Susana Araujo skrifaði:
Hi there, I am working the last bit in the pouches and I am confused with this part: "When the pouch measures 16 cm, cast off 1 stitch at the beginning of the next 2 rows = 22 stitches – with the last row worked, row 1 in A.1 (this is important so the pattern matches the jacket). " Does my last row needs to be A1 or, do I have to work to the last row and then work A1?
09.01.2024 - 23:11DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Araujo, the last row worked on pouch should be the first row in A.1, this means start casting off on the 4th row in A.1, turn and work next row = row 1 in A.1 casting off 1 st at the beg of row. Happy knitting!
10.01.2024 - 09:29
Susana Araujo skrifaði:
Hi there, I am working the back piece in Size S and it says "When the piece measures 68 cm, cast off the middle 10 stitches for the neck and finish each shoulder separately. Then cast off 1 stitch on the next row from the neck = 26 shoulder stitches. " If I am not wrong 68 minus 10 is 58 and divided by each shoulder it should be 29 stitches. Even if I do minus 1 of the stitch that I will be casting off from the neck that would still only be 28. How do we get to 26? Can someone help?
04.01.2024 - 00:09DROPS Design svaraði:
Hi Susan, You cast off 2 stitches on each side for the armholes when the back piece measures 50 cm. This leaves you with 64 stitches. Then when you cast off the middle 10 stitches (at 68 cm) you are left with 54 stitches, minus 1 stitch more for the neck, you now have 26 stitches on the shoulder. Hope this helps and happy knitting!
04.01.2024 - 07:41
Majken skrifaði:
När den andra fickpåsen stickas med, ska den väl vara med avigsidan utåt? Dvs med rätan in mot den första fiskpåsen? Och den borde då ha ett varv mer på sig redan, för att stämma med A-mönstret då man redan stickat ett varv till ( ” ihop och avmaskningsvarvet” till framsidan av fickan. Nu blir det ju fel i A-mönstret.. (lite som på bilden)
17.12.2023 - 02:06DROPS Design svaraði:
Hej Majken, du har två fickor för varje framstycke. Första stickas ihop med framstycket (i det här fallet är avigsidan på framstycket och avigsidan på fickstycket vända mot varandra. Sedan, på nästa varv, sticka 22 maskor från det andra fickstycket och sedan fortsätter du med framstycket enligt mönstret.
16.01.2024 - 11:32
Aly De Boer skrifaði:
Op de foto zit boven de boord een ribbeltoer. maar in het patroon staat dit niet vermeld. hier staat 12cm boordsteek en da aan de goede kant 1 naald recht waarin je dan ook mindert hierna verder met naald 7 in patroon a1.wanneer kan ik het beste die ribbeltoer breien op nld 5 voor de minderingen of in nld 7 na de minderingen? ik vind het effect namelijk wel mooi van die ribbeltoer. ik hoor graag van u.
16.11.2023 - 12:19DROPS Design svaraði:
Dag Aly,
Het lijkt inderdaad alsof er een naald ribbelsteek zit, maar volgens mij is dit in werkelijkheid niet zo. Hoe dan ook, ik zou dan de ribbel na de mindernaald maken, dus nog 1 naald recht aan de verkeerde kant met naald 5 mm.
18.11.2023 - 14:40
Marchandet skrifaði:
Bonjour Pour ce modèle l'échantillon se tricote avec aiguille 5 ou 7 Merci
13.10.2023 - 12:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Marchandet, tricotez l'échantillon au point de blé avec 2 fils Soft-Tweed et 1 fil Kid-Silk et les aiguilles 7. Bon tricot!
13.10.2023 - 15:27
Gunilla Brännström skrifaði:
Har köpt Drops Soft Tweed 4 hg färg 14 och 4 hg färg 15. Färg 15 innehåller flera meter mindre än färg14 och därför vill jag ha 50 g färg 15 färgbad F294015, helst utan kostnad! Tack för hjälp
12.10.2023 - 13:51
Hilde RJ skrifaði:
Hei, jeg skjønner ikke hvorfor man må ha 4 lommeposer ...? F eks dette: "Det er nå 2 lommeposer på høyre forstykke som senere skal monteres sammen." Skal det være to lommer inni der? Eller er lomma foret/dobbel ...?
