Stanny Van Der Meijden skrifaði:
Hallo. Ik zou graad weten hoe de achterkant van het vest er uit ziet? Groetjes Stanny
18.11.2024 - 15:37DROPS Design svaraði:
Dag Stanny,
Het achterpand wordt in tricotsteek gebreid, de kabels komen alleen op de voorpanden.
28.11.2024 - 20:27
ROSA skrifaði:
Vorrei fare il cardigan di 2 colori, con le trecce di un secondo colore, come dovrei dividere il filato?
22.11.2023 - 09:08DROPS Design svaraði:
Buonasera Rosa, per un aiuto così personalizzato può rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia. Buon lavoro!
22.11.2023 - 17:58
Joana skrifaði:
There’s a mistake in directions: Second paragraph under “Right front piece”, as well as the “left front piece”, there should be only 2 stitches decreased instead of 6, because 34-2=32
28.01.2023 - 10:34DROPS Design svaraði:
Dear Joana, please not that you should increase 4 sts on the first row in diagram A.1, so that in 1st size you have 34 sts, decrease 6 stitches in the stocking stitch section and increase 4 sts in the diagram = 34+4-6=32 sts remain. Happy knitting!
30.01.2023 - 09:59
Emma skrifaði:
In both the Dutch and English (uk/cm) pattern, there's a part missing in the left front description. The Norsk description does include it. The part that's missing is the second purl 4 after A1 (first good side needle after switch to 8mm). It's a small thing to miss. Videre strikkes det slik – fra retten: 1 maske i rille, strikk rett over de neste 13-15-17-19-21-23 maskene, SAMTIDIG som det felles 6 masker jevnt fordelt over disse maskene, 4 vrang, A.1, 4 vrang, 1 maske i rille.
21.01.2023 - 22:23DROPS Design svaraði:
Thanks for noticing Emma, a correction will be added. Happy knitting!
23.01.2023 - 10:46
Isabelle skrifaði:
Hallo liebes Drops-Team, wird die Halsblende im Nacken zusammen genäht?
11.11.2022 - 17:11DROPS Design svaraði:
Liebe Isabelle, ja genau, die Halsbende werden im Nacken zusammen genäht. Viel Spaß beim stricken!
14.11.2022 - 08:53
Lulu skrifaði:
Bonjour,\r\n\r\nje suis coincé avec l\'encolure, je ne comprend pas comment il faut diminuer et en même temps faire la torsade.\r\nc\'est 1 m mousse, 4 m envers, A2, 4m envers, les mailles 15 mailles endroits après la diminution de 6m = 9 m endoit, et terminer par 1 m mousse. est-ce que c\'est juste ou pas ??\r\net pour les diminutions comment faire ??\r\n\r\nmerci
31.10.2022 - 14:14DROPS Design svaraði:
Bonjour Lulu et merci pour votre retour, il faut en fait diminuer à 24 mailles du bord - la correction a été faite. Bon tricot!
18.11.2022 - 09:37
Heike skrifaði:
Ich komme mit dem Abnahmetip nicht klar. Wenn ich ihn befolgen nehme ich im links gestrickten teil neben dem zopf ab. auf dem Foto ist aber zu sehen, dass im glatt rechts gestrickten teil an der Seite abgenommen wird. Das hieße für das rechte Vorderteil, dass nach den ersten 24 M abgenommen werden muss. In der Anleitung heißt es aber nach den ersten 20 Maschen. sehe ich das so richtig?
28.10.2022 - 22:52DROPS Design svaraði:
Liebe Heike, die Abnahmen für V-Halsausschnitt werden innherhalb die ersten 20 Maschen (= 1 Randmasche, 4 links, 15 Maschen A.1) gestrickt, damit es immer 4 linke Maschen innerhalb der Randmaschen gibt. Dh bei dem rechten Vorderteil nehmen Sie nach A.1 ab (bei den Hinreihen) bzw in den Glatt rechten Maschen, so wird das Zopf nicht abgenommen. Viel Spaß beim stricken!
31.10.2022 - 08:25
Sabine skrifaði:
Sunray hug
06.08.2022 - 09:46
Golden Hour Cardigan#goldenhourcardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Wish eða DROPS Air. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með köðlum, v-hálsmáli og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 235-22 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA: Lykkjum er fækkað innan við 24 lykkjur við miðju að framan. Allar úrtökur eru gerðar frá réttu eins og útskýrt er að neðan: HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið 24 lykkjur eins og áður, lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið næstu lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið þar til 26 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið síðustu 24 lykkjur eins og áður. ÚTAUKNING: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat = 2 lykkjur fleiri. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkin er prjónað fram og til baka á hringprjóna neðan frá og upp í stykkjum og frágangur er eins og útskýrt er í uppskrift. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir kant að framan. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, neðan frá og upp. Bakstykkið er 4 cm lengra en framstykkið. BAKSTYKKI: Fitjið upp 65-69-75-79-85-89 lykkjur á hringprjón 7 með DROPS Wish eða DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan stroff með byrjun frá réttu: 2 lykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið síðan þannig – frá réttu: 2 lykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 6 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 49-53-59-63-69-73 lykkjur, JAFNFRAMT er fækkað um 11-11-13-13-15-15 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* yfir næstu 6 lykkjur, 2 lykkjur í garðaprjóni = 54-58-62-66-70-74 lykkjur. Prjónið svona þar til stykkið mælist 12 cm. Prjónið sléttprjón með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 44-45-46-47-48-49 cm, fellið af 2 lykkjur fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umferðum = 50-54-58-62-66-70 lykkjur. Þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm, fellið af miðju 8-12-12-14-14-14 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 20-20-22-23-25-27 lykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm (= 24-25-26-27-28-29 cm frá þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handvegi). Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 34-36-38-40-42-44 lykkjur á hringprjón 7 með DROPS Wish. