Torill skrifaði:
Dametopp Green Grove Tee.Jeg finner ikke overvidde mål for de ulike størrelse,hvor finner jeg det i oppskriften
29.04.2023 - 13:58DROPS Design svaraði:
Hei Torill. Se på målene på målskissen nederst i oppskriften. Overvidden er den sammen som det nederste målet. Det er ingen økninger/fellinger mellom erme og vrangbord, og ved vrangborden økes det masker, men samtidig byttes det til mindre pinne. mvh DROPS Design
02.05.2023 - 11:19
Torill Waarum Johansen skrifaði:
Hvor mange omganger av A 4 skal jeg strikke i størrelsen xl
26.04.2023 - 10:15DROPS Design svaraði:
Hej Torill, i str XL strikker du 16 omgange ifølge diagrammet :)
26.04.2023 - 14:50
Beate skrifaði:
Eine Frage zu der Aufteilung der Maschen für die Ärmel: wenn ich beim Nadelspiel auf die 4 Nadeln 60 Maschen aufnehme und je eine Masche dazu aufnehme, dann habe ich 64 Maschen, keine 70. Wo denke ich falsch?
24.04.2023 - 17:17DROPS Design svaraði:
Liebe Beate, bei der Verteilung wurden 10 Maschen unter dem Arm angeschlagen, so haben Sie 60 stillgelegten Maschen für den Ärmel + 10 angeschlagenen Maschen für den Rumpfteil = 70 Maschen für den Ärmel. Viel Spaß beim stricken!
25.04.2023 - 08:11
Beate skrifaði:
Ich habe eine Frage zum Maschenmarkierer. Es heisst, ab dort wird gemessen. Bedeutet es, dass der Markierer an der Stelle bleibt, oder in jeder Runde mit genommen wird? Mit freundlichen Grüßen
16.04.2023 - 14:29DROPS Design svaraði:
Liebe Beate, der Markierer bleibt an der Stelle, und die Arbeit wird ab diesem Markierer gemessen (z.B. bei der Passe, oder bei der Teilung für das Rumpfteil und die Ärmel). Viel Spaß beim Stricken!
16.04.2023 - 16:47
María Del Carmen skrifaði:
Algas
20.01.2023 - 16:14
Jenny Peters skrifaði:
Spring Grass
19.01.2023 - 21:11
Věra Roškaninová skrifaði:
The first spring grass
19.01.2023 - 07:32
Marta skrifaði:
Sage Meadow
18.01.2023 - 16:13
Bethany skrifaði:
Marsh Breeze
18.01.2023 - 00:15
Soufana skrifaði:
First Spring
17.01.2023 - 19:46
Green Grove Tee#greengrovetee |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með stuttum ermum úr DROPS Muskat eða DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 239-26 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum í stærð L, XL, XXL og XXXL): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 122-126-130-136-142-148 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með DROPS Muskat eða DROPS Cotton Merino. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 36-38-40-44-48-52 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 158-164-170-180-190-200 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið A.1 hringinn á berustykki. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 4-4-5-5-6-6 cm frá prjónamerki, aukið út um 40-44-50-56-60-64 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 198-208-220-236-250-264 lykkjur. Þegar stykkið mælist 7-7-8-8-9-10 cm frá prjónamerki, prjónið A.2 hringinn á berustykki. ATH: Í 11. umferð í mynsturteikningu færist byrjun á umferð til um 2 lykkjur til hægri til að mynstrið gangi jafnt upp hringinn alla umferðina. Síðan byrja næsta umferð aftur eins og áður. JAFNFRAMT í hverri umferð merktir með ör í mynsturteikningu er aukið út jafnt yfir þannig: Ör-1: Aukið út 42-44-50-58-62-66 lykkjur jafnt yfir = 240-252-270-294-312-330 lykkjur (nú er pláss fyrir 40-42-45-49-52-55 mynstureiningar með A.2 hringinn á berustykki). Ör-2: Aukið út 38-42-48-56-58-58 lykkjur jafnt yfir = 278-294-318-350-370-388 lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 hringinn á berustykki. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör er aukið út jafnt yfir þannig: Ör-3: Aukið út 32-36-42-50-50-52 lykkjur jafnt yfir = 310-330-360-400-420-440 lykkjur. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.4 hringinn á berustykki. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka í þinni stærð, prjónið sléttprjón, en athugið að í nokkrum stærðum skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er að neðan, áður en A.4 hefur verið prjónað til loka. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Þegar berustykkið mælist 17-18-20-21-23-25 cm frá prjónamerki, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Ef A.4 hefur ekki verið prjónað til loka í þinni stærð, prjónið A.4 til loka á fram- og bakstykki og ermum. Prjónið 47-51-55-61-65-69 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki), setjið næstu 60-64-70-78-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 95-101-110-122-130-138 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 60-64-70-78-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið síðustu 48-50-55-61-65-69 lykkjur eins og áður (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað til loka hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 210-222-244-268-288-308 lykkjur. Ef A.4 hefur ekki verið prjónað til loka á berustykki í þinni stærð, prjónið A.4 til loka (mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp í hliðum mitt undir hvorri ermi, en passið uppá að mynstrið haldið beint áfram yfir lykkjur frá berustykki og prjónið mynstur eins langt og hægt er inn að hvorri hlið undir ermum, þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón. Þegar prjónaðir hafa verið 6-6½-7-7-7½-7½ cm sléttprjón eftir A.4, prjónið A.3 hringinn á fram- og bakstykki. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón í 6-6½-7-7-7½-7½ cm. Prjónið síðan A.3 aftur hringinn á fram- og bakstykki. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 25-26-26-27-27-27 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-22-22-26-28-30 lykkjur jafnt yfir = 230-244-266-294-316-338 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið aðeins laust af. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMI: Setjið 60-64-70-78-80-82 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-12-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 70-74-82-90-94-98 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi (mitt í 10-10-12-12-14-16 lykkjur). Byrjið umferð við prjónamerki. Ef A.4 hefur ekki verið prjónað til loka á berustykki í þinni stærð, prjónið A.4 til loka (mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp mitt undir ermi, en passið uppá að mynstrið haldið beint áfram yfir lykkjur frá berustykki og prjónið mynstur eins langt og hægt er að miðju undir ermi, þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón hringinn. Í stærð L, XL, XXL og XXXL á að fækka lykkjum mitt undir ermi eins og útskýrt er að neðan (lykkjum er ekki fækkað í stærð S og M). STÆRÐ L, XL, XXL og XXXL: Þegar ermin mælist 4-3-3-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-3-3-2 cm millibili alls 2-3-3-3 sinnum = 78-84-88-92 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: Þegar ermin mælist 14-14-12-11-10-8 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4-6-8-10-10-10 lykkjur jafnt yfir = 66-68-70-74-78-82 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið aðeins laust af. Ermin mælist ca 18-18-16-16-14-12 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #greengrovetee eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 239-26
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.