 Isa skrifaði:
 
																									Isa skrifaði:
												
Sehr nettes Modell. Mir gefällt die Ärmellänge - perfekt für den Frühling und kühlere Sommertage.
10.01.2015 - 16:18
																									 Elisabeth Algar skrifaði:
 
																									Elisabeth Algar skrifaði:
												
En underbar modell, den kommer jag att sticka om den kommer som mönster.
10.01.2015 - 14:26
																									 Britt Gotlin Blom skrifaði:
 
																									Britt Gotlin Blom skrifaði:
												
Elegant jumper med vackert mönster! Ta med den bland mönstren.
02.01.2015 - 18:43
																									 Torunn Wenny Hagavold skrifaði:
 
																									Torunn Wenny Hagavold skrifaði:
												
Dette er virkelig et utsøkt mønster som jeg håper på at kommer med i neste års produksjon.Håper at jeg får mulighet til å strikke denne,
30.12.2014 - 19:42
																									 May Solstad skrifaði:
 
																									May Solstad skrifaði:
												
Denne likte jeg. Må nok strikke meg en slik.
20.12.2014 - 08:41
																									 DANIELLE VAN RYSEGHEM skrifaði:
 
																									DANIELLE VAN RYSEGHEM skrifaði:
												
Version pull ou gilet: j'hésite. En tous cas, c'est un modèle très joli et indémodable.
19.12.2014 - 09:29
																									 Kauer B. skrifaði:
 
																									Kauer B. skrifaði:
												
Ein wunderschönes Modell. Freue mich schon auf die Anleitung.
18.12.2014 - 18:14
																									 Merethe skrifaði:
 
																									Merethe skrifaði:
												
Meget yndig.
17.12.2014 - 12:36
																									 Sigrid skrifaði:
 
																									Sigrid skrifaði:
												
Elegant und schlicht, steht jeder Frau!
13.12.2014 - 19:18
																									 Elena Antonia Bordignon skrifaði:
 
																									Elena Antonia Bordignon skrifaði:
												
Maglietta sia elegante che sportiva, ottima la scelta del beige
12.12.2014 - 15:32| Timeless Beauty#timelessbeautysweater | |||||||||||||||||||
|  |  | ||||||||||||||||||
| Prjónuð peysa úr DROPS BabyAlpaca Silk eða DROPS BabyMerino með hringlaga berustykki, garðaprjóni og gatamynstri, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
							DROPS 160-7 | |||||||||||||||||||
| ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.9. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónið ofan frá og niður, í hring á hringprjóna. Byrjun umf = miðja að aftan. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 120-128-144-148-148-164 l á hringprjóna nr 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN í hring – sjá útskýringu að ofan. Prjónið MYNSTUR A.1, JAFNFRAMT í umf 3 er aukið út um 18-20-30-32-32-34 l jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og í umf 11 er aukið út um 15-19-29-29-29-33 l jafnt yfir = 153-167-203-209-209-231 l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er haldið áfram í garðaprjóni og 10 prjónamerki sett í stykkið þannig: Prjónið fyrstu 9-12-12-15-15-12 l, setjið eitt prjónamerki, setjið síðan prjónamerki með 15-16-20-20-20-23 l millibili, eftir síðasta prjónamerki eru 9-11-11-14-14-12 l. Í næstu umf byrjar útaukning. Aukið er út til skiptis hægra og vinstra megin við prjónamerkin (= 10 útaukningar). Aukið út í annarri hverri umf 0-2-0-3-7-7 sinnum, í 4. hverri umf 10-10-9-9-8-8 sinnum og í 6. hverri umf 5-5-7-7-7-8 sinnum = 303-337-363-399-429-461 l. Í næstu umf er aukið út um 8-4-10-2-4-10 l jafnt yfir = 311-341-373-401-433-471 l. Stykkið mælist ca 19-20-21-22-23-24 cm. Prjónið nú þannig: Prjónið sl yfir fyrstu 45-50-55-60-66-74 l (= hálft bakstykki), setjið næstu 66-72-76-80-84-88 l á þráð (= ermi), fitjið upp 10-10-10-12-12-12 l undir ermi, prjónið næstu 89-97-111-121-133-147 l (= framstykki), setjið næstu 66-72-76-80-84-88 l á þráð (= ermi), fitjið upp 10-10-10-12-12-12 l undir ermi, prjónið þær 45-50-55-60-66-74 l sem eftir eru (= hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 199-217-241-265-289-319 l fyrir fram- og bakstykki. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3. Prjónið nú þannig: A.2, A.3 þar til 6 l eru eftir, A.4. Þegar A.2-A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina, haldið áfram með A.5 (í umf 7 eru prjónaðar síðustu l í umf slétt). Prjónið nú A.6, JAFNFRAMT í 1. umf er lykkjufjöldinn jafnaður út til 204-216-240-264-288-324 l. Þegar A.6 hefur verið prjónað til loka á hæðina er haldið áfram með A.7 1 sinni á hæðina. Prjónið nú A.8, aukið út um 4-8-8-8-8-4 l jafnt yfir í 1. umf = 208-224-248-272-296-328 l. Þegar allt A.X hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.X 0-0-0-0-1-1 sinni til viðbótar áður en haldið er áfram með afganginn af A.8. Haldið nú áfram með A.7. Prjónið nú þannig: A.2, A.3 þar til 6 l eru eftir í umf, JAFNFRAMT er aukið út um 3-5-5-5-5-3 l jafnt yfir í 1. umf (yfir A.3), A.4 = 211-229-253-277-301-331 l. Prjónið nú A.7 0-0-1-1-0-0 sinni á hæðina (í umf 5 er síðasta l í umf prjónuð slétt). Þegar allt mynstrið hefur verið prjónað eru prjónaðar 2 umf sléttprjón, JAFNFRAMT í síðustu umf er aukið út um 17-21-23-25-25-27 l jafnt yfir = 228-250-276-302-326-358 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 2,5 og prjónið garðaprjón í 2 cm. Fellið af til skiptis 1 l sl og 1 l br. Stykkið mælist nú ca 54-55-58-59-65-66 cm. ERMI: Ermin er prjónuð með GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan, á hringprjóna. Nú eru 66-72-76-80-84-88 l fyrir hvora ermi. NÚ ER MÆLT HÉÐAN! Setjið til baka l af þræði á hringprjóna nr 2,5 og fitjið upp 6-6-6-7-7-7 l lok 2 næstu umf = 78-84-88-94-98-102 l. Þegar ermin mælist 4 cm er fækkað um 1 l innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið með því að prjóna 2 l slétt saman. Endurtakið úrtöku með 1½-2-2½-3-3½-3½ cm millibili 7-6-5-4-3-3 sinnum til viðbótar = 62-70-76-84-90-94 l. Þegar stykkið mælist 19 cm í öllum stærðum er prjónað þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.9 þar til 1 l er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar allt A.9 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið 2 umf garðaprjón. Fellið laust af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið sauma undir ermum yst í lykkjubogann. Saumið saman op undir ermum. | |||||||||||||||||||
| Skýringar á teikningu | |||||||||||||||||||
| 
 | |||||||||||||||||||
|  | |||||||||||||||||||
|  | |||||||||||||||||||
|  | |||||||||||||||||||
| Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #timelessbeautysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. | |||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 160-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.