Eugenie Gijsbers skrifaði:
Kan ik ergens vinden hoeveel bollen wil ik nodig heb voor een specifiek patroon?
06.10.2024 - 19:12DROPS Design svaraði:
Dag Eugenie,
Ja, bij elk patroon op onze site staat de benodigde hoeveelheid garen. Deze vindt je bovenaan bij 'materialen'. De hoeveelheid wordt in grammen aangegeven. (Meestal weegt een bol 50 gram, maar controleer dit even bij het betreffende garen). Er staat een reeks getallen bij de benodigde hoeveelheid, deze refereren aan de verschillende maten. Dus het eerste getal geldt voor maat S, het tweede voor maat M, enzovoort.
08.10.2024 - 21:02
Viktoria skrifaði:
Please advise what jumper size model wears on this photo?
21.08.2024 - 17:36
Linda skrifaði:
Er på baksstykket, str S. Skal totalt måle 14 cm. Men hvor skal man måle fra når bare stripene måler 18cm?
09.08.2024 - 22:32DROPS Design svaraði:
Hej Linda, du skal måle fra yderst langs ærmegabet :)
15.08.2024 - 08:25
Linda skrifaði:
Hei! Bakstykke: legge opp 26 masker. Øke totalt 18 ganger. Så skal jeg ha 62 masker etter siste økning. Forstår ikke regnestykket jeg:)
27.07.2024 - 11:10DROPS Design svaraði:
Hei Linda, Du øker 2 masker på hver pinne. Hvis du øker 18 ganger er det 36 økte masker. 26 + 36 = 62 masker. God fornøyelse!
29.07.2024 - 06:47
Viktoriia skrifaði:
Hello, thank you for the quick response. I have counted the amount of rows along the front piece of the armhole- it’s 38, so I thought I would have to pick around 38 stitches for each row. As I understand now I have to skip some in order to follow the size and have to pick only 29. Please let me know if I understood this correctly. Also to confirm - I do not have to pick stitches at the bottom of armhole, as it has to be sewed later to the sleeve when it’s finished? Thank you!
06.06.2024 - 13:58DROPS Design svaraði:
Dear Viktoriia, yes, it is possible, that when picking up stitvhes at the side of a piece (at the edge), you don't have to pick up a stitch for each row, but leave out sime rows. Also, no, you do not have to pick up at the bottom of the armhole, that part of teh sleeve will be sewn in at the end. Happy Knitting!
06.06.2024 - 22:53
Viktoriia skrifaði:
Hi. I got a bit confused at the point when I started knitting sleeves. On the sketch the armhole is 19 cm for small size, so a total of 38cm. And according to the knitting tension it’s 16 rows for 10 cm, which means there should be around 68 stitches for the armholes. However the instructions say 29 stitches at the front and 17 stitches at the back. Which seems not enough… Could you please advise? PS so far it fits well and size seems right, it’s just the sleeves.
06.06.2024 - 00:59DROPS Design svaraði:
Dear Viktoria, there are 19 cm x 2 = 38 cm for the armhole, and 14 cm / 24 cm (size S), along the 24 cm on the front piece you will pick up approx. 29 stitches (you need here tension in width, ie 12 sts = 10 cm) and along the 14 cm on the back piece you will pick up approx. 17 sts = 46 sts in total (38 cm x 1,2 tension = ca 46 sts). Happy knitting!
06.06.2024 - 07:58
Be skrifaði:
Hello, I am at the point of joining the front and back pieces and start working the body in the round. My question is does the front piece need to measure 27cm before or after finishing on ws and starting the join round on the right side. My pieces are now parallel (worked 1 sripe + 5 rows of main color) and I'm afraid if I add two rows of main color before joining the stripes won't be facing. Thanks for your help!
12.12.2023 - 13:45Be svaraði:
Sorry, you can delete my previous question, I figured it out.
12.12.2023 - 14:06
Laura Bergonzoni skrifaði:
Buongiorno io non uso i ferri circolari. Ho trovato dei bellissimi modelli di maglioni nel vostro sito ma non so come farli visto che usate solo ferri circolari. Non è possibile avere dei modelli con istruzioni e indicazioni per l'utilizzo dei ferri normali? Non capisco perchè utilizzate solo modelli per ferri circolari. grazie e fatemi sapere.
21.11.2023 - 10:06DROPS Design svaraði:
Buonasera Laura, la maggior parte dei modelli DROPS prevede l'uso di ferri circolari perchè al di fuori dell'Italia si lavora con i ferri circolari. Sul nostro sito può trovare comunque tantissimi modelli lavorati in piano che può tranquillamente lavorare con i ferri normali. Buon lavoro!
