Maria skrifaði:
Lekker modell i hht bilde. Har strikket den nesten ferdig og ser at den blir kjempestor, som et telt, og arbeidet med den er bortkastet da jeg vil rekke opp alt. Hadde värt en fordel om bilde av modellen hadde gitt et mer riktig inntrykk av hvor vid den egentlig er.
25.10.2016 - 15:08
Sølvi Fimreite skrifaði:
Hei. Eg held på å strikke denne tunikaen, og har kome til der eg skal felle samtidig som eg auker. I teksten står det at eg skal felle og auke midt foran og midt bak, men når eg ser på forklaringa for felling på for og bakstykke er det i sidene eg skal felle og auke. Når eg ser på bilde ser det ikkje ut som ein har minka midt på forstykket, kun auka. Kor er det eg skal felle og auke samtidig....midt på forstykket eller rett før og etter mønster A2?
24.10.2016 - 22:33DROPS Design svaraði:
Hei Sølvi. Du öker uaendret midt for og midt bag og samtidig skal du felle som der staar i FELLING PÅ FOR- OG BAKSTK: Du skal felle rett för og efter A.2 og raglanögningen.
27.10.2016 - 15:46
Elisabeth Rehnberg skrifaði:
Föll pladask när jag såg bilden men önskar jag hade läst beskrivningen noggrannare - detta blir att repa upp tyvärr, oformlig och alldeles för vid och kort, synd på så snygga axelskärningar...det hade varit bra om bilden visat hur kort den är under armhålan.
24.10.2016 - 20:52
Jeannette skrifaði:
Liebes Drops Team, erfolgen die Zunahmen an der Mittelmasche im Rumpfteil in jeder 2. Runde so wie bei der Passe? Aus der Anleitung ist das leider nicht klar ersichtlich.
24.10.2016 - 17:57DROPS Design svaraði:
Liebe Jeannette, die Zunahmen an Vorder- und Rückenteil werden in jeder 2. Rd bis zum Ende (= bis zum fertigen Maß) gestrickt (siehe unter der Passe).
25.10.2016 - 08:57
Ann Bergqvist skrifaði:
Jag menar förstås efter 1:a varvet med A2 mönstret. Hur många maskor ska man då ha .
21.10.2016 - 14:33DROPS Design svaraði:
Hej Ann. Ja, det kan sagtens passe. Du havde 94 m da du startede paa raglan og du tager ud paa hver side af hver overgang = + 8 m per gang. Derudover tager du ud midt for og midt bag med et omslag paa hver side + 4 m = 106.
27.10.2016 - 15:55
Ann Bergqvist skrifaði:
Hej . Så fin tröja ! Eftersom det är en hel del ökningar som det tar lite tid att förstå, undrar jag om ni kunde skriva hur många maskor man ska ha efter första varvet med ökningar, i dom olika storlekarna. Det ville underlätta så man vet att man har gjort rätt. Jag har 106 m i storlek L , kan det stämma ?
21.10.2016 - 00:21DROPS Design svaraði:
Se mit svar herover :)
27.10.2016 - 15:55
Veronique Simard skrifaði:
Lorsque on est rendu pour mettre les mailles des manches de cote si j,ai bien lu on tricote les 9 premieres mailles de A2. Pour la manche ont prend les 8 mailles de A2 et 72 mailles de l manches . il me restes 8 mailles encore du raglan c ,est ici que je ne comprend pas . est ce que se serait mieux de tricoter A2 au complet prendre les 80 mailles pour la manche reglan a reglan monter 8 mailles et continuer le tour Merci a l,avance
20.10.2016 - 17:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Simard, quand on met les mailles des manches en attente, on garde la 1ère moitié des mailles de A.2 du raglan avant la manche, et la 2ème moitié des mailles de A.2 du raglan après la manche, et on monte 8 m (en taille L) au-dessus des mailles de la manche. On doit avoir pour la manche: la 2ème moitié de A.2, 54 m jersey, la 1ère moitié du A.2 suivant = 72 m. Bon tricot!
21.10.2016 - 08:57
Véronique Simard skrifaði:
Merci beaucoup pour votre réponse
17.10.2016 - 21:02Simard Veronique skrifaði:
Je ne comprend pas a partir de augmenter ainsi au milieu devant et au milieu dos et je veux savoir si ont augmente comme sa a2 -1jete manche 1jete a2 millieu devant : ( 1jete 4maille 1jete1maille 1jete 4mailles 1 jete ) a2 1jete manche 1 jete a2 milieu dos : ( 1 jete 4 mailles 1 jete 1 maille 1 jete 4 mailles 1 jete )
16.10.2016 - 03:07DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Simard, quand vous augmentez 8 m pour le raglan (+ 4 m au milieu devant et milieu dos), procédez ainsi: A.2, 1 augm, Manche, 1 augm, A.2, 1 augm, trictoez le devant en augm 1 m de chaque côté de la m centrale, 1 augm, A.2, 1 augm, Manche, 1 augm, A.2, 1 augm, tricotez le dos en augm 1 m de chaque côté de la m centrale, 1 augm. Soit un total de 12 augm quand on augmente pour le dos, le devant et pour les manches en même temps. Bon tricot!
