Lene Knudsen skrifaði:
Jeg strikker cardiganen i str. 12/18 mnd. Jeg ønsker ikke V-udskæring i hals, men vil gerne strikke forstykkerne lige op med rund hals. Jeg har prøvet at kigge på de andre babycardiganer med rund hals i samme garn, men kan ikke finde nogen med samme pinde nr. eller strikket på samme måde, så jeg er i tvivl om hvordan jeg lukker af til hals. Håber meget I kan hjælpe. På forhånd tak for svar. Mvh Lene
25.10.2020 - 23:05DROPS Design svaraði:
Hei Lene. Du kan evnt strikke som bakstykket, men starte fellingene til hals noen pinner tidligere. God Fornøyelse!
26.10.2020 - 15:18
MRS M F SHEEKEY skrifaði:
Deux questions au sujet du montage 1- Pourquoi faire 6 mailles au point mousse,ce qui représente 2cm si le revers fait 5cm ?? de plus lepoint fantaise retournén e fait pas très joli à mon humble avis 2- je nevois pas der revers de manche sur la photo attenante aux explications.Est ce un erreur||?
25.10.2020 - 19:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Sheekey, la bordure des manches se compose de 6 mailles au point mousse, nous vous proposons de retourner les manches sur 5 cm si vous le souhaitez - on voit la bordure repliée de la manche gauche sur la 2ème photo - ainsi le gilet "grandit" avec bébé. Bon tricot!
26.10.2020 - 13:00
Sue skrifaði:
Hi I have got to the point where I have just completed the increasing for the sleeve and am about to continue but am not sure what the pattern means about the 6sts in garter stitch for each side. Does it mean that I knit 6 sets in garter stitch at the end of the increased sleeve stitches?
06.10.2020 - 16:37DROPS Design svaraði:
Dear Sue, after you have cast on all stitches for sleeve, you work the 6 sts towards mid front in garter stitch as before and work the last 6 sts towards bottom of sleeve (= the last stitches seen from RS) in garter stitch for the edge of sleeve and work the other stitches in between in pattern as before. Happy knitting!
06.10.2020 - 17:14
Andrea Hedworth skrifaði:
I’ve looked at the pattern it does not say how many stitches you start with when you increase or decrease in fact it don’t tell you much of anything
03.09.2020 - 11:30DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Hedworth, start piece with RIGHT FRONT PIECE, you will then read how many sts you have to cast on depending on the size, and how to cast on stitches for sleeves, etc... Happy knitting!
03.09.2020 - 13:53
Le skrifaði:
I have the impression that the sts indication for the pocket slit is not correct: “When piece measures 7-8-9 (10-11) cm, work next row as follows from RS: 6 band sts in garter st, diagram M.1 over the next 18-22-22 (26-26) sts, slip the last 12-16-16 (20-20) sts ...“ After 6 sts for the band, if we do 18 stitches in M1 (size 1/3 months) then there are only 7 sts left. It’s impossible to still have 12 sts for the slit and another 6sts M1 and 1 edge st. Could you please check?
22.08.2020 - 14:42DROPS Design svaraði:
Dear Le, in size 1/3 months you should slip the last 12 sts worked on a thread; this means the 31 sts will look like this: 6 front band sts, 6 sts in M.1, 12 sts on a thread, 6 sts in M.1, 1 edge st. Happy knitting!
24.08.2020 - 09:21
Anabela Ramalho skrifaði:
Tinha este.modrlo numa revista Diana Bebé n 35 que perdi. Como posso fazer para comprar outa
19.08.2020 - 00:52DROPS Design svaraði:
Bom dia, Basta ir à página do modelo e tem lá as explicações completas com tutoriais em vídeo no fundo da página. O link para as explicações em português está aqui: https://www.garnstudio.com/pattern.php?id=5449&cid=28 Bom Tricô!
