Gosset skrifaði:
Très joli modèle
27.10.2025 - 09:47
Gosset skrifaði:
Très joli modèle
27.10.2025 - 09:46
Andrea Igen skrifaði:
Tack för superbra och snabbt svar på min tidigare fråga! Har en till angående mönstret; Det finns helt ifyllda svarta rutor i mönstret och jag undrar vad dom avser. I diagrammet redovisas en svart cirkel och en svart fyrkant men jag vet inte om någon av dessa = helt ifylld fyrkant.
23.10.2025 - 09:23DROPS Design svaraði:
Hej Andrea. Helt ifylld fyrkant är symbolen för svart fyrkant, dvs "ingen maska, hoppa till nästa ruta i diagrammet". Mvh DROPS Design
23.10.2025 - 11:17
Andrea skrifaði:
Jag har kanske tagit mig vatten över huvud här men har en fråga. Om jag stickar tröjan i XL och inför steg OK har 138 maskor. Hur ska jag på första varvet (då när jag ökar för raglan) också kunna sticka A1+A3 (35 maskor x2) samt A2 (22 maskor i XL) på ett framstycke som endast mäter 50 maskor. Sen undrar jag om inte jag läser mönstret upp och ner, om man tittar på A1+A2 så ser dom inte ut som tröjan om man inte vänder på dom. Med vänlig hälsning, Nybörjaren.
22.10.2025 - 09:24DROPS Design svaraði:
Hej Andrea. Du stickar diagrammen nerifrån och upp och från höger till vänster. Det innebär att framstyckets 50 maskor stickas såhär: 1a maskan efter märktråden är slätstickad, 1 omslag (till raglan), sticka A.1 (=13 m), A.2 (=22 m), A.3 (=13 m). Nu har du 1 maska kvar innan nästa märktråd och då gör du 1 omslag (ökning till raglan) och stickar sedan 2 maskor slätstickning (märktråden sitter mellan dessa 2 maskor). Mvh DROPS Design
22.10.2025 - 09:41
Marie B skrifaði:
Est-il mieux de faire un col avec des rangs raccourci (réhausse) ? merci
02.10.2025 - 22:37DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie B, c'est une question de choix personnel, dans ce modèle, nous n'avons pas de réhausse, l'encolure dos et devant sont alors identiques. Bon tricot!
03.10.2025 - 08:01
Veera skrifaði:
Onkohan ohjeessa mainittu neuletiheys puikoilla 3 vai 3,5?
06.07.2025 - 19:25DROPS Design svaraði:
Hei, neuletiheys on puikoille nro 3,5.
07.07.2025 - 17:36
Caroline skrifaði:
J'avais bien compris ce que vous m'expliquiez la question est: au niveau des manches un rang sur 2 on ne doit pas augmenter les mailles seulement le raglan doit se poursuivre. comment continuer le jour au niveau du raglan sans augmenter les mailles. Merci(avez vous une video)
09.06.2025 - 10:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Caroline, pour conserver les jours tous les 2 tours côté manche quand on augmente tous les 4 tours seulement, vous pouvez faire 1 jeté comme avant mais diminuez en plus 1 m pour éviter de changer le nombre de mailles, par exemple comme dans les diagrammes A.6/A.67 de ce modèle. Bon tricot!
09.06.2025 - 13:47
Caroline skrifaði:
Comment faire pour le raglan lorsque l'on fait des jetés pour agrandir que l on augmente côté dos et devant et pas tous les rangs côtés manches et pour que le dessin se poursuive D'Avance merci Coodialement
08.06.2025 - 19:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Caroline, continuez à incorporer les nouvelles mailles du devant et du dos au point fantaisie (s'il n'est pas terminé), ou bien tricotez les en jersey, et tricotez les mailles des manches sans augmenter 1 fois sur 2, pour bien respecter les augmentations alternativement tous les 2 et 4 tours. Bon tricot!
09.06.2025 - 10:17
Catherine skrifaði:
Please clarify the no of stitches for the rib for size X-L after working on the total increases & A4(33) A5(16) A6(33),, The total no. I got is 348 stitches for size XL instead of 344 stitches. Thank you for your attention.
12.04.2025 - 12:04DROPS Design svaraði:
Dear Catherine, you start size L with 138 sts and increase a total of 26 times 8 sts for raglan= 138+(8x26)=346 stitches. After diagrams are done, work the new stitches before the 35 sts A.1 and after the 35 sts A.3 in stocking stitch. Hope it can help. Happy knitting!
