – sjá kross í mynsturteikningu. BAKSTYKKI: DOMINOFERNINGUR: Fitjið upp 5 l á hringprjóna nr 3,5 með litnum grár. Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Skiptið um lit yfir í litinn sandfok og prjónið DOMINOFERNINGUR – sjá útskýringu að ofan, fram og til baka og RENDUR – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið Dominoferning og rendur þar til stykkið mælist 38-42-46-50-56-62 cm þar sem það er breiðast = ca 124-136-148-164-180-200 umf garðaprjón, passið að síðasta garðaprjónið sé með litnum sandfok og ca 64-70-76-84-92-102 l hvoru megin við l með prjónamerki í (= alls ca 129-141-153-169-185-205 l í umf). Prjónið 2 umf garðaprjón með litnum grár og aukið út eins og áður (þ.e.a.s. 1 l hvoru megin við l með prjónamerki) og aukið út um 4 l jafnt yfir hvoru megin við miðjulykkju í umf frá réttu (= alls 10 l fleiri í umf frá réttu) = ca 69-75-81-89-97-107 l hvoru megin við l með prjónamerki í (= alls ca 139-151-163-179-195-215 l í umf). Setjið l á þráð og prjónið framstykki dominoferningur. VINSTRA FRAMSTYKKI: DOMINOFERNINGUR: Fitjið upp 3 l á hringprjóna nr 3,5 með litnum grár. Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Skiptið yfir í litinn sandfok og prjónið HÁLFUR VINSTRI DOMINOFERNINGUR – sjá útskýringu að ofan, fram og til baka og rendur, þar til stykkið mælist 19-21-23-25-28-31 cm þar sem stykkið er breiðast = ca 124-136-148-164-180-200 umf garðaprjón, stillið af með bakstykki (= ca 65-71-77-85-93-103 m). Prjónið 2 umf garðaprjón með litnum grár og aukið út eins og áður (þ.e.a.s. 1 l á eftir l með prjónamerki) og aukið út um 4 l jafnt yfir í umf frá réttu (= alls 5 l fleiri í umf frá réttu) = ca 70-76-82-90-98-108 l. Setjið l á þráð og prjónið framstykki dominoferningur. HÆGRA FRAMSTYKKI: DOMINOFERNINGUR: Fitjið upp 3 l á hringprjóna nr 3,5 með litnum grár. Prjónið 1 umf slétt frá röngu. Skiptið um lit yfir í litinn sandfok og prjónið HÁLFUR HÆGRI DOMINOFERNINGUR – sjá útskýringu að ofan, fram og til baka og rendur, þar til stykkið mælist 19-21-23-25-28-31 cm þar sem stykkið er breiðast = ca 124-136-148-164-180-200 umf garðaprjón, stillið af með bakstykki (= ca 65-71-77-85-93-103 m). Prjónið 2 umf garðaprjón með litnum grár og aukið út eins og áður (þ.e.a.s. 1 l á eftir l með prjónamerki) og aukið út um 4 l jafnt yfir í umf frá réttu (= alls 5 l fleiri í umf frá réttu) = ca 70-76-82-90-98-108 l. Setjið til baka allar l frá domonoferningi á prjóninn í réttri röð án þess að prjóna þá þannig: Lykkjur frá hægra framstykki dominoferningur eru á prjóni, setjið 1 prjónamerki, setjið til baka lykkjur frá bakstykki dominoferningur á prjóninn, setjið 1 prjónamerki, setjið til baka lykkjur frá vinstra framstykki dominoferningur á prjóninn = ca 279-303-327-359-391-431 l alls. Prjónið síðan neðri kant frá hægra framstykki, yfir bakstykki, að vinstra framstykki þannig: NEÐRIKANTUR: Stykkið er prjónað saman með l frá miðju að framan (þ.e.a.s. hornið á dominoferningi á hægra framstykki) og út að hlið, niður að horni fyrir miðju að aftan, upp að hlið og niður að miðju að framan (þ.e.a.s. hornið á dominoferningi á vinstra framstykki). Fitjið upp 16-16-12-12-12-12 l á hringprjóna nr 3,5 með litnum grár. Prjónið stuttar umf og rendur þannig: HÆGRA FRAMSTYKKI NEÐRIKANTUR: Prjónið saman við l frá horni við miðju að framan og út að prjónamerki á hlið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sl út umf (= 1 l fleiri). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sl þar til 1 l er eftir á prjóni, prjónið næstu l saman við fyrstu 2 l frá dominoferningi (= 3 l slétt saman = 2 l færri frá dominoferningi). Skiptið yfir í litinn sandfok. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið eins og umf 1. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sl þar til 5 l eru eftir á prjóni, snúið við. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sl þar til 3 l eru eftir á prjóni, snúið við. UMFERÐ 7 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 8 (= ranga): Prjónið sl þar til 1 l er eftir á prjóni, prjónið næstu l saman við fyrstu 2 l frá dominoferningi (= 3 l slétt saman = 2 l færri frá dominoferningi). Skiptið yfir í litinn grár. Endurtakið umf 1 til 8 þar til allar l frá horni á dominoferningi út að hlið að prjónamerki (þ.e.a.s. hægra framstykki dominoferningur = ca 70-76-82-90-98-108 l) hafa verið prjónaðar saman við kant. HÆGRA BAKSTYKKI NEÐRIKANTUR: Prjónið saman við l frá hlið og niðru að horni á dominoferningii á bakstykki þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 l snúnar slétt saman, 2 l snúnar slétt saman, prjónið sl út umf (= 1 l færri): UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið sl þar til 1 l er eftir á prjóni, prjónið næstu l saman með fyrstu 2 l frá dominoferningi (= 3 l slétt saman = 2 l færri frá dominoferningi). Skiptið yfir í litinn sandfok. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið eins og umf 1. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið sl þar til 5 l eru eftir á prjóni, snúið við. UMFERÐ 5 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið sl þar til 3 l eru eftir á prjóni, snúið við. UMFERÐ 7 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 8 (= ranga): Prjónið sl þar til 1 l er eftir á prjóni, prjónið næstu l saman við fyrstu 2 l frá dominoferningi (= 3 l slétt saman = 2 l færri frá dominoferningi). Skiptið yfir í litinn grár. Endurtakið umf 1 til 8 niður að horni við miðju að aftan = ca 69-75-81-89-107 l). ATH: Í síðustu endurtekningu af umf 8 eða 2 eru fyrstu 3 l frá dominoferningi settar til baka á prjóninn (= 4 l slétt saman = 3 l færri frá dominoferningi). VINSTRA BAKSTYKKI NEÐRIKANTUR: Prjónið saman við l frá horni á dominoferningi á bakstykki og út að prjónamerki í hlið eins og hægra framstykki neðrikantur. VINSTRA FRAMSTYKKI NEÐRIKANTUR: Prjónið saman við l frá hlið og niður að horni á dominoferningi á framstykki eins og á hægra bakstykki neðrikantur. BAKSTYKKI: Prjónið nú berustykki á bakstykki með litnum grár þannig: HÆGRA BAKSTYKKI: Takið upp 64-70-76-84-92-102 l með litnum grár frá réttu á prjóna nr 3,5 á annarri hliðinni á dominoferningnum, takið upp 2 l í hornið á dominoferningnum, takið upp 64-70-76-84-92-102 l niður meðfram hinni hliðinni á dominoferningnum = 130-142-154-170-186-206 l. Prjónið 1 umf slétt frá röngu og aukið út um 15-13-13-11-13-9 l jafnt yfir hvoru megin við hornið (= alls 30-26-26-22-26-18 l fleiri) = 80-84-90-96-106-112 l á hvorri hlið (= alls 160-168-180-192-212-224 l). Prjónið síðan yfir fyrstu 80-84-90-96-106-112 l (þ.e.a.s. í hægri hlið á stykki séð frá réttu þannig: LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! PRJÓNAÐAR ERU STUTTAR UMFERÐIR, STUTT RÖND Í GARÐAPRJÓNI OG JAFNFRAMT AUKIÐ ÚT Í HLIÐ ÞANNIG: UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið fyrstu 2 l slétt saman, snúið við (= 1 l). UMFERÐ 2 (= frá röngu): Prjónið sl til baka. UMFERÐ 3 (= frá réttu): Prjónið 1 l sl, setjið 1 prjónamerki, prjónið næstu 2 l frá dominoferningnum slétt saman, snúið stykkinu (= 2 l). