Loredana skrifaði:
Bonjour. Si je veux utiliser une seul couleur, combien de fil j'ai besoin s'il vous plaît !? Merci d'avance
28.01.2026 - 18:54
Wilma Jansen skrifaði:
Dit model wordt met vier draden Kids Silk gebreid. Kan ik ook een combinatie van DROPS Kid-Silk met DROPS Nord gebruiken. En welke pendikte ik dan moet gebruiken met welke stekenverhouding. Alvast bedankt voor uw reactie.
30.12.2025 - 18:02DROPS Design svaraði:
Dag Wilma,
Kid Silk En Alpaca is inderdaad onderling vervangbaar met ongeveer dezelfde pendikte. Maak wel altijd een proeflapje en pas eventueel de naalddikte aan.
Met de garenvervanger, waarvan een link staat onder de materialenlijst bij ieder patroon, kun je ook vervangend garen vinden voor je project. De benodigde hoeveelheid wordt dan ook gelijk aangegeven.
30.12.2025 - 20:48
Gesiena Van Der Giessen skrifaði:
Gistgeren plaatste ik deze vraag. Ik ben géén spammer! Graag zou ik de video´s erbij willen hebben.Waar vind ik de instructievideo´s van dit patroon? Pink Melody. Vriendelijk bedankt, Gesiena
20.11.2025 - 08:55DROPS Design svaraði:
Dag Gesiena,
Bovenaan het patroon (vlak onder de titel en beschrijving) vind je een link naar de video's die bij dit patroon horen.
20.11.2025 - 22:11
Staci skrifaði:
Bonjour, Je n'arrive pas à trouver une guide des tailles sur votre site. Je porte une taille 38/40, est-ce plutôt une taille "S" ou "M"? Merci pour votre aide!
13.11.2025 - 21:34DROPS Design svaraði:
Bonjour Staci, retrouvez ici et en détail comment trouver la taille à tricoter. Bon tricot!
14.11.2025 - 08:28
Laila skrifaði:
Kan godt lide denne bluse
16.09.2025 - 09:27
Laila skrifaði:
Jeg kan godt lide den slags bluser
16.09.2025 - 09:26
Ela skrifaði:
Prosiłabym o dodatkowe wyjaśnienie jak nabierać tu oczka. Czy chodzi o to, żeby z każdym nabierać oczko i łączyć te dwie części? Nie rozumiem w którą stronę należy nabierać oczka. PRAWY PRZÓD: Teraz nabieramy oczka wzdłuż skosu prawego ramienia tyłu – zacząć na prawej stronie robótki, od ramienia i nabierać w stronę dekoltu następująco: nabrać 1 oczko, w odl. 1 oczka od brzegu, w każdy przerobiony rząd = 18
12.09.2025 - 09:09DROPS Design svaraði:
Witaj Elu, zobacz koniecznie nasze video TUTAJ. Na początku właśnie są nabierane oczka na prawy przód. W razie dodatkowych pytań pisz śmiało. Pozdrawiamy!
12.09.2025 - 09:30
Lisa skrifaði:
Can I do this pattern inYarn Group C?
30.08.2025 - 14:54
Farkas Anna skrifaði:
Szia! Ezt a darabot kell blokkolni? Ha igen, hogyan? Ahol nem lettek egyenletesek a szemek, azt ki lehet javítani blokkolással? Előre is köszönöm a választ!
16.06.2025 - 07:41DROPS Design svaraði:
Kedves Anna! Minden kötött darabnak jót tesz, ha kiblokkoljuk, amivel nagyban tudunk segíteni azon is, ha a kötés, a kötéskép nem, vagy nem mindenhol egyenletes. Ugyanakkor, ezekkel a finom fonalakkal nagyon óvatosan kell bánni, semmiképp se tegye mosógépbe, és ne centrifugázza, csak óvatosan nyomkodja ki belőle a vizet, majd gondosan méretre igazítva, vízszintes felületen szárítsa. Sikeres kézimunkázást!
