Sophie skrifaði:
Qu’est-ce que vois voulez dire par « s’assurer que A1 soit bien aligné vis à vis À2 A3 et A4? Je ne comprends pas trop le motif. À quel moment doit-on débuter le diagramme
19.02.2024 - 03:07DROPS Design svaraði:
Bonjour Sophie, le diagramme A.1 montre un rapport du point fantaisie, lorsque vous avez terminé les diagrammes A.2-A.4 vous devez continuer les motifs exactement comme avant, ils doivent être espacés de 7 mailles au 1er rang et 7 rangs entre chaque. comme avant. Bon tricot!
19.02.2024 - 09:41
Valerie R Evansl skrifaði:
I am having a great time making suggestions for the patterns. I submitted this name. How do you notify us if you do, indeed use our name? I was so thrilled to see the name I dropped in but, I don't believe I was notified. Can you please reply?? Thank you, Valerie Evans {Park Avenue}
27.10.2023 - 23:10
Valerie R Evansl skrifaði:
This is the name I suggested! How do they notify people if your suggestion is picked?
27.10.2023 - 23:06
Nicole skrifaði:
Bonjour, Je crois qu’il y a une erreur dans la section « techniques employées - augmentations 1 -sur l’endroit ( avant le marqueur) la maille inclinée vers la droite ….devrait -elle plutôt être de « l’arrière vers l’avant »? Et celle inclinée à gauche devrait être de « « l’avant vers l’arrière » ? La vidéo montre autre chose…
02.09.2022 - 22:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Nicole, vous avez tout à fait raison, les augmentations-1 ont été corrigées, merci d'avoir relevé cette erreur. Bon tricot!
05.09.2022 - 08:44
Nicole skrifaði:
Bonjour, Malgré le fait qu’il est indiqué correction pour le diagramme A2 et A4 , ces derniers ne semblent pas avoir été corrigés puisqu’il y a encore trop de mailles sur le rang malgré ce qui est indiqué et ce pour toutes les grandeurs. Ex. A2- small = 32 mailles dans le graphique au lieu des 25 mailles indiquées. Est-ce possible de joindre les nouveaux diagrammes ? Merci.
02.09.2022 - 19:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Nicole, les nouveaux diagrammes devraient maintenant s'afficher, si tel n'est pas le cas, pensez à vider votre cache et nettoyer vos cookies puis essayez à nouveau. Bon tricot!
05.09.2022 - 10:14
Rosie skrifaði:
For the A.4 pattern in a size Medium the knitting diagram lists there should be 26 stitches, but counting the stitches in the diagram there are 33 outlined for the size medium. Which are the 26 stitches to be included in the pattern? The first 26 if reading from the right to left?
27.08.2022 - 07:15DROPS Design svaraði:
Dear Rosie, it looks like you are right, diagrams A.2 and A.4 should be edited so that you work the first 26 sts (size M) in A.2 and the last 26 sts in A.4. Thanks for noticing, diagrams will be edited asap. Happy knitting!
29.08.2022 - 08:34
Nicole skrifaði:
Bonjour, Au début du patron ,après le montage de mailles, on doit faire « un rang envers sur l’envers et au rang suivant sur l’endroit commencer et finir avec 6 mailles de bordure au point mousse ». Est-ce ce qu’on doit commencer la bordure en point mousse dès ce 1er rang sur l’envers? Si ce 1er rang est tricoté au complet à l’envers, ça donne du jersey au tour suivant… Merci!
27.08.2022 - 04:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Nicole, quand vous avez monté vos mailles, tricotez toutes les mailles à l'envers (= 1er rang tricoté = envers de l'ouvrage), puis tricotez en côtes avec 6 m point mousse de chaque côté, le 1er de ces rangs est l'endroit de l'ouvrage. On veut effectivement avoir un rang jersey endroit, vu sur l'endroit, avant de commencer les côtes. Bon tricot!
29.08.2022 - 08:26
Josephine skrifaði:
Pink roses cardigan
18.01.2022 - 19:32
Mette skrifaði:
Adore the lady” suggested name
15.01.2022 - 21:03
Pink Peony Cardigan#pinkpeonycardigan |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Flora. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með axlarsæti, gatamynstri og ¾-löngum ermum. Stærð S - XXXL
DROPS 232-26 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = prjónið frá réttu eins og áður þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman og endið með 1 lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu strax eftir stroff í hálsmáli, síðan eru felld af 4-4-4-5-5-5 næstu hnappagöt eins og útskýrt er að ofan með ca 9-9-9-10-10-10 cm millibili. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (á við um útaukningu fyrir axlarsæti, ermum og berustykki frá RÉTTU): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. ÚTAUKNING-2 (á við um útaukningu fyrir axlarsæti frá RÖNGU): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Lykkjur eru auknar út fyrir axlarsæti, síðan eru lykkjur auknar út fyrir ermar og að lokum eru lykkjur auknar út fyrir berustykki. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 170-178-182-186-194-198 lykkjur á hringprjóna 2,5 með DROPS Flora. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt frá röngu þar sem fækkað er um 13-17-17-17-17-17 lykkjur jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kantlykkjur að framan) = 157-161-165-169-177-181 lykkjur. Fellt er af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Setjið eitt prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Að auki eru sett 4 ný prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar og hvert og eitt að þessum 4 prjónamerkjum eru sett á milli 2 lykkja. Prjónamerkin eru notuð síðar þegar auka á út fyrir axlarsæti og verða að hafa annan lit en prjónamerki við háls til að aðgreina þau. Fyrsta prjónamerki: Byrjið mitt að framan, teljið 31-32-33-34-36-37 lykkjur (= framstykki), setjið 1. prjónamerki á undan næstu lykkju. Annað prjónamerki: Teljið 22 lykkjur frá 1. prjónamerki (axlalykkjur), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju. Þriðja prjónamerki: Teljið 51-53-55-57-61-63 lykkjur frá 2. prjónamerki (= bakstykki), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju. Fjórða prjónamerki: Teljið 22 lykkjur frá 3. prjónamerki (= axlalykkjur), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Það eru 31-32-33-34-36-37 lykkjur eftir á framstykki eftir 4. prjónamerki. Látið þessi 4 prjónamerki fylgja með í stykkinu, það á að auka út við hvert og eitt af þessum prjónamerkjum. ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Lestu allan kaflann áður en þú prjónar! Stykkið er prjónað með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni, A.2 yfir næstu 25-26-27-28-30-31 lykkjur, sléttprjón yfir næstu 22 lykkjur, A.3 yfir næstu 51-53-55-57-61-63 lykkjur, sléttprjón yfir næstu 22 lykkjur, A.4 yfir næstu 25-26-27-28-30-31 lykkjur og 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. A.1 sýnir eina mynstureiningu af mynstri, þegar lykkjur eru auknar út fyrir axlarsæti eiga nýjar lykkjur að prjónast inn í þetta mynstur. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út um 1 lykkju á UNDAN 1. og 3. prjónamerki og aukið út um 1 lykkju á EFTIR 2. og 4. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-1. Athugið að einungis er aukið út á framstykki og bakstykki og fjöldi axlalykkja verður sá sami. Í næstu umferð frá röngu er aukið út fyrir axlarsæti þannig: Aukið út um 1 lykkju Á UNDAN 4. og 2. prjónamerki og aukið út um 1 lykkju á EFTIR 3. og 1. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-2. Þ.e.a.s. aukið er út mismunandi frá réttu og frá röngu þannig að lykkjurnar liggi fallega. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út alveg eins í hverri umferð (þ.e.a.s. bæði frá réttu og frá röngu) alls 24-28-30-32-32-32 sinnum = 253-273-285-297-305-309 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur A.1, passið uppá að A.1 passi yfir lykkjurnar frá A.2, A.3 og A.4. Eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 8-8-9-10-10-10 cm frá prjónamerki við hálsmál. Aukið síðan út lykkjur fyrir ermar eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING FYRIR ERMAR: Prjónið sléttprjón yfir lykkjur á ermum, mynstur eins og áður á fram- og bakstykki og 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu er aukið út um 4 lykkjur fyrir ermar þannig: Aukið út um 1 lykkju á EFTIR 1. og 3. prjónamerki og aukið út um 1 lykkju á UNDAN 2. og 4. prjónamerki. Athugið að nú er einungis aukið út á ermum, en fjöldi lykkja á framstykki og bakstykki verður sá sami. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 26-28-32-34-30-28 sinnum = 357-385-413-433-425-421 lykkjur. Stykkið mælist ca 23-24-28-30-28-27 cm frá prjónamerki við hálsmál. ÚTAUKNING Á BERUSTYKKI: Þessi kafli á einungis við um stærðir XL, XXL og XXXL, í stærð S, M og L er útaukningum lokið. Færið 4 prjónamerkin frá útaukningu á ermum, þannig að hvert og eitt af þessum 4 prjónamerkjum sitji í ystu lykkju í hvorri hlið á framstykki og bakstykki. Það eru 90-82-78 lykkjur á milli lykkja með prjónamerki í hvorri ermi. Í næstu umferð eru auknar út 8 lykkjur fyrir berustykki með því að auka út bæði á undan og á eftir hverri lykkju af þessum 4 lykkjum með prjónamerki í – munið eftir ÚTAUKNING. Nú eru lykkjur auknar út á framstykki, bakstykki og báðum ermum og útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1 á bakstykki/framstykki og í sléttprjóni á ermum. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 2-7-11 sinnum = 449-481-509 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: = 357-385-413-449-481-509 lykkjur. Þegar öll útaukning hefur verið gerð, mælist stykkið ca 23-24-28-31-32-33 cm frá prjónamerki í hálsmáli. Ef stykkið mælist minna en þetta, prjónið áfram eins og áður án útaukninga að réttu máli. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar í næstu umferð þannig: Prjónið yfir fyrstu 55-60-63-68-75-80 lykkjur (framstykki), setjið næstu 74-78-86-94-96-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-12-14-16 lykkjur undir ermi, prjónið 99-109-115-125-139-149 lykkjur (bakstykki), setjið næstu 74-78-86-94-96-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-12-14-16 lykkjur undir ermi, prjónið yfir síðustu 55-60-63-68-75-80 lykkjur (framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 225-245-261-285-317-341 lykkjur. Prjónið A.1 fram og til baka með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan, þær lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í A.1 í hlið eru prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 21-22-20-19-20-21 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 46-50-52-58-64-68 lykkjur jafnt yfir = 271-295-313-343-381-409 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið aðeins laust af. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 74-78-86-94-96-100 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 3 - prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 82-86-96-106-110-116 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 8-8-10-12-14-16 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Prjónið sléttprjón þar til ermin mælist 20-19-16-14-13-12 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm til loka máls. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið jafnframt um 4-4-10-16-16-16 lykkjur jafnt yfir = 78-82-86-90-94-100 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið aðeins laust af. Ermin mælist ca 24-23-20-18-17-16 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pinkpeonycardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-26
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.