Iwona skrifaði:
Chodzi o schemat A1 dla rozmiaru od XL rzad 11 Wprawdzie zrobilam caly wzor ale nie wyglada tak ladny jak na zdjeciu, wiec mysle ze cos przekrecilam.
07.04.2025 - 11:41DROPS Design svaraði:
Iwono, możesz wysłać mi zdjęcie tego motywu na poland@dropsproject.com? Będzie mi łatwiej zdiagnozować problem.
07.04.2025 - 13:10
Iwona skrifaði:
Czy moge gdzies znalesc filmik w ktorym moge zobaczyc jak sie robi ze schematu od gory znaczej 6,7 i 8? Bo nie mige sobie z tym poradzic. Przyklad punkt 6 "zdjac 1 oczko jak do przerobienia oczka przekreconego na prawo...i kolejne 2 punkty ponizej
06.04.2025 - 18:54DROPS Design svaraði:
Witaj Iwono, niestety nie ma jeszcze filmu na ten schemat. Napisz o który schemat chodzi i dokładnie o który rząd tego schematu. Pozdrawiamy!
07.04.2025 - 08:44
Sonia skrifaði:
Hallo, hoe maak ik de mededelingen aan de hals voor de nieuwe boordsteek aub. Video ?
24.11.2024 - 05:54DROPS Design svaraði:
Dag Sonja,
Eerst brei je steeds 1 gedraaid recht en 1 averecht om boordsteek te maken. Dan meerder je door steeds na elke averechte steek een omslag te maken. Op de volgende naald brei je 1 gedraaid recht, 1 averecht en de omslagen gedraaid averecht. De daarop volgende naald brei je 1 gedraaid recht, 2 averecht.
24.11.2024 - 11:49
Rosita Johansson skrifaði:
Jag får inte ihop längden på tröjan. 27cm till delningen på oket. 22 cm till resåren, sen 5 cm resår blir inte 58 cm har jag tänkt fel någon stans?
01.10.2024 - 18:59DROPS Design svaraði:
Hei Rosita. I str. XL måler genseren fra oppleggskanten 54 cm (vrangbord 4 cm + 23 cm bærestykket + 22 cm bol + 5 cm vrangbord). Dersom du strikken en forhøyning bak legger du til 4 cm = 58 cm. Om du ser på målskissen er forhøyningen medregnet. mvh DROPS Design
15.10.2024 - 07:50
Emily skrifaði:
Non mi è chiaro questo passaggio “”” passare la maglia successiva e metterla a ritorto sul ferro sinistro “” come la metto a ritorto sul ferro sinistro? Scusate ma non l’ho mai fatto 😅\r\nGrazie mille
23.08.2024 - 12:06DROPS Design svaraði:
Buonasera Emily, deve semplicemente "girarla": il filo dietro diventa quello davanti e viceversa. Buon lavoro!
26.08.2024 - 21:18
Agnieszka skrifaði:
W opisie rekawa przy przejsciu na sciagacz trzeba dodac oczko w co 2 oczko lewe, czy to oznacza ze sciagacz nie bedzie jeden na jeden tylko 1 op, 1 ol , 1 op I 2 ol?Bo wczoraj A2 juz konczy sie sciagaczem 1 na 1
01.02.2024 - 12:10DROPS Design svaraði:
Witaj Agnieszko, po dodaniu 1 oczka w co drugie oczko lewe, ściągacz będzie wyglądał następująco: 1 op przekręcone, 1 ol , 1 op przekręcone, 2 ol, itd. Zobacz na zdjęciu gdzie jest widoczny mankiet rękawa. Pozdrawiamy!
03.02.2024 - 08:04
AnnaLisa skrifaði:
Buongiorno. Vorrei solo una conferma: è esatto che per il bordo si usano i ferri 3.50? Ho paura che, soprattutto il collo, venga troppo stretto.\r\nGrazie
04.08.2023 - 18:54DROPS Design svaraði:
Buonasera AnnaLisa, se il suo campione corrisponde a quello riportato, sì, deve lavorare il bordo con i ferri mm. Buon lavoro!
04.08.2023 - 19:52
Gro Ofte Synstelien skrifaði:
Hvor står garnmengden som trengs ?