10.10.2023 - 10:14DROPS Design svaraði:
Hej Hilde, ja det stemmer, vi har 2 i hver side :)
17.10.2023 - 13:14
Sophie skrifaði:
Hallo, ich finde es immer sehr hilfreich zu wissen, in welcher Größe das Modell auf dem Foto gestrickt wurde, wäre das eventuell ein Hinweis, den ihr in Zukunft dazu liefern könntet in den Anleitungen? Oder habe ich ihn einfach immer übersehen? :D Gerade bei so oversized Modellen, wie diesen hier, ist es ganz interessant, wie viel positive ease in etwa angedacht ist, damit das Ergebnis dann schön fällt. Vielen Dank! :)
04.10.2023 - 14:35DROPS Design svaraði:
Liebe Sophie, mit "Ease" arbeiten aber nicht, jeder kann ihre eigene Größe so wählen: messen Sie eine ähnliche Jacke, die Sie gerne tragen und vergleichen Sie die Maßnahmen mit den in der Skizze, so wählen Sie die richtige Größe, da jeder Körper verschieden ist, und die gleiche Größe passt Personnen anders. hier lesen Sie mehr. Viel Spaß beim stricken!
04.10.2023 - 15:48
Susanne Remold skrifaði:
Hallo, Ich wüsste gerne, ob ich mir mit der Bestellung noch Zeit lassen kann ( s.Fotos) bzw. Ob es so in 4 Wochen etwa Engpässe geben könnte. Eigentlich wollte ich nämlich mein angefangenes Projekt zuerst fertig stellen. Freundliche Grüße Susanne
25.09.2023 - 23:41DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Remold, für alle Frage über Bestellungen, wenden Sie sich bitte direkt an Ihrem DROPS Händler; gerne wird man Ihnen - auch per Telefon oder per E-Mail - weiterhelfen. Danke im voraus fürh Ihr verständnis. Viel Spaß beim stricken!
26.09.2023 - 11:27
Charlotte Frost skrifaði:
Er der ikke en fejl ved lommen på billedet
25.09.2023 - 10:18DROPS Design svaraði:
Hej Charlotte, jo det kan se sådan ud (men opskriften stemmer) ;)
26.09.2023 - 15:48
Oat Flakes Cardigan#oatflakescardigan |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Soft Tweed og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp í perluprjóni, með sjalkraga, vösum og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 244-16 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ATH! Fyrsta umferð í A.1 er prjónuð frá röngu. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 103 lykkjur) mínus kantlykkjur (t.d. 2 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 37) = 2,7. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna ca aðra hverja og 3. hverja lykkju slétt saman. ÚTAUKNING (á við um mitt undir ermum): Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar inn í A.1. LEIÐBEININGAR: Til að mynstrið komi til með að ganga jafnt upp, prjónið 1 lykkju fleiri á milli vasa og hlið á vinstra framstykki en á hægra framstykki. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn dragist saman þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum, neðan frá og upp og er saumað saman í lokin. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 103-109-119-129-141-153 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorum lit af DROPS Soft Tweed og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 3 þræðir). Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 12 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 37-39-41-45-49-53 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA og fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar (kantlykkja). Skiptið yfir á hringprjón 7. Snúið og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið mynstur A.1 út umferðina og fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar (kantlykkja) = 68-72-80-86-94-102 lykkjur. Haldið áfram með mynstur A.1 með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 50-51-52-53-54-55 cm frá uppfitjunarkanti, fellið af 2-2-4-5-6-8 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu 2 umferðum = 64-68-72-76-82-86 lykkjur. Prjónið A.1 og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm, fellið af miðju 10-10-10-12-12-12 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Síðan er felld af 1 lykkja í næstu umferð frá hálsmáli = 26-28-30-31-34-36 lykkjur fyrir öxl. Þegar stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm, fellið af – lesið AFFELLING. Prjónið hina öxlina á sama hátt. VASAPOKAR: Fitjið upp 24 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði í hvorum lit af DROPS Soft Tweed og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 3 þræðir). Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar vasapokinn mælist 7 cm, prjónið mynstur A.1 (fyrsta umferð í A.1 er prjónuð frá röngu) og 1 kantlykkja garðaprjón í hvorri hlið. Þegar vasapokinn mælist 16 cm, fækkið um 1 lykkju í byrjun á næstu 2 umferðum = 22 lykkjur – stillið af að síðasta umferð sem er prjónuð á vasanum sé 1. umferð í A.1 (þetta er mikilvægt til að mynstrið komi til með að ganga jafnt upp þegar vasapokarnir eru prjónaðir við peysuna). Setjið lykkjur á hjálparprjón og geymið stykkið. Prjónið 3 vasapoka alveg eins = 4 vasapokar. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 73-77-81-91-97-103 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorum lit af DROPS Soft Tweed og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 3 þræðir). Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 12 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 27-29-29-35-37-39 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA, fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar (kantlykkja). Skiptið yfir á hringprjón 7. Snúið og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, mynstur A.1 þar til 1 lykkja er eftir og 1 kantlykkja í garðaprjóni = 47-49-53-57-61-65 lykkjur. Haldið áfram með A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 31 cm – stillið af að næsta umferð sem er prjónuð sé síðasta umferð í A.1 (þetta er mikilvægt til að mynstrið komi til með að passa með mynstri á vösum), prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið fyrstu 23-25-27-27-29-31 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér, prjónið næstu 22 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér (= 1 prjónamerki hvoru megin við vasaopið), prjónið síðustu 2-2-4-8-10-12 lykkjur eins og áður. Snúið og prjónið til baka frá röngu þannig: Prjónið fram að fyrsta prjónamerki. Nú á að prjóna lykkjur frá vasapokanum saman með lykkjum fyrir vasaopinu, jafnframt því sem lykkjur eru felldar af (passið uppá að rangan á vasapokanum liggi að röngu að hægra framstykki og að lykkjur séu prjónaðar saman í mynstri A.1) þannig: * Prjónið fyrstu/næstu lykkju frá vasaopi saman með fyrstu lykkju á vasapoka, prjónið næstu lykkju frá vasaopi saman með næstu lykkju á vasapoka. Nú hafa verið prjónaðar 2 lykkjur yst á hægri prjóni, lyftið fyrstu lykkjunni sem prjónuð var saman yfir síðustu lykkjuna sem prjónuð var saman *. Prjónið frá *-* þar til allar lykkjur á vasapokanum og vasaopinu hafa verið prjónaðar saman og felldar af. Prjónið þær lykkjur sem eftir eru eins og áður. Takið prjónamerkin frá. Snúið og prjónið fram að vasa, prjónið frá réttu yfir 22 lykkjur frá hinum vasapokanum (passið uppá að mynstur A.1 passi), prjónið út umferðina = 47-49-53-57-61-65 lykkjur. Nú eru 2 vasapokar á hægra framstykki sem síðar er gengið frá. Haldið áfram með A.1 og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 50-51-52-53-54-55 cm frá uppfitjunarkanti, fellið af 2-2-4-5-6-8 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu umferð frá hlið (þ.e.a.s. að næsta umferð sé frá röngu) = 45-47-49-52-55-57 lykkjur. Prjónið A.1 og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm, fellið af fyrstu 26-28-30-31-34-36 lykkjur í næstu umferð frá röngu fyrir öxl, prjónið síðustu 19-19-19-21-21-21 lykkjur á prjóninn. Nú er kraginn prjónaður þannig: UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 11-11-11-13-13-13 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur yfir síðustu 8 lykkjur. UMFERÐ 2 (= frá röngu): Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 8 lykkjur, prjónið mynstur eins og áður yfir síðustu 11-11-11-13-13-13 lykkjur. UMFERÐ 3: Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 11-11-11-13-13-13 lykkjur, snúið. UMFERÐ 4: Prjónið mynstur eins og áður yfir 11-11-11-13-13-13 lykkjur. Endurtakið umferð 1 til 4 þar til kraginn mælist 7-7-7-8-8-8 cm þar sem stykkið er styst (þ.e.a.s. í vinstri hlið séð frá réttu = að öxl). Fellið af – munið eftir AFFELLING. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 73-77-81-91-97-103 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorum lit af DROPS Soft Tweed og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 3 þræðir). Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 12 cm. Þegar stroffið er tilbúið, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 27-29-29-35-37-39 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA, skiptið yfir á hringprjón 7. Snúið og prjónið mynstur A.1 út umferðina, fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar (kantlykkja) = 47-49-53-57-61-65 lykkjur. Haldið áfram með A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 31 cm – stillið af að næsta umferð sem er prjónuð sé síðasta umferð í A.1 (þetta er mikilvægt til að mynstrið komi til með að passa við mynstur á vösum), prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið fyrstu 3-3-5-9-11-13 lykkjur – lesið LEIÐBEININGAR, setjið eitt prjónamerki hér, prjónið næstu 22 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér (= 1 lykkja hvoru megin við vasaopið), prjónið síðustu 22-24-26-26-28-30 lykkjur eins og áður. Snúið og prjónið til baka frá röngu þannig: Prjónið fram að fyrsta prjónamerki. Nú á að prjóna lykkjur frá vasapokanum saman með lykkjum fyrir vasaopi, jafnframt því sem lykkjur eru felldar af (passið uppá að rangan á vasapokanum liggi að röngu á hægra framstykki og að lykkjur séu prjónaðar saman í mynstri A.1) þannig: * Prjónið fyrstu / næstu lykkju frá vasaopi saman með fyrstu lykkju á vasapoka, prjónið næstu lykkju frá vasaopi saman með næstu lykkju á vasapoka. Nú hafa verið prjónaðar 2 lykkjur yst á hægri prjóni, lyftið fyrstu lykkjunni sem prjónuð var saman yfir síðustu lykkju sem prjónuð var saman *. Prjónið frá *-* þar til allar lykkjur á vasapoka og vasaopi hafa verið prjónaðar saman og felldar af. Prjónið þær lykkjur sem eftir eru eins og áður. Takið frá prjónamerkin. Snúið og prjónið fram að vasa, prjónið frá réttu yfir 22 lykkjur frá hinum vasapokanum (passið uppá að mynstur A.1 passi), prjónið út umferðina = 47-49-53-57-61-65 lykkjur. Nú eru 2 vasapokar á hægra framstykki sem síðar er gengið frá. Haldið áfram með A.1 og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorir hlið. Þegar stykkið mælist 50-51-52-53-54-55 cm frá uppfitjunarkanti, fellið af 2-2-4-5-6-8 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu umferð frá hlið (þ.e.a.s. næsta umferð er frá réttu) = 45-47-49-52-55-57 lykkjur. Prjónið A.1 og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm, fellið af fyrstu 26-28-30-31-34-36 lykkjur í næstu umferð frá réttu fyrir öxl, prjónið síðustu 19-19-19-21-21-21 lykkjur á prjóni. Nú er kraginn prjónaður þannig: UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 11-11-11-13-13-13 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur yfir síðustu 8 lykkjur. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 8 lykkjur, prjónið mynstur eins og áður yfir síðustu 11-11-11-13-13-13 lykkjur. UMFERÐ 3: Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 11-11-11-13-13-13 lykkjur, snúið. UMFERÐ 4: Prjónið mynstur eins og áður yfir 11-11-11-13-13-13 lykkjur. Endurtakið umferð 1 til 4 þar til kraginn mælist 7-7-7-8-8-8 cm þar sem stykkið er styst (þ.e.a.s. í hægri hlið séð frá réttu = að öxl). Fellið af – munið eftir AFFELLING. ERMI: Fitjið upp 54-58-58-60-60-64 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorum lit af DROPS Soft Tweed og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 3 þræðir). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á prjóni og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 10 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 16-18-18-18-18-20 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA = 38-40-40-42-42-44 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7. Prjónið 1 umferð brugðið til baka frá röngu með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Nú er prjónað mynstur A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar ermin mælist 12 cm, aukið út 1 lykkju innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út með 4½-4½-3-3-2½-2 cm alls 7-7-9-9-10-11 sinnum = 52-54-58-60-62-66 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 44-44-42-41-39-37 cm. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á ermi – prjónamerkin merkja hvar botninn á handvegi byrjar. Prjónið áfram þar til ermin mælist alls 46-46-45-45-43-43 cm. Fellið af – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasaumana innan við affellingarkantinn – passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. Saumið saman ermasauminn upp að prjónamerki = klauf 2-2-3-4-4-6 cm efst á ermi. Saumið klaufina efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu, saumið síðan ermina við handveginn. Saumið hliðarsauminn innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni þar til stroffið endar (= 12 cm klauf í hvorri hlið). Endurtakið í hinni hliðinni. Saumið saman kragann mitt að aftan og saumið síðan kragann við kant í hálsmáli að aftan. Leggið vasapokana að hvorum öðrum og saumið í kringum allan kantinn. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #oatflakescardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 244-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.