Giusy skrifaði:
Buonasera ho un problema. Dopo aver finito il diagramma 2 e , fatto le 30 diminuzioni in corrispondenza della freccia, mi sono accorta che, iniziando il diagramma 3, il disegno non corrisponde. Un aiuto? Grazie
11.12.2025 - 17:16
Giusy skrifaði:
Buongiorno sono arrivata al diagramma S e ho notato che, dopo aver fatto le diminuzioni del raglan, le maglie restanti 224 non sono un multiplo di 24 nel diagramma A1. C'è qualche errore? Ed eventualmente come rimediare? In attesa di un vostro chiarimento x continuare il lavoro, invio saluti
04.12.2025 - 13:32DROPS Design svaraði:
Buonasera Giusy, la prima parte del diagramma A.1 è formata da 3 ripetizioni di 8 maglie. Su 224 maglie si fermerà a una di quelle ripetizioni. Buon lavoro!
04.12.2025 - 22:39
Giusy skrifaði:
Quando il lavoro misura 40-41-42-43-44-45 cm, lavorare il giro successivo come segue: Intrecciare 3-3-4-4-5-5 m per lo scalfo, lavorare 66-72-78-86-92-102 m (= davanti), intrecciare 6-6-8-8-10-10 m per lo scalfo, lavorare 66-72-78-86-92-102 m (= dietro) e intrecciare le ultime 3-3-4-4-5-5 m per lo scalfo. LMi chiedo: come mai dopo le 66 m devo intrecciare altre 6 m di nuovo x lo scalfo oltre alle 3 m iniziali e finali? Mi chiarite x favore? 30.11.2025 - 14:11
30.11.2025 - 14:59DROPS Design svaraði:
Buonasera Giusy, le maglie dello scalfo si intrecciano a entrambi i lati, le 66 maglie sono per il davanti e il dietro. Buon lavoro!
04.12.2025 - 22:36
Giusy skrifaði:
Quando il lavoro misura 40-41-42-43-44-45 cm, lavorare il giro successivo come segue: Intrecciare 3-3-4-4-5-5 m per lo scalfo, lavorare 66-72-78-86-92-102 m (= davanti), intrecciare 6-6-8-8-10-10 m per lo scalfo, lavorare 66-72-78-86-92-102 m (= dietro) e intrecciare le ultime 3-3-4-4-5-5 m per lo scalfo. LMi chiedo: come mai dopo le 66 m devo intrecciare altre 6 m di nuovo x lo scalfo oltre alle 3 m iniziali e finali? Mi chiarite x favore? Grazie in attesa di una risposta
30.11.2025 - 14:11DROPS Design svaraði:
Buonasera Giusy, le maglie dello scalfo si intrecciano a entrambi i lati, le 66 maglie sono per il davanti e il dietro. Buon lavoro!
04.12.2025 - 22:36
Gabriele skrifaði:
Liebes Drops Team, wenn ich bei Gr. M 232 Maschen habe und der Mustersatz 24 Maschen beträgt, geht es nicht auf. Was kann ich da machen. Vorab bereits vielen Dank
09.10.2025 - 11:34DROPS Design svaraði:
Liebe Gabriele, der Mustersatz besteht zwar aus 24 Maschen, aber es sind 3 Wiederholungen des Musters im unteren Musterteil vorhanden, sodass der Rapport in diesem Bereich eigentlich nur aus 8 Maschen besteht. Diese gehen in den 232 Maschen auf. Viel Spaß beim Weiterstricken!
21.10.2025 - 22:15
Barbara Kunz skrifaði:
Wie kann ich verhindern, dass am Ende eine Runde immer ein Versatz im Muster ist? Ich kenne die Tricks, wenn ich einfarbige Runden stricke, aber das funktioniert meiner Meinung nach bei einem Muster nicht. Haben Sie da einen Vorschlag?
20.01.2025 - 14:18DROPS Design svaraði:
Liebe Barbara, dafür kenne ich leider kein Trick, fragen Sie mal Ihr Wollladen, dort kann man Ihnen vielleicht helfen, auch per Mail or Telefon. Viel Spaß beim Stricken!