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu! UMFERÐ 4 (= frá röngu): Prjónið sl til baka. UMFERÐ 5 (= frá réttu): Prjónið 2 l sl, prjónið næstu 2 l slétt saman, snúið við (= 3 l). UMFERÐ 6 (= frá röngu): Prjónið sl til baka. UMFERÐ 7 (= frá réttu): Prjónið 3 l sl, prjónið næstu 2 l slétt saman, snúið við (= 4 l). UMFERÐ 8 (= frá röngu): Prjónið sl til baka. Haldið svona áfram með stuttar umferðir, þ.e.a.s. að prjónað er yfir 2 l fleiri í hverri umf frá réttu, en prjónið 2 l slétt saman, þ.e.a.s. að 2 l fækka í 1 l. Haldið svona áfram þar til prjónað hefur verið yfir allar l upp að horni á dominoferningi. STUTT RÖND Í GARÐAPRJÓNI: Þetta á einungis yfir stærðir L-XL-XXL-XXXL: Þegar stykkið mælist 0-0-2-2-2-2 cm prjónið 0-0-1-1-1-1 stutt rönd í garðaprjóni og prjónið til baka = 2 umf = 1 stutt rönd í garðaprjóni) yfir l sem nú þegar hefur verið prjónað yfir, prjónið stutta rönd í garðaprjóni með 0-0-5-4-3-2 cm millibili alls 0-0-4-6-8-11 sinnum. ÚTAUKNING Í HLIÐ: Þegar berustykkið mælist 1 cm er aukið út um 1 l innan við 1 kantlykkju í byrjun næstu umf frá réttu. Aukið svona út með 1½-1-1- ½-½-½ cm millibili alls 9-12-14-17-19-22 sinnum = 10-13-15-18-20-23 l á undan prjónamerki. Þegar berustykkið mælist 15-14-15-14-15-17 cm (mælt meðfram hlið) fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umf frá réttu þannig: Fellið af 3 l alls 1-1-2-2-2-3 sinnum, 2 l alls 1-2-2-3-4-4 sinnum, 1 l alls 4-5-4-5-5-5 sinnum (þ.e.a.s. það er eftir 1 l á undan prjónamerki). Stykkið mælist ca 19-21-23-25-28-31 cm mælt frá hlið á dominoferningi og upp. Þegar stuttu umferðirnar hafa verið prjónaðar til loka eru alls 40-42-45-48-53-56 l á prjóni. Setjið l á þráð og prjónið vinstra bakstykki. VINSTRA BAKSTYKKI: = 80-84-90-96-106-112 l. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! PRJÓNAÐAR ERU STUTTAR UMFERÐIR, STUTT RÖND Í GARÐAPRJÓNI OG JAFNFRAMT AUKIÐ ÚT Í HLIÐ ÞANNIG: STUTTAR UMFERÐIR: UMFERÐ 1 (= frá röngu): Prjónið fyrstu 2 l frá dominoferningi, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= frá réttu): Prjónið 2 l slétt saman (= 1 l). UMFERÐ 3 (= frá röngu): Prjónið 1 l sl, setjið 1 prjónamerki, prjónið næstu 2 l frá dominoferningnum, snúið stykkinu (= 3 l). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu! UMFERÐ 4 (= frá réttu): Prjónið 2 l slétt saman, 1 l sl (= 2 l). UMFERÐ 5 (= frá röngu): Prjónið 2 l sl, prjónið næstu 2 l frá dominoferningi, snúið stykkinu (= 4 l). UMFERÐ 6 (= frá réttu): Prjónið 2 l slétt saman, prjónið sl út umf. UMFERÐ 7 (= frá röngu): Prjónið sl, prjónið næstu 2 l frá dominoferningi, snúið stykkinu (= 4 l). UMFERÐ 8 (= frá réttu): Prjónið 2 l slétt saman, prjónið sl út umf. Haldið svona áfram með stuttar umferðir, þ.e.a.s. prjónið yfir 2 l fleiri frá dominoferningi í hverri umf frá röngu og fækkið um 1 l í byrjun hverrar umf frá réttu, þ.e.a.s. 2 l fækka í 1 l. Haldið svona áfram þar til prjónað hefur verið yfir allar l upp að horni á dominoferningi. STUTT RÖND Í GARÐAPRJÓNI: Þetta á einungis við stærð L-XL-XXL-XXXL: Þegar stykkið mælist 0-0-2-2-2-2 cm prjónið 0-0-1-1-1-1 stutt rönd í garðaprjóni (þ.e.a.s. prjónið frá röngu fram þar sem snúið var síðast við, snúið við og prjónið til baka = 2 umf = 1 stutt rönd í garðaprjóni) yfir l sem þegar hefur verið prjónað yfir, prjónið stutta rönd í garðaprjóni með 0-0-5-4-3-2 cm millibili alls 0-0-4-6-8-11 sinnum. ÚTAUKNING Í HLIÐ: Þegar berustykkið mælist 1 cm er aukið út um 1 l innan við 1 kantlykkju í lok næstu umf frá réttu. Aukið svona út með 1½-1-1- ½-½-½ cm millibili alls 9-12-14-17-19-22 sinnum = 10-13-15-18-20-23 l á undan prjónamerki. Þegar berustykki mælist 15-14-15-14-15-17 cm (mælt meðfram hlið) fellið af fyrir handvegi í byrjun hverrar umf frá röngu þannig: Fellið af 3 l alls 1-1-2-2-2-3 sinnum, 2 l alls 1-2-2-3-4-4 sinnum, 1 l alls 4-5-4-5-5-5 sinnum (þ.e.a.s. það er eftir 1 l á eftir prjónamerki). Stykkið mælist ca 19-21-23-25-28-31 cm mælt frá hlið á dominoferningi og upp. Þegar stuttar umferðir hafa verið prjónaðar til loka eru alls 40-42-45-48-53-56 l á prjóni. BAKSTYKKI: Setjið til baka l af hægra og vinstra bakstykki á sama prjón = 80-84-90-96-106-112 l. Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist 13-11-11-9-8-8 cm frá horni á dominoferningnum (nú eru eftir ca 2 cm til loka) fellið af miðju 24-24-26-26-28-28 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig = 28-30-32-35-39-42 l eftir á öxl. Í næstu umf frá hálsi er fækkað um 1 l = 27-29-31-34-38-41 l. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist 15-13-13-11-10-10 cm frá horni á dominoferningi. Fellið af. Stykkið mælist alls ca 60-62-64-66-71-74 cm. Prjónið hina öxlina alveg eins. HÆGRA FRAMSTYKKI: Takið upp 66-72-78-86-94-104 l með litnum grár frá réttu á hringprjóna nr 3,5 á hlið á dominoferningi. Prjónið 1 umf slétt frá röngu og auki út um 14-12-12-10-12-8 l jafnt yfir = 80-84-90-96-106-112 l. Klippið frá. Prjónið síðan stuttar umf og aukið út eins og vinstra bakstykki (með byrjun frá röngu). Þegar allar l frá dominoferningi hafa verið prjónaðar eru fitjaðar upp 8 l í lok næstu umf frá röngu að kanti að framan = 48-50-53-56-61-64 l (meðtaldar 8 kantlykkjur að framan). Haldið áfram í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist alls 60-62-64-66-71-74 cm (stillið af við bakstykki) fellið af fyrstu 27-29-31-34-38-41 l fyrir öxl í næstu umf frá röngu = 21-21-22-22-23-23 l á prjóni, prjónið út umf. Prjónið síðan sjalkraga í garðaprjóni með byrjun frá réttu þannig: * Prjónið 2 umf fram og til baka yfir fyrstu 15-15-16-16-17-17 l, prjónið 2 umf fram og til baka yfir allar l *, endurtakið frá *-* þar til sjalkraginn mælist 8-8-9-9-10-10 cm þar sem hann er stystur. Fellið af. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Takið upp ca 104-113-117-127-140-154 l með litnum grár í ystu l frá réttu frá neðri kanti á peysu upp meðfram dominoferningi fyrir miðju og upp þar sem 8 kantlykkjur að framan voru fitjaðar upp (stillið lykkjufjöldann af þannig að kanturinn að framan beygist ekki eða verði of stífur). Kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni, saman við 8 kantlykkjur að framan þannig: Takið upp 1 l í hverja og eina af 8 kantlykkjum að framan frá réttu á sokkaprjóna nr 3,5, láið l vera á sokkaprjóni og prjónið þær saman í garðaprjóni þannig: Í hverri umf frá réttu er prjónuð síðasta l frá kanti að framan saman við 1 l frá 8 kantlykkjum að framan. Þegar prjónaðar hafa verið 10 umf í garðaprjóni er fellt af fyrir 5-5-5-6-6-6 