22.11.2023 - 18:01
Iris skrifaði:
Schöne Farbcombi
06.08.2023 - 13:35
Andrea skrifaði:
Just cozy
06.08.2023 - 10:19
Sunset & Sand#sunsetandsandsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni, með evrópskri öxl / skáhallandi öxl og röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 245-16 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: AUKIÐ ÚT TIL VINSTRI Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT TIL HÆGRI Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: AUKIÐ ÚT TIL VINSTRI Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. AUKIÐ ÚT TIL HÆGRI Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI: Rendur eru prjónaðar þannig: * Prjónið með litnum ljós beige í 6 cm, prjónið með litnum kórall í 6 cm *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum. Haldið áfram með litinn kórall að loknu máli. RENDUR ERMI: Rendur eru prjónaðar þannig: Prjónið með litnum kórall í 10 cm, prjónið með litnum ljós beige í 6 cm, prjónið með litnum kórall í 6 cm, prjónið með litnum ljós beige í 6 cm. Haldið áfram með litinn kórall að loknu máli. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Efsti hlutinn á bakstykki er prjónaður fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram hvorri öxl, aukið er út fyrir hálsmáli og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Framstykkið og bakstykkið er sett saman. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjón. Lykkjur eru prjónaðar upp í kringum hvorn handveginn. Ermar eru fyrst prjónaðar fram og til baka, síðan í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 26-26-28-30-30-30 lykkjur á hringprjón 7 með 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk í litnum kórall. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 prjónamerki innan við 3 ystu lykkjur í hvorri hlið. Prjónamerkin eiga að sitja innan við ystu 3 lykkjur í hverri umferð. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR prjónamerki í byrjun á umferð (séð frá réttu) og á UNDAN prjónamerki í lok umferðar – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið út alveg eins – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið alveg eins út bæði frá réttu og frá röngu alls 18-20-22-22-24-28 sinnum. Eftir síðustu útaukningu eru 62-66-72-74-78-86 lykkjur í umferð. Héðan er nú stykkið mælt! Þegar stykkið mælist 4-5-5-6-7-7 cm, prjónið RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram með sléttprjón fram og til baka og rendur þar til stykkið mælist 14-15-15-16-17-17 cm, mælt meðfram handvegi. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið við vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 18-20-22-22-24-28 lykkjur með 2 þráðum í litnum kórall innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. það er prjónuð upp 1 lykkja í hverja umferð frá kanti efst á bakstykki). Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 6 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun á umferð frá réttu eins og útskýrt er að ofan, það er aukið út á eftir 3 lykkjum (einungis er aukið út frá réttu). Aukið út um 1 lykkju alls 4 sinnum = 22-24-26-26-28-32 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá röngu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Prjónið upp 18-20-22-22-24-28 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki. Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 6 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar frá réttu eins og útskýrt er að ofan, aukið er út á undan 3 lykkjum (einungis er aukið út frá réttu). Aukið út um 1 lykkju í alls 4 sinnum = 22-24-26-26-28-32 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 22-24-26-26-28-32 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 18-18-20-22-22-22 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið sléttprjón eins og áður yfir 22-24-26-26-28-32 lykkjur frá vinstra framstykki = 62-66-72-74-78-86 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 14-15-17-18-19-21 cm. Nú eru prjónaðar RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram þar til stykkið mælist 24-25-27-28-29-31 cm, mælt yst meðfram handvegi, endið með umferð frá röngu. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið 62-66-72-74-78-86 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 4-4-4-8-12-12 nýjar lykkjur í lok umferðar (í hlið), prjónið sléttprjón yfir 62-66-72-74-78-86 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 4-4-4-8-12-12 nýjar lykkjur í lok umferðar = 132-140-152-164-180-196 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn og haldið áfram með rendur þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Nú skiptist framstykkið og bakstykkið, þannig að það myndast klauf í hliðum. Setjið 66-70-76-82-90-98 lykkjur frá bakstykki á þráð eða á hjálparprjón og prjónið síðan einungis yfir lykkjur frá framstykki. FRAMSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 14-14-16-14-14-14 lykkjur jafnt yfir = 80-84-92-96-104-112 lykkjur. Prjónið næstu umferð frá röngu: 1 lykkja í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 10 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. BAKSTYKKI: Setjið lykkjur af þræði á hringprjón 5. Prjónið á sama hátt og á framstykki. VINSTRI ERMI: Notið hringprjón 4 og 2 þræði í litnum kórall og prjónið upp frá réttu 29-30-32-34-35-37 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram framstykki) og 17-18-18-20-21-21 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram bakstykki) = 46-48-50-54-56-58 lykkjur meðfram handvegi. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð – ermin er núna mæld frá þessu prjónamerki. Prjónið RENDUR ERMI – lesið útskýringu að ofan. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til ermin mælist 2-2-2-3-5-6 cm frá prjónamerki. Nú er stykkið sett saman á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 7 – afgangur af ermi er prjónaður í hring. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar (mitt undir ermi). Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 4-4-4-4-5-7 cm er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 8-8-8-6-6-5½ cm millibili alls 4-4-4-5-5-5 sinnum = 38-40-42-44-46-48 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 36-35-34-34-34-33 cm frá prjónamerki. Það eru eftir ca 10 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-8-6-8-6-8 lykkjur jafnt yfir = 44-48-48-52-52-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5. Prjónið stroffprjón (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 46-45-44-44-44-43 cm frá prjónamerki. Prjónið hina ermina á sama hátt, en prjónið upp lykkjur gagnstætt við fyrri ermi, þ.e.a.s. prjónið upp 17-18-18-20-21-21 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram bakstykki) og 29-30-32-34-35-37 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram framstykki). Saumið botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 68 til 80 lykkjur í kringum hálsmál á stuttan hringprjón 5 með 2 þráðum í litnum kórall. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroffprjón hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Fellið af aðeins laust. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sunsetandsandsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 245-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.