Sabine skrifaði:
Was passiert mit den 12 neu angeschlagenen Maschen unter dem Arm? Wie werden sie vernäht, damit kein Loch bleibt?
03.01.2025 - 19:29DROPS Design svaraði:
Liebe Sabine, wenn man die Ärmel später strickt, wird man 1 Masche in jeder von diesen 12 Maschen auffassen so gibt es kein Loch - siehe ab Bild 18A (diese Maschen werden angeschlagen) / 18B (diese Maschen werden aufgefassen) in dieser Lektion. Viel Spaß beim Stricken!
06.01.2025 - 08:19
Catherine skrifaði:
Bonjour La taille S est ce du 36/38 pour la France ? Je vous remercie pour votre réponse Catherine
11.12.2024 - 10:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Catherine, mesurez un vêtement que vous avez et dont vous aimez la forme et comparez ces mesures à celles du schéma, vous trouverez ainsi la taille correspondante. Retrouvez plus d'infos ici. Bon tricot!
12.12.2024 - 08:48
Federica skrifaði:
Salve ho bisogno di aiuto. Non capisco come si costruisce questo cardigan. Qui si parla di bordo destro e bordo sinistro. Ma non capisco se sono i bordi del collo o del davanti e dietro . E quando ho finito questi 17 cm. di bordo dice di tagliare il filo e quindi da dove riparto? Scusate sono io che non sono pratica . Grazie se potete darmi un aiuto
09.12.2024 - 15:31DROPS Design svaraði:
Buonasera Federica, si lavorano prima i bordi singolarmente poi si uniscono avviando le maglie per lo sprone. Dopo il primo bordo deve mettere il lavoro da parte e iniziare il 2° bordo. Buon lavoro!
13.12.2024 - 23:08
Giovanna skrifaði:
Ciao. Non è chiaro nella traduzione italiana quando bisogna iniziare a fare la prima asola. Dalla foto capisco che occorre farla già dall'inizio del lavoro. Potrebbe specificare da quanti centimetri dall'inizio del lavoro? Inoltre ho notato un errore di ripetizione e lo cito ( ripetuto due volte bordo destro ) "Passare ai ferri circolari n° 4 mm. Lavorare il bordo destro come prima dal diritto del lavoro, avviare 76-76-78-78-80-82 maglie, lavorare il bordo destro ...."
30.06.2024 - 14:59DROPS Design svaraði:
Buonasera Giovanna, le asole vanno lavorate come indicato alla fine degli aumenti del collo, segua il numero indicato per la sua taglia. Grazie per la segnalazione: abbiamo corretto l'errore. Buon lavoro!
03.07.2024 - 18:25
Claudia B skrifaði:
Ich bin jetzt am Ende des glatt rechten Rumpfteils angekommen und frage mich, mit welchen Knopflöchern ich beginnen soll?
31.05.2024 - 18:26
Maria skrifaði:
Im having trouble understing what's going to happen with the original front pieces? Atm they're just flapping around from where they're attached to at the top of the cardigan-work in progress, from each side. Seemingly without purpose, also how do I know that they're lone enough as I can't increase now that they're on the project. I also don't understand what the meaning of them are?
29.05.2024 - 09:13DROPS Design svaraði:
Dear Maria, not sure exactly which part you mean, but the body is knitted downwards, in one piece, and the two small piece you started with should be sewn together and then sewn on to the neck (see the very last sentence of the instructions, under ASSEMBLY. I hope this helps. Happy Knitting!
29.05.2024 - 11:29
Lilian Lund skrifaði:
Vad är det för skillnad på 249-16 respektive 206-34
06.04.2024 - 10:09
Sonny skrifaði:
Symbols = knit from right side, purl from wrong side symbols = purl from right side, knit from wrong side Not doing very well as I’m struggling to get started🤣 Does the above mean knit when on right right and then purl when on wrong side please?
