Karen Lütge skrifaði:
Wenn Sie in der Erklärung zum Rumpfteil von „Gesamtlänge“ sprechen, ist die Länge mit dem Bündchen gemeinsam oder butcher rechts gestrickte Teil gemeint?
17.02.2022 - 14:33DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Lütge, ja genau, die gesamte Länge von der Anschlagskante, also mit dem Bündchen. Viel Spaß beim stricken!
17.02.2022 - 16:12
Charlotte Rietveld skrifaði:
Ik heb de opmerking dat ik geen maat 5 mm (kousen naalden) kon krijgen in míjn regio bestaan ze niet(meer) zeiden meer winkels. Dus voor de mensen, kijk eventueel naar een 4.5 mm want de steken lijken qua grootte erg op elkaar.
22.11.2019 - 18:15
Olga Mikulasova skrifaði:
Nejde vytisknout navod
31.10.2019 - 21:14DROPS Design svaraði:
Dorý den, paní Mikulasova, děkujeme za zprávu - prověřili jsme tisk na několika úrovních, ale z naší strany funguje vše, jak má. Zkuste prosím znovu, popřípadě zkontrolujte nastavení své tiskárny a prohlížeče.
03.11.2019 - 18:42
Natascha skrifaði:
Liebes Drops Team, wenn die Ärmel zum Rumpfteil kommen - wo ist dann der Rundenbeginn? Mitte Rücken? Danke. LG, Natascha
07.07.2019 - 20:58DROPS Design svaraði:
Liebe Natascha, Rundbeginn kann entweder vor oder nach dem Rückenteil. Viel Spaß beim stricken!
08.07.2019 - 10:30
Gunilla Josefsson skrifaði:
Hej, Jag har länge funderat på om måttangivelserna som anges i mönstret är storleken på färdig tröja eller om det är storleken på en naken kropp som tröjan ska passa till
06.02.2019 - 11:51DROPS Design svaraði:
Dessa mått gäller alltid det färdiga plagget.
06.02.2019 - 17:31
DEYANIRA MEDINA skrifaði:
Hola. Señala para la elevación que a partir del centro espalda debo tejer hasta antes de 10 puntos del centro frente, virar y tejer hasta 10 puntos antes del centro espalda, y así sucesivamente, esto significa que el aumento se llevará a cabo entre los dos marcadores en un lado del sueter, pero no en la espalda, No entiendo. Espero logren ayudarme. Gracias
18.01.2019 - 05:27
Tarah Matson skrifaði:
I just got my yarn and needles delivered and am so pleased and excited! the colours are even more beautiful in person, and the feel of the yarn is amazing! I can't wait to get started. Thank you for making such lovely yarn and patterns.
17.01.2019 - 01:40
Margitta skrifaði:
Liebes Drops Team,in der Anleitung steht 40 cm dann Ärmel abnahme.In der Skizze ist das gesamtmaß bis zur Ärmelabnahme mit 60 cm angegeben.Was ist richtig ?
09.01.2019 - 07:47DROPS Design svaraði:
Liebe Margitta, die Ärmel werden beim 40 cm (Rumpfteil) anfangen + 20 cm für die Passe = 60 cm gesamte Länge für den Pullover. Viel Spaß beim stricken!
09.01.2019 - 08:49
Hanne skrifaði:
Regner med at det er en feil at det står cm her, det skal være masker helt sist i setningen (erme): Gjenta økningen på hver 3½.-3.-2½.-2½.-2½.-2.cm totalt 10-11-12-12-13-15 ganger = 60-62-64-68-70-74 cm.
19.07.2018 - 13:31DROPS Design svaraði:
Hei Hanne, Ja det har du rett i. Det burde stå masker. God fornøyelse!
20.07.2018 - 08:02
Marte-Lise Bjørnevik skrifaði:
Raglan kvar omgang eller anna kvar ? Står begge deler...
02.03.2018 - 13:13DROPS Design svaraði:
Hej, Marte-Lise, ... Gjenta fellingen til raglan på hver 2.omg totalt 1-2-3-4-2-3 ganger = 232-240-244-260-288-308 m. God fornøjelse!
06.03.2018 - 16:22
October Dream#octoberdreamsweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki, norrænu mynstri og háum kraga úr DROPS Nepal. Stærð S - XXXL.