17.10.2016 - 09:53
Lanneau Danielle skrifaði:
Bonour, j'ai déjà défait 4 x mon travail. Pouvez -vous me confirmer la marche à suivre pour les augm.et dim.: 1er tour: jetés pour les augm.raglans et devant, soit 12 augm. 2e tour: comme les m.se présentent 3e tour: jetés comme le 1er tour + torsades. Quand augm.raglans tous les 4 tours, les augm.se feront sur le 4e ou 5e tour ? Merci
15.10.2016 - 15:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lanneau, les 3 premiers tours se tricotent bien ainsi. Quand on augmente tous les 4 tours, on tricote 3 tours sans augmenter et on augmente au tour suivant (= 4ème tour). Bon tricot!
17.10.2016 - 09:00
Emerald Queen#emeraldqueensweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð tunika úr DROPS Air með djúpri laskalínu og köðlum, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 171-1 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið *, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. ÚTAUKNING FYRIR ERMI: Aukið er út um 1 lykkju á hvorri ermi með því að auka út samkvæmt A.2 og á undan A.3 (= 2 lykkjur fleiri á hvorri ermi og alls 4 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. ÚTAUKNING VIÐ MIÐJU AÐ FRAMAN OG MIÐJU AÐ AFTAN: Aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki í við miðju að framan og við miðju að aftan þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan lykkju með prjónamerki, sláið 1sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið lykkju með prjónamerki slétt (= miðju lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 4 lykkjur fleiri við miðju að framan/miðju að aftan og alls 8 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð eru báðir uppslættirnir næst miðju lykkju prjónaðir slétt svo það myndist gat, tveir síðustu uppslættirnir eru prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat. Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki við miðju að framan og við miðju að aftan þannig: Prjónið fram að lykkju með prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við miðju að framan/miðju að aftan og alls 4 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir slétt svo það myndist gat. LEIÐBEININGAR-1: Til að koma í veg fyrir að gataröðin rofni þegar aukið er út fyrir ermum í 4. hverri umferð og ekki lengur í annarri hverri umferð þá er prjónað áfram í þeim umferðum sem áður voru með útaukningu þannig: Á eftir A.2: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Á undan A.3: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.3, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið1 sinni uppá prjóninn. LEIÐBEININGAR-2: Ef óskað er eftir aðeins minni vídd á fram- og bakstykki er það hægt eftir skiptingu fyrir ermum, þá er fækkað um 2 lykkjur við miðju að framan og við miðju að aftan í t.d. 8. hverri umferð (fækkið lykkjum í umferð með útaukningu): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan miðju lykkju, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðju lykkja), sláið 1sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (þessi úrtaka kemur til með að gefa ca 8 cm minni vídd neðst niðri á fram- og bakstykki. ÚRTAKA (á við um ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki og fækkið lykkjum þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TUNIKA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 66-66-70-70-74-74 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með 2 þráðum Air. Takið frá annan þráðinn og prjónið áfram með 1 þræði Air þannig: Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 5 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið A.1 (= 12 lykkjur sem auknar eru út til 18 lykkjur), 2 lykkjur sléttprjón (= ermi), A.1 (= 12 lykkjur sem auknar eru út til 18 lykkjur), 7-7-9-9-11-11 lykkjur sléttprjón (setjið 1 prjónamerki í miðju á þessum lykkjum = miðja að framan), A.1 (= 12 l sem auknar eru út til 18 lykkjur), 2 lykkjur sléttprjón (= ermi), A.1 (= 12 lykkjur sem auknar eru til 18 lykkjur) og 7-7-9-9-11-11 l sléttprjón (setjið 1 prjónamerki í miðju á þessum lykkjum = miðja að aftan) = 90-90-94-94-98-98 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið A.2 (= 20 lykkjur), aukið út um 1 lykkju – LESIÐ ÚTAUKNING FYRIR ERMI, prjónið 2 lykkjur sléttprjón, aukið út um 1 lykkju fyrir ermi, prjónið A.3 (= 20 lykkjur), prjónið 0-0-1-1-2-2 lykkjur sléttprjón, aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki – LESIÐ ÚTAUKNING VIÐ MIÐJU AÐ FRAMAN OG VIÐ MIÐJU AÐ AFTAN, prjónið 0-0-1-1-2-2 lykkjur sléttprjón, prjónið A.2 (= 20 lykkjur), aukið út um 1 lykkju fyrir ermi, prjónið 2 lykkjur