Ashley skrifaði:
For the V neck decrease, as we decreasing before the 6 stitches or after?
11.01.2020 - 13:09DROPS Design svaraði:
Dear Ashley, the decreases for V-neck will be worked after the 6 front band stitches on right front piece and before the 6 front band stitches on left front piece - see DECREASE TIP (applies to V-neck). Happy knitting!
13.01.2020 - 08:59
Maria skrifaði:
Jag har följt detta mönster och gjort flera koftor. De flesta i stl 6-9 månader. Ärmarna blir för långa, när man följer mönstret. Och det är jättesvårt att ändra, eftersom man stickar hela koftan i ett stycke. Vad rekommenderar ni att man gör? Det handlar om ca 10 cm för långa ärmar.
21.11.2019 - 13:53
Ann skrifaði:
For the v-neck, do we do the two rows in garter over the band sts only once or every time we do the decrease?
01.11.2019 - 17:35DROPS Design svaraði:
Dear Ann, these 2 extra rows are only worked once on each side, just before starting the decreases for neck. Happy knitting!
04.11.2019 - 15:24
Manon Goulet skrifaði:
Is that a correction ? The pattern indicates 5 sts 5 times, 7 sts twice and 22 sts Size 2
23.08.2019 - 19:22DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Goulet, the calculation below is matching 2nd size, in size 2 years you will increase 5 stitches 5 times + 7 sts 2 times and 22 sts 1 time = 61 sts for each sleeve. ie 29 cm. Happy knitting!
26.08.2019 - 08:29
Ans skrifaði:
Goedendag, is de in het patroon opgegeven stekenverhouding voor een proeflapje in oatroon M1 of in tricotsteek? Bedankt alvast voor het antwoord. Met vriendelijke groet
23.08.2019 - 10:05DROPS Design svaraði:
Dag Ans,
Bovenaan bij materialen staat de stekenverhouding aangegeven en deze is in tricotsteek. Als je een proeflapje maakt en deze klopt in tricotsteek, komt het ook goed in patroonsteek.
31.08.2019 - 14:48
Manon Goulet skrifaði:
I would like to have the measurement foe the sleeve only . I’m knitting size 2. It appears to be very long.
23.08.2019 - 06:46DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Goulet, you cast on for each sleeve: 5 sts 4 times + 7 st 1 time + 24 sts 1 time = it should be approx. 24 cm. Remember that the bottom 5 cm on each sleeve will be folded over. Happy knitting!
23.08.2019 - 09:30
France Boutin skrifaði:
Es-ce que ce patron existe en francais ou il est juste en anglais
25.07.2019 - 04:28DROPS Design svaraði:
Bonjour! Le modele est disponible aussi en francais. Il faut changer de langue dans le menu deroulant (a gauche). Bon travail!
25.07.2019 - 07:19
Uschi skrifaði:
Müsste bei der linken Seite nicht noch vermerkt werden, dass es keine Knopflöcher gearbeitet werden müssen?
18.07.2019 - 22:39DROPS Design svaraði:
Liebe Ushi, also ja genau, beim linken Vorderteil soll man keine Knopflöcher arbeiten, das schreiben wir noch in der deutschen Anleitung dazu. Viel Spaß beim stricken!
19.07.2019 - 08:05
Rebecca skrifaði:
Der er noget jeg ikke helt forstår i opskrifter, for bliver i tvivl om jeg skal tage ud til ærmet, samtidig med at jeg laver v-halsen?
09.07.2019 - 12:20DROPS Design svaraði:
Hei Rebecca. Hva er du i tvilt om? Det skal felles til V-hals, samtidig som det økes til erme. Les FELLETIPS til V-hals lengre opp i oppskriften. God Fornøyelse!
26.08.2019 - 08:30
Audrey skrifaði:
Je n'avais pas bien compris comment rabattre les mailles des manches et j'ai rabattu au début et à la fin de mon rang, mais j'ai laissé la dernière boucle et pas coupé le fil. Comment puis-je réparer mon erreur?
15.05.2019 - 23:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Audrey, vous devez rabattre les mailles des manches au début de chaque rang de chaque côté: vous rabattez d'abord les 25-24-21 (22-27) premières m en début de rang sur l'endroit, tricotez le rang jusqu'à la fin, tournez et rabattez les 25-24-21 (22-27) premières m sur l'envers, tournez et tricotez le rang jusqu'à la fin, continuez ainsi en rabattant de chaque côté (en début de rang sur l'endroit et en début de rang sur l'envers): 0-1-1 (2-3) fois 7 m et 4-4-5 (5-5) fois 5 m. Bon tricot!