KNAPPAGÖTUM – sjá útskýringu að ofan, jafnt yfir í næstu umf frá réttu (efsta hnappagatið er staðsett nákvæmlega í skiptingunni á milli kant að framan og framstykki). Fellið af þegar 8 kantlykkjur að framan hafa verið prjónaðar saman við kant að framan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Takið upp 66-72-78-86-94-104 l með litnum grár frá réttu á hringprjóna nr 3,5 á hlið á dominoferningi. Prjónið 1 umf slétt frá röngu og auki út um 14-12-12-10-12-8 l jafnt yfir = 80-84-90-96-106-112 l. Klippið frá. Prjónið síðan stuttar umf og aukið út eins og hægra bakstykki. Þegar allar l frá dominoferningi hafa verið prjónaðar eru fitjaðar upp 8 l í lok næstu umf frá réttu fyrir kant að framan = 48-50-53-56-61-64 l (meðtaldar 8 kantlykkjur að framan). Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist alls 60-62-64-66-71-74 cm (stillið af við bakstykki) fellið af fyrstu 27-29-31-34-38-41 l fyrir öxl í næstu umf frá réttu = 21-21-22-22-23-23 l á prjóni, prjónið út umf. Prjónið síðan sjalkraga í garðaprjóni með byrjun frá röngu þannig: * Prjónið 2 umf fram og til baka yfir fyrstu 15-15-16-16-17-17 l, prjónið 2 umf fram og til baka yfir allar l *, endurtakið frá *-* þar til sjalkraginn mælist 8-8-9-9-10-10 cm þar sem hann er stystur. Fellið af. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Takið upp ca 104-113-117-127-140-154 l með litnum grár í ystu l frá réttu þar sem 8 kantlykkjur að framan voru fitjaðar upp, yfir dominoferning og niður meðfram allri peysunni (stillið lykkjufjöldann af þannig að kanturinn að framan beygist ekki eða verði of stífur). Kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni, saman við 8 kantlykkjur að framan þannig: Takið upp 1 l í hverja og eina af 8 kantlykkjum að framan frá réttu á sokkaprjóna nr 3,5, láið l vera á sokkaprjóni og prjónið þær saman í garðaprjóni þannig: Í hverri umf frá röngu er prjónuð síðasta l frá kanti að framan saman við 1 l frá 8 kantlykkjum að framan. Fellið af þegar 8 kantlykkjur að framan hafa verið prjónaðar saman við kant að framan. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 46-48-50-54-56-58 l á sokkaprjóna nr 3,5 með litnum sandfok. Prjónið MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 14-12-10-8-3 cm, setjið 1 prjónamerki í byrjun umf, aukið út með 1 l hvoru megin við prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING! Aukið svona út með 1½ cm millibili alls 21-22-23-24-25-26 sinnum = 88-92-96-102-106-110 l. Þegar stykkið mælist 48-47-46-45-43-42 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla). Prjónið síðan fram og til baka og fellið af fyrir ermakúpu í byrjun umf í hvorri hlið á stykki þannig: Fellið af 4 l 2 sinnum, 2 l 3 sinnum og 1 l 2 sinnum, síðan eru felldar af 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 56-56-56-56-55-54 cm, fellið síðan af 3 l 1 sinni á hvorri hlið á stykki. Fellið af þær l sem eftir eru. Prjónið aðra ermi á sama hátt. FRÁGANGUR: Allur frágangur er gerður með litnum grár. Saumið axlasauma. Saumið kragann saman við miðju að aftan og saumið við hálsmál. Saumið ermar í með röngu út, þ.e.a.s. sléttprjón snýr inn. Saumið hliðarsauma niður að neðri kanti í ystu lykkjubogana. Saumið tölur í. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #taurielcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 173-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.