UnniBjørke skrifaði:
Skal det ikke felles på framstykket etter vrangborden?
27.04.2023 - 20:01DROPS Design svaraði:
Hej, jo forstykket strikkes på samme måde som bagstykket til arbejdet måler 46-48-49-51-52-54 cm :)
28.04.2023 - 11:15
ElinornHodel Forsgren skrifaði:
Hei,jeg forstår ikke hva det menes med å strikke fram og tilbake på ermet hvor splitten skal være øverst på Mars Sunrise Jumper Kan du forklare
03.10.2022 - 16:06DROPS Design svaraði:
Hei Elinorn, Ermet er strikket rundt fram til ermetoppen, som er strikket ferdig fram og tilbake (snu etter hver rad). Dette gjør det lettere å få ermet til å passe ermehullet når det sys på. God fornøyelse! God fornøyelse!
04.10.2022 - 06:58
Annette skrifaði:
Jeg tror at opskriften er forkert Forstykket , der står man skal strikke lige op til 48 cm , skal der ikke lukkes til ærmgab som på bagstykket?? På trøjen lukkes til ærmgab på fodstykkerne
15.05.2022 - 23:05DROPS Design svaraði:
Hei Annette. Ingen feil, det står i oppskriften at du skal strikke som bakstykket dvs at når arbeidet måler 33-34-35-36-37-38 cm, felles det av til ermehull i hver side: Fell av 6-7-9-10-12-17 masker på begynnelsen av hver av de 2 neste pinnene = 76-80-84-90-96-100 masker. OG når arbeidet måler 46-48-49-51-52-54 cm, settes de midterste 20-22-24-26-28-30 maskene på en tråd til hals. Hver skulder strikkes ferdig for seg. mvh DROPS Design
16.05.2022 - 11:51
Merrilyn skrifaði:
Hi I’m knitting the sleeve of the mars sunrise jumper, I don’t understand “work the sleeve cap back and forth from mid-under the sleeve.
09.05.2022 - 03:34DROPS Design svaraði:
Hi Merrilyn, Instead of continuing in the round at the top of the sleeve, when you have finished the last round, turn and work back from the wrong side to the start of the round, turn and work from the right side, etc. to the finished length. Happy knitting!
09.05.2022 - 06:52
Mars Sunrise Jumper#marssunrisejumper |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með röndum og sléttprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 232-21 |
||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. RENDUR: * 8 umferðir í litnum bleikur marmari, 4 umferðir í litnum hveiti, 4 umferðir í litnum natur, 4 umferðir í litnum bleikur sandur, 8 umferðir í litnum hveiti, 6 umferðir í litnum blush, 12 umferðir í litnum bleikur marmari, 4 umferðir í litnum natur, 4 umferðir í litnum hveiti, 4 umferðir í litnum blush, 4 umferðir í litnum bleikur marmari, 4 umferðir í litnum hveiti, 4 umferðir í litnum natur, 4 umferðir í litnum bleikur sandur, 8 umferðir í litnum hveiti, 4 umferðir í litnum blush *, endurtakið rendur á hæðina frá *-*. ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp, hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Þegar stykkið hefur verið saumað saman, prjónið kant í hálsmáli í hring í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 105-113-123-133-145-161 lykkjur á hringprjón 4 með litnum natur í DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig (1. umferð = rétta): 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið nú sléttprjón með RENDUR – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT í 1. umferð er fækkað um 17-19-21-23-25-27 lykkjur jafnt yfir = 88-94-102-110-120-134 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm, fellið af fyrir handvegi í hvorri hlið: Fellið af 6-7-9-10-12-17 lykkjur í byrjun á hvorri af 2 næstu umferðum = 76-80-84-90-96-100 lykkjur. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af miðju 26-28-30-32-34-36 lykkjur fyrir hálsmáli. Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið síðan um 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 24-25-26-28-30-31 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp jafnmargar lykkjur og á bakstykki og prjónið þar til stykkið mælist 46-48-49-51-52-54 cm. Setjið nú miðju 20-22-24-26-28-30 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli. Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af í hverri umferð frá hálsmáli: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 2 sinnum = 24-25-26-28-30-31 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 62-64-66-68-70-72 lykkjur á sokkaprjóna 4 með litnum natur. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 4 cm, skiptið yfir á sokkaprjóna 5. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 6 lykkjur jafnt yfir = 56-58-60-62-64-66 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Prjónið síðan sléttprjón og rendur. Þegar stykkið mælist 8 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 12-9-7-6½-5-4 cm millibili alls 4-5-6-6-7-8 sinnum = 64-68-72-74-78-82 lykkjur. Þegar ermin mælist 47-47-46-44-42-39 cm, prjónið ermakúpuna fram og til baka (frá miðju undir ermi) á hringprjón til loka máls. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 51-51-51-50-49-49 cm, þ.e.a.s. það er klauf 4-4-5-6-7-10 cm efst á ermi. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermakúpuna við handveg. Saumið síðan klaufina efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 4 og litinn natur, byrjið við annan axlasauminn og prjónið upp ca 82 til 106 lykkjur í kringum hálsmál. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Haldið svona áfram með stroff þar til kantur í hálsmáli mælist 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #marssunrisejumper eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-21
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.