30.04.2023 - 13:21DROPS Design svaraði:
Hei Gro. Den står øverst i oppskriften, nære bildet. MATERIALER: DROPS PARIS fra Garnstudio (tilhører garngruppe C) 550-600-650-700-800-850 g farge 100, light wash. mbh DROPS Design
02.05.2023 - 13:21
Marietta skrifaði:
Waarom een model van boven naar onder breien vraag ik me af. Ik vind dit niet zo handig zekers als je aanpassingen moet doen in een ajour of kantpatroon. Dan klopt je telpatroon niet meer heb ik onder vonden. Is er misschien een manier om dat nog wel te laten kloppen, en is het mogelijk om zo een model ook op de klassieke manier te maken????? Dus van onder naar boven, want dan kan je het verschil vaak opvangen in het jersey gedeelte.
14.02.2023 - 09:39
Jana Bočková skrifaði:
Dobrý den, prosím není mi jasné, sejmeme 1 oko hladce,sejmeme další oko a vrátíme je na levou jehlici, první sejmuté oko vrátíme na levou jehlici a tato dvě oka spleteme hladce dohromady. Mohu ty 2 oka prostě splest hladce. Děkuji za odpověď. Jana Bočková
20.09.2022 - 19:50DROPS Design svaraði:
Dobrý den Jani, obě oka vrátíte na levou jehlici přetočená a potom je spletete hladce. Při překladu návodu se nám ztratila slovíčka. Děkuji za upozornění, popis symbolu je opraven. Přeji hodně zdaru při pletení.
20.09.2022 - 20:13
Echo Mountain#echomountainsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Paris. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 230-18 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- UPPHÆKKUN: Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun. Hoppaðu yfir þennan kafla ef þig langar ekki til að hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = mitt að aftan. Byrjið við prjónamerki frá réttu, prjónið 16-17-18-18-19-20 lykkjur slétt, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið 32-34-36-36-38-40 lykkjur brugðið. Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið 48-51-54-54-57-60 lykkjur slétt, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið 64-68-72-72-76-80 lykkjur brugðið. Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið 80-85-90-90-95-100 lykkjur slétt, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið 96-102-108-108-114-120 lykkjur brugðið. Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur að prjónamerki mitt að aftan. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er í uppskrift. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1). ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Hægt er að prjóna upphækkun aftan í hnakka ef óskað er eftir því. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 80-84-88-88-92-96 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með DROPS Paris. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Í næstu umferð er önnur hver 1 lykkja brugðið aukin út til 2 lykkjur brugðið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir annarri hverri brugðinni lykkju = 100-105-110-110-115-120 lykkjur. Haldið áfram með stroff – ATH: Í fyrstu umferð er uppslátturinn prjónaður frá útaukningu snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. Þegar stroffið mælist 5 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 14-15-16-20-23-26 lykkjur jafnt yfir = 114-120-126-130-138-146 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Þegar upphækkunin hefur verið prjónuð til loka, prjónið berustykkið eins og útskýrt er að neðan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, farðu beint áfram í berustykki. BERUSTYKKI: Prjónið sléttprjón í 2-3-3-4-4-5 cm – JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út um 16-20-24-30-32-34 lykkjur jafnt yfir = 130-140-150-160-170-180 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Nú er A.1 prjónað alls 13-14-15-16-17-18 sinnum hringinn á berustykki. Haldið áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 234-252-270-304-323-342 lykkjur í umferð. Prjónið síðan sléttprjón – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 6-12-10-8-5-6 lykkjur jafnt yfir = 240-264-280-312-328-348 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 36-40-42-46-50-54 lykkjur sléttprjón (½ bakstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 72-80-84-92-100-108 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 48-52-56-64-64-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið 36-40-42-46-50-54 lykkjur sléttprjón (½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 156-172-184-200-220-240 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 22 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 36-40-42-46-50-56 lykkjur jafnt yfir = 192-212-226-246-270-296 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið aðeins laust af með sléttum lykkjum. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMI: Setjið 48-52-56-64-64-66 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-72-74-78 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið er notað þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3-3-2-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-3-2-2-1½-1½ cm millibili alls 3-5-8-8-9-11 sinnum = 48-48-48-56-56-56 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 32-30-29-28-26-25 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 12 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri leng á undan gatamynstri og stroffi. Prjónið A.2 alls 6-6-6-7-7-7 sinnum hringinn á ermi. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Haldið áfram með stroff með 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er önnur hver 1 lykkja brugðið aukin út til 2 lykkjur brugðið = 60-60-60-70-70-70 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 44-42-41-40-38-37 cm frá skiptingu. Fellið aðeins laust af með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #echomountainsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 230-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.