04.04.2024 - 17:12DROPS Design svaraði:
Dear Sonny, the diagrams always show every pattern as you would see it from looking at it from the right side. Thus the stitches represented by the empty square symbol should be knitted from the right side, and purled from the wrong side. The stitches represented by the X symbole should be purled on the right side and knitted from the wrong side. Basically the A.1 is a K3/P1 ribbing, the A.2 is a P1/K3 ribbing. Happy Knitting!
05.04.2024 - 02:17
Rina Tissen skrifaði:
Ik brei morning-afterpil moon cardigan en moest 2 biezen breien. Moet ik deze opzij leggen? Ik begrijp het breien van de pas niet.
28.03.2024 - 21:49DROPS Design svaraði:
Dag Rina,
Je breit eerst de rechter voorbies, knipt de draad af en die leg je aan de kant (dus zonder de steken af te kanten). Vervolgens brei je de linker voorbies, maar als je daarmee klaar bent hoef je de draad niet af te knippen. In plaats daarvan zet je steken op aan het einde van de eerstvolgende naald van die bies (zie paragraaf PAS) en daarna brei je verder met de rechter bies. Nu heb je beide biezen op de naald met steken ertussen.
03.04.2024 - 21:06
Karin skrifaði:
Ich möchte die tolle Jacke stricken.Leider stehe ich jetzt schon auf dem Schlauch was das für eine Blende ist. Ist das sozusagen der Kragen hinten?
16.03.2024 - 14:29DROPS Design svaraði:
Liebe Karin, ja genau, die 2 Blende, die man am Anfang strickt, werden danach zusammengenäht und dann am Halsausschnitt angenäht. Viel Spaß beim Stricken!
18.03.2024 - 08:46
Morning Moon Cardigan#morningmooncardigan |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með laskalínu, V-hálsmáli og rúllukanti. Stærð S-XXXL.
DROPS 249-16 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR (á við um kanta að framan): Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju á undan/eftir merkiþræði þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (= ranga) er uppslátturinn prjónaður þannig: Á UNDAN MERKIÞRÆÐI: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það á að myndast gat. Á EFTIR MERKIÞRÆÐI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Það á að myndast gat. V-HÁLSMÁL: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út þannig: Prjónið vinstri kant að framan eins og áður, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, endið með hægri kant að framan eins og áður. Í næstu umferð (= ranga) prjónið uppsláttinn til að fá minna gat þannig: Á EFTIR HÆGRI KANTI AÐ FRAMAN: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Á UNDAN VINSTRI KANTI AÐ FRAMAN: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagati í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð) frá röngu þannig: Prjónið 4 kantlykkjur að framan eins og áður, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (= rétta), er prjónað þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið uppsláttinn slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, endið með 4 kantlykkjur að framan eins og áður. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar öll útaukning fyrir V-hálsmáli hefur verið gerð til loka, hálsmálið mælist ca 14-14-15-15-16-16 cm. Fellið síðan af fyrir 2 næstu hnappagötum með ca 3½-3½-3½-4-4-4½ cm millibili. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Fyrst eru prjónaðir tveir kantar að framan hvor fyrir sig, síðan eru lykkjur fitjaðar upp fyrir berustykki á milli þeirra og prjónað er ofan frá og niður. Berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptast lykkjur fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við fram og til baka, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring á sokkaprjóna / hringprjóna. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Fitjið upp 4 lykkjur á sokkaprjóna 4 með DROPS Belle. Prjónið A.1 fram og til baka í 17-17-17½-17½-18-18½ cm. Klippið þráðinn og leggið stykkið til hliðar. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Fitjið upp 4 lykkjur á sokkaprjóna 4 með DROPS Belle. Prjónið A.2 fram og til baka í 17-17-17½-17½-18-18½ cm. Síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Nú eru fitjaðar upp lykkjur fyrir berustykki á milli kanta að framan eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið yfir vinstri kant að framan eins og áður frá réttu, fitjið upp 76-76-78-78-80-82 nýjar lykkjur á prjóninn, prjónið yfir hægri kant að framan eins og áður frá réttu = 84-84-86-86-88-90 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 4 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eins og áður. Setjið 4 merkiþræði í stykkið án þess að prjóna þannig: Teljið 6 lykkjur (= framstykki), setjið 1 merkiþráð, teljið 18 lykkjur (= ermi), setjið 1 merkiþráð, teljið 36-36-38-38-40-42 lykkjur (= bakstykki), setjið 1 merkiþráð, teljið 18 lykkjur (= ermi), setjið 1 merkiþráð, það eru 6 lykkjur eftir í umferð (= framstykki). Prjónið fram og til baka í sléttprjóni með 4 kantlykkjum að framan eins og áður í hvorri hlið, jafnframt er aukið út fyrir LASKALÍNU og V-HÁLSMÁL – lesið útskýringu að ofan. Lestu því allan næsta kafla áður en prjónað er áfram. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Aukið út fyrir V-hálsmáli í báðum hliðum í annarri hverri umferð 16-16-17-17-18-19 sinnum, síðan er aukið út í 4. hverri umferð 2 sinnum. Það hafa verið auknar út alls 18-18-19-19-20-21 lykkjur fyrir V-hálsmáli á hvoru framstykki. Munið eftir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan. Aukið út fyrir laskalínu á undan og á eftir merkiþráðum (= 8 lykkjur fleiri) alls 22-26-29-34-35-36 sinnum í annarri hverri umferð. Síðan er einungis aukið út á framstykki/bakstykki (= 4 lykkjur fleiri) 0-0-0-0-3-6 sinnum. Aukið hefur verið út alls 176-208-232-272-292-312 lykkjur fyrir laskalínu. Þegar aukið hefur verið út til loka bæði fyrir laskalínu og V-hálsmáli eru 296-328-356-396-420-444 lykkjur í umferð. Prjónið síðan án þess að auka út lykkjur, þar til stykkið mælist 19-21-23-25-28-30 cm frá miðju að aftan. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Í næstu umferð skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 4 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið 43-47-51-56-61-66 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 60-68-74-84-86-88 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur í umferð (í hlið undir ermi), prjónið 82-90-98-108-118-128 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 60-68-74-84-86-88 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur í umferð (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 43-47-51-56-61-66 lykkjur í sléttprjóni (= framstykki), endið með 4 kantlykkjum að framan eins og áður. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 196-212-232-252-276-300 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 4 kantlykkjum að framan eins og áður í hvorri hlið þar til stykkið mælist 28-28-28-28-27-27 cm frá skiptingunni – munið eftir HNAPPAGAT. Nú er prjónaður rúllukantur neðst á peysunni, JAFNFRAMT því sem fækkað er um 1 lykkju mitt að aftan með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman = 195-211-231-251-275-299 lykkjur. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið kant að framan eins og áður, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, endið með kant að framan eins og áður. Prjónið 3 umferðir sléttprjón. Fellið af. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMAR: Setjið 60-68-74-84-86-88 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna / hringprjóna 4 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 10-10-12-12-14-16 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi = 70-78-86-96-100-104 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í nýjar lykkjur undir ermi, umferðin byrjar hér. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 3-4-3-4-2-4 cm frá skiptingu. Fækkið 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverjum 6-4-3-2-2-1½ cm alls 6-9-12-16-17-18 sinnum = 58-60-62-64-66-68 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 45-44-43-42-39-38 cm, það er eftir ca 1 cm að loka máli. Prjónið 1 umferð (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Prjónið 3 umferðir sléttprjón. Fellið af. Ermin mælist ca 46-45-44-43-40-39 cm. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. Kantar að framan frá hvoru framstykki eru saumaðir saman = mitt að aftan, saumið síðan kanta að framan við lykkjur í kringum hálsmál. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #morningmooncardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 249-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.