Janne Taxholm skrifaði:
Undskyld, jeg læste det ikke korrekt. Opskriften er helt rigtig og god.
27.06.2023 - 12:39
Janne Taxholm skrifaði:
Indtagningerne på for- og bagstykket passer ingen steder, og det er også skrevet meget mærkeligt
21.06.2023 - 15:30
Giovanna Raffo skrifaði:
Il baby alpaca silk è fuori produzione ?non riesco più a trovarlo e nel vostro catalogo è "sospeso"
22.12.2022 - 12:06DROPS Design svaraði:
Buonasera Giovanna, il filato in questione non è ancora ufficialmente fuori produzione ma al momento è "sospeso". Buon lavoro!
28.12.2022 - 19:08
Zuzana skrifaði:
Ďakujem za inšpirujúci návod. Model som uplietla z priadze DROPS Safran, na veľkosť S som spotrebovala 250 g.
27.07.2022 - 14:20
Conni skrifaði:
Summer freshness
14.01.2022 - 16:50
Chamomile Tea Top#chamomileteatop |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með stuttum ermum / t-shirt úr DROPS BabyAlpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með stuttum puffermum og picotkanti. Stærð S - XXXL.
DROPS 231-22 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1 og A.2). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum 4 lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. PICOT: Prjónið 1 lykkju snúið slétt, * stingið inn hægri prjóni á milli 2 fyrstu lykkja á vinstra prjóni (þ.e.a.s. á milli lykkja á prjóni, ekki í gegnum lykkjurnar), sláið 1 sinni uppá hægri prjón, dragið uppsláttinn fram á milli lykkja og setjið uppsláttinn á vinstri prjón *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum (= 2 nýjar lykkjur á vinstri prjóni), prjónið sléttar lykkjur og fellið jafnframt af 5 lykkjur (= 1. lykkja á hægri prjóni + 2 uppslættir + 2 lykkjur). Haldið áfram að prjóna frá *-* og fellið af 5 lykkjur alveg eins meðfram allri affellingunni þar til nægilega margar lykkjur eru eftir til að gera nýjan picot. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru, klippið þráðinn frá, þræðið þráðinn í gegnum síðustu lykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður, hvort fyrir sig þar til handvegurinn hefur verið prjónaður til loka. Síðan er fram- og bakstykkið prjónað í hring á hringprjóna. Ermakúpan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður. Afgangur af ermi er prjónaður í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Stykkið er saumað saman eins og útskýrt er í uppskrift. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli. BAKSTYKKI: Byrjið með hægri öxl. Síðan vinstri öxl prjónuð áður en lykkjur eru settar saman og bakstykkið er prjónað. HÆGRI ÖXL (þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 24-25-26-27-27-28 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS BabyAlpaca Silk. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN í hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 2 cm, fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá röngu (að hálsi) þannig: fitjið upp 1 lykkju 2 sinnum og 2 lykkjur 1 sinni = 28-29-30-31-31-32 lykkjur. Í lok næstu umferðar frá röngu eru fitjaðar upp 30-30-32-32-36-36 nýjar lykkjur (mitt aftan í hnakka) = 58-59-62-63-67-68 lykkjur. Klippið þráðinn, geymið stykkið og prjónið vinstri öxl að aftan. VINSTRI ÖXL (þegar stykkið er mátað): Fitjið upp 24-25-26-27-27-28 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS BabyAlpaca Silk. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 2 cm, fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu (að hálsi) þannig: fitjið upp 1 lykkju 2 sinnum og 2 lykkjur 1 sinni = 28-29-30-31-31-32 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu á eftir síðustu útaukningu. Setjið nú vinstri og hægri öxl saman fyrir bakstykki eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Byrjið frá réttu, prjónið sléttar lykkjur yfir lykkjur frá vinstri öxl og prjónið sléttar lykkjur yfir lykkjur frá hægri öxl = 86-88-92-94-98-100 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 11-9-8-8-12-10 cm frá uppfitjunarkanti á öxl, aukið út fyrir handvegi í hvorri hlið eins og útskýrt er að neðan. Setjið 1 prjónamerki innan við 4 ystu lykkjur í hvorri hlið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu – prjónamerkin eiga alltaf að sitja innan við 4 ystu lykkjurnar í hvorri hlið. Prjónið þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 3 lykkjur sléttprjón, A.1, prjónið sléttprjón þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið A.2, 3 lykkjur sléttprjón, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka og aukið út alveg eins og útskýrt er í mynsturteikningu þar til auknar hafa verið út alls 5-8-9-9-14-17 lykkjur í hvorri hlið = 96-104-110-112-126-134 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu eru prjónaðar 3-3-3-3-1-1 umferðir sléttprjón án útaukningar. Prjónið síðan sléttprjón JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 1-1-1-3-3-4 sinnum og síðan 3-4-5-6-7-8 lykkjur 1 sinni = 106-116-124-136-152-166 lykkjur. Stykkið mælist ca 19-20-21-22-23-24 cm frá uppfitjunarkanti á öxl. Klippið þráðinn, geymið stykkið og prjónið framstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl. Prjónið síðan hægri öxl, áður en lykkjur eru settar saman og framstykkið er prjónað. VINSTRI ÖXL (þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 24-25-26-27-27-28 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS BabyAlpaca Silk. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 4-4-5-5-6-6 cm, fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá röngu (að hálsi) þannig: fitjið upp 1 lykkju 4 sinnum og 2 lykkjur 2 sinnum og 3 lykkjur 1 sinni = 35-36-37-38-38-39 lykkjur. Í lok næstu umferðar frá röngu eru fitjaðar upp 16-16-18-18-22-22 nýjar lykkjur (mitt að framan) = 51-52-55-56-60-61 lykkjur. Klippið þráðinn, geymið stykkið og prjónið hægri öxl að framan. HÆGRI ÖXL (þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 24-25-26-27-27-28 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS BabyAlpaca Silk. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 4-4-5-5-6-6 cm, fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu (að hálsi) þannig: fitjið upp 1 lykkju 4 sinnum og 2 lykkjur 2 sinnum og 3 lykkjur 1 sinni = 35-36-37-38-38-39 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu eftir síðustu útaukningu. Nú er hægri og vinstri öxl sett saman við framstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið frá réttu, prjónið sléttar lykkjur yfir lykkjur frá hægri öxl, síðan eru prjónaðar sléttar lykkjur yfir lykkjur frá vinstri öxl = 86-88-92-94-98-100 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 11-9-8-8-12-10 cm frá uppfitjunarkanti á öxl, aukið út fyrir handveg í hvorri hlið alveg eins og á bakstykki. Þ.e.a.s. setjið 1 prjónamerki innan við 4 ystu lykkjur í hvorri hlið. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónið þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 3 lykkjur sléttprjón, A.1, prjónið sléttprjón þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið A.2, 3 lykkjur sléttprjón, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka og aukið út alveg eins og útskýrt er í mynsturteikningu þar til auknar hafa verið út alls 5-8-9-9-14-17 lykkjur í hvorri hlið = 96-104-110-112-126-134 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu eru prjónaðar 3-3-3-3-1-1 umferðir sléttprjón án útaukningar. Prjónið síðan sléttprjón JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 2 lykkjur 1-1-1-3-3-4 sinnum og síðan 3-4-5-6-7-8 lykkjur 1 sinni = 106-116-124-136-152-166 lykkjur. Stykkið mælist ca 19-20-21-22-23-24 cm frá uppfitjunarkanti á öxl. Klippið þráðinn, geymið stykkið og prjónið framstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið lykkjur frá framstykki og bakstykki á sama hringprjón 3 = 212-232-248-272-304-332 lykkjur. Takið prjónamerkið frá í handvegi. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki (á milli framstykkis og bakstykkis). Stykkið er nú mælt frá þessum prjónamerkjum. Byrjið umferð við annað prjónamerkið og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 5-5-6-6-7-7 cm frá prjónamerki, setjið 4 prjónamerki í stykkið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þau eru notuð þegar fækka á lykkjum fyrir aðsnið. Teljið 30-34-37-42-48-54 lykkjur frá hlið, setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 46-48-50-52-56-58 lykkjur, setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 60-68-74-84-96-108 lykkjur, setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 46-48-50-52-56-58 lykkjur, setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju. Það eru 30-34-37-42-48-54 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Prjónið þannig: 30-34-37-42-48-54 lykkjur sléttprjón, A.3, prjónið sléttprjón þar til 4 lykkjur eru eftir á undan næsta prjónamerki, prjónið A.4, 60-68-74-84-96-108 lykkjur sléttprjón, A.3, prjónið sléttprjón þar til 4 lykkjur eru eftir á undan næsta prjónamerki, prjónið A.4, og 30-34-37-42-48-54 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur þar til A.3 og A.4 hefur verið prjónað 2½ sinnum á hæðina (lykkjum hefur verið fækkað 5 sinnum á hæðina og fléttað saman 10 sinnum á hæðina). Eftir síðustu úrtöku eru 192-212-228-252-284-312 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 21-22-23-24-25-26 cm frá prjónamerki sem var sett í. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 58-64-68-76-86-94 lykkjur jafnt yfir = 250-276-296-328-370-406 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Fellið af með PICOT – sjá útskýringu að ofan. Stykkið mælist ca 46-48-50-52-54-56 cm frá öxl,. ERMI: Fitjið upp 30-32-34-36-38-40 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með DROPS Baby Alpaca Silk. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 lykkjur sléttprjón, prjónið 1 lykkju framan og aftan í hverja af næstu 20-22-24-26-28-30 lykkjur (= 20-22-24-26-28-30 lykkjur fleiri), 5 lykkjur sléttprjón = 50-54-58-62-66-70 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka og fitjið upp nýjar lykkjur í handvegi í lok hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 3-3-3-4-4-4 sinnum, 1 lykkja 5-7-9-9-10-14 sinnum, 2 lykkjur 4-4-4-4-5-4 sinnum og 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið = 100-108-116-124-134-142 lykkjur. Setjið stykkið saman. Setjið 1 prjónamerki þar sem stykkið er sett saman (mitt undir ermi) og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu – prjónamerkið er notað þegar auka á út mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá þar sem stykkið var sett saman, aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 4-4-3-3-2½-2½ cm millibili alls 4 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 8-8-7-7-6-5 cm frá þar sem stykkið var sett saman, fækkið um 20-22-24-26-28-30 lykkjur jafnt yfir í umferð (þetta er gert samtímis sem útaukning heldur áfram mitt undir ermi). Eftir alla útaukningu og úrtöku eru 88-94-100-106-114-120 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 16-16-15-15-14-12 cm frá þar sem prjónamerki var sett. Í næstu umferð er fækkað um 22-24-28-32-36-40 lykkjur jafnt yfir = 66-70-72-74-78-80 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5 og prjónið stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Fellið af með PICOT – munið eftir útskýringu að ofan. Ermin mælist ca 31-32-32-33-33-33 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju á framstykki/bakstykki – allt umfram efni safnast saman í miðju ofan á erminni / ermakúpu. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp ca 110 til 126 lykkjur í kringum hálsmál á stuttan hringprjón 2,5 (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2). Prjónið stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið af með picot. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #chamomileteatop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 231-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.