20.01.2025 - 15:48
Stefanie skrifaði:
Bonjour Je viens de terminer ma première manche et je dois la glisser sur l\'ouvrage que j\'ai mis en attente. Est ce que je dois commencer à la glisser tout de suite après avoir rabattue les 6 mailles ou les glisser au début du tour? Car là j\'ai tricoté jusqu\'à la fin du tour après avoir rabattue mes 6 mailles ? Et comment glisse t\'on les mailles sur l\'ouvrage en attente ? Merci d\'avance pour votre réponse.
02.11.2024 - 10:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Stefanie, à la fin du dernier tour après avoir rabattu les mailles des emmanchures, coupez le fil et glissez les mailles en attente (cf vidéo, vous les reprendrez ensuite ainsi pour l'empiècement (cf cette autre vidéo. Bon tricot!
04.11.2024 - 08:06
Flo skrifaði:
Bonjour J'aimerais imprimer ce patron pour le tricoter mais pas moyen..même en cliquant sur imprimer "technique" je ne peux pas Pourriez-vous me dire comment faire ? Merci beaucoup et bonne semaine à vous.
17.05.2024 - 13:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Flo, en cliquant sur le bouton "imprimante", vous devez choisir "Explications"; une fenêtre doit s'ouvrir, vérifiez que votre navigateur vous l'autorise pour lancer la fenêtre d'impression. Bon tricot!
17.05.2024 - 16:28
Jules Fairfax skrifaði:
The problem sentence is this: Repeat inc every 1 1/4"- ... 10- times in total = 60-62-64-68-70-74 cm / 23½"-24½"-25 1/4"-26 3/4"-27½"-29". I do not see that this phrase belongs,,,,as the very next sentence says: When piece measures 45- cm / 17 3/4"-, bind off the middle 6-sts mid under sleeve = 54-sts remain on needle...
09.02.2024 - 20:14DROPS Design svaraði:
Dear Jules, there is a typo in the pattern, it's 60-62-64-68-70-74 sts and not cm. We will correct it as soon as possible. Happy knitting!
11.02.2024 - 22:34
Jules Fairfax skrifaði:
How to knit THIS SWEATER (shape) without doing the color stuff...can I somehow use this pattern's directions (how to simplify, please?)
01.01.2024 - 04:35DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Fairfax, you can then just follow whole instructions as well as diagrams working diagrams with only one colour and decreasing on the rounds with an arrow as stated in the written pattern. Happy knitting!
02.01.2024 - 11:49
October Dream#octoberdreamsweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki, norrænu mynstri og háum kraga úr DROPS Nepal. Stærð S - XXXL.
DROPS 166-5 |
||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚRTAKA (á við um fram- og bakstykki): Fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið þannig: Byrjið 4 l á undan prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, 4 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri). ÚTAUKNING-1 (á við um fram- og bakstykki): Aukið er út hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 2 l á undan prjónamerki og sláið uppá prjóninn, prjónið 4 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 l) og sláið uppá prjóninn (= 2 l fleiri). Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um ermi): Aukið er út hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 1 l á undan prjónamerki, sláið uppá prjóninn, prjónið 2 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 l) og sláið uppá prjóninn (= 2 l fleiri). Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Við berustykki byrjar úrtaka fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Byrjið 2 l á undan prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, prjónamerki, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir (= 2 l færri). MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 – veljið mynstur fyrir rétta stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þá er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki þegar mynstrið er prjónað. Notið e.t.v. grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 184-200-220-244-264-292 l á hringprjóna nr 4 með litnum ljós grár. Prjónið 1 umf sl. Prjónið síðan stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 8 cm. Prjónið 1 umf sl þar sem fækkað er um 36-40-44-48-52-60 l jafnt yfir = 148-160-176-196-212-232 l. