Diane skrifaði:
Hallo, Ich stricke die Hose in der Größe 6/9. Dort steht, dass nach 42 cm nochmals 2 cm gestrickt werden sollen. Dabei ist laut Diagramm die Hose aber nur 42 cm groß.
09.11.2024 - 14:33DROPS Design svaraði:
Liebe Diana, ja ganz richtig, die 2 letzten cm werden innen gefaltet - siehe unter ZUSAMMENNÄHEN. Viel Spaß beim Stricken!
11.11.2024 - 08:33
Yvonne skrifaði:
Ska sticka tröja Karisma garn på mönstret DropsNordisk tröja med samisk Bård står det färg blå nr 041 men den finns ingen stans ? Är den ersatt med någon annan blå ?
25.10.2024 - 16:39DROPS Design svaraði:
Hei Yvonne. Om du tenker på SmåDROPS nr. 4-3 og Nordisk genser i Karisma med Samisk Bord, så er farge nr. 041, blå utgått fra vårt sortiment. Man ta en titt på fargekartet til DROPS Karisma. Der finner du 7 blåfarger, alt fra mørkeblå til lyseblå. Kanskje farge nr. 07 kornblå eller farge nr. 30 lys jeansblå kan være et godt alternativ? mvh DROPS Design
28.10.2024 - 09:50
Yvonne skrifaði:
Byte av garn, kan man byta rakt av, garn Fabel mönster Hello Stripes barntröja till garn Karisma ?
25.10.2024 - 09:52DROPS Design svaraði:
Hej Yvonne, DROPS Fabel og DROPS Karisma tilhører 2 forskellige grupper med forskellig strikkefasthed, så det fungerer ikke. Du kan erstatte DROPS Fabel med DROPS Baby Merino :)
25.10.2024 - 10:37
Nicoletta skrifaði:
Buongiorno, non riesco a capire se nella quantità di filato indicata per il maglione è compresa anche la quantità di filato per i pantaloni, visto che la quantità di filato dei calzini è specificata a parte. Eventualmente, se non fosse compresa, quanto filato dei due colori per i pantaloni? Grazie mille
23.08.2024 - 13:31DROPS Design svaraði:
Buonasera Nicoletta, grazie per la segnalazione. Abbiamo aggiunto la quantità di filato richiesta per i pantaloncini. Buon lavoro!
26.08.2024 - 21:23
Anonyymi skrifaði:
Villapaidan raglankavennuksessa sanotaan että "kavenna seuraavalla oikean puolen kierroksella". Tarkoittaako se siis että pitää vuoro kierroksin neuloa oikeaa ja nurjaa tai vasemmalle ja oikealle.
06.03.2024 - 10:16DROPS Design svaraði:
Kyllä, koska kaarroke neulotaan tasona, eli neulot vuorotellen yhden kerroksen työn oikealta puolelta ja yhden kerroksen työn nurjalta puolelta.
06.03.2024 - 17:00
Linda skrifaði:
I can see in your picture for the jumper with stripes, dots and raglan, pants and socks, you use more than two colours. Do you have a separate pattern which includes these colours?
24.10.2023 - 04:47DROPS Design svaraði:
Hi Linda, The Drops Fabel yarn gives you the extra colours seen in the picture. Happy knitting!
24.10.2023 - 07:19
Fuchs skrifaði:
Bonjour, merci pour votre précédente réponse. Pouvez-vous m’expliquer quand commencent les rangs raccourcis ? Combien doit il me rester de mailles à la fin pour la taille 18 mois? A quoi sert-il ? Merci
01.12.2022 - 22:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Fuchs, Il vous reste 78 m après les diminutions du raglan; les rangs raccourcis tricotés dans le dos du pull permettent à l'encolure dos d'être plus haute que l'encolure devant. Tricotez simplement ainsi en 12/18 mois: à partir du milieu dos: 7 m end sur l'endroit, tournez et tricotez 14 m envers sur l'envers, tournez et tricotez 21 m endroit sur l'endroit, tournez et tricotez 28 m envers sur l'envers, les rangs raccourcis sont terminés. Mettez les mailles en attente et tricotez d'abord la bordure des raglans devant/manche avant de faire le col. Bon tricot!
02.12.2022 - 08:11
Fuchs skrifaði:
Bonjour Pour le pull, à que moment je commence le raglan ? Est ce que la manche de gauche en fait partie pour terminer le rang? Vous dites de diminuer 3 mailles , où et la 2 ème fous quand ? Pouvez vous expliquer le tout 1er rang et le 2 ème rang maille par maille afin que je puisse comprendre ? Merci d'avance
25.11.2022 - 23:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Fuchs, vous commencez à diminuer pour le raglan dès le 3ème rang de l'empiècement; commencez d'abord par rabattre les 3 premières mailles du devant (côté gauche de l'encolure/bordure de boutonnage) tricotez jusqu'à la fin du rang (devant, manche droite, dos, manche gauche), tournez à la fin du rang (manche gauche), rabattez les 3 premières mailles et tricotez le rang suivant sur l'envers. Commencez ensuite à diminuer pour le raglan comme indiqué sous DIMINUTIONS (raglan) = vous diminuez 8 mailles à chacun de ces rangs. Bon tricot!
