Camela skrifaði:
Why are the numbers of stitches knitted to the center front different on the British pattern from the American? i.e., on the British it says 37 and on the American it says 48? (size XL).
14.09.2025 - 19:34
Sofia skrifaði:
Hej Om jag valt storlek L Raglan fördelningen blir 2,16,2,24,2,16,24 för 88 maskor Erat mönster så är raglan maskor alltid placerade vid räta maskor ifrån ribben. Problemet med om man har denna fördelning på 88 maskor så hamnar 2 av raglan fördelningarna vid Avi maskor från ribb. Maskantalet för storlek L 88 st vid indelning blir inte jämnt och det skapar en ful kant/ markering av raglan från ribb blir ojäm! Behöver erat mönster anpassas?
11.09.2025 - 14:39
DENISE skrifaði:
Pour la division dos/devant manches Tricoter 1 maille endroit .ok Elle se situe dans le dos. ok elle se calcule à partir de où? du marqueur mis a la fin du col? merci de m'aider.
02.09.2025 - 15:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Denise, la 1ère maille du tour est une des mailles du raglan et se trouve affectée au dos lors de la division de l'ouvrage; les tours commencent à la transition entre le dos et la manche droite. La division de l'empiècement se mesure à partir du marqueur placé après les côtes du col, pour les raglans, vous avez placé des fils marqueurs entre les mailles sur l'aiguille. Bon tricot!
02.09.2025 - 17:29
Denise Kossler skrifaði:
Pour placer les 4fils marqueurs faut il compter une maille apres le 1er marqueur qui lui même a ete placé a 31 mailles soit 32 mailles, 1 fil marqueur? merci par avance pour votre réponse
02.09.2025 - 15:10DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Kossler, les fils marqueurs sont placés entre les mailles, ainsi: 1 maille, 1 fil marqueur, 20 mailles, 1 fil marqueur, 32 mailles, 1 fil marqueur, 20 mailles, 1 fil marqueur, il reste 32 mailles jusqu'au fil marqueur suivant (mais 31 mailles jusqu'à la fin du tour). Bon tricot!
02.09.2025 - 17:27
Micheline skrifaði:
Où peux t on trouver la taille correpondante par rapport à nos dimensions
29.08.2025 - 14:37DROPS Design svaraði:
Bonjour Micheline, mesurez un vêtement similaire que vous avez et dont vous aimez la forme et comparez ces mesures à celles du schéma pour trouver la taille correspondante. Retrouvez plus d'infos ici. Bon tricot!
29.08.2025 - 16:28
Marina skrifaði:
Buongiorno, ho voluto lavorare l\'alzatina anche se non era prevista per questo modello. Posso procedere con gli aumenti dello sprone come descritto, cioè alternando a un certo punto 8 e 4 aumenti , oppure mi ritrovo con una gobba dietro? Grazie mille per la risposta.
24.08.2025 - 17:22DROPS Design svaraði:
Buonasera Marina, per un'assistenza così personalizzata può rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia. Buon lavoro!
27.08.2025 - 00:36
Elin skrifaði:
Ta av omslaget från vänster sticka. Men omslag görs väl på höger sticka? Förstår inte riktigt beskrivningen. Kan ni förtydliga den?
11.07.2025 - 16:36DROPS Design svaraði:
Hei Elin. Jo, når du gjør omslaget havner det på høyre pinne, men så strikker du en omgang og når du kommer frem til omslaget på neste omgang er det nå på venstre pinne, og da følger du beskrivningen på hvordan omslaget strikkes, før merketråden eller etter merketråden. mvh DROPS Design
31.07.2025 - 10:08
MARICARMEN skrifaði:
Si no entiendo mal se hacen aumentos en la pretina inferior del cuerpo del Sweater? Cuál es efecto que quiere conseguirse ? Gracias
30.06.2025 - 04:19DROPS Design svaraði:
Hola Mari Carmen, se aumentan puntos antes de trabajar el elástico en la cenefa inferior para que la prenda no se encoja cuando empecemos a trabajar el elástico, ya que el elástico se trabaja más tenso. Así la parte del cuerpo está recta y no más estrecha al final.
06.07.2025 - 19:26
Bec skrifaði:
When placing the 4 markers, do i count from the beginning of the round or where the marker is placed to measure from. The problem I have is that I have the right amount of stitches but the first stitch marker i have to count an extra 1 to put it inbetween to the 2 knit stitches, but that leaves me with 27 left at the end and not 28?
07.06.2025 - 11:10DROPS Design svaraði:
Dear Bec, the measuring marker is left on this row and used for measuring, but it doesn't modify the beginning of the round nor does it affect the raglan markers in any way. So you start placing the markers from the beginning of the round. Remember that the 4 raglan markers will be moved as you work, but the measuring marker has to stay in the very first row; otherwise you can't use it for measuring the piece. You can use different color markers to differentiate between the raglan markers and the measuring marker. Happy knitting!
08.06.2025 - 15:02
Julie Terry skrifaði:
When pattern says to knit 4 rounds is ghat stocking stitch
01.03.2025 - 15:40DROPS Design svaraði:
Dear Julie, yes, you knit 4 rounds which, when worked in the round, is the same as working 4 rounds in stocking stitch. Then you will work the rib. Happy knitting!
