Jacqueline skrifaði:
Nach der Abnahme der Fußrückenmaschen heißt es: Weiterstr, bis die Arb eine Länge von 18-20-22 cm ab dem Fersenmarkierer hat. Mir ist nicht ganz klar welcher Fersenmarkierer gemeint ist. Ab dort wo die fersenabnahme beginnt? Oder aufhört?
25.11.2016 - 16:21DROPS Design svaraði:
Liebe Jacqueline, es wird von dem Markierer an der hinteren Mitte zwischen den 2 mittleren Maschen gemessen, dh vor der Fersenabnahme. Viel Spaß beim stricken!
25.11.2016 - 16:29
Friederike skrifaði:
Leider reichen die angegeben Wollemengen von 100g grau und 50g Koralle nicht aus. Der letzte Drittel des Socken musste daher jeweils in Koralle statt in grau gestrickt werden (trotz korrekter Maschenprobe). Daher müssten 150g graue Wolle und 50g korallenfarbene Wolle gekauft werden, um zwei Socken fertig stricken zu können.
15.08.2016 - 18:28
Alma skrifaði:
Ik heb moeite om een mooie rand aan het begin van de sok te breien. als de sok omgeslagen wordt dan wil ik de averechte kant aan de binnenkant hebben. en de opzetrand aan de buitenkant. kunnen jullie me vertellen hoe je dit doet? heb al van alles geprobeerd.
13.04.2016 - 11:37DROPS Design svaraði:
Hoi Alma. Je wilt het dus andersom dan op de foto? Dus ipv 2 r, 1 av, wilt je eigenlijk dan 2 av, 1 als je omvouwt.
14.04.2016 - 15:40
Lilienthal skrifaði:
Après avoir fait les diminutions du talon je dois relever 10 m de chaque côté du talon. Comment dois je les relever.il n y a pas assez de mailles pour les relever.( ce sont mes premières chaussettes )
17.03.2016 - 09:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lilienthal, vous relevez 10 m le long des 5,5-6cm que vous avez tricoté sur les malles du talon (après les diminutions du talon). Vous devez avoir une dizaine de rangs tricotés sur les mailles du talon. Après avoir fait les diminutions du talon relevez 10 m le long de ces rangs , de chaque côté. Bon tricot!
17.03.2016 - 10:42
Anita skrifaði:
Hei Nå har jeg strikket 2 par av disse og det holder ikke med 100g bunnfarge
09.03.2016 - 09:44
Jean Murdoch skrifaði:
Looks much like my pattern and product on Etsy.
06.02.2016 - 16:22
Jean Murdoch skrifaði:
Looks much like my pattern and product on Etsy.
06.02.2016 - 16:22
Jean Murdoch skrifaði:
Looks much like my pattern and product on Etsy.
06.02.2016 - 16:22
Heart Dance |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónaðir sokkar með hjörtum úr DROPS Nepal. Stærð 35-43. Þema: Valentínusardagur.
DROPS Extra 0-1223 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir mynstur séð í gagnstæða átt við prjónstefnu. Mynstrið er saumað í með lykkjuspori. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið þar til 5-6-6 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið þar til 5-6-6 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið þar til 4-5-5 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið þar til 4-5-5 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. Haldið áfram á sama hátt með því það fækki um 1 l áður en 1 l er steypt yfir þar til 8-8-10 l eru eftir á prjóni. ÚRTAKA Á TÁ: Á undan prjónamerki: 2 l slétt saman. Á eftir prjónamerki: 2 l snúnar slétt saman (prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 39-42-45 l á sokkaprjóna nr 5 með litnum milligrár. Snúið við og prjónið 1 umf br frá réttu. Tengið síðan stykkið saman og prjónið stroff (= 2 l sl, 1 l br) hringinn. Þegar stykkið mælist 10-12-12 cm er prjónuð 1 umf sl þar sem fækkað er um 6-7-8 l jafnt yfir með því að prjóna 2 l slétt saman = 33-35-37 l. Prjónið síðan 12 umf sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið nú eftir fyrstu 16-18-20 l fyrir hæl, setjið hinar 17 l á þráð (= miðja ofan á fæti). Haldið áfram í sléttprjóni yfir hæl-l í 5-5½-6 cm. Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju aftan á hæl á milli 2 miðju-l. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan. Þegar hælúrtöku er lokið eru prjónaðar upp 9-10-10 l hvoru megin við hæl og 17 l af þræði eru settar til baka á prjóninn = 43-45-47 l. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 17 l fyrir miðju ofan á fæti. Prjónið síðan sléttprjón hringinn JAFNFRAMT er l fækkað hvoru megin við 17 l ofan á fæti þannig: Prjónið 2 síðustu l á UNDAN fyrra prjónamerki ofan á fæti snúnar slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 4-4-5 sinnum = 35-37-37 l. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 18-20-22 cm frá prjónamerki á hæl (nú eru eftir ca 4-4-5 cm að loka máli). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 18-18-18 l ofan á fæti og 17-19-19 l undir fæti, að auki er sett eitt miðju prjónamerki mitt á milli 2 prjónamerkjanna ofan á fæti fyrir staðsetningu á hjarta. Prjónið sléttprjón JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði HLIÐAR prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 2-2-3 sinnum og síðan í hverri umf alls 5-5-4 sinnum = 7-9-9 l eftir á prjóni. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. Brjótið stroffi út á við. Prjónið annan sokk á sama hátt. HJARTA Á HÆL: Saumið 1 hjarta með lykkjuspori með litnum kirsuber eftir mynsturteikningu A.1 í gagnstæða átt við prjónstefnu þannig: Prjónamerki á hæl er staðsett mitt á milli 2 l, saumað er í annan lykkjubogann hvoru megin við prjónamerki, fyrsta l byrjar í 6. l sl beint upp frá prjónamerki. Saumið allt A.1 á báða sokkana alveg eins – passið uppá að lykkjusporið verði ekki of stíft. HJARTA Á TÁ: Saumið 1 hjarta með lykkjuspori með litnum kirsuber eftir mynsturteikningu A.2 í gagnstæða átt við prjónstefnu þannig: Miðju prjónamerki á tá er staðsett mitt á milli 2 l, saumið í annan lykkjubogann hvoru megin við prjónamerki, fyrsta l byrjar í 9. l sl beint upp frá enda á tá. Saumið allt A.2 á báða sokkana á sama hátt – passið uppá að lykkjusporið verði ekki of stíft. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1223
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.