28.11.2022 - 08:55
Sylviane Gaspard skrifaði:
Bonjour, il est impossible de tricoter les petites tailles avec des aiguilles circulaires et quasiment impossible pour la taille 18 mois car les mailles sont trop étirées. Peut-on utiliser des aiguilles droites quitte à faire une couture sur le coté ? Merci
15.11.2022 - 20:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gaspard; vous pouvez utiliser une aiguille circulaire plus courte que la circonférence totale de l'ouvrage (ex. 40 cm) ou bien tricoter en magic loop ou bien effectivement adapter les explications pour des aiguilles droites. Bon tricot!
16.11.2022 - 09:26
Christine skrifaði:
Bonjour. Pouvez-vous préciser les numéros d'aiguilles ? Vous indiquez 2,5, mais s'agit-il des numéros US ? Effectivement, si j'utilise les aiguilles 2,5, normes françaises, je suis très loin d'obtenir le nombre de mailles/rangs de votre échantillon. Je dois donc tricoter en 3,5 norme française pour me rapprocher de votre échantillon. Merci pour votre réponse
17.03.2022 - 18:09DROPS Design svaraði:
Bonjour Christine, la taille des aiguilles indiquée dans les modèles français est en système métrique, le même utilisé en France; mais nous tricotons toutes de façons différentes, d'où l'importance de l'échantillon. Si vous obtenez le bon nombre de mailles et de rangs avec les aiguilles 3,5, alors utilisez celles-ci. Bon tricot!
18.03.2022 - 09:27
Hello Stripes#hellostripessweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Sett með prjónaðri peysu fyrir börn með röndum, doppum og laskalínu, buxum og sokkum úr DROPS Fabel
DROPS Baby 19-3 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2 – allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um laskalínu): FRÁ RÉTTU: Í byrjun á umf: 1 kantlykkja, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Í lok umf (byrjið þegar 3 l eru eftir): Prjónið 2 l slétt saman, 1 kantlykkja. Við 3 prjónamerki er lykkjum fækkað í skiptingunni á milli erma og fram- og bakstykkis (byrjið 3 l á undan prjónamerki): Prjónið 2 l slétt saman, 2 l sl (prjónamerki er staðsett á milli þessa 2 l), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. FRÁ RÖNGU: Í byrjun á umf: 1 kantlykkja, 2 l br saman. Í lok umf (byrjið þegar 3 l eru eftir): 2 l snúnar br saman (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan), 1 kantlykkja. Við 3 prjónamerki er lykkjum fækkað í skiptingunni á milli fram- og bakstykkis og erma (byrjið 3 l á undan prjónamerki): 2 lykkjur snúið brugðið saman, 2 lykkjur brugðið (prjónamerki er staðsett á milli þessa 2 l), 2 lykkjur brugðið saman. ATH! Passið uppá að lykkjur leggist í rétta átt séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um buxur): Fækkið lykkjum 3 lykkjum á undan prjónamerki: Prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt. Fækkið um lykkjur á eftir prjónamerki: 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið þar til 6-6-6 (7-8) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið þar til 6-6-6 (7-8) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið þar til 5-5-5 (6-7) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið þar til 5-5-5 (6-7) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. Haldið áfram á sama hátt með því það fækki um 1 l áður en 1 l er steypt yfir þar til 8-10-10 (10-12) l eru eftir á prjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um sokka): Fækkið lykkjum á undan prjónamerki: Prjónið 2 lykkjur saman. Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 140-156-176 (192-212) l á hringprjóna nr 2,5 með litnum þokumistur. Prjónið 1 umf slétt, prjónið síðan stroff = 2 l sl/2 l br. Þegar stroffið mælist 4 cm er prjónuð 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 12-12-16 (16-20) l jafnt yfir = 128-144-160 (176-192) l. Setjið prjónamerki í hvora hlið = 64-72-80 (88-96) l á milli prjónamerkja. Prjónið M.1. Eftir M.1 er M.2 prjónað áfram. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 17-18-21 (24-27) cm – stillið af eftir 1 rönd í M.2 (þ.e.a.s. eftir 5 umf með einum lit) – prjónið næstu umf þannig: Fellið af 4 l fyrir handvegi, prjónið 57-65-73 (81-89) l (= framstykki), fellið af 7 l fyrir handvegi, prjónið 57-65-73 (81-89) l (= bakstykki) og fellið af síðustu 3 l fyrir handvegi, klippið frá. Setjið prjónamerki í miðjulykkju á bakstykki (= miðja aftan við hnakka). Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 40-44-44 (48-52) l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum þokumistur. Prjónið 1 umf slétt, prjónið síðan stroff = 2 l sl/ 2 l br. Þegar stroffið mælist 3 cm er prjónuð 1 umf slétt JAFNFRAMT er fækkað um 4 l jafnt yfir = 36-40-40 (44-48) l. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umf = miðja undir ermi. Prjónið M.1. Eftir M.1 er M.2 prjónað áfram upp úr. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerkið. Endurtakið útaukningu í 4. – 4.- 4.- (5.- 6.) hverri umf alls 8-8-12 (12-12) sinnum = 52-56-64 (68-72) l – útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í mynstur. Þegar stykkið mælist ca 16-17-20 (24-28) cm – stillið af að endað er á sama stað í M.2 eins og á fram- og bakstykki – fellið af í næstu umf 7 l fyrir miðju undir ermi (= 4 l á eftir prjónamerki í byrjun umf og 3 l á undan prjónamerki í lok umf = 45-49-57 (61-65) l eftir á prjóni. Klippið frá og geymið stykkið. Prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handvegi = 204-228-260 (284-308) l. Setjið eitt prjónamerki í allar skiptingar á milli erma og fram- og bakstykkis nema vinstri hlið að framan (þar sem klætt er í flíkina). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið nú fram og til baka frá vinstri hlið að framan. Haldið áfram með M.2 þannig að rendur passi yfir fram- og bakstykki og ermi. Byrjið með að fækka um 3 l í byrjun á 2 fyrstu umf (= laskaop). LASKALÍNA: Fækkið um 1 l, með byrjun frá réttu, hvoru megin við 3 prjónamerkin, að auki er fækkað um 1 l í byrjun og lok umf (= 8 úrtökur í hverri umf) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 10-12-11 (12-14) sinnum og síðan í hverri umf: 6-6-11 (12-12) sinnum. Eftir allar úrtöku eru 70-78-78 (86-94) l eftir á prjóna og stykkið mælist ca 28-30-34 (38-42) cm upp að ölx. Prjónið nú upphækkun að aftan við hnakka frá réttu – haldið áfram með þann lit sem notaður er í mynstri og prjónið nú með einum lit: Prjónið að prjónamerki við miðju aftan við hnakka, prjónið að auki 6-7-7 (8-9) l og snúið við (til þess að koma í veg fyrir göt er fyrsta lykkjan tekin laust af þegar snúið er við og hert er á þræði). Prjónið 12-14-14 (16-18) l og snúið við, prjónið 18-21-21 (24-27) l og snúið við, prjónið 24-28-28 (32-36) l og snúið við. Setjið allar lykkjur á þráð og prjónið kant með laskalínu að framan á undan hálsmáli. KANTUR MEÐ LASKALÍNU AÐ FRAMAN: Prjónið upp ca 24 til 32 l (deilanlegt með 4) innan við 1 kantlykkju með fram lasklínu opi á ermi með prjóna nr 2,5 og litnum þokumistur. Prjónið stroff með 1 kantlykkju í garðaprjóni og 2 l sl í hvorri hlið, séð frá réttu. Þegar kantur að framan mælist 2 cm er fellt af með sl yfir sl og br yfir br. Endurtakið meðfram laskalínu opi á framstykki, en eftir 2 umf er fellt af fyrir 3 hnappagötum jafnt yfir (það verður einnig 1 hnappagat í hálsmáli). 1 hnappagat = fellið af 2 l og fitjið upp í næstu umf 2 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af. HÁLSMÁL: Setjið til baka l af þræði í hálsmáli yfir á hringprjóna nr 2,5 og prjónið að auki upp 5 nýjar l yfir kant að framan með litnum þokumistur = 80-88-88 (96-104) l. Prjónið stroff fram og til baka frá laskalínu opi, séð frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 l sl/2 l br *, endurtakið frá *-* og endið á 2 l sl og 1 kantlykkju í garðaprjóni. JAFNFRAMT eftir 2 umf er fellt af fyrir einu hnappagati yfir hin í laskalínu kanti að framan. Þegar hálsmálið mælist 2 cm er fellt af með sl yfir sl og br yfir br. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið saman laskalínu kant að framan neðst, með opið á móti ermi. Saumið tölur í. ------------------------------------------------------- BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring, neðan frá og upp. SKÁLM: Fitjið laust upp 52-56-60 (64-68) l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum þokumistur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umf = innan verðu á skálm. Prjónið 1 umf slétt, prjónið síðan stroff = 2 l sl/2 l br í hring í 5-5-6 (6-6) cm. Prjónið 1 umf slétt. Síðan er M.1 prjónað. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir M.1 er prjónað áfram með litnum natur og sléttprjón. JAFNFRAMT í fyrstu umf eftir M.1 er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki. Endurtakið útaukningu í 3.-4.-5.- (8.-12.) hverri umf alls 10-11-10 (9-8) sinnum = 72-78-80 (82-84) l. Þegar stykkið mælist 16-19-22 (27-33) cm (nú á að vera búið að auka út) skiptist stykkið við innan verðu á skálm og prjónað er áfram fram og til baka (þetta er gert svo að léttara verði að setja skálmarnar saman á sama hringprjón). Fitjið upp 1 nýja l hvoru megin við kant = 74-80-82 (84-86) l. Þegar stykkið mælist 18-21-24 (29-35) cm fellið af 3 l í byrjun á 2 næstu umf, með byrjun frá réttu = 68-74-76 (78-80) l. Geymið stykkið og prjónið hina skálmina á sama hátt. BUXUR: Setjið inn skálmarnar á sama hringprjóna nr 2,5 = 136-148-152 (156-160) l – byrjun umf = miðja að aftan. Setjið prjónamerki við miðju að framan. Prjónið sléttprjón í hring með litnum natur – JAFNFRAMT er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerki við miðju að framan – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 5-8-7 (6-5) sinnum = 126-132-138 (144-150) l. Þegar stykkið mælist 32-38-42 (48-55) cm prjónið 1 umf sléttprjón JAFNFRAMT er fjöldi l jafnaður út til 124-132-140 (144-152) l. Prjónið nú upphækkun að aftan: Prjónið 12 l frá byrjun umf, snúið við (til þess að sleppa við göt er fyrsta l tekin laust af þegar snúið er við og hert á þræði). Prjónið 24 l og snúið við, prjónið 36 l og snúið við, prjónið 48 l og snúið við. Haldið áfram að prjóna 12 l fleiri í hvert sinn sem snúið er við 6-6-6 (8-8) sinnum til viðbótar. Prjónið síðan M.1 yfir allar l en mynstur er prjónað ofan frá og niður eftir mynsturteikningu. Eftir M.1 er prjónað áfram með litnum þokumistur og sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 36-42-46 (52-59) cm prjónið næstu umf þannig: * 2 l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* umf hringinn (= uppábrot). Prjónið síðan sléttprjón í 2 cm, að kanti, áður en fellt er laust af. FRÁGANGUR: Saumið saman op innan verðu á hvorri skálm innan við 1 kantlykkju. Saumið saman op á milli skálma. Brjótið kantinn saman að röngu í uppábrotskantinn og saumið með fínu spori niður á röngu, skiljið eftir lítið op til þess að þræða teygjuna í gegn. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 48-52-52 (56-60) l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum þokumistur. Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í 5-6-6 (7-7) cm. Prjónið nú 1 umf sléttprjón JAFNFRAMT er fækkað um 12 l jafnt yfir = 36-40-40 (44-48) l. Prjónið nú M.1. Eftir M.1 er prjónað áfram með litnum natur og sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 7-8-8 (9-9) cm haldið eftir fyrstu 18-20-20 (22-26) l á prjóni fyrir hæl og hinar 18-20-20 (22-22) l eru settar á þráð (= ofan á fæti). Prjónið nú sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur í 3-3½-4 (4-4½) cm – setjið eitt prjónamerki. Prjónið nú HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Prjónið nú upp 8-9-10 (10-11) l hvoru megin við hæl og l af þræði (ofan á fæti) eru settar til baka á prjóninn = 42-48-50 (52-56) l. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni. JAFNFRAMT í fyrstu umf, fækkið um 1 l á undan 18-20-20 (22-22) l á fæti með því að prjóna 2 l slétt saman, fækkið um 1 l á eftir 18-20-20 (22-22) l á fæti með því að lyfta 1 lykkju af prjóni, prjóna 1 lykkju slétt og steypa lyftu lykkjunni yfir. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 3-6-7 (5-7) sinnum = 36-36-36 (42-42) l. Prjónið áfram þar til sokkurinn mælist 7-8-9 (10-12) cm frá prjónamerki á hæl, skiptið yfir í litinn þokumistur og haldið áfram í sléttprjóni. Þegar sokkurinn mælist 8-9-10 (12-14) cm frá prjónamerki er sett 1 prjónamerki í hvora hlið á sokknum (= 18-18-18 (21-21) l á milli prjónamerkja, bæði ofan á fæti og undir fæti). Fækkið nú um 1 l hvoru megin við prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku í hverri umf alls 7-7-7 (8-8) sinnum = 8-8-8 (10-10) l eftir á prjóni. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festi vel. Sokkurinn mælist ca 10-11-12 (14-16) cm. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #hellostripessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.