Guylaine Reid skrifaði:
Bonjour, j'ai un problème pour le nombre de mailles à monter car j'utilise une laine autre que celle indiqué et pour 10 cm j'ai 24 mailles et 34 rangs, avec des aiguilles 4 mm. J'utilise la règle de trois pour trouver le nombre de mailles à monter qui me donne 308 mailles. Par la suite comment faire pour les diminutions, les emmanchures, les manches etc... Merci de m'éclairer. Guylaine Reid
16.09.2024 - 23:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Reid, nous ne sommes malheureusement pas en mesure de pouvoir recalculer chacun de nos modèles pour chaque tension; vous pouvez vous aider d'un modèle analogue dans la tension que vous avez pour tout recalculer le modèle à votre taille. Votre magasin devrait pouvoir être en mesure de vous aider, même par mail ou téléphone. Merci pour votre compréhension. Bon tricot!
17.09.2024 - 09:09
Anneke Van Der Sanden skrifaði:
Wat doe ik met de lusjes die er tussen komen?
03.08.2024 - 18:38DROPS Design svaraði:
Dag Anneke,
Waar komen lusjes tussen?
07.08.2024 - 12:00
Elsa Pavlotzky skrifaði:
Hola, el modelo es hermoso y las explicaciones muy claras. Dónde puedo comprar los materiales y que me los envíen a Israel? Saludos desde Haifa, Israel
04.11.2023 - 14:33DROPS Design svaraði:
Hola Elsa, puedes encontrar aquí las tiendas con envío internacional: https://www.garnstudio.com/findastore.php?id=19&w=1&cid=23
05.11.2023 - 19:35
JOELLE skrifaði:
Bonjour,\r\n\r\nJe voudrais faire ce gilet en laine du groupe C (big merino).\r\nQuelle quantité de laine dois-je acheter en taille S ? il faut additionner la quantité Alpaca + Kid silk ?\r\nD\'avance, merci pour votre réponse
18.09.2023 - 22:31DROPS Design svaraði:
Bonjour Joelle, prenez la laine avec le métrage total le plus court requis (calculez pour votre taille), doublez le (car on tricote avec 2 fils du groupe A), et indiquez cette quantité dans le convertisseur en choisissant "2 fils", vous aurez ainsi les quantités correspondantes dans les différentes alternatives du groupe de fils C. Par ex en taille S: 250 g Alpaca = 835 m;100 g Kid-Silk = 840 m; indiquez dans le convertisseur 500 g (250 x 2) et choisissez 2 fils. Bon tricot!
19.09.2023 - 09:17
Elsa Lourdes skrifaði:
Muchas gracias-
27.11.2022 - 17:19
Elsa Lourdes skrifaði:
Ya no es necesario una respuesta, ya entendí, la constante es A2.
24.11.2022 - 17:05
Elsa Lourdes skrifaði:
Buenos días, estoy en el canesú y mi duda es, cuando dicen trabajar A1 y A2 ¿es una constante hasta llegar a los últimos puntos de la fila y realizar A3? o tejo A1, A2 tejo 17 puntos en jersey y luego A3 y así continuamente? gracias de antemano.
23.11.2022 - 17:31DROPS Design svaraði:
Hola Elsa, trabajas la cenefa, después A.1 1 vez en la vuelta, después repites A.2 solo hasta que queden 17 puntos, trabajas A.3 1 vez y terminas con la cenefa.
27.11.2022 - 15:29
Deb Hobson skrifaði:
Cloudy Skies
07.08.2022 - 12:58
Danielle Dubois skrifaði:
Gris Souris
05.08.2022 - 08:19
Silver Diamond Cardigan#silverdiamondcardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 237-14 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 4, 13, 22, 31, 40 og 49 cm. M: 4, 13, 22, 31, 41 og 51 cm. L: 5, 14, 23, 33, 43 og 53 cm. XL: 5, 13, 21, 29, 37, 46 og 55 cm. XXL: 6, 14, 22, 30, 39, 48 og 57 cm. XXXL: 6, 14, 23, 32, 41, 50 og 59 cm. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt, svo ekki myndast göt. Útauknar lykkjur eru síðan prjónaðar í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, neðan frá og upp að handvegi. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Síðan er fram- og bakstykki og ermar sett saman og berustykkið er prjónað til loka fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 192-208-224-244-272-296 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað stroff þannig – frá réttu: 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið stroff svona í 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 34-34-38-42-46-50 lykkjur jafnt yfir = 158-174-186-202-226-246 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið. Fellið af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 29-29-30-30-30-30 cm, prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 39-43-45-49-54-58 lykkjur (vinstra framstykki), fellið af 6-6-8-8-10-12 lykkjur fyrir handveg, prjónið eins og áður yfir næstu 68-76-80-88-98-106 lykkjur (bakstykki) og fellið af síðustu 6-6-8-8-10-12 lykkjur fyrir handveg, prjónið eins og áður yfir þær 39-43-45-49-54-58 lykkjur sem eftir eru (hægra framstykki). Geymið stykkið og prjónið ermar eins og útskýrt er að neðan. ERMI: Fitjið upp 56-56-60-60-64-64 lykkjur á sokkaprjóna 4 með einum þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-8-10-8-10-8 lykkjur jafnt yfir = 46-48-50-52-54-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5 og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 10 cm, setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (mitt undir ermi). Í næstu umferð er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 8-5-3½-2-2-1½ cm millibili, alls 4-5-7-10-10-11 sinnum = 54-58-64-72-74-78 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 42-40-39-38-36-34 cm. Síðasta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 3-3-4-4-5-6 lykkjur fyrir handveg, prjónið sléttprjón þar til 3-3-4-4-5-6 lykkjur eru eftir, fellið af þær 3-3-4-4-5-6 lykkjur sem eftir eru fyrir handveg = 48-52-56-64-64-66 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar inn á sama hringprjón 5 og fram- og bakstykki þar sem lykkjur eru felldar af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar) = 242-266-282-314-334-354 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið í 2-3-4-4-6-6 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 11-13-7-17-15-13 lykkjur jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kantlykkjur að framan) = 231-253-275-297-319-341 lykkjur, prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantlykkjur að framan halda áfram í garðaprjóni), síðan er næsta umferð prjónuð þannig – frá réttu: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1, prjónið A.2 þar til 17 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.3 og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.1, A.2 og A.3 hefur verið prjónað til loka eru 111-121-131-141-151-161 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni og 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið þar til berustykkið mælist 21-23-24-26-28-30 cm, (ca 4-5-5-4-4-6 cm sléttprjón eftir A.1). Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 15-21-27-31-37-43 lykkjur jafnt yfir = 96-100-104-110-114-118 lykkjur eftir í umferð. Prjónið síðan KANTUR Í HÁLSMÁLI eins og útskýrt er að neðan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur brugðið og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #silverdiamondcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 237-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.