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan stroff með byrjun frá réttu og mitt að framan: 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið síðan þannig – frá réttu: 1 lykkja í garðaprjóni, 4 lykkjur brugðið, A.1, 4 lykkjur brugðið, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 13-15-17-19-21-23 lykkjur, JAFNFRAMT er fækkað um 6 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, 1 lykkja í garðaprjóni = 32-34-36-38-40-42 lykkjur. Haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.2 yfir A.1. Endurtakið A.2 á hæðina. Þegar stykkið mælist 39-40-41-42-43-44 cm, byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli. JAFNFRAMT því sem lykkjum er fækkað fyrir v-hálsmáli, fellið af fyrir handvegi, lestu allan kaflann áður en prjónað er áfram. V-HÁLSMÁL. Fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli með 3 cm millibili alls 5-7-7-8-8-8 sinnum – sjá ÚRTAKA. HANDVEGUR: Jafnframt þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm, fellið af 2 lykkjur fyrir handvegi í byrjun á næstu umferð frá hlið. Þegar stykkið mælist 63-65-67-69-71-73 cm fækkið um 5 lykkjur jafnt yfir kaðal í A.2. Eftir allar úrtökur eru 20-20-22-23-25-27 lykkjur í umferð. Fellið af þegar stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm (= 24-25-26-27-28-29 cm frá þar sem fellt var af fyrir handveg). VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 34-36-38-40-42-44 lykkjur á hringprjón 7 með DROPS Wish. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan stroff frá réttu þannig, og hlið: 2 lykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið síðan þannig – frá réttu: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 13-15-17-19-21-23 lykkjur, JAFNFRAMT er fækkað um 6 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, 4 lykkjur brugðið, A.1, 4 lykkjur brugðið, 1 lykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.2 yfir A.1. Endurtakið A.2 á hæðina. Þegar stykkið mælist 39-40-41-42-43-44 cm, byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli. JAFNFRAMT því sem lykkjum er fækkað fyrir v-hálsmáli, fellið af fyrir handvegi, lestu allan kaflann áður en prjónað er áfram. V-HÁLSMÁL: Fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli með 3 cm millibili alls 5-7-7-8-8-8 sinnum – sjá ÚRTAKA. HANDVEGUR: Jafnframt þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm, fellið af 2 lykkjur fyrir handvegi í byrjun á næstu umferð frá hlið. Þegar stykkið mælist 63-65-67-69-71-73 cm fækkið um 5 lykkjur jafnt yfir kaðal í A.2. Eftir allar úrtökur eru 20-20-22-23-25-27 lykkjur í umferð. Fellið af þegar stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm (= 24-25-26-27-28-29 cm frá þar sem fellt var af fyrir handveg). ERMI: Ermar eru prjónaðar neðan frá og upp, í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Fitjið upp 32-32-36-36-40-40 lykkjur á sokkaprjóna 7 með DROPS Wish eða DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Prjónið stroff í 6 cm, skiptið yfir á sokkaprjón 8. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 6-6-8-8-10-10 lykkjur, jafnframt er aukið út um 4-5-4-5-4-5 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, 4 lykkjur brugðið, A.1, 4 lykkjur brugðið, sléttar lykkjur yfir síðustu 7-7-9-9-11-11 lykkjur, jafnframt er aukið út um 3-4-3-4-3-4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina og lykkjur hafa verið auknar út jafnt yfir, eru 43-45-47-49-51-53 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.2 yfir lykkjur í A.1 og sléttar lykkjur / brugðnar lykkjur eins og áður. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Þegar stykkið mælist 9 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið út með 9-9-9-8-8-8 cm millibili alls 5 sinnum í öllum stærðum = 53-55-57-59-61-63 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-45-44-43-42-41 cm, prjónið lykkjur í A.2 áfram í sléttprjóni. Þegar ermin mælist 49-48-47-46-45-44 cm, prjónið ermakúpu fram og til baka (frá miðju undir ermi) á hringprjón að loka máli. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 51-50-49-48-47-46 cm, þ.e.a.s. það er klauf 2 cm efst á ermi. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermakúpu við handveg. Saumið síðan klauf efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. Saumið hliðarsauma í ystu lykkjubogana, þannig að saumurinn verði flatur, en skiljið eftir neðstu 4 cm á framstykki og 8 cm á bakstykki = klauf. Setjið 1 prjónamerki mitt aftan í hálsmáli. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Byrjið neðst á hægra framstykki og frá réttu með hringprjón 7, prjónið upp ca 92 til 1058 lykkjur innan við 1 lykkju garðaprjón upp að prjónamerki mitt aftan í hnakka. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu) þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, (2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt) þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur brugðið og endið með 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka þar til kanturinn að framan mælist 3 cm. Nú er fellt af fyrir 4-4-4-5-5-5 hnappagötum. 1 hnappagat = fellið af 2 lykkjur. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur yfir lykkjur sem felldar voru af – ATH: Það er fallegast ef fellt er af fyrir hnappagötum í einingu með brugðnum lykkjum (séð frá réttu). Neðsta hnappagatið er staðsett ca 5 cm frá neðri kanti og efsta hnappagatið er ca þar sem V-hálsmálið byrjar. Haldið áfram með stroff í 4 cm (8 cm alls). Fellið af. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Byrjið við prjónamerki mitt aftan í hnakka og frá réttu á hringprjón 7, prjónið upp jafn margar lykkjur og í hægri kanti að framan innan við 1 lykkju í garðaprjóni. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu) þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, (2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt) þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur brugðið og endið með 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Fellið af. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #goldenhourcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 36 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 235-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.