Kristel Van De Ven skrifaði:
Het patroon klopt niet
28.03.2024 - 14:13
Mamicha skrifaði:
Bonjour. Il me semble qu'il y a une erreur dans les légendes du diagramme. Au 3ème rang, entre les 2m envers de part et d'autre de A21, selon la légende, il y aurait 2 diminutions. Or, au rang suivant il reste 2m entre les 2m envers de part et d'autre. Il n'y aurait donc qu'une diminution. La 7ème légende serait donc erronée? Merci pour votre réponse.
17.03.2024 - 13:10DROPS Design svaraði:
Bonjour Mamicha, lorsque l'on tricote le 7ème symbole, on ne diminue qu'une maille: on glisse 1 maille, on tricote 2 mailles endroit, et on passe la maille tricotée par-dessus les mailles tricotées= il reste 2 mailles. Bon tricot!
18.03.2024 - 09:19
Anne-Marie skrifaði:
Bonjour,j'ai 2 questions : L'échantillon est-il censé être testé avec des aiguilles 2,5 ou 3,5? Et que faire si non échantillon de 10 cm fait 24 mailles, mais 38 rangs? Merci d'avance !
25.01.2024 - 23:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Anne-Marie, l'échantillon se tricote avec les aiguilles 3,5, si votre tension en hauteur est différente vous aurez besoin de davantage de fils (car il vous faut plus de rangs pour la même hauteur), il est possible que l'échancrure des emmanchures soit aussi légèrement différente de part votre différence de tension, vous pouvez compenser en tricotant des rangs supplémentaires entre les rangs de diminutions pour conserver la bonne hauteur. Bon tricot!
26.01.2024 - 08:18
Anne-Marie skrifaði:
Bonjour! Comment calculer la taille qu'il me faut? Comment puis-je savoir à quelles mensurations correspond la taille S, M, etc.? Merci d'avance!
08.09.2023 - 16:05DROPS Design svaraði:
Bonjour Anne-Marie, pour trouver votre taille, mesurez un vêtement similaire que vous avez et dont vous aimez la forme et comparez ces mesures à celles du schéma du bas de page; vous trouverez plus d'infos ici. Bon tricot!
08.09.2023 - 16:24
Maria Paula Marques skrifaði:
Obrigada, já percebi o que estava a fazer mal! :)
26.07.2023 - 09:36
Maria Paula Marques skrifaði:
Boa tarde! No início da terceira fila do padrão A1, após passar a malha sobre as duas malhas tricotadas juntas, ficamos só com uma malha, certo? Como podemos ter duas malhas no avesso, quando tricotamos a fila quatro?... Obrigada pela vossa ajuda. O modelo é lindo :)
22.07.2023 - 16:44
Dequen skrifaði:
Bonjour, je suis en train de réaliser ce modèle et j’en suis à l’étape où je dois réaliser deux côtes mousses dans le dos et je ne sais pas comment les faire Merci d’avance pour votre réponse
20.07.2023 - 11:41DROPS Design svaraði:
Bonjour, les mailles indiquees seront tricotees a l'endroit dans 4 rangs (sur l'endroit et sur l'envers), de cette facon vous recevez 2 cotes mousse sur ces mailles > 2 barres horizontales de malles envers seront visibles sur l'endroit de votre travail. N'oubiez pas de tricoter les autres mailles en jersey. Bon tricot!
20.07.2023 - 11:51
Danka skrifaði:
Dobrý deň, kedy bude prosím vás opravená schéma? Vizuálne, keď pozriem schému vs.obrazok to vyzerá, že každý druhy riadok, kde je len hladko, navyše? Pozriete prosím ci môj odhad je správny?
12.07.2023 - 13:44DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Danko, schéma je správné. Jak uvádíme ve vysvětlivkách nad návodem: zobrazeny jsou všechny řady vzoru nahlížené z lícové strany. Řady, o kterých se zmiňujete, jsou rubové, proto je většina vzoru pletená lícovým žerzejem (líc hladce, rub obrace); jelikož je vzor ve schématu zakreslen tak, jak oka vypadají na lícové straně, zdají se vám oka hladká (prázdné čteverčky) - jde ale o rubovou řadu a proto je pleteme obrace! Takže: v lícových řadách pleteme vzor podle rozkresu ve schématu, v rubových řadách oka vzoru "přepleteme" obrace. Ostatní oka pleteme podle schématu! Viz vysvětlivky ke značkám! Hodně zdaru :-) Hana
14.07.2023 - 08:17
Emily skrifaði:
Hi with the A.1 pattern the last row. It has the yarn over for the outer parts( mock cable) and then the next row (beginning of repeat) it has yarn overs again? This will leave it 1 stitch too much wouldn't it ?
20.04.2023 - 20:53DROPS Design svaraði:
Dear Emily, you are right, the yarn overs on the last row shouldn't be there, a new diagram will come, thanks for noticing. Happy knitting!
21.04.2023 - 09:54
Madeleine skrifaði:
Hello, as two comments before mine mention, the chart A1 doesn‘t match the picture. I believe the middle and the two side panels got mixed up. Also, row 8 has a yarn over on the left side of the pattern, but the matching yarn-over on the other/right side is in row 9, not row 8. Is this correct? Or should they both be in the same row?
12.04.2023 - 00:14DROPS Design svaraði:
Dear Madeleine, thanks for your feedback, our design team will check and fix diagram.