DROPS 166-5 |
||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚRTAKA (á við um fram- og bakstykki): Fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið þannig: Byrjið 4 l á undan prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, 4 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri). ÚTAUKNING-1 (á við um fram- og bakstykki): Aukið er út hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 2 l á undan prjónamerki og sláið uppá prjóninn, prjónið 4 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 l) og sláið uppá prjóninn (= 2 l fleiri). Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um ermi): Aukið er út hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 1 l á undan prjónamerki, sláið uppá prjóninn, prjónið 2 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 l) og sláið uppá prjóninn (= 2 l fleiri). Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Við berustykki byrjar úrtaka fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Byrjið 2 l á undan prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, prjónamerki, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri). MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 – veljið mynstur fyrir rétta stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þá er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki þegar mynstrið er prjónað. Notið e.t.v. grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 184-200-220-244-264-292 l á hringprjóna nr 4 með litnum ljós grár. Prjónið 1 umf sl. Prjónið síðan stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 8 cm. Prjónið 1 umf sl þar sem fækkað er um 36-40-44-48-52-60 l jafnt yfir = 148-160-176-196-212-232 l. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf og 1 prjónamerki eftir 74-80-88-98-106-116 l (= hliðar). Skiptið yfir á hringprjóna nr 5 og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 10 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku með 4-4-4-3-3-3 cm millibili alls 4-4-4-5-5-5 sinnum = 132-144-160-176-192-212 l. Þegar stykkið mælist 26 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING-1 (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 6-6-6-7-7-7 cm millibili alls 3 sinnum í öllum stærðum = 144-156-172-188-204-224 l. Þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm prjónið næstu umf þannig: Fellið af 3-3-4-4-5-5 l fyrir handveg, prjónið 66-72-78-86-92-102 l (= framstykki), fellið af 6-6-8-8-10-10 l fyrir handveg, prjónið 66-72-78-86-92-102 l (= bakstykki) og fellið af síðustu 3-3-4-4-5-5 l fyrir handveg. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 52-52-52-56-56-56 l á sokkaprjóna nr 4 með litnum ljós grár. Prjónið 1 umf sl. Prjónið síðan stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 8 cm. Prjónið 1 umf sl þar sem fækkað er um 12 l jafnt yfir í öllum stærðum = 40-40-40-44-44-44 l. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 5 og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 10-11-13-13-10-12 cm er aukið út um 2 l mitt undir ermi – LESIÐ ÚTAUKNING-2. Endurtakið útaukningu með 3½-3-2½-2½-2½-2 cm millibili alls 10-11-12-12-13-15 sinnum = 60-62-64-68-70-74 cm. Þegar stykkið mælist 45-45-44-44-44-43 cm – ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla – fellið af miðju 6-6-8-8-10-10 l mitt undir ermi = 54-56-56-60-60-64 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjóna nr 5 og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 240-256-268-292-304-332 l. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn með litnum ljós grár JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Endurtakið úrtöku fyrir laskalínu í annarri hverri umf alls 1-2-3-4-2-3 sinnum = 232-240-244-260-288-308 l. Prjónið 1 umf sl með ljós grár og fækkið um 8-8-4-4-8-8 l jafnt yfir = 224-232-240-256-280-300 l. Prjónið síðan mynstur eftir mynsturteikningu A.1 (veljið mynstur fyrir rétta stærð) – LESIÐ LEIÐBEININGAR! Í umf merktri með ör 1 í mynstri er fækkað um 14-16-18-22-28-30 l jafnt yfir = 210-216-222-234-252-270 l. Í umf merktri með ör 2 í mynstri er fækkað um 30-36-30-42-48-54 l jafnt yfir = 180-180-192-192-204-216 m. Í umf merktri með ör 3 í mynstri er fækkað um 24-24-30-30-36-36 l jafnt yfir = 156-156-162-162-168-180 m. Í umf merktri með ör 4 í mynstri er fækkað um 36-36-36-36-38-42 l jafnt yfir = 120-120-126-126-130-138 m. Í umf merktri með ör 5 í mynstri er fækkað um 34-34-36-36-36-40 l jafnt yfir = 86-86-90-90-94-98 l eftir á prjóni og stykkið mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm upp að öxl. UPPHÆKKUN AÐ AFTAN: Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju að framan. Byrjið við miðju að aftan og prjónið upphækkun að aftan á hringprjóna nr 5 með litnum grár þannig: Prjónið sl þar til 10-10-12-12-14-16 l eru eftir á undan prjónamerki að framan, snúið við og prjónið br þar til 10-10-12-12-14-16 l eru eftir á undan prjónamerki í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl þar til 20-20-22-22-24-26 l eru eftir á undan prjónamerki að framan, snúið við og prjónið br þar til 20-20-22-22-24-26 l eru eftir á undan prjónamerki í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl þar til 30-30-32-32-34-36 l eru eftir á undan prjónamerki, snúið við og prjónið sl þar til 30-30-32-32-34-36 l eru eftir á undan prjónamerki í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl til baka frá miðju að aftan. HÁLSMÁL: Skiptið yfir á styttri hringprjóna nr 4 og prjónið 1 umf sl með grár og aukið út um 10 l jafnt yfir í öllum stærðum = 96-96-100-100-104-108 l. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 l sl, 2 l br). Þegar hálsmálið mælist 8-8-8-10-10-10 cm eru auknar út aðrar hverjar 2 l br til 3 l br = 108-108-112-112-117-121 l. Þegar hálsmálið mælist 10-10-10-12-12-12 cm eru auknar út þær 2 l br sem eftir eru til 3 l br = 120-120-125-125-130-135 l. Fellið af með sl yfir sl og br yfir br þegar hálsmálið mælist 12-12-12-14-14-14 cm. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #octoberdreamsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 166-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.