19.08.2020 - 09:47
Laurie Garris skrifaði:
For Checco's Dream pattern, not sure how many skeins of DROPS Merino Extra Fine mix (50g) are needed for the size 1/3 years. Is it 5 skeins (250 g)? Please clarify. Thank you.
04.07.2020 - 03:50DROPS Design svaraði:
Dear Lauris, for the smallest size ( for 1/3 months) you will need 200 gramms (= 4 balls), for the size that fits 3/4 years old children) you will need 300 gramms (= 6 balls). Happy Knitting!
06.07.2020 - 03:25
Betty Korver skrifaði:
Ga na de laatste meerdering verder met telpatroon M.1 en 6 st in ribbelst aan iedere kant voor de voorbies en de mouwrand tot het werk 27-29-33 (37-40) cm meet. Er staan nu 64-72-76 (88-100) st op de nld. Ik zie een boordsteek in de mouw maar er staat dat er 6steken ribbbels moet worden gebreid. Zie ik iets over het hoofd?
26.05.2020 - 17:05DROPS Design svaraði:
Dag Betty,
De boordsteek in de mouw bestaan uit ribbels, dus dit zijn inderdaad de 6 steken ribbels.
31.05.2020 - 10:30
Nicole skrifaði:
Kloppen de maten wel? Kleinste maatje gebreid vindt de mouw lengte vrij lang?
21.04.2020 - 02:02DROPS Design svaraði:
Dag Nicole,
Ja, de maten kloppen hoor. Dit patroon heeft inderdaad wat een royale mouwlengte.
28.04.2020 - 20:41
Carla Duvivier skrifaði:
Zijn de mouwen naar verhouding niet veel te lang? als ik volgens t patroon t aantal steken opzet voor de mouwen, meten ze wel 4 cm langer dan wat aangegeven staat bij de tekening!
26.03.2020 - 23:27DROPS Design svaraði:
Dag Carla,
Ik heb het nagekeken en het aantal op te zetten steken voor de mouwen zou wel moeten kloppen.
27.03.2020 - 12:23
Checco's Dream#checcosdreamcardigan |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir börn í perluprjóni án ermasauma úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 21-11 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 3. og 4. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 2, 6, 11 og 15 cm. Stærð 6/9 mán: 2, 7, 12 og 16 cm. Stærð 12/18 mán: 2, 8, 13 og 19 cm. Stærð 2 ára: 2, 7, 12, 17 og 22 cm. Stærð 3/4 ára: 2, 8, 13, 19 og 24 cm. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um V-hálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR 6 KANTLYKKJUM AÐ FRAMAN ÞANNIG: Þegar fyrsta lykkjan á að vera slétt: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Þegar fyrsta lykkjan á að vera brugðin: 2 lykkjur snúnar brugðið saman (þ.e.a.s. prjónið í aftari lykkjubogann í stað fremri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN 6 KANTLYKKJUM ÞANNIG: Þegar síðasta lykkjan á að vera slétt: 2 lykkjur slétt saman. Þegar síðasta lykkjan á að vera brugðin: 2 lykkjur brugðið saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjað er á öðru framstykkinu, nýjar lykkjur eru fitjaðar upp fyrir ermi og prjónað er upp að öxl. Síðan er hitt framstykkið prjónað og svo eru bæði framstykkin sett saman og prjónað er niður yfir bakstykkið. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 31-35-39 (43-43) lykkjur (meðtaldar 6 kantlykkjur við miðju að framan og 1 kantlykkju í hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 6 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= kantur að framan), * 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN. Þegar prjónaðar hafa verið alls 4 umferðir stroff er prjónað M.1 með 6 kantlykkjum við miðju að framan í garðaprjóni og 1 kantlykkja garðaprjón í hlið. Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 7-8-9 (10-11) cm prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, M.1 yfir næstu 18-22-22 (26-26) lykkjur, setjið síðustu 12-16-16 (20-20) lykkjur sem voru prjónaðar á þráð fyrir vasalok, haldið áfram M.1 yfir næstu 6-6-10 (10-10) lykkjur og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 12-16-16 (20-20) nýjar lykkjur yfir lykkjur á þræði = 31-35-39 (43-43) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 16-17-20 (23-25) cm. LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! V-HÁLSMÁL: Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir 6 kantlykkjur að framan í byrjun á umferð (aðrar lykkjur á prjóni eru ekki prjónaðar) – þetta er gert til að V-hálsmálið leggist fallega. Prjónið síðan aftur yfir allar lykkjur JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir V-hálsmáli í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) þannig: Fækkið um 1 lykkju alls 12-14-16 (16-16) sinnum – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. ÚTAUKNING FYRIR ERMI: JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hlið fyrir ermi: 5 lykkjur 4-4-5 (5-5) sinnum, 7 lykkjur 0-1-1 (2-3) sinnum og 25-24-21 (22-27) lykkjur 1 sinni. Á eftir síðustu útaukningu er haldið áfram með M.1 með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið fyrir kant að framan og ermakant þar til stykkið mælist 27-29-33 (37-40) cm. Nú eru 64-72-76 (88-100) lykkjur á prjóni. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með mynstur eins og áður þar til prjónað hefur verið 1 cm frá prjónamerki – stillið af að síðasta umferð sé frá röngu. Setjið lykkjur á þráð. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema spegilmynd. Passið uppá að M.1 sé prjónað öfugt miðað við hægra framstykki. ATH: Ekki er fellt af fyrir hnappagötum í vinstri kanti að framan. BAKSTYKKI: Setjið til baka 64-72-76 (88-100) lykkjur frá hægra framstykki á hringprjón 4, fitjið upp 14-14-18 (18-22) nýjar lykkjur á prjóninn (= hálsmál aftan í hnakka) og setjið inn 64-72-76 (88-100) lykkjur frá vinstra framstykki á sama hringprjón = 142-158-170 (194-222) lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 lykkjur garðaprjón (= ermakantur), M.1 eins og áður yfir næstu 52-60-64 (76-88) lykkjur, 26-26-30 (30-34) lykkjur garðaprjón (= kantur í hálsi að aftan), M.1 yfir næstu 52-60-64 (76-88) lykkjur og 6 lykkjur garðaprjón (= ermakantur). Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir miðju 26-26-30 (30-34) lykkjur. Haldið síðan áfram með M.1 eins og áður yfir allar lykkjur með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið fyrir ermakant. Þegar stykkið mælist 7½-8-8 (8½-8½) cm frá prjónamerki á öxl er fellt af í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: 25-24-21 (22-27) lykkjur 1 sinni, 7 lykkjur 0-1-1 (2-3) sinnum og 5 lykkjur 4-4-5 (5-5) sinnum = 52-56-64 (72-76) lykkjur eftir á bakstykki. Haldið áfram með M.1 með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 25-27-31 (35-38) cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir og endið með 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkja garðaprjón. Þegar prjónaðar hafa verið alls 4 umferðir stroff er prjónuð 1 umferð slétt (frá réttu) yfir allar lykkjur áður en fellt er laust af. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma og sauma undir ermum innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. Brjótið uppá neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður við uppfitjunarkant með nokkrum sporum. VASALOK: Setjið til baka þær 12-16-16 (20-20) lykkjur frá þræði á öðru framstykkinu á hringprjón 4. Prjónið stroff fram og til baka með 1 lykkju garðaprjón og 2 lykkjur slétt í hvorri hlið (séð frá réttu). Þegar vasalokið mælist 2½-2½-3 (3-3) cm fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Saumið vasalokið við framstykki með lykkjuspori í hvora hlið. Saumið vasaopið við botninn á vasalokinu (þar sem lykkjur voru settar á þráð) á bakhlið á stykki. Prjónið annað vasalok á sama hátt á hinu framstykkinu. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #checcosdreamcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 21-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.