sléttprjón, aukið út um 1 lykkju fyrir ermi, prjónið A.3 (= 20 lykkjur), prjónið 0-0-1-1-2-2 lykkjur sléttprjón, aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki (= miðja að aftan) og prjónið 0-0-1-1-2-2 lykkjur sléttprjón = 102-102-106-106-110-110 lykkjur á prjóni. Prjónið síðan sléttprjón í hring með A.2 og A.3 í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. JAFNFRAMT heldur útaukning áfram fyrir ermum og útaukning við miðju að framan og við miðju að aftan þannig: ERMI: Aukið út í annarri hverri umferð alls 10-13-15-21-23-27 sinnum (meðtalin útaukning sem útskýrð var í fyrstu umferð), aukið nú út í 4. hverri umferð alls 11-11-11-9-9-8 sinnum – LESIÐ ÚTAUKNING-1. MIÐJA AÐ FRAMAN OG MIÐJA AÐ AFTAN: Aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki í annarri hverri umferð alls 11-14-15-18-21-25 sinnum (meðtalin útaukning eins og útskýrt var í fyrstu umferð). Aukið nú um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki í annarri hverri umferð alls 21-20-21-21-20-18 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu á fram- og bakstykki og ermum eru 346-378-402-442-474-510 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 11 lykkjur (= að miðju á milli 2 lykkjur brugðið í A.2), setjið næstu 62-68-72-80-84-90 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið eins og áður yfir næstu 111-121-129-141-153-165 lykkjur á framstykki (þ.e.a.s. 11 lykkjur í A.3, 89-99-107-119-131-143 lykkjur sléttprjón, 11 lykkjur í A.2), setjið næstu 62-68-72-80-84-90 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur undir ermi og prjónið 100-110-118-130-142-154 l sem eftir eru á bakstykki eins og áður (þ.e.a.s. 11 lykkjur í A.3, 89-99-107-119-131-143 lykkjur sléttprjón). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað til loka hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI = 234-254-274-298-326-354 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í stykkið. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið A.4 (= 12 lykkjur), 4-4-6-6-8-10 lykkjur sléttprjón, A.5 (= 11 lykkjur), prjónið sléttprjón fram að miðjuykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttprjón fram að A.2, prjónið A.4 (= 12 lykkjur), 4-4-6-6-8-10 lykkjur sléttprjón, A.5 (= 12 lykkjur), prjónið sléttprjón fram að miðjulykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttprjón út umferðina (= 4 lykkjur fleiri). Haldið svona áfram með mynstur JAFNFRAMT heldur útaukning við miðju að framan og við miðju að aftan áfram í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 20 sinnum í hvorri hlið við miðju að framan/miðju að aftan frá prjónamerki – LESIÐ LEIÐBEININGAR-2 = 314-334-354-378-406-434 lykkjur í umferð (prjónið að óskaðri lengd). Í næstu umferð eru lykkjur í hverjum kaðli prjónaðar slétt saman 2 og 2 (= 12 lykkjur færri) = 302-322-342-366-394-422 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 4 umferðir garðaprjón hringinn yfir allar lykkjur. Skiptið aftur til baka yfir á hringprjón 5 og fellið af (þetta er gert til að koma í veg fyrir að affellingakanturinn verði stífur). ERMI: Ermin er prjónuð í hring á stutta hringprjóna, skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. Setjið lykkjur af þræði frá annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi á fram- og bakstykki = 68-74-80-88-94-102 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í byrjun (= mitt undir ermi) – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjum fækkað yfir tvo kaðla með því að prjóna lykkjur í hvorum kaðli slétt saman 2 og 2 (= 6 l færri) = 62-68-74-82-88-96 l. Þegar stykkið mælist 2 cm er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona alls 12-14-17-20-22-25 sinnum og í stærð S: Í 4. hverri umferð, í stærð M: Í 3. hverri umferð, í stærð L: Til skiptis í annarri og 3. hverri umferð, í stærð XL: Í annarri hverri umferð, í stærð XXL: Til skiptis í hverri og annarri hverri umferð og í stærð XXXL: Í hverri umferð = 38-40-40-42-44-46 l á prjóni. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 22-21-20-19-17-16 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 7-10-10-8-11-9 l jafnt yfir = 45-50-50-50-55-55 l. Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 15 cm er skipt til baka yfir á sokkaprjón 5 áður en fellt er af með slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið (þetta er gert til að koma í veg fyrir að affellingakanturinn verði stífur). Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #emeraldqueensweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 171-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.