José skrifaði:
Prachtig vest. Supermooie kabel, mooie lengte en met veel te combineren.
03.06.2014 - 19:35Nicole skrifaði:
Wahooo, je craque!!! vite les explications! je prépare mes aiguilles
03.06.2014 - 16:46
Heike skrifaði:
Wunderschön
03.06.2014 - 10:10Natalie skrifaði:
Very nice shape, length, neckline and variety of cables
03.06.2014 - 01:19Myriam skrifaði:
Hermoso
02.06.2014 - 22:17
Corinne skrifaði:
Intéressante construction
02.06.2014 - 19:08
Marie-Christine skrifaði:
Que choisir, le pull ou la veste? Tous les deux sont très jolis.
02.06.2014 - 17:46
Angelique skrifaði:
So elegant!
02.06.2014 - 17:18
Alana Cardigan#alanacardigan |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma með köðlum og laskalínu, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S-XXL.
DROPS 156-4 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.5. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Aukið er út í hvoru megin við laskalínu (A.1/A.2, prjónamerki, A.2/A.1) með því að slá 1 sinni uppá prjóninn = 8 útaukningar í umf. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar l snúnar brugðið (séð frá réttu) og á fram- og bakstykki eru prjónaðar nýjar l inn í mynstur eins og útskýrt er frá að neðan. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 l eru eftir á undan prjónamerki, 2 l br saman, 2 l br, 2 lykkjkur brugðið saman = 2 l færri. ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið er út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan) svo ekki myndist gat. Nýju l eru prjónaðar br (séð frá réttu). LEIÐBEININGAR: Í 10. hverri umf eru prjónaðar stuttar umferðir yfir 5 l garðaprjón í kanti að framan (byrjið frá réttu): Prjónið 5 kantlykkjur að framan slétt, snúið við, herðið á þræði og prjónið sl til baka, snúið við og prjónið eins og áður yfir allar l, snúið við, prjónið 5 kantlykkjur að framan slétt, herðið á þræði og prjónið sl til baka. Með þessu þá koma kantlykkjur að framan að draga síður stykkið saman að framan. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 2, 12, 22, 32, 42 og 52 cm STÆRÐ M: 2, 12, 22, 32, 42 og 52 cm STÆRÐ L: 2, 11, 20, 29, 38, 47 og 56 cm STÆRÐ XL: 2, 11, 20, 29, 38, 47 og 56 cm STÆRÐ XXL: 2, 11, 20, 29, 38, 47, 56 og 65 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður á hringprjóna til þess að fá pláss fyrir allar l. BERUSTYKKI: Fitjið upp 108-108-113-113-117 l á hringprjóna nr 4 með Karisma. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Í næstu umf er prjónað slétt, JAFNFRAMT er aukið út um 24-24-23-23-27 l jafnt yfir = 132-132-136-136-144 l. Munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú frá réttu þannig: 5 l garðaprjón, 1 l br, 2 l sl (= kantur að framan), 12-12-13-13-15 l br, A.1, setjið 1. Prjónamerki, A.2, 2 l br, A.2, 2 l br, A.1, setjið 2. prjónamerki, A.2, 0-0-1-1-3 l br, A.3, 0-0-1-1-3 l br, A.1, setjið 3. prjónamerki, A.2, 2 l br, A.2, 2 l br, A.1, setjið 4. prjónamerki, A.2, 12-12-13-13-15 l br, 2 l sl, 1 l br, 5 l garðaprjón (= kantur að framan) – LESIÐ LEIÐBEININGAR! LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í næstu umf frá réttu byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT er prjónað mynstur jafnóðum þannig: LASKALÍNA: Endurtakið útaukningu í hverri umf alls 0-2-10-20-20 sinnum. Aukið síðan út í annarri hverri umf (þ.e.a.s í hverri umf frá réttu) 23-32-30-26-27 sinnum og í 3. hverri umf 6-0-0-0-0 sinnum = 364-404-456-504-520 l. MYNSTUR: Prjónið nú mynstur á fram- og bakstykki þannig (útauknu l á ermum eru prjónaðar brugðið): Fyrstu 6 l sem auknar eru út eru prjónaðar í A.2, næstu 8-9-7-8-8 útauknu l eru prjónaðar br, næstu 6 útauknu l eru prjónaðar