19.07.2025 - 22:35
Linda Gilkes skrifaði:
When picking up the stitches for the sleeves (size L), I can only get 100 stitches instead of 116. I pick up one stitch from each edge stitch. Will my arm hole be too small? In the sleeve cap, do you go all around the sleeve edging each time or just stay up top sleeve?
23.05.2025 - 17:02DROPS Design svaraði:
Dear Linda, you need to pick up 58 sts in total per armhole; just make sure that you have the same number of stitches on each side of the marker (so 29 on each side). You shouldn't pick up 1 stitch in each stitch, so you should skip some stitches evenly to ensure to have 29 stitches per armhole. Happy knitting!
25.05.2025 - 22:49
Pink Melody#pinkmelodysweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr 4 þráðum DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl. Stærð S - XXXL.
DROPS 255-6 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá RÉTTU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá RÉTTU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá RÖNGU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá RÖNGU: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. LEIÐBEININGAR PRJÓN: Þegar prjónaðar eru stuttar umferðir myndast lítið gat þegar stykkinu er snúið við – hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German Short Rows þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði á bakhlið (þannig verða til tvær lykkjur á prjóninum). Þessar lykkjur eru prjónaðar saman í næstu umferð. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til lykkjufjöldi fyrir axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið smá skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er hægt að láta bakstykkið bíða á meðan framstykkið er prjónað. Framstykkið er fyrst prjónað í 2 stykkjum. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hinni öxlinni. Hægra og vinstra framstykki er sett saman þegar útaukningu er lokið fyrir hálsmáli. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg og ermar eru prjónaðar niður á við. Fyrst er prjónað fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpu, síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 26-26-28-30-30-30 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði í hvorum lit með DROPS Kid-Silk. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (= ranga): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 og prjónið 3 lykkjur brugðið, aukið út 1 lykkju til hægri, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til vinstri, 3 lykkjur brugðið. Á EFTIR UMFERÐ 3: Prjónið UMFERÐ 2 og 3 alls 9-10-11-11-12-14 sinnum, á eftir síðustu útaukningu eru = 62-66-72-74-78-86 lykkjur í umferð. Setjið 1 merki yst í hliðina. Héðan er nú stykkið mælt frá! Prjónið síðan í sléttprjóni - Munið að fylgja prjónfestunni – þar til stykkið mælist 12-13-13-13-13-14 cm mælt frá merki yst meðfram handvegi. Nú eru lykkjur auknar út í hvorri hlið fyrir handveg. ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 2-2-2-3-3-3 sinnum = 66-70-76-80-84-92 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 15-16-16-17-17-18 cm, mælt frá merki yst meðfram handvegi, endið með umferð frá röngu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er vinstra framstykkið prjónað meðfram vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Finnið vinstri öxl á bakstykki þannig: Leggið bakstykkið flatt með réttuna upp, leggið bakstykkið þannig að lykkjur frá þræði / hjálparprjóni snúa að þér, vinstri hlið á stykki = vinstri öxl. Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis vinstri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við hálsmál og prjónið upp lykkjur út að öxl þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð, innan við ystu lykkju = 18-20-22-22-24-28 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið sléttprjón (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu). Þegar stykkið mælist 9 cm, aukið út lykkjur að hálsmáli þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið út umferðina. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 4 sinnum = 22-24-26-26-28-32 lykkjur, (prjónið næstu umferð frá réttu). Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er hægra framstykkið prjónað meðfram hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Nú eru prjónaðar upp lykkjur meðfram bakstykkis hægri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við öxl og prjónið upp lykkjur inn að hálsmáli þannig: Prjónið upp 1 lykkjur í hverja prjónaða umferð innan við ystu lykkju = 18-20-22-22-24-28 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið sléttprjón (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu). Þegar stykkið mælist 9 cm, aukið út lykkjur að hálsmáli þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 4 sinnum = 22-24-26-26-28-32 lykkjur (= prjónið næstu umferð frá réttu). Síðan eru framstykkin sett saman – lesið útskýringu að neðan. FRAMSTYKKI (hægra og vinstra stykki sett saman): Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 22-24-26-26-28-32 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 18-18-20-22-22-22 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið síðan 22-24-26-26-28-32 lykkjur frá vinstra framstykki = 62-66-72-74-78-86 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 22-23-25-25-27-28 cm. Nú er aukið út í hvorri hlið fyrir handveg. ÚTAUKNING FYRIR HANDVEG: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 2-2-2-3-3-3 sinnum = 66-70-76-80-84-92 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 25-26-28-29-31-32 cm, endið á umferð frá röngu. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. Stykkið er nú mælt héðan! FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið 66-70-76-80-84-92 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 2-2-2-2-6-6 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (= í hlið mitt undir ermi), prjónið síðan 66-70-76-80-84-92 lykkjur frá bakstykki og fitjið upp 2-2-2-2-6-6 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) = 136-144-156-164-180-196 lykkjur í umferð. Prjónið hringinn þar til stykkið mælist ca 59-61-63-65-66-67 cm, mælt frá efsta punkti á öxl. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 2 umferðir í stroffprjóni 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, prjónið síðan 4 umferðir í sléttprjóni. Notið hringprjón 6 og fellið af með sléttum lykkjum. Framstykkið mælist 62-64-66-68-70-72 cm mælt frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, framstykkið er ca 2 cm lengra en loka mál þar sem lykkjur voru prjónaðar upp er ekki fyrir miðju ofan á öxl, heldur aðeins neðar á bakstykki, peysan mælist 60-62-64-66-68-70 cm. ERMAR: Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg = mitt ofan á öxl (ATH! Miðja ofan á öxl er ekki á sama stað og lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, heldur ca 5-5-6-6-7-7 cm niður á framstykki). Prjónið upp lykkjur í kringum handveg, notið hringprjón 6 og byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi – prjónið upp 52-54-58-60-64-68 lykkjur – stillið af að prjónaðar séu upp jafn margar lykkjur hvoru megin við merki. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpu til að ermin fá betra form og passi betur, umferðin byrjar mitt undir ermi þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 6-6-7-7-8-8 lykkjur fram hjá merki ofan á öxl, snúið stykkinu – lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 6-6-7-7-8-8 lykkjur fram hjá merki, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 5-5-5-5-4-4 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skiptið, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 5-5-5-5-4-4 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skiptið, snúið stykkinu. Endurtakið síðan UMFERÐ 3 og 4. Prjónið þar til snúið hefur verið við alls 6-6-8-8-10-10 sinnum (= 3-3-4-4-5-5 sinnum í hvorri hlið og síðasta umferð er frá röngu). Á EFTIR SÍÐASTA SKIPTI SEM SNÚIÐ ER VIÐ: Í síðasta skipti sem umferð 4 er endurtekin, endið umferð með að snúa stykkinu, prjónið síðan frá réttu að byrjun á umferð (mitt undir ermi). Setjið 1 merkiþráð mitt undir ermi, það á að nota hann þegar fækka á lykkjum undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Nú er prjónað í hring í sléttprjón yfir allar lykkjur jafnframt því sem fækka á lykkjum undir ermi þannig: Þegar ermin mælist 1 cm (mælt mitt undir ermi), fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA, fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 3 sinnum, síðan er lykkjum fækkað í hverjum 18-18-12-8-6-5 cm alls 2-2-3-3-4-5 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til ermin mælist 45-45-44-44-43-42 cm frá öxl. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5 og prjónið 2 umferðir í stroffprjóni 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, prjónið síðan 4 umferðir í sléttprjóni. Notið sokkaprjóna 6 og fellið af. Ermin mælist ca 48-48-47-47-46-44 cm frá miðju ofan á öxl. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp ca 80 til 94 lykkjur í kringum hálsmál með hringprjón 4,5 og 1 þræði í hvorum lit með DROPS Kid-Silk. Prjónið sléttprjón í 6 cm, síðan eru prjónaðar 2 umferðir með stroffi 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið. Prjónið 4 umferðir í sléttprjóni. Notið hringprjón 6 og fellið af í garðaprjóni. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pinkmelodysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 255-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.