23.04.2025 - 10:38
Sylvie Gingras skrifaði:
Bonjour, j'aimerais comprendre l'étoile sur diagramme A2. Je ne comprends l'explication - voir explications ci-dessus. Est-ce ce rang est tricoté comme suit 2 mailles envers 2 mailles endroits. Merci
17.03.2025 - 00:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gingras, pour que les côtes du bas du pull tombent juste, vous devez ajuster la longueur du dos/devant après la division de sorte que le dernier rang tricoté dans A.2 soit celui avec une étoile noire, ainsi vous continuerez ces mailles en côtes 2 mailles envers, 2 mailles endroit. Bon tricot!
17.03.2025 - 09:58
Pink Paradise#pinkparadisesweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Flora eða DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, gatamynstri og köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 248-14 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um mynsturteikningu A.2 og A.5). Lykkjufjöldinn er mismunandi í A.1, A.2 og A.3 þar sem lykkjufjöldi í köðlum skiptist á milli þess að vera 2 og 3 lykkjur, lykkjufjöldi í mynstri gengur út frá að það séu 3 lykkjur í köðlum. LASKALÍNA: Aukið er út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn og í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt – svo það myndist gat. Á bakstykki og ermum eru útauknar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni, á framstykki eru nýjar lykkjur prjónaðar eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.1 og A.3. Þegar prjónað hefur verið að ör í mynsturteikningu, prjónið nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Það eru auknar út 4 lykkjur í umferð með því að auka út hvoru megin við merkiþræði þannig: Byrjið 1 lykkju á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið síðan útaukningu við merkiþráðinn í hinni hliðinni (= 4 lykkjur fleiri). ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 2 lykkjur í umferð með því að fækka um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr mitt í þessum 2 lykkjum), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað ofan frá og niður og allt stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Þegar kantur í hálsmáli og berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Eftir fram- og bakstykki eru ermar prjónaðar niður á við í hring á hringprjón / sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 124-128-132-136-148-148 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Flora eða DROPS Baby Merino. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan jafnframt því sem í umferð 1 er aukið út um 4-0-6-2-0-0 lykkjur jafnt yfir = 128-128-138-138-148-148 lykkjur. Setjið 1 merki í byrjun umferðar (= mitt að aftan), berustykkið er mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Setjið 4 merkiþræði í stykkið þannig: Merkiþræðirnir eru settir í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar og þeir eru notaðir þegar auka á út fyrir laskalínu og eru settir á milli 2 lykkja þannig: Teljið 22-22-25-25-27-27 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið 1 merkiþráð, teljið 19 lykkjur (= ermi), setjið 1 merkiþráð, teljið 45-45-50-50-55-55 lykkjur (= framstykki), setjið 1 merkiþráð, teljið 19 lykkjur (= ermi), setjið 1 merkiþráð. Það eru 23-23-25-25-28-28 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta merkiþræði (= hálft bakstykki). Nú er prjónað MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan og prjónið frá merkiþræði mitt að aftan þannig: Notið hringprjón 3,5, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði (= hálft bakstykki), aukið út fyrir LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan, 2 lykkjur sléttprjón, aukið út fyrir laskalínu, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði (= ermi), aukið út fyrir laskalínu, 2 lykkjur sléttprjón, aukið út fyrir laskalínu, prjónið A.1, A.2 yfir 17-17-22-22-27-27 lykkjur, A.3, þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði (= framstykki), aukið út fyrir laskalínu, 2 lykkjur sléttprjón, aukið út fyrir laskalínu, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði (= ermi), aukið út fyrir laskalínu, prjónið 2 lykkjur sléttprjón, aukið út fyrir laskalínu, prjónið sléttprjón þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði, aukið út fyrir laskalínu og prjónið sléttprjón út umferðina (= hálft bakstykki). Síðan heldur mynstrið áfram hringinn með þessum hætti, jafnframt því sem aukið er út fyrir laskalínu hvoru megin við 2 lykkjur sléttprjón í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma í annarri hverri umferð alls 19-18-26-29-27-24 sinnum = 280-272-346-370-364-340 lykkjur – munið eftir að lykkjufjöldinn gengur út frá því að það séu 3 lykkjur í köðlum í A.1, A.2 og A.3 (= 8 lykkjur fleiri í hverri umferð). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Síðan heldur útaukningin áfram þannig: Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð á framstykki og bakstykki eins og áður, en á ermum er nú einungis aukið út í 4. hverri umferð (= til skiptist 4 og 8 lykkjur fleiri), endurtakið þessa útaukningu alls 8-14-6-10-16-24 sinnum á framstykki og bakstykki og 4-7-3-5-8-12 sinnum á ermum. Eftir síðustu útaukningu eru 328-356-382-430-460-484 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 17-20-20-24-27-30 cm frá merki eftir kant í hálsmáli. Prjónið síðan án þess að auka út þar til stykkið mælist 19-20-22-24-27-30 cm frá merki – stillið af að síðasta umferð sem prjónuð er sé 3. eða 4. umferð í A.2 (2 lykkjur og 1 uppsláttur eða 3 lykkjur í hverjum kaðli). SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 49-54-57-64-70-75 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki), setjið næstu 65-69-77-87-89-91 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 12-12-14-14-16-20 lykkjur í umferð (= í hlið undir ermi), prjónið 99-109-114-128-141-151 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 65-69-77-87-89-91 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 12-12-14-14-16-20 lykkjur í umferð (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 50-55-57-64-71-76 lykkjur í sléttprjóni (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 222-242-256-284-314-342 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hvora hlið á fram- og bakstykki, mitt í 12-12-14-14-16-20 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi og látið merkiþræðina fylgja áfram með í stykkinu, Merkiþræðirnir eru notaðir þegar auka á út í hliðum á fram- og bakstykki. Byrjið umferð við merkiþráð, prjónið hringinn í sléttprjóni / mynstri eins og áður. Þegar stykkið mælist 3 cm, aukið út 1 lykkju hvoru megin við báða merkiþræðina – lesið ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í hverjum 8-8-8-8-7-7 cm alls 3 sinnum = 234-254-268-296-326-354 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 26-27-27-27-25-25 cm – stillið af að síðasta umferð sem var prjónuð sé umferð merktri með svartri stjörnu í A.2, setjið eitt merki hvoru megin við miðju 76-76-80-80-84-84 lykkjur í mynstri A.1 til A.3 (ATH! Nú eru 14-14-18-18-22-22 lykkjur í A.2). Nú er næsta umferð frá merkiþræði prjónuð þannig (í hlið á undan framstykki): Notið hringprjón 3 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT því sem aukið er út um 5-4-7-8-7-8 lykkjur jafnt yfir næstu 17-22-23-30-35-42 lykkjur (= 22-26-30-38-42-50 lykkjur í stroffi sem endar með 2 lykkjur slétt), merkiþráðurinn situr hér, yfir 76-76-80-80-84-84 lykkjur á milli merkja er prjónað A.4, A.5, A.6 (= 2 lykkjur færri og stroffið passar fallega yfir mynstur), hin merkin sitja hér. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) fram að merkiþræði í hlið, jafnframt er aukið út um 5-4-7-8-7-8 lykkjur jafnt yfir næstu 17-22-23-30-35-42 lykkjur (= 22-26-30-38-42-50 lykkjur í stroffi sem endar með 2 lykkjur slétt), merkiþráðurinn situr hér. Prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkju slétt), jafnframt því sem aukið er út um 37-39-40-42-47-49 lykkjur jafnt yfir síðustu 117-127-134-148-163-177 lykkjur (154-166-174-190-210-226 lykkjur í stroffi sem endar með 2 lykkjur brugðið) = 272-292-312-344-376-408 lykkjur. Stroffið passar nú yfir allar lykkjur (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið), haldið svona áfram með stroff hringinn. Þegar stroffið mælist 3 cm er fellt af aðeins laust. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMI: Setjið 65-69-77-87-89-91 lykkjur frá ermi af öðrum þræðinum á hringprjón 3,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 12-12-14-14-16-20 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 77-81-91-101-105-111 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í 12-12-14-14-16-20 nýjar lykkjur undir ermi – umferðin byrjar við merkiþráðinn. Prjónið sléttprjón umferðina hringinn – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3-3-4½-3-4½-4 cm frá skiptingunni, fækkið lykkjum mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 4½-4½-2½-2-1½-1½ cm alls 7-7-10-13-13-13 sinnum = 63-67-71-75-79-85 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 34-34-32-31-28-26 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 9-9-9-9-9-11 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 72-76-80-84-88-96 lykkjur. Þegar stroffið mælist 3 cm er fellt af aðeins laust. Ermin mælist ca 37-37-35-34-31-29 cm frá skiptingunni. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pinkparadisesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 248-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.