02.03.2025 - 19:09
Midnight Glow#midnightglowsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og rúllukanti. Stærð S - XXXL.
DROPS 254-39 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan. Á UNDAN MERKIÞRÆÐI: Lyftið uppslættinum frá vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Á EFTIR MERKIÞRÆÐI: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr mitt í þessum 2 lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 164 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 20) = 8,2. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 8. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn - svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá hægri öxl að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 80-88-88-104-104-112 lykkjur á hringprjón 5 með DROPS Nepal. Skiptið yfir á hringprjón 4 (fitjað er upp með grófari prjónum til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur) og prjónið 4 umferðir sléttprjón. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 6-6-6-7-7-7 cm. Byrjun umferðar er við hægri öxl að aftan. Setjið 1 merki eftir fyrstu 40-44-44-48-48-52 lykkjur í umferð (= ca fyrir miðju að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Nú eru settir 4 merkiþræðir í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar, merkiþræðirnir eru settir á milli 2 lykkja slétt frá stroffi, þessar lykkjur kallast nú fyrir laskalykkjur og eru prjónaðar í sléttprjóni. Teljið 1 lykkju og setjið 1. merkiþráðinn á undan næstu lykkju, teljið 16-16-16-20-20-20 lykkjur (= ermi), setjið 2. merkiþráðinn á undan næstu lykkju, teljið 24-28-28-32-32-36 lykkjur (= framstykki), setjið 3. merkiþráðinn á undan næstu lykkju, teljið 16-16-16-20-20-20 lykkjur (= ermi), setjið 4. merkiþráðinn á undan næstu lykkju, það eru eftir 24-28-28-32-32-36 lykkjur á eftir síðasta merkiþræði og fram að 1. merkiþræði (= bakstykki). Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið sléttprjón jafnframt sem aukið er út fyrir LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan, þ.e.a.s. aukið er út fyrir laskalínu á eftir/á undan 2 lykkjur í sléttprjóni við hvern merkiþráð í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma í annarri hverri umferð alls 8-8-11-9-7-7 sinnum = 144-152-176-176-160-168 lykkjur (= 8 lykkjur fleiri í hverri útaukningsumferð). Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Síðan heldur útaukningin áfram þannig: Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð á framstykki og bakstykki, en á ermum er nú einungis aukið út í 4. hverri umferð (= til skiptis 4 og 8 lykkjur fleiri í hverri útaukningsumferð), endurtakið þessa útaukningu alls 16-16-16-18-24-26 sinnum á framstykki og bakstykki og 8-8-8-9-12-13 sinnum á ermum. Á eftir síðustu útaukningu eru 240-248-272-284-304-324 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 22-22-25-25-28-30 cm frá merki eftir kant í hálsmáli. Prjónið síðan án þess að auka út þar til stykkið mælist 22-23-25-25-28-30 cm frá merki mitt að framan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 1 lykkju eins og áður (= tilheyrir bakstykki), setjið næstu 48-48-54-56-58-60 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-12-14-18-20-22 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 72-76-82-86-94-102 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 48-48-54-56-58-60 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-12-14-18-20-22 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 71-75-81-85-93-101 lykkjur eins og áður (= bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig og byrjun umferðar er í skiptingunni á milli fram- og bakstykkis og erma. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 164-176-192-208-228-248 lykkjur. Setjið 1 merki í aðra hliðina á stykkinu (= mitt í þær 10-12-14-18-20-22 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi). Prjónið fram að merki, umferðin byrjar hér og prjónað er í hring. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 44-46-48-48-50-52 cm frá merki fyrir miðju að framan. Skiptið yfir á hringprjón 4, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 20-20-24-24-28-28 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 184-196-216-232-256-276 lykkjur. Þegar stroffið mælist 6-6-6-7-7-7 cm prjónið 4 umferðir sléttprjón. Fellið aðeins laust af með garðaprjóni. Peysan mælist 51-53-55-56-58-60 cm frá merki mitt að framan og ca 56-58-60-62-64-66 cm frá toppi á öxl. ERMAR: Setjið 48-48-54-56-58-60 lykkjur frá ermi frá öðrum þræðinum á hringprjón 5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 10-12-14-18-20-22 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 58-60-68-74-78-82 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í 10-12-14-18-20-22 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Prjónið sléttprjón hringinn í umferð – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingunni, er lykkjum fækkað mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 7-7-4-3-2½-2 cm alls 5-5-8-10-11-12 sinnum = 48-50-52-54-56-58 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 39-38-37-36-34-32 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 4-6-4-6-4-6 lykkjur jafnt yfir í umferð 1= 52-56-56-60-60-64 lykkjur. Þegar stroffið mælist 6-6-6-7-7-7 cm eru prjónaðar 4 umferðir sléttprjón. Fellið af aðeins laust með garðaprjóni. Ermin mælist ca 46-45-44-44-42-40 cm frá skiptingunni. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #midnightglowsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 254-39
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.