16.05.2019 - 09:37
Checco's Dream#checcosdreamcardigan |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir börn í perluprjóni án ermasauma úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 21-11 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 3. og 4. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 2, 6, 11 og 15 cm. Stærð 6/9 mán: 2, 7, 12 og 16 cm. Stærð 12/18 mán: 2, 8, 13 og 19 cm. Stærð 2 ára: 2, 7, 12, 17 og 22 cm. Stærð 3/4 ára: 2, 8, 13, 19 og 24 cm. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um V-hálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR 6 KANTLYKKJUM AÐ FRAMAN ÞANNIG: Þegar fyrsta lykkjan á að vera slétt: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Þegar fyrsta lykkjan á að vera brugðin: 2 lykkjur snúnar brugðið saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN 6 KANTLYKKJUM ÞANNIG: Þegar síðasta lykkjan á að vera slétt: 2 lykkjur slétt saman. Þegar síðasta lykkjan á að vera brugðin: 2 lykkjur brugðið saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjað er á öðru framstykkinu, nýjar lykkjur eru fitjaðar upp fyrir ermi og prjónað er upp að öxl. Síðan er hitt framstykkið prjónað og svo eru bæði framstykkin sett saman og prjónað er niður yfir bakstykkið. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 31-35-39 (43-43) lykkjur (meðtaldar 6 kantlykkjur við miðju að framan og 1 kantlykkju í hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 6 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= kantur að framan), * 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN. Þegar prjónaðar hafa verið alls 4 umferðir stroff er prjónað M.1 með 6 kantlykkjum við miðju að framan í garðaprjóni og 1 kantlykkja garðaprjón í hlið. Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 7-8-9 (10-11) cm prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, M.1 yfir næstu 18-22-22 (26-26) lykkjur, setjið síðustu 12-16-16 (20-20) lykkjur sem voru prjónaðar á þráð fyrir vasalok, haldið áfram M.1 yfir næstu 6-6-10 (10-10) lykkjur og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 12-16-16 (20-20) nýjar lykkjur yfir lykkjur á þræði = 31-35-39 (43-43) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 16-17-20 (23-25) cm. LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! V-HÁLSMÁL: Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir 6 kantlykkjur að framan í byrjun á umferð (aðrar lykkjur á prjóni eru ekki prjónaðar) – þetta er gert til að V-hálsmálið leggist fallega. Prjónið síðan aftur yfir allar lykkjur JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir V-hálsmáli í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) þannig: Fækkið um 1 lykkju alls 12-14-16 (16-16) sinnum – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. ÚTAUKNING FYRIR ERMI: JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hlið fyrir ermi: 5 lykkjur 4-4-5 (5-5) sinnum, 7 lykkjur 0-1-1 (2-3) sinnum og 25-24-21 (22-27) lykkjur 1 sinni. Á eftir síðustu útaukningu er haldið áfram með M.1 með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið fyrir kant að framan og ermakant þar til stykkið mælist 27-29-33 (37-40) cm. Nú eru 64-72-76 (88-100) lykkjur á prjóni. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til prjónað hefur verið 1 cm frá prjónamerki – stillið af að síðasta umferð sé frá röngu. Setjið lykkjur á þráð. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema spegilmynd. Passið uppá að M.1 sé prjónað öfugt miðað við hægra framstykki. ATH: Ekki er fellt af fyrir hnappagötum í vinstri kanti að framan. BAKSTYKKI: Setjið til baka 64-72-76 (88-100) lykkjur frá hægra framstykki á hringprjón 4, fitjið upp 14-14-18 (18-22) nýjar lykkjur á prjóninn (= hálsmál aftan í hnakka) og setjið inn 64-72-76 (88-100) lykkjur frá vinstra framstykki á sama hringprjón = 142-158-170 (194-222) lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 lykkjur garðaprjón (= ermakantur), M.1 eins og áður yfir næstu 52-60-64 (76-88) lykkjur, 26-26-30 (30-34) lykkjur garðaprjón (= kantur í hálsi að aftan), M.1 yfir næstu 52-60-64 (76-88) lykkjur og 6 lykkjur garðaprjón (= ermakantur). Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir miðju 26-26-30 (30-34) lykkjur. Haldið síðan áfram með M.1 eins og áður yfir allar lykkjur með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið fyrir ermakant. Þegar stykkið mælist 7½-8-8 (8½-8½) cm frá prjónamerki á öxl er fellt af í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: 25-24-21 (22-27) lykkjur 1 sinni, 7 lykkjur 0-1-1 (2-3) sinnum og 5 lykkjur 4-4-5 (5-5) sinnum = 52-56-64 (72-76) lykkjur eftir á bakstykki. Haldið áfram með M.1 með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 25-27-31 (35-38) cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir og endið með 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkja garðaprjón. Þegar prjónaðar hafa verið alls 4 umferðir stroff er prjónuð 1 umferð slétt (frá réttu) yfir allar lykkjur áður en fellt er laust af. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma og sauma undir ermum innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. Brjótið uppá neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður við uppfitjunarkant með nokkrum sporum. VASALOK: Setjið til baka þær 12-16-16 (20-20) lykkjur frá þræði á öðru framstykkinu á hringprjón 4. Prjónið stroff fram og til baka með 1 lykkju garðaprjón og 2 lykkjur slétt í hvorri hlið (séð frá réttu). Þegar vasalokið mælist 2½-2½-3 (3-3) cm fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið vasalokið við framstykki með lykkjuspori í hvora hlið. Saumið vasaopið við botninn á vasalokinu (þar sem lykkjur voru settar á þráð) á bakhlið á stykki. Prjónið annað vasalok á sama hátt á hinu framstykkinu. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #checcosdreamcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.