Gerda Jersombeck skrifaði:
Hallo, für dieses Modell würde ich gerne das Garn " soft Tweed"verwenden, da ich davon noch Material habe. was ist dabei zu beachten? danke im voraus und liebe Grüße. Gerda
11.08.2022 - 13:36DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Jersombeck, beide Garne gehören selbe Garngruppe, so können Sie unseren Garnumrechner benutzen , damit bekommen Sie die neue Garnmenge mit Soft Tweed. Viel Spaß beim stricken!
11.08.2022 - 14:01
Gerda Jersombeck skrifaði:
Hallo, kann ich bei diesem hohen Maschenanschlag auch einen magicloop machen? meine Rundnadel ist nur 80 cm lang? Danke und lg, gerda
08.08.2022 - 17:39DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Jersombeck, ja sicher können Sie hier die Maschen mit dem Magicloop stricken - Sie brauchen dann nur eine 80 cm Rundnadel. Viel Spaß beim stricken!
09.08.2022 - 08:36
Undine skrifaði:
Kann ich bei diesem Topdown Modell die Ärmel nicht wie üblich direkt anstricken? Warum muß ich sie bei diesem Pullover getrennt arbeiten und dann extra annähen ? Die Ärmelnaht sieht gar nicht gut aus.
27.07.2022 - 16:55DROPS Design svaraði:
Liebe Undine, Dies ist ein Sattelschultermodell. Die übliche Möglichkeit ist, die Ärmel nachträglich zu nähen. Sie können jedoch Maschen abketten und aufnehmen, obwohl dies etwas schwieriger als gewöhnlich ist.
31.07.2022 - 19:56
Margret Scipio skrifaði:
Bij Meerderen-2 staat 1x st naar rechts gedraaid en 1x st naar links gedraaid. Maar de uitleg is precies hetzelfde! Ook krijg ik geen mooi randje bovenop de schouder maar aan de binnenkant terwijl ik aan de achterkant de steek ophaal. Moet dit niet aan de voorkant zijn?
11.06.2022 - 15:57DROPS Design svaraði:
Dag Margret,
Het meerderen bij 'Meerderen-2' was inderdaad niet goed beschreven. Het is nu gecorrigeerd.
12.06.2022 - 21:00
Sweet History#sweethistorysweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með axlarsæti. Stærð S - XXXL.
DROPS 232-44 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 102 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 12) = 8,5. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir 8. og 9. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2: Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. ÚRTAKA-1 (á við um framstykki og bakstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu. Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. ÚRTAKA-2 (á við um fram- og bakstykki og ermar): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerkið situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring á stuttan hringprjón. Berustykkið er prjónað í hring á hringprjóna þar til axlarsætin hafa verið prjónuð til loka. Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka á hringprjón, hvort fyrir sig, þar til útaukning fyrir handveg er lokið. Síðan er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað í hring til loka. Ermar eru fyrst prjónaðar fram og til baka þar til ermakúpan hefur verið prjónuð til loka, síðan er prjónað í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru saumaðar í eins og útskýrt er í uppskrift. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 136-144-144-152-152-160 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með DROPS Belle. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, snúið stykkinu og prjónið síðan hringinn þannig: Prjónið A.1 (= 17-18-18-19-19-20 mynstureiningar með 8 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, eru 102-108-108-114-114-120 lykkjur í umferð. Prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist 4 cm þar sem það er styst (þar sem bogarnir í kanti snúa niður í stroffi). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 12-10-10-8-8-6 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1= 114-118-118-122-122-126 lykkjur. BERUSTYKKI: Skiptið nú yfir á hringprjón 4. Nú er sett 1 merkiþráður og 2 prjónamerki í stykkið. Merkiþráðurinn er settur á milli 2 lykkja og prjónamerkin eru sett í lykkju, þannig: Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (= mitt að aftan), berustykkið er nú mælt frá þessum merkiþræði, hoppið yfir næstu 28-29-29-30-30-31 lykkjur, setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju (= axlalykkja), hoppið yfir næstu 56-58-58-60-60-62 lykkjur (= framstykki), setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju (= axlalykkja), nú eru 28-29-29-30-30-31 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að auka út hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í. AXLARSÆTI: Prjónið sléttprjón hringinn. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í – sjá ÚTAUKNING-2. Einungis er aukið út á framstykki og bakstykki og fjöldi lykkja á öxlum (= 1 lykkja) verður sá sami. Haldið svona áfram hringinn og aukið alveg eins út í hverri umferð alls 28-28-31-31-34-34 sinnum = 226-230-242-246-258-262 lykkjur. Eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 10-10-11-11-12-12 cm frá merkiþræði við hálsmál. Næsta umferð er prjónuð frá miðju að aftan þannig: Prjónið fyrstu 56-57-60-61-64-65 lykkjur (= hálft bakstykki), fellið af lykkju mitt á öxl, prjónið næstu 112-114-120-122-128-130 lykkjur áður en þær eru settar á þráð (= framstykki), fellið af lykkju mitt á öxl, prjónið síðustu 56-57-60-61-64-65 lykkjur (= hálft bakstykki). Klippið þráðinn. BAKSTYKKI: = 112-114-120-122-128-130 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki hér – HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT. Nú er prjónað sléttprjón með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. Þegar prjónaðir hafa verið 2 cm frá skiptingu er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið á stykki – sjá ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 8-7-6-5-5-4 sinnum = 96-100-108-112-118-122 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 17-17-18-19-18-17 cm. Fitjið nú upp lykkjur fyrir handveg í lok hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 1 lykkju 1-3-3-3-5-9 sinnum = 98-106-114-118-128-140 lykkjur. Stykkið á nú að mælast 18-19-20-21-22-23 cm frá prjónamerki. Klippið þráðinn, geymið stykkið og prjónið framstykkið. FRAMSTYKKI: Setjið lykkjur af þræði á hringprjón 4 = 112-114-120-122-128-130 lykkjur. Prjónið alveg eins og bakstykki. Þegar útaukning fyrir handveg hefur verið gerð til loka eru 98-106-114-118-128-140 lykkjur í umferð. FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir allar lykkjur á framstykki, fitjið upp 4-6-6-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón yfir lykkjur á bakstykki, fitjið upp 4-6-6-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn = 204-224-240-260-284-312 lykkjur fyrir fram- og bakstykki. Færið merkiþráðinn hingað – HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT. Setjið prjónamerkin mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermum (= 2-3-3-6-7-8 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerkin). Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þau eru notuð síðar þegar fækka á lykkjum í hliðum. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 3 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA-2. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-9-9-10-10-11 cm = 196-216-232-252-276-304 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 12-13-13-14-14-15 cm frá prjónamerki. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd (nú eru eftir ca 10 cm með stroffi til loka máls). Til að koma í veg fyrir að stroffið dragi stykkið saman, aukið nú út um 32-36-38-42-48-50 lykkjur jafnt yfir = 228-252-270-294-324-354 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Nú er stroffið prjónað (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4½ cm. Prjónið nú frá ör í mynsturteikningu A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stroffið mælist alls 10 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl (mælt innst við kant í hálsmáli) og niður. ERMAR: Ermar eru prjónaðar ofan frá og niður. Fitjið upp 62-62-64-60-54-50 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Belle (það eru fitjaðar upp færri lykkjur í stærri stærðum vegna fleiri útaukninga hvoru megin við ermakúpu). Prjónið sléttprjón fram og til baka, jafnframt eru fitjaðar upp lykkjur í lok hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 3-1-1-1-1-1 lykkjur 1-4-4-5-8-11 sinnum, síðan í næstu umferð frá réttu, fitjið upp 4-6-6-12-14-16 lykkjur = 72-76-78-82-84-88 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í 4-6-6-12-14-16 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi (= mitt undir ermi). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 4. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – munið eftir ÚRTAKA-2. Í stærð M, L og XXXL, er úrtakan endurtekin þegar stykkið mælist 10 cm = 70-72-74-80-82-84 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til ermin mælist 27-25-25-23-21-19 cm. Setjið eitt nýtt prjónamerki mitt á ermi þannig að það verða 35-36-37-40-41-42 lykkjur á milli 2 prjónamerkja. Prjónið sléttprjón hringinn, jafnframt er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – munið eftir ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð 7-7-7-8-8-8 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til ermin mælist ca 37-35-35-34-32-30 cm – eða að óskaðri lengd (nú eru eftir ca 10 cm með stroffi til loka máls og það er styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-4-8-6-10-8 lykkjur jafnt yfir = 48-48-54-54-60-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4½ cm. Prjónið nú frá umferð með ör í A.2 umferðina hringinn. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið stroff þar til stroffið mælist 10 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina alveg eins. FRÁGANGUR: Saumið ermar í við fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju garðaprjón á fram- og bakstykki og innan við uppfitjunarkant á ermum. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweethistorysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-44
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.