í A.2, næstu 8-9-7-8-8 útauknu l eru prjónaðar br. ATH! (Stærð M-L-XL-XXL): Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, haldið þá áfram með A.2 yfir kaðal og br (séð frá réttu) yfir næstu l frá A.3 þar til byrjað er á fram- og bakstykki. S/M: Aukið síðan út eins og áður á ermi og aukið út innan við A.1/A.2 (þ.e.a.s. á milli A.1 og A.2, við prjónamerki í laskalínu) á fram- og bakstykki 1-4 sinnum til viðbótar. Nýjar l eru prjónaðar br. L/XL/XXL: Haldið áfram með A.2 yfir næstu 6 útauknu l, prjónið br yfir næstu 7-8-8 útauknu l, aukið síðan út eins og áður á ermi og aukið innan við A.1/A.2 (þ.e.a.s. á milli A.1 og A.2, við prjónamerki fyrir laskalínu) á fram- og bakstykki 1-4-5 sinnum til viðbótar. Síðustu 1-4-5 útauknu l eru prjónaðar br. Stykkið mælist nú 27-28-29-30-31 cm frá öxl. Prjónið nú frá röngu þannig: Prjónið 55-60-67-73-76 l (= hægra framstykki), setjið næstu 80-90-102-114-116 l á þráð fyrir ermi, fitjið upp 12 l undir ermi, setjið blátt prjónamerki mitt á milli þessa nýju l (= hlið), prjónið næstu 94-104-118-130-136 l (= bakstykki), setjið næstu 80-90-102-114-116 l á þráð fyrir ermi, fitjið upp 12 nýjar l undir ermi, setjið blátt prjónamerki mitt á milli þessa nýju l (= hliða), prjónið næstu 55-60-67-73-76 l (= vinstra framstykki). Nú eru 228-248-276-300-312 l á prjóni. STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉRÐAN! FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 106-116-130-142-148 l fyrir bakstykki og 61-66-73-79-82 l fyrir hvort framstykki. Haldið nú áfram með mynstur frá réttu þannig: S/M: 5 l garðaprjón, 1 l br, 2 l sl (= kantur að framan), 12-12 l br, A.2, setjið prjónamerki, 8-9 l br, A.2, setjið prjónamerki, 8-9 l br, A.1, 7-7 l br, A.2 0-1 sinni á breiddina, 7-7 l br, A.2, 8-9 l br, setjið prjónamerki, A.2, 8-9 l br, setjið prjónamerki, A.2, 9-9 l br, A.2, 9-9 l br, A.2, setji prjónamerki, 8-9 l br, A.2, setjið prjónamerki, 8-9 l br, A.1, 7-7 l br, A.2 0-1 sinni á breiddina, 7-7 l br, A.2, 8-9 l br, setjið prjónamerki, A.2, 8-9 l br, setjið prjónamerki, A.2, 12-12 l br, 2 l sl, 1 l br, 5 l garðaprjón. L/XL/XXL: 5 l garðaprjón, 1 l br, l sl (= kantur að framan), 13-14-15 l br, A.2, setjið prjónamerki, 7-8-8 l br, A.2, setjið prjónamerki, 7-8-8 l br, A.2, setjið prjónamerki, 7-8-8 l br, A.1, 4-6-5 l br, A.2 1-1-2 sinnum á breiddina, 4-6-5 l br, A.2, 7-8-8 l br, setjið prjónamerki, A.2, 7-8-8 l br, setjið prjónamerki, A.2, 7-8-8 l br, setjið prjónamerki, A.2, 10-11-12 l br, A.2, 10-11-12 l br, A.2, setjið prjónamerki, 7-8-8 l br, A.2, setjið prjónamerki, 7-8-8 l br, A.2, setjið prjónamerki, 7-8-8 l br, A.1, 4-6-5 l br, A.2 1-1-2 sinnum á breiddina, 4-6-5 l br, A.2, 7-8-8 l br, setjið prjónamerki, A.2, 7-8-8 l br, setjið prjónamerki, A.2, 7-8-8 l br, setjið prjónamerki, A.2, 13-14-15 l br, 2 l sl, 1 l br, 5 l garðaprjón. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Fækkið nú lykkjum og aukið út samtímis þannig: ÚRTAKA: Fækkið lykkjum mismunandi þannig: Fækkið um 1 l með því að prjóna 2 l br saman við kant við miðju að framan, endurtakið úrtöku með 1½-1½1½-2-2 cm millibili 5-5-4-4-5 sinnum til viðbótar. JAFNFRAMT er fækkað um 1 l hvoru megin við miðju kaðal á bakstykki. Endurtakið úrtöku með 2-2-1½-1½-1½ cm millibili 3-3-4-4-6 sinnum til viðbótar. JAFNFRAMT er fækkað um 1 l við kaðal í hverri mynstureiningu með br með prjónamerki í (= 8-8-12-12-12-12 prjónamerki). Endurtakið úrtöku með 3-2½-5-4-4 cm millibili 2-3-1-2-2 sinnum til viðbótar. ÚTAUKNING (í hliðum): Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út meðfram kaðli við ermi (þ.e.a.s. kaðall frá laskalínu) í mynstureiningu með br í hliðum – LESIÐ ÚTAUKNING! Aukið út um 4 l á prjóni. Endurtakið útaukningu með 1½-1½-2½-1½-1 cm millibili 3-4-2-4-10 sinnum til viðbótar. Þegar útaukningu og úrtöku er lokið eru 200-216-244-264-294 l eftir. Þegar stykkið mælist 11-12-12-13-14 cm prjónið nú mynstur þannig: 5 l garðaprjón, 1 l br, 2 l sl (= kantur að framan), 2-2-4-4-5 l br A.5, A.4, A.5, A.4 0-0-1-1-1 sinni, 7-8-6-11-15 l br, A.2 0-1-1-1-2 sinni á breiddina, 7-8-6-11-15 l br, A.4 0-0-1-1-1 sinni á breiddina, * A.5, A.4 *, endurtakið frá *-* 2-2-3-3-3 sinnum á breiddina, A.5 1-1-0-0-0 sinnum á breiddina, 7-8-6-11-15 l br, A.2 0-1-1-1-2 sinnum á breiddina, 7-8-6-11-15 l br, A.4 0-0-1-1-1 sinni á breiddina, A.5, A.4, A.5, 2-2-4-4-5 l br, 2 l sl, 1 l br, 5 l garðaprjón (= kantur að framan). ATH: Stillið af að fyrsta kaðalinn í A.4 og A.5 þannig að það verði falleg skipting á milli mynstra! Haldið áfram með mynstur og útaukningar eftir mynsturteikningu. Þegar A.4 og A.5 hefur verið prjónað til loka á hæðina og stykkið mælist ca 33-34-34-35-35 cm, eru 316-332-376-396-426 l á prjóni. Setjið prjónamerki hér! STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Prjónið nú stroff innan við 8 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á stykki þannig: S/M: * Prjónið sl yfir sl og br yfir br þar til 7-11 l eru eftir á undan bláa prjónamerkinu í hlið, 2 l br, 2 l sl, 3-4 l br *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar og haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br fram að kantlykkjum að framan. L/XL/XXL: * Prjónið sl yfir sl og br yfir br þar til 8-14-21 l eru eftir á undan bláa prjónamerkinu í hlið, 2-2-2 l sl, 3-4-3 l br, 0-2-2 l sl, 0-3-3 l br, 0-0-2 l sl, 0-0-3 l br *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar og haldið áfram með sl yfir sl og br yfir br fram að kantlykkjum að framan. Þegar prjónaðar hafa verið 2 cm fyrir stroff frá prjónamerki er aukið út með því að slá uppá prjóninn á undan fyrstu br l í hverri br mynstureiningu – MUNIÐ EFTIR ÚTAUKNING! Þegar prjónað hefur verið 5-5-6-6-6 cm stroff er fellt af með sl yfir sl og br yfir br. ERMI: Setjið til baka þær 80-90-102-114-116 l af þræði á hringprjóna. Prjónið 1 umf yfir allar l og fitjið upp 12 l í lok umf = 92-102-114-126-128 l. Setjið eitt prjónamerki mitt á milli nýju l (þ.e.a.s. 6 l hvoru megin við prjónamerki). STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Prjónið síðan ermina í hring á hringprjóna/sokkaprjóna. Miðju kaðall á ermi heldur áfram eins og áður en prjónið br yfir kaðal í laskalínu. Í umf 2 byrjar úrtaka hvoru megin við prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf 6 sinnum til viðbótar = 78-88-100-112-114 l. Fækkið um 1 l hvoru megin við prjónamerki með 2-1½ -1-1-1 cm millibili 13-17-22-27-27 sinnum = 52-54-56-58-60 l. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 15 cm er prjónað A.5 yfir kaðal fyrir miðju á ermi – stillið af eftir fyrsta kaðli í A.5 svo að það verði falleg skipting á milli í mynstri! ATH: Aukið ekki út í A.5 á ermi, prjónið þess vegna ekki uppsláttinn í mynstri! Þegar A.5 hefur verið prjónað til loka og ermin mælist 37 cm er prjónað stroff frá prjónamerki í byrjun umf þannig: 0-0-1-2-3 l br, 1-2-2-2-2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 2 l br haldið áfram með stroff eins og í síðustu umf í A.5 (= 26 l), 2 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 1-2-2-2-2 l sl, 0-0-1-2-3 l br. Haldið svona áfram í 3 cm og fellið af með sl yfir sl og br yfir br. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #alanacardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 156-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.