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf og 1 prjónamerki eftir 74-80-88-98-106-116 l (= hliðar). Skiptið yfir á hringprjóna nr 5 og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 10 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku með 4-4-4-3-3-3 cm millibili alls 4-4-4-5-5-5 sinnum = 132-144-160-176-192-212 l. Þegar stykkið mælist 26 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚTAUKNING-1 (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 6-6-6-7-7-7 cm millibili alls 3 sinnum í öllum stærðum = 144-156-172-188-204-224 l. Þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm prjónið næstu umf þannig: Fellið af 3-3-4-4-5-5 l fyrir handveg, prjónið 66-72-78-86-92-102 l (= framstykki), fellið af 6-6-8-8-10-10 l fyrir handveg, prjónið 66-72-78-86-92-102 l (= bakstykki) og fellið af síðustu 3-3-4-4-5-5 l fyrir handveg. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 52-52-52-56-56-56 l á sokkaprjóna nr 4 með litnum ljós grár. Prjónið 1 umf sl. Prjónið síðan stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 8 cm. Prjónið 1 umf sl þar sem fækkað er um 12 l jafnt yfir í öllum stærðum = 40-40-40-44-44-44 l. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 5 og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 10-11-13-13-10-12 cm er aukið út um 2 l mitt undir ermi – LESIÐ ÚTAUKNING-2. Endurtakið útaukningu með 3½-3-2½-2½-2½-2 cm millibili alls 10-11-12-12-13-15 sinnum = 60-62-64-68-70-74 cm. Þegar stykkið mælist 45-45-44-44-44-43 cm – ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla – fellið af miðju 6-6-8-8-10-10 l mitt undir ermi = 54-56-56-60-60-64 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjóna nr 5 og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 240-256-268-292-304-332 l. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn með litnum ljós grár JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Endurtakið úrtöku fyrir laskalínu í annarri hverri umf alls 1-2-3-4-2-3 sinnum = 232-240-244-260-288-308 l. Prjónið 1 umf sl með ljós grár og fækkið um 8-8-4-4-8-8 l jafnt yfir = 224-232-240-256-280-300 l. Prjónið síðan mynstur eftir mynsturteikningu A.1 (veljið mynstur fyrir rétta stærð) – LESIÐ LEIÐBEININGAR! Í umf merktri með ör 1 í mynstri er fækkað um 14-16-18-22-28-30 l jafnt yfir = 210-216-222-234-252-270 l. Í umf merktri með ör 2 í mynstri er fækkað um 30-36-30-42-48-54 l jafnt yfir = 180-180-192-192-204-216 m. Í umf merktri með ör 3 í mynstri er fækkað um 24-24-30-30-36-36 l jafnt yfir = 156-156-162-162-168-180 m. Í umf merktri með ör 4 í mynstri er fækkað um 36-36-36-36-38-42 l jafnt yfir = 120-120-126-126-130-138 m. Í umf merktri með ör 5 í mynstri er fækkað um 34-34-36-36-36-40 l jafnt yfir = 86-86-90-90-94-98 l eftir á prjóni og stykkið mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm upp að öxl. UPPHÆKKUN AÐ AFTAN: Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju að framan. Byrjið við miðju að aftan og prjónið upphækkun að aftan á hringprjóna nr 5 með litnum grár þannig: Prjónið sl þar til 10-10-12-12-14-16 l eru eftir á undan prjónamerki að framan, snúið við og prjónið br þar til 10-10-12-12-14-16 l eru eftir á undan prjónamerki í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl þar til 20-20-22-22-24-26 l eru eftir á undan prjónamerki að framan, snúið við og prjónið br þar til 20-20-22-22-24-26 l eru eftir á undan prjónamerki í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl þar til 30-30-32-32-34-36 l eru eftir á undan prjónamerki, snúið við og prjónið sl þar til 30-30-32-32-34-36 l eru eftir á undan prjónamerki í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl til baka frá miðju að aftan. HÁLSMÁL: Skiptið yfir á styttri hringprjóna nr 4 og prjónið 1 umf sl með grár og aukið út um 10 l jafnt yfir í öllum stærðum = 96-96-100-100-104-108 l. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 l sl, 2 l br). Þegar hálsmálið mælist 8-8-8-10-10-10 cm eru auknar út aðrar hverjar 2 l br til 3 l br = 108-108-112-112-117-121 l. Þegar hálsmálið mælist 10-10-10-12-12-12 cm eru auknar út þær 2 l br sem eftir eru til 3 l br = 120-120-125-125-130-135 l. Fellið af með sl yfir sl og br yfir br þegar hálsmálið mælist 12-12-12-14-14-14 cm. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #octoberdreamsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 166-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.