12.04.2023 - 08:37
Smiling Honey Top#smilinghoneytop |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónaður toppur / bolur úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með gatamynstri á framstykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 240-14 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju innan við ystu 2 lykkjurnar í hvorri hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ LYKKJUM Í BYRJUN UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Í LOK UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja í garðaprjóni (1 lykkja færri). LEIÐBEININGAR: Þegar slegið er uppá prjóninn í gatamynstri, passið uppá að herða aðeins á þræðinum. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að götin verði of stór. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er prjónað fram og til baka, hvort fyrir sig, neðan frá og upp. Bönd á öxlum / hlýrar halda áfram á framstykki og eru saumað niður við bakstykkið. Að lokum eru hliðarsaumar saumaðir. BAKSTYKKI: Fitjið upp 109-117-129-143-159-179 lykkjur á prjón 2,5 með DROPS Safran. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Síðan er prjónað stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) með 1 lykkju GARÐAPRJÓN í hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 2 cm (stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu). Skiptið yfir á prjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 16-16-18-20-22-26 lykkjur jafnt yfir = 93-101-111-123-137-153 lykkjur. Síðan er prjónað sléttprjón með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 6-6-6-8-8-8 cm, aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 7-7-8-8-8-8 cm millibili alls 3 sinnum í hvorri hlið = 99-107-117-129-143-159 lykkjur. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm frá uppfitjunarkanti, prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir ystu 6-8-9-12-14-16 lykkjur í hvorri hlið (aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni). Eftir 4 umferðir í garðaprjóni eru felldar af 5-7-8-11-13-15 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu tveimur umferðum = 89-93-101-107-117-129 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg – sjá ÚRTAKA. Haldið áfram með úrtöku fyrir handveg í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) þar til lykkjum hefur verið fækkað alls 16-17-18-19-20-22 sinnum í hvorri hlið = 57-59-65-69-77-85 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 10-10-10-12-12-12 lykkjur jafnt yfir = 67-69-75-81-89-97 lykkjur. Skiptið yfir á prjón 2,5. Prjónið stroff frá röngu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 2 cm. Fellið aðeins laust af. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 109-117-129-143-159-179 lykkjur á prjón 2,5 með DROPS Safran. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Síðan er prjónað stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) með 1 lykkju GARÐAPRJÓN í hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 2 cm (stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu). Skiptið yfir á prjón 3,5. Prjónið 2 umferðir sléttprjón með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – jafnframt því sem í fyrstu umferð er fækkað um 16-16-18-20-22-26 lykkjur jafnt yfir = 93-101-111-123-137-153 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, 22-26-31-37-44-52 lykkjur sléttprjón, A.1 – lesið LEIÐBEININGAR, 22-26-31-37-44-52 lykkjur sléttprjón, 1 lykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 6-6-6-8-8-8 cm, aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 7-7-8-8-8-8 cm millibili alls 3 sinnum í hvorri hlið = 99-107-117-129-143-159 lykkjur. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm frá uppfitjunarkanti, prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir ystu 6-8-9-12-14-16 lykkjur í hvorri hlið (aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður). Eftir 4 umferðir í garðaprjóni eru felldar af 5-7-8-11-13-15 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu tveimur umferðum = 89-93-101-107-117-129 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg – lesið ÚRTAKA. Haldið áfram með úrtöku fyrir handveg í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) þar til lykkjum hefur verið fækkað alls 16-17-18-19-20-22 sinnum í hvorri hlið = 57-59-65-69-77-85 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 10-10-10-12-12-12 lykkjur jafnt yfir = 67-69-75-81-89-97 lykkjur. Skiptið yfir á prjón 2,5. Prjónið stroff frá röngu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 2 cm (ekki klippa þráðinn frá). Framstykkið mælist ca 41-43-44-46-48-50 cm frá uppfitunarkanti. Nú er prjónað band á öxl / hlýri og fellt er af fyrir hálsmáli eins og útskýrt er að neðan. BAND Á ÖXL / HLÝRI OG HÁLSMÁL: Fyrsta umferðin er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* alls 3-3-4-5-6-7 sinnum, 1 lykkja slétt, 1 lykkja í garðaprjóni, setjið síðan þessar 9-9-11-13-15-17 lykkjur á þráð fyrir band / hlýra á öxl, fellið af næstu 49-51-53-55-59-63 lykkjur fyrir hálsmáli og prjónið síðustu 9-9-11-13-15-17 lykkjur þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* alls 3-3-4-5-6-7 sinnum, 1 lykkja slétt, 1 lykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með stroff fram og til baka yfir þessar 9-9-11-13-15-17 lykkjur með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til band / hlýri á öxl mælist ca 10-10-12-12-12-12 cm (bandið / hlýri á að liggja yfir öxl á milli framstykkis og bakstykkis, mátið e.t.v. toppinn og stillið lengdina af). Fellið af. Setjið til baka 9-9-11-13-15-17 lykkjur af þræði á prjón 2,5 og prjónið stroff eins og áður með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til band á öxl / hlýri mælist ca 10-10-12-12-12-12 cm (stillið lengdina af eftir hinu bandinu / hlýra). Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið böndin á öxlum / hlýra við affellingarkantinn efst á bakstykki – yst í hvorri hlið. Saumið hliðarsaumana innan við 1 lykkju í garðaprjóni. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #smilinghoneytop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 240-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.